Morgunblaðið - 11.03.2008, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 11.03.2008, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. MARS 2008 15 MENNING Á GÓUGLEÐINNI, Bókmenntahá- tíð kvenna, sem haldin var í Iðnó um helgina, voru sex rithöfundum veitt Fjöruverðlaunin, sem veitt voru í annað sinn. Dóm- nefnd þótti rek- inn svo vænn eftir afstaðið jóla- bókaflóð, að ákveðið var að verðlauna nokkra höfunda að þessu sinni. Auður Ólafs- dóttir hlaut verð- launin fyrir skáldsöguna Afleggj- arann, Elísaet Jökulsdóttir fyrir söguna Heilræði lásasmiðsins, Sig- urbjörg Þrastardóttir fyrir ljóða- bókina Blysfarir, Kristín Helga Gunnarsdóttir fyrir skáldsöguna Draugaslóð, Ingunn Ásdísardóttir fyrir bókina Frigg og Freyja og Kristín Marja Baldursdóttir fyrir skáldsögurnar Karitas án titils og Óreiða á striga. Í dómnefnd Fjöruverðlaunanna sátu bókmenntafræðingarnir Þóra Sigríður Ingólfsdóttir og Soffía Auð- ur Birgisdóttir, auk rithöfundarins Olgu Guðrúnar Árnadóttur. Ritsmiðja var á Góugleðinni, und- ir stjórn Silju Aðalsteinsdóttur, sem las síðan afraksturinn. Margrét Lóa Jónsdóttir las ljóð og Ólöf Arnalds flutti eigin tónlist. Sex fengu verðlaun Fjöruverðlaunin veitt í annað sinn Kristín Marja Baldursdóttir SAFNARAR, sýningastjórar, safnstjórar og uppboðshaldarar – auk unnenda fagurra lista – hafa flykkst til Maastricht í Hol- landi síðustu daga. Evrópski fagurlista- markaðurinn var opnaður fimmtudaginn var, fyrst í stað einungis fyrir boðsgesti, sem voru um 9.500 og hafa aldrei verið fleiri. Áætlað er að um 76.000 gestir mæti. Til sýnis og sölu eru verk frá síð- ustu öldum, merkileg húsgögn og antík. Hvað mest athygli hefur beinst að sjálfsmynd sem Rem- brandt málaði árið 1632, þegar hann var 26 ára; á verðmiðanum stendur 27,7 milljónir punda. „Salan virðist minni í ár; fólk sem fjárfestir í hlutabréfum lætur minna fyrir sér fara,“ sagði einn galleristi. Á opnunardaginn rændi þjófahóp- ur demantahálsfesti frá 1948 sem metin er á um 130 milljónir króna. Rembrandt til sölu Sjálfsmynd Rembrandts. HAGÞENKIR, félag höfunda fræðirita og kennslugagna, stendur á miðvikudagskvöldið, 12. mars klukkan 20.00, fyrir kynningu á fræðiritum sem til- nefnd eru til Viðurkenningar Hagþenkis, sem afhent verður 19. mars. Kynningin verður í Te & kaffi, Bókabúð Máls og menningar á Laugavegi. Lesið verður úr Sverris sögu, í umsjón Þorleifs Hauks- sonar; Við brún nýs dags, eftir Þorleif Frið- riksson; Silfur hafsins - Gull Íslands, í ritstjórn Hreins Ragnarssonar; Byggðasögu Skagafjarðar IV, eftir Hjalta Pálsson; og Bannfæringu og kirkjuvaldi, eftir Láru Magnúsardóttur. Fræði Kynning á tilnefndum bókum Þorleifur Friðriksson SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT unga fólksins heldur tónleika í Langholtskirkju í kvöld, þriðjudag, kl. 20.00. Leikin verða Sinfónía númer 4 eftir Jóhannes Brahms, Sinfóníetta eftir Þórð Magnússon og tvö ungversk verk fyrir klarinettu og hljómsveit eftir Leo Weiner og Mihály Hajdu. Hljómsveitin fær til liðs við sig Freyju Gunnlaugsdóttur, klarinettu- leikara, sem leikið hefur með mörgum helstu hljómsveitum Evrópu. Sinfóníuhljómsveit unga fólksins er skipuð 54 tónlistarnemum. Stjórnandi hljómsveitarinnar er Gunnsteinn Ólafsson. Tónlist Leika verk eftir Brahms og Þórð Freyja Gunnlaugsdóttir GRÉTAR Þ. Hjaltason hefur opnað