Morgunblaðið - 26.03.2008, Page 1

Morgunblaðið - 26.03.2008, Page 1
STOFNAÐ 1913 82. TBL. 96. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 26. MARS 2008 LANDSPRENT EHF. mbl.is Í BÆJARSTJÓRN HÚN FÆDDIST Í SUÐUR-AFRÍKU EN ER NÚNA BÆJARFULLTRÚI Í GRUNDARFIRÐI >> 12 FRÉTTASKÝRING Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is MEGINTILGANGUR Seðla- bankans með því að hækka stýrivexti nú er að styðja við gengi krónunnar, en 30% gengislækkun á 12 vikum hefði að óbreyttu leitt til mikillar verðbólgu. Vaxtahækkunin mun því væntanlega leiða til þess að verðbólg- an sem var í kortunum verður eitt- hvað minni. Gengi krónunnar hækkaði í gær um 3,56% og leiddi það m.a. til þess að eldsneytisverð lækkaði eftir mikl- ar hækkanir undanfarna daga. Hagstofan mun birta nýjar verð- bólgutölur í lok vikunnar og er ljóst að þær verða hærri en í síðustu mæl- ingu. 12 mánaða verðbólga var 6,8% í febrúarmælingunni en því er spáð að hún fari upp fyrir 8% í næstu mæl- ingu. Spurningin er frekar hvort gengið kemur það mikið til baka það dugi til að slá á þær hækkanir sem voru í pípunum. Mun ekki örva fasteignamarkað Síðasta hækkun stýrivaxta Seðla- banka leiddi strax til verulegrar hækkunar á húsnæðisvöxtum bank- anna og í kjölfarið hækkaði Íbúða- lánasjóður sína vexti. Framkvæmda- stjóri ASÍ sagði eftir að bankinn kynnti þessa hækkun að verið væri að reyna að framkvæma kreppu á húsnæðismarkaði. Hann sagði að hæpið væri að ráðast gegn verðbólgu með því að stuðla að lækkun á fast- eignaverði. Stýrivaxtahækkunin hafði mjög snögg áhrif á fasteignamarkaðinn. Vikuleg velta á fasteignamarkaði var 6-7 milljarðar sl. sumar og haust, en núna innan við 3 milljarðar. Ljóst er að þessi nýjasta stýrivaxtahækkun er ekki fallin til þess að örva fasteigna- markaðinn. Viðskiptabankarnir lána hins vegar sáralítið til íbúðakaupa og við þær aðstæður hefur hækkun íbúðalánavaxta bankanna ekki stór- vægileg áhrif á markaðinn. Vaxtahækkun stýrivaxta mun hins vegar væntanlega á endanum leiða til vaxtahækkunar hjá Íbúðalánasjóði.                                       Ætlað að styðja við gengið Hækka íbúðalána- vextir í kjölfarið? Eftir Egil Ólafsson og Guðmund Sverri Þór GENGI íslensku krónunnar styrktist verulega í gær í kjölfar tilkynninga Seðlabanka Íslands um verulega hækkun stýrivaxta og breyttar reglur sem miða að því auka lausafé á markaði auk þess sem ríkissjóður mun bæta í skuldabréfaútgáfu sína. Þegar mörkuðum var lok- að hafði gengi krónunnar styrkst um 3,5%. Hið sama er að segja um innlendan hlutabréfamarkað en við lokun hafði úrvalsvísitalan hækkað um 6,16% og hefur hún aldrei áður hækkað jafnmikið á einum degi. Seðlabankinn hækkaði í gær stýrivexti sína um 1,25 prósentustig og eru þeir nú 15%. „Þetta er mesta hækk- un sem hefur verið ákveðin í einu lagi af bankanum síðan núverandi fyrirkomulag peningamála var tekið upp 2001, sem sýnir auðvitað hinn mikla þunga sem býr að baki ákvörðuninni,“ segir Davíð Oddsson, formaður banka- stjórnar Seðlabankans í samtali við Morgunblaðið. Hækkunin kemur í kjölfar mikillar gengislækkunar krónunnar dagana fyrir páska en eins og fram kemur í stefnuyfirlýsingu Seðlabankans hafa forsendur verð- bólguspár bankans, sem sett var fram í Peningamálum í nóvember sl., brugðist. Á síðasta stýrivaxtafundi bank- ans í febrúar sl. var látið að því liggja