Morgunblaðið - 11.03.2008, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 11.03.2008, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 11. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Daglegt líf Anna Sigríður Einarsdóttir, annaei@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Sigurlaug Jakobsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is SUMIR er stundum dálítið seinir að taka niður jóla- ljósin. Hjá mörgum er þetta trassaskapur en einnig taka sumir meðvitaða ákvörðun um að leyfa ljósunum að vera á sínum stað þó að jólahátíðin sé löngu liðin. Flestir eru þó sammála um að þegar kemur fram á vor- ið er frekar einkennilegt að horfa á jólaljós. Í gær voru starfsmenn Orkuveitu Reykjavíkur að taka niður jóla- ljós á Austurvelli. Morgunblaðið/Golli Jólaljósin á Austurvelli að víkja Starfsmenn Orkuveitunnar ljúka frágangi eftir jólin MJÓLKA ehf. og Auðhumla svf. hafa komist að samkomulagi um að Auðhumla muni héðan í frá annast söfnun mjólkur frá mjólk- urframleiðendum beggja félag- anna. Að undanförnu hafa umtals- verðar hækkanir orðið á eldsneyti, aðföngum og öðrum rekstrar- þáttum sem eru mjög íþyngjandi fyrir starfsemina, að því er segir í fréttatilkynningu. „Með þessari sameiginlegu ákvörðun njóta bæði félögin ávinn- ings af betri nýtingu flutningstækja og lægri rekstrarkostnaðar við að koma mjólk frá mjólkurframleið- endum til vinnslustöðva. Mjólk- ursamsalan ehf. mun annast fram- kvæmd og rekstur mjólkursöfnun- ar.“ Samkomulagið nær einungis til söfnunar á mjólk frá framleið- endum, en fyrirtækin ætla að keppa um aðra þætti í starfseminni. Ætla að nota sömu mjólkurbílana LÖGREGLAN á Vestfjörðum hand- tók í gærmorgun skipstjóra á dag- róðrabáti vegna gruns um ölvun en báturinn var þá nýlagstur að bryggju eftir stuttan róður á miðin. Tveir voru í áhöfn bátsins. Fátítt er að skipstjórnendur séu handteknir vegna gruns um ölvun. Skipstjórnendur mega ekki neyta áfengis við störf Að sjálfsögðu er bannað að sigla undir áhrifum áfengis, bæði með ákvæðum í siglingalögum og áfeng- islögum. Í 238. grein siglingalaga segir að enginn megi stjórna eða reyna að stjórna skipi, stjórna skipa- ferðum eða veita öryggisþjónustu vegna skipaferða ef hann er undir áhrifum áfengis. Mörkin eru dregin við 0,5 prómill vínanda í blóði en sé magnið svo mikið eða meira telst við- komandi óhæfur skipstjórnandi. Þessi ákvæði eiga við um stjórnend- ur sérhvers fljótandi fars, óháð lengd eða knúningsmáta. Grunaður um ölvun við skip- stjórn LÖGREGLA fann tvö skotvopn, fíkniefni og önnur vopn í tveimur húsleitum í gærmorgun. Fjórir voru handteknir vegna málsins en þess fimmta var leitað. Húsleitirnar voru gerðar af rann- sóknardeild lögreglunnar á höf- uðborgarsvæðinu, hundadeild sama embættis og sérsveit ríkislög- reglustjóra. Skotvopnunum sem fundust hafði verið stolið úr heima- húsi í Hafnarfirði á föstudag. Fundu vopn og handtóku fjóra DRENGURINN sem fékk heila- blæðingu á fim- leikaæfingu hjá Gerplu í Kópa- vogi í síðustu viku lést á Land- spítalanum á sunnudag. Hann hét Jakob Örn Sigurðarson, fæddur 21. júní 1997, til heimilis að Dynsölum 10 í Kópavogi. Jakob Örn var að klifra í kaðli ásamt félögum sínum þegar hann veiktist skyndilega og rann niður kaðalinn. Hann lenti á tvöfaldri dýnu og fékk því ekki mikið högg. Félagar hans kölluðu strax eftir hjálp og fékk hann fyrstu aðhlynn- ingu hjá sjúkraflutningamanni og sjúkraþjálfara sem voru á staðnum við þjálfun. Minningarstund, sem séra Guð- mundur Karl Brynjarsson annast, verður haldin í Digraneskirkju klukkan 20 í kvöld, þriðjudags- kvöld. Lést úr heilablæðingu Jakob Örn Sigurðarson HANNES Hlífar Stefánsson er efst- ur ásamt kínverska stórmeist- aranum Wang Hao á Alþjóðlega Reykjavíkurmótinu í skák. Hannes sigraði ísraelska stórmeistarann Victor Mikhalevski í gær og hefur því hlotið 6,5 vinninga ásamt Wang Hao. Björn Þorfinnsson sigraði lettneska stórmeistarann Nor- munds Miezis en með frammistöðu sinni hefur Björn náð sínum þriðja áfanga að alþjóðlegum meistaratitli og hefur þegar farið yfir 2.400 skákstig. Skákmótinu lýkur í dag, 11. mars. Hannes og Hao efstir ÞRIGGJA daga könnunarleiðangri yfir Íslandi og Grænlandshafi, sem hefur það að markmiði að mæla vinda og veður, lýkur í dag. Að sögn Haraldar Ólafssonar, prófessors í veðurfræði við HÍ, sem stýrir verk- efninu, er hér um að ræða rannsókn sem unnin er í samvinnu við Veð- urstofu Íslands, Norska rannsókn- arráðið, Þýsku