Morgunblaðið - 11.03.2008, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 11.03.2008, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. MARS 2008 17 SUÐURNES Þingeyjarsveit | Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar hefur ákveðið að leggja tillögu um sameiningu við Aðaldælahrepp í almenna atkvæða- greiðslu hreppsbúa. Atkvæða- greiðslan fer fram fyrir 10. maí næstkomandi. Fyrir skömmu urðu meirihluta- skipti í sveitarstjórn Þingeyjar- sveitar vegna afstöðu til aðferða við sameiningu við Aðaldælahrepp. Meirihluti íbúa Þingeyjarsveitar samþykkti sameiningu í haust ásamt íbúum Aðaldælahrepps en íbúar þriðja sveitarfélagsins, Skútustaðahrepps, höfnuðu. Nýr meirihluti stefndi að samþykkt til- lögu sameiningarnefndar um sam- einingu sveitarfélaganna tveggja án nýrra sameiningarkosninga. Tillaga um það hefur legið fyrir sveit- arstjórn og einnig tillaga minni- hlutans um að ekki verði sameinað án nýrra kosninga. Þá hafa verið lagðir fram listar með undir- skriftum 238 íbúa þar sem þess er óskað að ekki verði gengið til sam- einingar án undangenginnar at- kvæðagreiðslu. Vonast eftir betri sátt Á aukafundi sem haldinn var í sveitarstjórn Þingeyjarsveitar í gær greiddu sex af sjö fulltrúum atkvæði með tillögu oddvita um skipan samstarfsnefndar Aðaldæla- hrepps og Þingeyjarsveitar með það að markmiði að sveitarfélögin verði sameinuð. Kosið verði um sameiningu eigi síðar en 10. maí. Erlingur Teitsson, oddviti Þing- eyjarsveitar, segir að tilgangurinn með þessari samþykkt sé að ná betri sátt í sveitarfélaginu um mál- ið. Ný atkvæða- greiðsla um sameiningu Eftir Sigfús Má Þorsteinsson Hornafjörður | Áhersla var lögð á nýsköpun í atvinnumálum og um- hverfisvæna framtíðarsýn á Austur- þingi Framtíðarlandsins. Stefnt var saman hugmyndaríku og kraftmiklu fólki úr atvinnulífinu og menningar- geiranum og þeim sem koma að ný- sköpun. Framtíðarlandið og Nýheimar efndu til Austurþings í Nýheimum á Höfn í Hornafirði sl. laugardag. Þingið var hið þriðja í röð lands- hlutaþinga sem Framtíðarlandið stendur fyrir í vetur. Vesturþing var haldið í nóvember í fyrra og Reykja- nesþing nú í febrúar sl. Hagleikssmiðja á Hornafirði Þeir Ari Þorsteinsson, fram- kvæmdastjóri Frumunnar, og Þor- varður Árnason, forstöðumaður Há- skólasetursins, kynntu meðal annars verkefnin Economuseum Northern Europe og NEED, Northern Envir- onment Education Development, en þessi verkefni hafa fengið fjárhags- legan stuðning upp á rúmar 50 millj- ónir frá Norðurslóðaáætlun Evrópu. Ari og Þorvarður leiða verkefnin fyr- ir Íslands hönd. Það er Fruman í Nýheimum sem leiðir Economuseum Northern Eurpoe en Þekkingarnet Austur- lands er samstarfsaðili í verkefninu. Verkefnið er samstarfsverkefni nokkurra landa. Að sögn Ara Þorsteinssonar er markmið verkefnisins að hagnýta sér reynslu og þekkingu sem skapast hefur í árangursríku sambærilegu verkefni frá Kanada. Economus- eum-verkefnið sameinar menningu, handverk og ferðamennsku til að mynda grundvöll fyrir handverks- fólk sem notar að stærstum hluta aldagamlar aðferðir til að skapa ný störf. Verkefnið nýtist við þróun við- skiptahugmynda og sýningahald, einnig kennslu og þjálfun ungs fólks. „Við höfum kallað það hagleiks- smiðju á íslensku,“ segir Ari Þor- steinsson framkvæmdastjóri Frum- unnar. Fræðandi ferðaþjónusta Hitt verkefnið, NEED, er sam- starfsverkefni Íslands, Finnlands, Noregs og Íslands og eru íslenskir þátttakendur fyrir utan Rannsókna- setur Háskóla Íslands í Nýheimum, Háskólasetrið Húsavík, Þjóðgarður- inn Jökulsárgljúfrum, Þróunarstofa Austurlands, Kirkjubæjarstofa, Þjóðgarðurinn Skaftafelli og sveitar- félögin Hornafjörður, Skaftárhrepp- ur, Fljótsdalshérað og Norðurþing. Umsjón með verkefninu hefur Há- skólasetrið á Höfn. Fram kom hjá Þorvarði Árnasyni að eitt