að veiktist gengi krónunnar ört myndi stýrivaxtahækkun koma sterklega til greina og nú er svo orðið. Jafnframt var í gær tilkynnt um sérstakt útboð rík- isskuldabréfa með gjalddaga í desember nk. Útgáfan er mikilvæg í ljósi þess að mikil eftirspurn hefur verið eftir ríkistryggðum skammtímaskuldabréfum enda ríkið nán- ast skuldlaust. Ríkisbréf eru almennt talin áhættu- minnstu skuldabréfin á markaðnum, í sumum tilvikum nánast áhættulaus, og leita fjárfestar gjarnan í slíka fjár- festingarkosti þegar illa árar á öðrum mörkuðum. Seðlabanki rennir nýjum stoðum undir krónuna  Miðopna Hrafnkelssaga >> 37 Komdu í leikhús Leikhúsin í landinu FRÁGANGURINN á farmi bílsins á myndinni að ofan virðist með öllu óviðunandi. Þetta er mat Guðbrands Sigurðssonar, aðalvarðstjóra umferð- ardeildar lögreglu, og Ágústs Mogensen, for- stöðumanns rannsóknarnefndar umferðarslysa, sem báðir skoðuðu myndina. Flutningabíllinn var á ferð um höfuðborgarsvæðið í gærdag með mik- inn og þungan farm. Nokkuð hefur verið um slys og skemmdir í um- ferðinni síðustu misseri vegna ófullnægjandi frá- gangs á bílförmum, en samkvæmt umferð- arlögum ber ökumaður ábyrgð á að gengið sé tryggilega frá farmi svo hann geti ekki valdið tjóni. Lélegur frágangur farms getur varðað sektum allt að 100.000 krónum. Meðal þess sem virðist vanta á bílinn er fram- gafl sem varnað getur að farmurinn falli yfir stýrishúsið ef bílstjórinn þarf að hemla snögg- lega. Einnig virðist sem klossa vanti framan og aftan við hleðsluna, og þurfa klossarnir að vera bæði tryggilega bundnir og af tiltekinni lág- marksstærð. Þá er frágangi á hliðum hlassins ábótavant og að sjá sem stærstu rörin, sem geymd eru efst á staflanum, séu með öllu óskorð- uð. Ágúst segir reglulega henda að slys verði vegna lélegs frágangs á farmi og oft hafi mátt litlu muna að manntjón hlytist af. „Frágangurinn á farminum eins og hann birt- ist á myndinni er nægilegur til að koma farm- inum á milli staða, en ef eitthvað kemur upp á og ökumaður þarf að snögghemla eða sveigja frá hættu er fyrirsjáanlegt að mikil hætta skapast af farminum. Rör gætu þá farið á ferð og lent á öðrum bílum,“ sagði Ágúst. Mikilvægt að vegfarendur láti vita Guðbrandur beinir þeim tilmælum til almenn- ings að hafa strax samband við 112 og biðja um fjarskiptamiðstöð lögreglu ef vart verður við bíla með illa frágenginn farm. Er þá reynt eftir fremsta megni að bregðast hratt og vel við og menn sendir til að hafa afskipti af farartækinu. Morgunblaðið hafði samband við fyrirtækið sem á bílinn. Sagði fulltrúi þess skelfilegt að sjá fráganginn og að hann væri ekki í samræmi við verklagsreglur fyrirtækisins. Var blaðamanni tjáð að hart yrði tekið á málinu. Ekkert má út af bregða Reglulega verða slys vegna óviðunandi frágangs á farmi Morgunblaðið/Júlíus  Skuldbindingar erlendra útibúa íslenskra banka mynda ekki lengur grunn bindingar hér á landi. Hingað til hafa bankar haft tvöfalda bindi- skyldu. Líklegt er að breytingin bæti lausafjárstöðu bankakerfisins.  Ekki er lengur krafist láns- hæfiseinkunnar útgefanda sér- tryggðra skuldabréfa. Nóg er að sjálf bréfin hafi einkunn. Auðveldar það smærri fjármálastofnunum að- gengi að lausafé.  Gefin verða út innstæðubréf sem svar við eftirspurn eftir tryggum skammtímaverðbréfum. Breyttar reglur

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.