Morgunblaðið - 11.03.2008, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 11.03.2008, Blaðsíða 36
■ Fim. 13. mars kl. 19.30 Páskatónleikar Söngsveitin Fílharmónía og evrópskir einsöngvarar í fremstu röð taka þátt í flutningi Þýskrar sálumessu eftir Johannes Brahms, eins mesta snilldarverks kórbókmenntanna. Hljómsveitarstjóri: Johannes Fritsch Einsöngvarar: Dorothee Jansen og Terje Stensvold Kór: Söngsveitin Fílharmónía Kórstjóri: Magnús Ragnarsson ■ Lau. 15. mars kl. 17.00 Kristallinn – kammertónleikaröð í Þjóðmenningarhúsinu Kvartett fyrir endalok tímans eftir Messiaen er eitt áhrifaríkasta snilldarverk tuttugustu aldarinnar. ■ Lau. 29. mars kl. 14.00 Maxímús Músíkús - Tónsprótatónleikar Músin Maxímús Músíkus villist inn á æfingu og tónleika hljóm- sveitarinnar. Tónleikar í tilefni af útkomu samnefndrar barnabókar Hallfríðar Ólafsdóttur flautuleikara með myndum eftir Þórarin Má Baldursson víóluleikara.Miðasala S. 545 2500 www.sinfonia.is Stratocasterinn hefur þá náttúru að menn gera hann að sínum og spila hann inn í sálarlífið… 43 » reykjavíkreykjavík NOKKUÐ hörð ritdeila hefur bloss- að upp á milli Bubba Morthens og Birgis Arnar Steinarssonar (Bigga í Maus) ritstjóra tónlistartímaritsins Monitor. Forsaga málsins er leiðari sem birtist í fimmta tölublaði Moni- tors nú í febrúar en Bubbi vill meina að þar hafi Biggi verið að reyna breyta sögu íslenskrar tónlistar frá 1980. Í leiðaranum segir m.a.: „[Bubbi] hefur aldrei verið leiðandi afl. Hann er eins og svampur sem sýgur umhverfi sitt inn og mótar sig og skoðanir sínar eftir því hvað er í gangi hverju sinni.[…] Þegar Ísland var í kreppu og allt var skítt stóð Bubbi Morthens upp úr hópnum og hélt í fána pönksins sem aðrir héldu þó á lofti.“ Falskur tónn Bigga Þessum orðum mótmælir Bubbi harðlega á heimasíðu sinni og segir: „Biggi verður að kyngja því að stað- reyndin er sú að með Ísbjarnablús breytti ég íslenskri tónlistarsögu ásamt Utangarðsmönnum. Sem og nokkrum öðrum sem fylgdu í kjöl- farið. Frábið ég mér fleiri tilraunir til þess að falsa söguna frá manni sem hefur aldrei geta haldið lagi og hefur unnið sér það til frægðar að syngja falskast allra íslenskra tón- listarmanna á seinni tímum. Sá falski tónn hrakti hann frá míkrafón- inum í það að gerast ritstjóri Moni- tors þar sem sami falski tónninn hljómar í skrifum hans.“ Bubbi og Biggi í hár saman Rokkrígur Leiðari Bigga í tónlistartímaritinu Monitor varð tilefni að harð- orðu svari Bubba Morthens á heimasíðu þess síðarnefnda.  Bókamark- aðnum lauk nú á sunnudaginn en næst flyst mark- aðurinn til Ak- ureyrar og verður þar yfir páskana. Flestir eru sam- mála um að vel hafi tekist til í ár en eitt sem hjálpaði til var að bóka- rýnar Kiljunnar, Páll Baldvin Bald- vinsson og Kolbrún Bergþórs- dóttir, mæltu með fimm titlum hvort í þættinum síðasta miðviku- dag. Þegar Kolbrún sjálf mætti á markaðinn á laugardeginum fékk hún vart frið frá fólki sem hélt uppi bókum og vildi að hún veitti valinu blessun sína. Uppáhaldsbækur Kol- brúnar seldust upp, til að mynda Frú Bovary og Ljós í ágúst eftir Faulkner. Spurning um að flytja Kolbrúnu með norður?  