Morgunblaðið - 11.03.2008, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 11.03.2008, Blaðsíða 40
40 ÞRIÐJUDAGUR 11. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ Eftir Árna Matthíasson arnim@mbl.is MÚSÍKTILRAUNIR, hljóm- sveitakeppni Hins hússins og Tóna- bæjar, hófust í Austurbæ í gær og komust þá tvær hljómsveitir í úrslit- in næstkomandi laugardag. Í kvöld keppa tíu hljómsveitir til viðbótar um næstu tvö sæti í úrslitunum og möguleikann á að vinna hljóðvers- tíma með hljóðmanni í Sundlauginni, Stúdíó Sýrlandi eða Gróðurhúsinu. Hljóðfærasláttur hefst kl. 19:00 í kvöld í Austurbæ, eins og getið er. Fram- hald Mús- íktilrauna Albula Úr Hafnarfirði kemur hljómsveitin Albula. Hana skipa Birgir Þór Hall- dórsson gítarleikari og söngvari, Egill Fabin Posocco bassaleikari, Gabríel Örn Erlingsson sólógítarleikari og bakraddasöngvari og Anton Freyr Andreasen Röver trommuleikari. Allir eru þeir sautján nema Egill Fabin sem orðinn er átján. Albula spilar frekar þungt rokk. Endless Dark Ólafsvíkurkvintettinn Endless Dark skipa Viktor Sigursveinsson, söngvari, 20 ára, Atli Sigursveinsson, gítarleikari, 17 ára, Egill Sigursveinsson, hljómborðleikari og söngvari, 16 ára, Hólmkell Leó Aðalsteinsson, bassa- leikari, 16 ára, og Daníel Hrafn Sigurðsson, trommuleikari, 15 ára. Sveitin tók þátt í síðustu Músíktilraunum, en spilar nú metalcore. Furry Strangers Furry Strangers eru úr Mosfellsbæ og spila tilraunakennt screamo- rokk. Liðsmenn sveitarinnar eru allir á sextánda árinu; Atli Örn Friðmarsson söngvari og gítarleik- ari, Páll Cecil Sævarsson trommu- leikari og Kári Guðmundsson bassaleikari. Cult Pluto Cult Pluto er hljómsveit fjögurra stráka úr Kópavogi og Reykjavík. Fé- lagarnir Sveinn Óskar Karlson, Gísli Gunnar Didriksen Guðmundsson, Bjarki Vilmarsson og Ívar Vincent Smárason skipa sveitina. Sveinn Óskar á trommur, Gísli Gunnar og Ívar Vincent á gítar, en Gísli Gunnar syngur líka, og Sveinn Óskar á trommur. Þeir eru allir um sextán ára gamlir og þeir Sveinn Óskar og Gísli Gunnar eru báðir hagvanir Músíktilraunamenn. Cult Pluto spilar blöndu af rokki og metal. Fenjar Hafnfirska dauðarokkkvartettinn Fenjar skipa Orri Sigurjónsson, söngvari, sautján ára, Jakob Sæter- nes sólógítarleikari, fimmtán ára, Ingimundur Vigfús Eiríksson hryn- gítarleikari, sem einnig er fimmtán ára, Alexander Örn Númason bassaleikari, sem er fjórtán ára, og Jónas Hauksson trommuleikari, sem er sautján ára. Þeir Orri og Jónas eru frá Hvanneyri og komust í úrslit með Soðinni skinku á síð- ustu tilraunum. Shit Hljómsveit með hið stuttaralega nafn Shit er önnur tveggja sveita sem koma frá Grundarfirði þetta árið. Hana skipa fjórir fjórtán ára piltar; Jón Þór Einarsson trommu- leikari, Randver Pétursson gít- arleikari, Ásbergur Ragnarsson bassaleikari og Sigþór Fannar Grétarsson söngvari. Þeir eru ný- byrjaðir að spila saman og spila pönk. Polyester Hljómsveitin Polyester kemur frá Blönduósi og spilar poppað rokk. Sveitina skipa Grímur Rúnar Lár- usson, 16 ára, söngvari, Svanur Ingi Björnsson, 16 ára, gítarleikari, Stefán Hafsteinsson, 15 ára, píanó- leikari, Agnar Logi Eiríksson, 15 ára, bassaleikari, og Guðbjartur Sindri Vilhjálmsson, 13 ára, trommuleikari. Sendibíll Sendibíll kemur úr Rangárþingi ytra, skipuð félögum úr Lauga- landsskóla í Holtum. Sveitarmenn eru Kristján Pálmi Ásmundsson bassaleikari og söngvari, Helgi Jónsson gítarleikari og bakraddir, Jóhann Sigurður Jóhannsson hrist- ur, flauta og bakraddir og Daði Freyr Pétursson trommuleikari, hljómborð og söngvari. Helgi er fjórtán, en hinir fimmtán. Sendibíll spilar tónlist í skoplegum og marg- breytilegum stíl. Myrra og Elín Stöllurnar Elín Eyþórsdóttir, sem leikur á gítar og syngur, og Myrra Rós Þrastardóttir, sem leikur líka á gítar og syngur, eru úr Reykjavík. Elín er 17 ára en Myrra 24 ára. Þær spila órafmagnaða alþýðutónlist. Narfur Narfur er indístónerband úr Árborg. Það skipa þeir Teitur Magnússon, gítarleikari og söngvari, Þorsteinn Ólafsson gítarleikari og söngvari, Vig- fús Ægir Vigfússon bassaleikari og söngvari, Gunnar Guðni Harð- arsonfiðluleikari og söngvari og Skúli Gíslason slagverksleikari og söngv- ari. Þeir eru sextán til átján ára gamlir. / KRINGLUNNI/ ÁLFABAKKA DARK FLOORS kl. 10:30 B.i.14 ára UNDRAHUNDURINN m/ísl tali kl. 6 LEYFÐ STEP UP 2 kl. 5:50 - 8 - 10:10 B.i.7 ára P.S. I LOVE YOU kl. 8 LEYFÐ SÝND Í ÁLFABAKKA THE BUCKET LIST kl. 6 - 8 - 10:10 B.i. 7 ára DIGITAL AUGUST RUSH kl. 5:30 - 8 B.i.16 ára NO COUNTRY FOR OLD MEN kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i.16 ára NO COUNTRY FOR OLD MEN kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i.16 ára LÚXUS VIP THERE WILL BE BLOOD kl. 5:50 - 8 - 10:30 B.i.16 ára THE BUCKET LIST kl. 6 - 8:20 - 10.30 B.i. 7 ára JUNO kl. 6 - 8 - 10:10 B.i. 7 ára UNDRAHUNDURINN m/ísl tali kl 6:10 LEYFÐ STEP UP 2 kl. 8:20 - 10:30 B.i. 7 ára SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI OG KEFLAVÍK SÝND Í KRINGLUNNI OG AKUREYRI eeeee Rás 2 eeee - S.U.S. X-ið 97.7 eeee - 24 Stundir eeee - V.J.V. Topp5.is/FBL

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.