sýningu á nýjustu mál- verkum sínum í Listagjá Bæj- ar- og héraðsbókasafnsins á Selfossi. Mun sýningin standa út marsmánuð. Um er að ræða fjórtán myndverk sem Grétar málaði á liðnu ári og einnig nú í upp- hafi ársins 2008. Myndefnið sækir listamað- urinn einkum til Selfoss og nánasta umhverfis bæjarins. Myndirnar eru ým- ist málaðar með olíulitum, olíupastel eða vatns- litum. Grétar hefur áður haldið einkasýningar á verkum sínum, meðal annars í Eden í Hvera- gerði. Myndlist Grétar sýnir í Listagjánni Grétar Þ. Hjaltason Eftir Gunnhildi Finnsdóttur gunnhildur@mbl.is Í HAUST tekur Hrefna Haralds- dóttir við starfi listræns stjórnanda Listahátíðar í Reykjavík, en þar hef- ur Þórunn Sigurðardóttir staðið í brúnni frá því árið 2000. Hrefna er flestum hnútum kunnug í undirbún- ingi hátíðarinnar því hún hefur verið framkvæmdastjóri hennar síðast- liðin sjö ár. Hún er bókmenntafræð- ingur að mennt og því liggur beint við að spyrja hvort bókmenntirnar fái hærri sess á hátíðinni en hingað til? „Já, ég er ekki frá því. Það væri gaman að hafa slík verkefni á dag- skrá hátíðarinnar eins og reyndar dæmi eru um í sögu hennar.“ Ekki mikil bylting Hún segir þó ekki von á róttækum breytingum á hátíðinni frá því sem verið hefur. „Ég sé ekki fyrir mér mikla byltingu. Áherslan hjá mér verður svipuð og verið hefur. Hátíð- in hefur markað sér ákveðna stefnu á langri leið þannig að ég sé fyrir mér að hátíðin verði áfram góð blanda af innlendum og erlendum atburðum og stórum nöfnum í bland við nýja listamenn sem ekki hefur sést mikið til áður. Það finnst mér vera heppileg blanda, en alltaf þann- ig að gæðin séu í fyrirrúmi. Mig myndi langa að höfða til sem flestra án þess að það þýði einhverja út- þynningu. Hátíðin stendur mjög vel, ég tek við góðu búi af Þórunni og mér finnst það vera mín skylda að halda þeirri stefnu.“ Hingað til hafa listamenn oft boð- ið fram viðburði sem síðan hafa verið haldnir undir fána Listahátíðar. En finnst Hrefnu ástæða til þess að hafa oftar frumkvæði að viðburðum? „Hátíðin hingað til hefur staðið fyrir mörgum mjög framsæknum verkefnum sem hafa verið búin til sérstaklega fyrir hana. En að sjálf- sögðu þá þurfum við líka að flytja inn listamenn sem eru búnir að skapa sér nafn, en alltaf samt á toppnum eða á leiðinni þangað. Það finnst mér mikilvægt, að slaka ekki á kröfum. En ég sé marga möguleika á gríðarlega spennandi samstarfs- verkefnum meðal innlendra lista- stofnanna og búa til ný verkefni með einstaklingum og stofnunum. Það væri líka hægt að koma á samstarfi innlendra og erlendra listamanna, ég sé fjölmargar leiðir til þess. Ég vonast til þess að vinna að slíkum verkefnum,“ segir Hrefna, en vill ekki fara frekar út í þá sálma því undirbúningur sé enn á frumstigi. Fjármagnið til listanna Litlar breytingar verða á starfs- mannahaldi með nýjum listrænum stjórnanda. „Stjórn mun ráða nýjan framkvæmdastjóra í minn stað með haustinu, en mannahald verður með svipuðu sniði. Ég held að við séum komin niður á góða lausn í þeim efn- um því hátíðin stendur mjög vel og ég vil rugga bátnum sem minnst á því sviði.“ Hrefna segist ekki munu ráða fleira fólk til að skipuleggja dagskrá hátíðarinnar. „Það er hlut- verk stjórnanda listahátíðar að setja saman og bera ábyrgð á dagskránni. Stjórnandinn hefur svo dag- skrárnefnd sem í sitja ráðgjafar hans og engin breyting verður á því fyrirkomulagi. En hin endanlega ábyrgð er hjá stjórnandanum. Við vinnum líka inni í ákveðnum fjár- hagsramma og markmiðið er að sem stærstur hluti fjármagnsins renni aftur til listanna.