Hljómsveitin Bloodgroup kom nýverið heim til Íslands eftir að hafa haldið sjö tónleika á aðeins níu dögum víðs vegar um Evr- ópu. Í Danmörku spilaði sveitin í Árósum fyrir há- skólanema, kvöldið eftir í Porto í Portúgal og svo voru þrennir tón- leikar í Lundúnum, þar af tvennir á vegum EMI og Universal, en við- ræður standa yfir við bæði þessi út- gáfufyrirtæki. Síðasta stoppið var svo í Osló á By:Larm hátíðinni. Þar að auki er það að frétta af sveitinni að henni hefur verið boðið að spila á Hróars- keldu-hátíðinni í sumar. Blóðflokkur í útrás Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is „ÞETTA var alveg geðveik tilfinning,“ segir Stefanía Svavarsdóttir sem sigraði í söngkeppni Samfés, samtaka félagsmiðstöðva, sem haldin var í Laugardalshöll á laugardaginn. Alls voru 30 atriði úr félagsmiðstöðvum víðs vegar af land- inu í keppninni. „Ég tók líka þátt í fyrra og þá var mikið talað um okkur þegar við vorum búin að flytja atriðið, en svo höfnuðum við ekki í þremur efstu sæt- unum sem voru smávegis vonbrigði. Þannig að það var æðislegt að vinna í ár.“ Aðspurð segist söngkonan unga ekki hafa bú- ist við að sigra. „Ég var búin að fara yfir lagalist- ann og sjá að þetta voru allt svo flott og krefj- andi lög sem voru í keppninni,“ segir hún. Um 3.000 manns voru á keppninni á laug- ardaginn, en þótt Stefanía sé aðeins 15 ára segir hún það ekki hafa verið sérstaklega stressandi að syngja fyrir slíkan fjölda. „Þetta var að vísu rosalega stressandi áður en ég fór á svið, en svo þegar ég var komin þangað hvarf það alveg. En ég er líka frekar vön, enda í hljómsveit,“ segir Stefanía, en umrædd sveit heitir því sérstaka nafni Bob Gillan og strandverðirnir. „Við spilum rosalega mikið af gömlum lögum og höfum mik- ið verið að spila á árshátíðum og svona,“ út- skýrir söngkonan. Það var túlkun hennar á laginu „Fever“ sem færði henni sigurinn, en lagið er upphaflega frá árinu 1956 og hafa flytjendur á borð við Ma- donnu, Elvis Presley og Bob Dylan sungið það síðan. „Þetta er eitt af uppáhalds lögunum mín- um og það hentar minni rödd rosalega vel. Það er líka svolítið öðruvísi því það taka ekki allir svona gömul lög,“ segir Stefanía sem hefur sungið frá tíu ára aldri. Hún segir tónlistina að vissu leyti í fjölskyldunni, þannig hafi ömmusyst- ir hennar t.d. verið í sveitinni BG og Ingibjörg. Aðspurð segist Stefanía stefna að því að syngja meira í framtíðinni. „Það fylgir því nátt- úrlega töluverð athygli að sigra í svona keppni, auk þess sem ég fæ stúdíótíma. Það er samt ekki alveg búið að ákveða hvað ég geri þar. En stefnir maður ekki bara að því að meika það?“ segir hin efnilega söngkona að lokum. „Geðveik tilfinning“ Stefanía Svavarsdóttir sigraði í söngkeppni Samfés á laugardaginn Morgunblaðið/Valdís Thor Stórhuga „En stefnir maður ekki bara að því að meika það?“ segir Stefanía Svavarsdóttir sem ætlar sér stóra hluti í tónlistinni. Í DÁLKI Flugunnar í Morgun- blaðinu í gær birtust óafsakanleg ummæli um Gunnar I. Birgisson, bæjarstjóra í Kópavogi. Bæjarstjór- inn er hér með beðinn afsökunar á þeim. Ritstj. Afsökunarbeiðni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.