meginmarkmið verkefnisins væri að bæta og auka umhverfis- kennslu og nýsköpun á sviði fræð- andi ferðaþjónustu í samstarfi við tengda aðila með áherslu á jarð- fræðisögu, mótun lands og umhverf- ismál. „Með slíkri miðlun er leitast við að hafa áhrif á viðhorf ferða- manna til umhverfis og sjálfbærrar nýtingar,“ segir Þorvarður Árnason forstöðumaður Háskólaseturs á Höfn. Fyrirlesarar voru ýmist heima- menn eða utanaðkomandi sem allir áttu sameiginlegt að láta sig framtíð landsbyggðarinnar varða, þ.m.t. at- vinnumál, menntun og almenn lífs- gæði. Þá fluttu fjórir gestafyrirles- arar erindi og tengist hvert þeirra einni af fjórum meginstoðum Ný- heima, þ.e. nýsköpun, menntun, menningu eða rannsóknum. Einnig var rætt um þróun Nýheima í nán- ustu framtíð og möguleika á útrás Nýheimahugmyndarinnar til ann- arra sambærilegra samfélaga á landsbyggðinni og um þekkingar- miðstöðvar eins og Nýheima sem boðbera nýrrar hugsunar í byggða- málum. Þinginu lauk svo með hring- borðsumræðum í lok dags þar sem álitsgjafar úr ólíkum áttum gerðu grein fyrir því sem þeim þótti mark- verðast á þinginu. Þinghaldarar voru sáttir við að- sóknina og sögðu að menn færu af því fullir af hugmyndum um eflingu þekkingar og nýrrar hugsunar í byggðamálum. Nýheimar eru boðberar nýrrar hugsunar í byggðamálum Ljósmynd/Sigfús Már Þorsteinsson Austurþing Rætt var um nýjar leiðir í byggðamálum og kynnt tvö Evrópu- verkefni sem stjórnað er frá Hornafirði á Austurþingi Framtíðarlandsins. Evrópuverkefni kynnt á Austur- þingi á Hornafirði Nýheimar Margvísleg starfsemi fer fram í húsnæði Nýheima. LANDIÐ Eftir Svanhildi Eiríksdóttur Reykjanesbær | „Ég sagði einum kennara mínum frá því að ég hefði lært að syngja og þannig fréttist að ég gæti sungið. Eftir það var ég hvattur til að taka þátt í Hljóðnem- anum,“ sagði Emanuele Pugi, skiptinemi frá Ítalíu, sem hefur bú- ið í Reykjanesbæ í vetur og stund- ar nám í Fjölbrautaskóla Suður- nesja (FS). Hann sigraði á dögunum í Hljóðnemanum, söngvakeppni FS, í félagi við vin sinn Davíð Má Gunnarsson. Davíð er nú að vinna íslenskan texta við sigurlagið þeirra, „Total eclipse of the heart“, fyrir úrslita- kvöld í Söngvakeppni framhalds- skóla sem fram fer á Akureyri 12. apríl næstkomandi. Emanuele, eða Manu eins og hann er alltaf kall- aður, tekur auk þess þátt í sýningu Vox Arena, „Sjénsinn“, og syngur með kirkjukór Ytri-Njarðvíkur- kirkju. Tók tíma að eignast vini Þegar Ítalinn Emanuele Pugi kom til Íslands síðastliðið haust sem skiptinemi var hann ákveðinn í að eignast íslenska vini. Það gekk hins vegar ekki snurðulaust. Manu segi Íslendinga ekki vera mjög opna en trausta þegar inn er kom- ið. „Það tók tíma að eignast vini og ég var mjög leiður fyrst. Það er hluti af upplifuninni sem skipti- nemi að kynnast fólki og læra af því, ekki bara læra tungumálið. Núna á ég marga vini bæði stráka og stelpur og vil alltaf vera með þeim. Mér líkar vel hvað Íslend- ingar eru hreinir og beinir og hvað vinátta þeirra er sönn. Heima á Ítalíu er fólk miklu opnara en vin- áttan er ekki eins traust og hér,“ sagði Manu í samtali við blaða- mann. Honum hefur tekist ágætlega upp við að læra tungumálið en eins og svo mörgum finnst honum ís- lenskan erfið. Klassískt söngnám í 10 ár Ísland var ekki fyrsta val Manu þegar hann sótti um að komast sem skiptinemi erlendis. Hann setti Kanada í fyrsta sæti, Ísland í ann- að. Og það sem meira var, hugur hans beindist að höfuðborginni. Kanada var í huga Manu ímynd hins frábrugðna en hann segist í dag vera mjög glaður yfir því að hafa lent hér, þótt veðrið hafi ekki alveg verið að hans skapi, of mikill snjór, of mikil rigning og of kalt. „Útlendingar hugsa bara um Reykjavík þegar þeir hugsa um Ís- land og þannig var það líka hjá mér. Ég er hins vegar mjög sáttur að hafa endað hér í Reykjanesbæ. Þetta er svo passlega stór bær, maður nær að kynnast samfélag- inu og fólkinu betur og hér eru fleiri tækifæri.