Morgunblaðið - 11.03.2008, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 11.03.2008, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 11. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ Látið ekki blekkjast félagar, útlitið er hrein fegurð, miðað við innrætið. VEÐUR Guðmundur G. Þórarinsson, verk-fræðingur og fyrrverandi þing- maður Framsóknarflokksins, ritar grein hér í Morgunblaðið í gær und- ir fyrirsögninni „Fjármálakreppa eða verðbólga“.     Guðmundurvekur m.a. athygli á því að áhrif verðbólgu hér á landi eru talsvert önnur en t.d. í Bandaríkj- unum.     Hér er verðtrygging fjár-skuldbindinga víðtæk. Flest heimili hafa fjármagnað húsnæðis- kaup sín með verðtryggðum lánum. Missi menn verðbólguna upp aukast skuldir heimilanna og þar með greiðslubyrði verulega … Lausn á lánsfjárvanda bankanna yrði því breytt í fjármálavanda heimilanna samfara því að aukin verðbólga veldur minnkun kaupmáttar,“ segir Guðmundur m.a. í grein sinni.     Jafnframt segir hann að þessu sé áannan veg farið í Bandaríkj- unum, þar sem meginorsök fjár- málakreppunnar sé sögð vera erf- iðleikar heimilanna að standa í skilum með húsnæðislán. „Aukin verðbólga þar rýrir verðgildi doll- arans og léttir því til lengri tíma byrði heimilanna sbr. þegar skuldir brunnu upp í verðbólgu hér á fyrri árum.“     Guðmundur bendir á að sérstaðaíslensku krónunnar leiði til annarra áhrifa af verðbólgu hér á landi og þau séu þannig allt önnur hér en í Bandaríkjunum.     Ekki verður annað séð af þessumeinfalda og skiljanlega sam- anburði verkfræðingsins en hann hafi gefið talsmönnum þess að stýrivextir verði lækkaðir hratt og ört, burtséð frá öllum verðbólgu- markmiðum, nægt umhugsunar- efni. Eða hvað?! STAKSTEINAR Guðmundur G. Þórarinsson Fjármálakreppa eða verðbólga SIGMUND                      ! " #$    %&'  (  )                       *(!  + ,- .  & / 0    + -                !""!     !""!      12     1  3   4 2- 2  * -  5  1 % 6! (78 9 4 $  (               #  " $%% &%  &  """! ' " $%%! ""'     :  3'45 ;4 ;*<5= >? *@./?<5= >? ,5A0@ ).?   (&   &   (& & (& & & & & & (& &                         *$BC %%%                     !"   # $   %   &##  #$     $ $  $    #$  '$ $    #$  $ *! $$ B *! )  *%  %%  $    + <2 <! <2 <! <2 ) $ *"! %, "' -%.# ! "/               /    D  (  )& $   # $ $    )    # '$ $ )& /    D  (  )& $   # $ $    )    # '$ $ )&   D8 D87       !*      ) $$       # +   " $  $     $ $   #$ 01!!%% 22 "! % %3 # %, "' Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Hallur Magnússon | 10. mars Barack Obama er gegnheill framsóknarmaður! Barack Obama er fram- sóknarmaður. Já, gegn- heill framsóknarmaður. Það er ekkert flóknara en það! Velkist einhver í vafa ætti sá hinn sami að lesa bók Obama: The Audacity of Hope: Thoughts on Reclaiming the American Dream. Maðurinn talar nánast eins og hann væri á flokksþingi … Meira: hallurmagg.blog.is Sæmundur Bjarnason | 10. mars Dýrar bækur á bóka- markaði, íþróttamót á Þjórsártúni … Í dag (sunnudag) fór ég á bókamarkaðinn í Perl- unni. Þar var margt eigulegra bóka. Einkum meðal ævisagna, bóka um söguleg efni og ætt- fræðirita. Sameiginlegt með öllum bókum þarna fannst mér þó að þær voru alltof dýrar. Saman- burðurinn sem ég hef er auðvitað ekki alveg sanngjarn, því ég stunda ... Meira: saemi7.blog.is Dofri Hermannsson | 10. mars Laun í evrum – eða kannski jenum? Fyrir um hálfu ári var ég enn í starfi fram- kvæmdastjóra þing- flokks Samfylking- arinnar. Ég sagði því svo upp í lok október frá og með jólum til að takast á við aukin verkefni sem kjörinn fulltrúi í borgarpólitíkinni. Allir vita hvernig það fór. Hvað um það – þarna fyrir um hálfu ári var ég mikið að spá í þessi gjaldeyr- ismál og vaxtakjör á lánum. Ég spurði því formann flokks og ... Meira: dofri.blog.is Elliði