lofthjúpsrann- sóknamiðstöðina og evrópskan rannsóknarsjóð, er fjármagnar leið- angurinn sem kostar 20 millj. kr. Fengin var til landsins lítil hrað- fleyg Falcon-þota, sú eina sinnar tegundar í heiminum sem útbúin er leysigeislatæki sem mælt getur vind í töluvert mikilli fjarlægð frá þot- unni. „Tækið sendir geisla niður að yfirborði jarðar og geislinn nemur smáagnir í loftinu en hægt er að reikna vindstyrkinn út frá hreyfingu þessara agna,“ segir Haraldur. Í fyrradag var flogið yfir Grænlands- hafi, í gær yfir Hofsjökul, Langjökul og vestanverðan Vatnajökul og í dag stendur til að fljúga yfir Snæfells- nesi, Breiðafirði og Norðurlandi. Að sögn Haraldar vakir sér- staklega fyrir rannsakendum að mæla staðbundna vindstrengi og skjól í tengslum við fjöll hérlendis. Spurður hvernig könnunarstaðirnir hafi verið valdir segir Haraldur það stýrast af veðurspá, þ.e. hvar ein- hverja vinda hafi verið að finna. Að- spurður segist Haraldur ekki geta neitað því að ágætt hefði verið að fá hvassari vinda rétt á meðan rann- sóknin færi fram. „En þessi hægi vindur sem nú ríkir er raunar líka áhugaverður, því við þær aðstæður myndast oft vindstrengir sem skera sig með meira áberandi hætti frá veðurlaginu almennt á landinu.“ Spurður um markmið rannsókn- arinnar segir Haraldur vonir manna standa til að hægt verði að fá út úr þessu betri tæki til þess að spá veðri, bæði staðbundið en ekki síður til að spá lengra fram í tímann. „Ef okkur tekst að sýna fram á að straumarnir hérna við Ísland skipti sköpum fyrir ofsaveður yfir Bretlandi, sem er mjög líklegt að komi í ljós, þá er al- veg ljóst að til þess að hægt sé að spá nákvæmlega um þróun veð- urfars á meginlandi Evrópu þarf að spá jafn vel fyrir Íslandi,“ segir Har- aldur og bendir á að það myndi þýða að Ísland og Grænland yrðu tekin með inn í reikninetin sem stóru veð- urstofurnar í Evrópu nota til að spá 100 ár fram í tímann sem svo aftur myndi þýða að betri veðurfarsspár myndu fást fyrir Ísland. Rannsóknarflug Haraldur Ólafsson, Andreas Wiegele og Axel Amedik. Líkur á að straumar yfir Íslandi skipti sköpum fyrir ofsaveður Ljósmynd/Christian Mallaun Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is FYRSTU aðgerðir ríkisstjórnarinn- ar í húsnæðismálum, sem boðaðar voru í tengslum við nýgerða kjara- samninga, fylgja fljótlega í kjölfar þess að samningarnir verða sam- þykktir, að sögn Jóhönnu Sigurð- ardóttur félagsmálaráðherra. Þegar er hafinn undirbúningur að aukn- ingu húsaleigubóta og kvaðst Jó- hanna vona að samkomulag næðist mjög fljótlega milli ríkis og sveitar- félaga um kostnaðarskiptingu þeirra í milli vegna húsaleigubót- anna. Nú eru tæplega þrjú þúsund manns á biðlistum eftir leiguíbúð- um. Mjög á að fjölga lánsvilyrðum með niðurgreidd- um vöxtum til fé- lagslegra leigu- íbúða og verða þau 750 á næsta ári og jafnmörg á ári næstu þrjú árin þar á eftir, eða alls þrjú þús- und leiguíbúðir. „Með upp- byggingu á 750 leiguíbúðum á ári vona ég að okkur takist að ganga verulega á þessa biðlista,“ sagði Jóhanna. Hún sagði húsnæðissparnaðarreikninga krefj- ast talsvert mikils undirbúnings í samvinnu fjármálaráðuneytis og fé- lagsmálaráðuneytis og liggur tíma- setning þeirra ekki ljós fyrir nú. Þá er unnið í fjármálaráðuneytinu að undirbúningi niðurfellingar stimpil- gjalda vegna kaupa á fyrstu íbúð. „Þetta er allt í undirbúningi og það mun ekki standa á okkur þegar niðurstöður atkvæðagreiðslna sem fram fara vegna kjarasamninga liggja fyrir,“ sagði Jóhanna. Mikilvægt er að tímasetja rétt að- gerðir fyrir þá sem eru að kaupa sína fyrstu íbúð, að mati Jóhönnu. Hún sagði að staðan á fjármála- mörkuðum nú og mjög hátt vaxta- stig væru ekki kjöraðstæður fyrir fólk sem ætlaði að festa kaup á sinni fyrstu íbúð. Sagði Jóhanna að skoða yrði aðgerðir fyrir fyrstuíbúðakaup- endur með það í huga að þær kæmu bæði þeim og fjármálamarkaðnum í heild sem best. Aðgerðir í húsnæðismálum bíða samþykktar kjarasamninga Jóhanna Sigurðardóttir Í HNOTSKURN »Í yfirlýsingu ríkisstjórn-arinnar frá 18. febrúar sl. í tengslum við kjarasamninga var m.a. kveðið á um aðgerðir í hús- næðismálum. »Hámark húsaleigubóta verð-ur hækkað sem og sérstakar húsaleigubætur. Samanlagt geta þær orðið 70.000 kr. Þá verður félagslegum leiguíbúðum fjölg- að. »Eignaskerðingarmörk vaxta-bóta verða hækkuð um 35% og gert ráð fyrir að stimpilgjöld vegna lána til kaupa á fyrstu fasteign falli niður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.