“ Tækifærin hefur Manu nýtt vel. Eftir að hafa lært söng á Ítalíu í 10 ár hefur hann góðan grunn. Kirkjukór Ytri-Njarðvíkurkirkju hefur í vetur notið krafta hans og þar hefur Manu einnig fengið leið- sögn í söng. Poppið tók hins vegar völdin í byrjun árs þegar spurðist út í FS að drengurinn gæti sungið og hann hvattur til að taka þátt í söngvakeppni skólans, Hljóðnem- anum. Hann segist vissulega hafa stefnt að sigri þó að hann hafi ekk- ert endilega verið viss um að vinna. Hann segir marga keppendur hafa verið góða. Og eftir 10 ára klassískt söng- nám er Manu að hugsa um að snúa sér að poppinu. „Já, ég er búinn að læra klassískan söng en langar að læra popp þegar ég kem aftur heim til Ítalíu. Ég ætla líka að fara að æfa mig aftur á píanó sem ég gerði í 2 ár þegar ég var yngri, en hætti. Ég veit að mamma vill að ég haldi áfram í klassíska náminu en mig langar í poppið,“ sagði Manu sem býr í Reggio Emilia ásamt mömmu og ömmu. Bærinn er lítill á ítalskan mælikvarða, aðeins á stærð við Reykjavík en umhverfið allt annað. „Mér líkar svo vel víðáttan og út- sýnið á Íslandi. Heima sé ég bara byggingar,“ sagði Manu að lokum, nokkuð viss um að hann eigi eftir að koma aftur til Íslands, þó ekki fyrr en eftir a.m.k. tvö ár þar sem við taki strembið nám og undirbún- ingur undir háskólanám þegar hann snýr aftur heim til Ítalíu í júnílok. Skiptineminn Emanuele Pugi hefur notið dvalarinnar í Reykjanesbæ í vetur „Hér eru fleiri tækifæri“ Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir Virkur í félagslífi Emanuele Pugi, skiptinemi frá Ítalíu, býr í Reykja- nesbæ í vetur og stundar nám við Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Í HNOTSKURN »Emanuele Pugi hefur veriðí klassísku söngnámi frá 7 ára aldri. Nú langar hann að skipta yfir í poppið. »Emanuele mun keppa fyrirhönd Fjölbrautaskóla Suð- urnesja í Söngvakeppni fram- haldsskólanna í apríl ásamt Davíð Má Gunnarssyni. Reykjanesbær | Framkvæmdir eru að hefjast við nýja búningsklefa og áhalda- hús við knattspyrnuvöll Keflavíkur. Meirihluti bæjarráðs heimilaði Eign- arhaldsfélaginu Fasteign að hefja fram- kvæmdir við búningsklefana við Sunnu- brautarvöll. Framkvæmdin kostar um 66 milljónir kr. Fulltrúar minnihlutans í bæjarráði greiddu atkvæði á móti og létu bóka að þeir vildu að bærinn myndi sjálfur láta byggja slíkt mannvirki. Fram kom það álit þeirra að Reykjanes- bær væri að skuldbinda sig til að greiða að minnsta kosti 450 þúsund kr. á mán- uði í leigu fyrir þessa 270 fermetra eign. Að sögn Stefáns Bjarkasonar, fram- kvæmdastjóra íþrótta- og tómastunda- sviðs Reykjanesbæjar, er bygging nýrra búningsklefa nauðsynleg til að völlurinn fullnægi kröfum Knattspyrnusambands Íslands um aðskilnað leikmanna og dómara frá áhorfendum. Þá er núver- andi áhaldahús orðið ónýtt. Stefnt er að því að nýju búningsklefarnir verði tekn- ir í notkun áður en keppnistímabil Keflavíkur hefst í vor. Heimila byggingu nýs vallarhúss Sandgerði | Andri Már Elvarsson, hnefa- leikamaður hjá Hnefaleikafélagi Reykja- ness, hefur verið kjörinn íþróttamaður ársins 2007 í Sandgerði að því er fram kemur á fréttavef Sandgerðinga, 245.is. Hann var á dögunum einnig valinn hnefa- leikamaður Reykjanesbæjar. Að þessu sinni bárust þrjár tilnefningar til íþróttamanns ársins í Sandgerði og komu þær frá knattspyrnudeild Reynis, íþróttaráði Sandgerðisbæjar og Golf- klúbbi Sandgerðis. Aron Reynisson var til- nefndur fyrir knattspyrnu, Andri Már Elv- arsson fyrir hnefaleika og Magnús Ríkharðsson fyrir golf. Óskar Gunn- arsson, forseti bæjarstjórnar, afhenti íþróttafólkinu viðurkenningar. Viðurkenningar í tveimur bæjum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.