“ Síðustu vikur hafa bankarnir og önnur stórfyrirtæki dregið saman seglin í styrkveitingum sínum til menningarstarfs. Listahátíð í Reykjavík er að stóru leyti fjár- mögnuð með styrkjum einkafyr- irtækja, en Hrefna óttast ekki um framhaldið. „Ég er ekki farin að skoða þau mál ofan í kjölinn, en ég er bjartsýn á áframhaldandi sam- starf við okkar helstu samstarfsaðila sem hefur verið afar gott. Ég hef enga ástæðu til annars en að ætla að það haldi áfram.“ Ný kona í brúnni  Bókmenntafræðingurinn Hrefna Haraldsdóttir tekur við stjórn Listahátíðar í Reykjavík í haust  „Hátíðin stendur mjög vel, ég tek við góðu búi af Þórunni“ Morgunblaðið/RAX Nýr stjórnandi Hrefna er ekki frá því að bókmenntirnar fái hærri sess á Listahátíð í Reykjavík undir hennar stjórn. Í HNOTSKURN »Listrænn stjórnandi Listahá-tíðar er ráðinn til næstu fjög- urra ára frá og með 1. október 2008. »Áður en Hrefna tók við fram-kvæmdastjórn Listahátíðar fyrir sjö árum var hún m.a. fram- kvæmdastjóri Menningarnætur í Reykjavík, Kaffileikhússins og Stúdentaleikhússins. »Hrefna kenndi íslensku íMenntaskólanum við Hamra- hlíð og hefur einnig gert sjón- varpsþætti um íslenska rithöf- unda og bókmenntir. Eftir Einar Fal Ingólfsson efi@mbl.is Í SÝNINGARSÖLUM Norræna hússins opnaði um liðna helgi sýning á textílverkum Trine Ellitsgaard, sem er dönsk en hefur síðustu tvo áratugi búið og starfað í hinni fögru borg Oaxaca í Suður-Mexíkó. „Ég held ég sæki meira til bak- grunnsins í Danmörku en umhverf- isins í Oaxaca,“ segir Ellitsgaard. Verk hennar hafa vissulega norræn einkenni, eru hrein í formum og ná- kvæm í litanotkun, en efnisnotkun er óvenjuleg; þarna blandast saman hefðbundin vefnaðarefni og þurrk- aðar garnir, fiskilínur og gerviefni. „Oft þegar fólk sér verkin segist það sjá að ég bý í Mexíkó. Ég hef vissulega orðið fyrir áhrifum af því að fylgjast með eiginmanni mínum vinna, að sjá hvað hann er frjáls í vinnubrögðum.“ Eiginmaðurinn er Francesco Toledo, einn kunnasti samtímalistamaður þjóðar sinnar. „Meðan ég bjó í Danmörku var meiri agi í verkunum. Nú geri ég meiri til- raunir. Ég hafði ekki eins gaman af tilraunum þegar ég var yngri.“ Ólíkt Norðurlöndum, þar sem er rík hefð fyrir textíl sem list, segir hún að í Mexíkó sé textíll nær ein- göngu metinn af notagildinu. „Á mörgum svæðum klæðist fólk til að mynda ennþá hefðbundnum fötum. Ég er hér með eitt verk sem ég geri úr pilsum úr hrosshári sem kon- urnar í tilteknum ættbálki klæðast enn í dag.“ Hvað finnst gömlum kollegum í Danmörku um verk hennar núna? „Þeim finnst ég hafa breyst mikið. Ég fékk að heyra það þegar ég sýndi síðast í Kaupmannahöfn. Í Mexíkó eru hefðbundnir vefarar mjög áhugasamir um það sem ég er að gera. Þeir hafa ofið á sama hátt, kynslóð eftir kynslóð, en allt í einu sjá þeir allt aðra nálgun. Þeim finnst það líka forvitnilegt.“ Er nú meira í tilraunum Morgunblaðið/Einar Falur Tilraunir „Það er forvitnilegt að taka nytjahluti úr samhengi,“ segir Ellitsgaard. Verkið er úr skífum sem diskar eru þvegnir með í Mexíkó. Trine Ellitsgaard er danskur vefari sem býr í Mexíkó ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.