Vignisson | 10. mars Réttist hlutur lands- byggðarinnar við kólnun hagkerfisins? Nú eru blikur á lofti í íslenska hagkerfinu. Álag á skuldatrygg- ingar bankanna hækk- uðu eftir að Moody’s lækkaði lánshæf- iseinkunn stóru bank- anna. Fyrir helgi bætti Moody’s svo um betur og breytti horfum fyrir lánshæfi íslenska ríkisins úr stöð- ugum í neikvæðar. Eftir sem áður er ríkið með hæstu lánshæf- iseinkunn hjá fyrirtækinu eða Aaa. Þetta byggir matsfyrirtækið ekki hvað síst á því að frekari vöxtur bankakerfisins erlendis geri ríkinu erfitt um vik að bregðast við hugs- anlegri fjármálakreppu sem þó er sögð afar ólíkleg í tilkynningu Moody’s. […] Fjármögnun nú er því dýrari en áður og jafnvel bjartsýnustu menn farnir að horfast í augu við „lend- ingu“ í velmeguninni. Svo mikið er víst að bankar og fjármálastofnanir eru byrjaðar á hagræðingaraðgerð- um með fækkun starfsfólks og sölu ákveðinna þátta út úr rekstri. Svo virðist því vera sem Seðla- bankanum sé að verða að ósk sinni. Ég spái því hér með að innan fárra vikna verði stýrivextir lækkaðir og jafnvel í byrjun apríl. Sem betur fer er atvinnuleysi enn hverfandi lítið því þrátt fyrir hagræð- ingaraðgerðir fjármálastofnana, nið- urskurð þorskkvóta, verklok í stór- iðjuframkvæmdum og fleira var atvinnuleysi einungis 1% í janúar skv. tölum Vinnumálastofnunar. Það sem sett gæti strik í þess spá er að 12 mánaða verðbólga er 6,8% í dag og margir telja útlit fyrir að hún aukist. Af sjálfsögðu verða stýrivextir ekki lækkaðir á meðan svo er. Svo er það náttúrlega sú sögu- lega staðreynd að þegar kreppir að í hagkerfinu réttist hlutur lands- byggðarinnar í samræmi við höf- uðborgarsvæðið. Fjármagnið leitar þá gjarnan í frumgreinarnar þar sem meiri veruleiki er á bak við fjárfestingar. Fólkið losnar á sama tíma undan sogkrafti þenslunnar í borginni og leitar heim á ný. Það er óneitanlega gaman að velta því fyrir sér ... Meira: ellidiv.blog.is BLOG.IS FRÉTTIR INGIMUNDUR Einar Grétarsson, forstöðumaður skrifstofu Fasteigna- mats ríkisins í Borgarnesi, hefur sent forsvarsmönnum sveitarfélaga á Vesturlandi og Vestfjörðum bréf vegna áforma um að leggja niður umdæmisskrifstofu FMR í Borgar- nesi og segir ákvörðun þar að lútandi illa ígrundaða. Í bréfi sínu segir Ingimundur m.a. að þjónustu við einstaklinga á við- komandi svæði muni hraka til muna ef skrifstofunni verði lokað. Heild- arrekstrarkostnaður skrifstofunnar vegna ársins 2007 hafi aðeins verið 2,46% af heildarrekstrarkostnaði stofnunarinnar vegna sama árs. Þeir þættir sem benda megi á að munu sparast við að leggja skrifstofuna niður snúi aðeins að rekstrarkostn- aði vegna húsnæðis. Aðrir þættir muni ekki falla niður þó að skrifstof- unni verði lokað og færa megi gild rök að því að einstaka rekstrarliðir muni hækka vegna flutningsins. Sá kostnaður sem falla muni niður vegna húsnæðis sé 1,5 milljónir kr. 400.000 kr. útgjaldaaukning Þá megi reikna með útgjaldaaukn- ingu upp á allt að 400 þúsund kr. á ári vegna reksturs bifreiða og tap- aðra vinnustunda. Ef núverandi starfsmenn FMR í Borgarnesi þiggja ekki að vinna hjá FMR í Reykjavík muni mjög dýr- mæt staðþekking glatast sem leiða mun til þess að lengri tíma tekur að vinna hvert verk. Sá möguleiki hafi verið nefndur að starfsmönnum muni gefast kostur á að fara á milli Borgarness og Reykjavíkur í vinnutímanum en þá myndu fara allt að 850 vinnustundir til ónýtis sem meta megi á 2,8 millj- ónir króna. Vill FMR áfram í Borgarnesi Í HNOTSKURN »Skrifstofa FMR í Borgarnesiþjónustar sveitarfélög og ein- staklinga á Vestfjörðum og Vest- urlandi. Starfsemin snýr m.a. að skráningu og mati nýrra og breyttra fasteigna er byggir á grundvelli þeirra upplýsinga er sveitarfélögin láta FMR í té. Morgunblaðið/Árni Sæberg

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.