Morgunblaðið - 26.03.2008, Side 2

Morgunblaðið - 26.03.2008, Side 2
2 MIÐVIKUDAGUR 26. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Daglegt líf Anna Sigríður Einarsdóttir, annaei@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Sigurlaug Jakobsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is SÉRSVEIT ríkislögreglustjóra og lögreglan á Suðurnesjum gerðu húsleit í Röstinni í Reykjanesbæ undir kvöld í gær og handtóku Pól- verja sem talinn er tengjast árás- arhópnum í Keilufellsmálinu svo- nefnda. Eins og fram hefur komið hand- tók lögreglan fjóra menn sl. laug- ardag í kjölfar hrottafenginnar árásar á sjö Pólverja á heimili þeirra við Keilufell. Í fyrstu var sagt að hinir handteknu væru allir Pól- verjar en nú er komið í ljós að einn þeirra er frá Litháen. Þeir voru allir úrskurðaðir í þriggja vikna gæslu- varðhald. Vegna þess sem á undan hafði gengið í málinu var mikill við- búnaður í Reykjanesbæ í gær og tók lögreglan enga áhættu, að sögn talsmanns hennar. Einn maður var handtekinn og eftir skýrslutöku verður tekin ákvörðun um hvort far- ið verður fram á gæsluvarðhald. Talið er að 10 til 12 menn hafi tekið þátt í árásinni og er því fimm til sjö manna enn leitað. Málið er á mjög viðkvæmu stigi, að sögn lög- reglu, og engar upplýsingar gefnar um gang mála. Fimmti maðurinn handtek- inn vegna Keilufellsmálsins Áfram leitað að fleiri árásarmönnum Ljósmynd/Þorgils Handtaka Mikill viðbúnaður var vegna aðgerðanna í gær. FULLTRÚAR geislafræðinga á myndgreiningarsviði Landspítalans eiga fund með yfirmönnum sviðsins í dag, vegna breytinga á vinnutíma þeirra. Geislafræðingar sætta sig ekki við boðaðar breytingar á vinnu- tíma og hafa því 90% geislafræðinga spítalans, eða um 50 manns, sagt upp störfum frá og með 1. maí nk. „Gangi þessar uppsagnir eftir mun það hafa mikil áhrif á spítalann, því sjúkdómsgreiningar byggjast að stórum hluta á röntgenrannsóknum sem unnar eru á myndgreiningar- sviði,“ segir Katrín Sigurðardóttir, formaður Félags geislafræðinga. Að sögn Katrínar eru geislafræð- ingar ósáttir við nýkynntar breyt- ingar á vinnutíma þeirra, en breyt- ingarnar felast í því að geisla- fræðingum er gert að ganga vaktir. „Geislafræðingar telja að þessi breyting skerði þeirra kjör það mik- ið og sé það mikil breyting að þeir líta á það sem uppsögn. Grunnlaun geislafræðinga hafa verið mjög lág, þannig að gæsluvaktir og bakvaktir með eftirvinnu hafa verið það sem hefur haldið starfsfólki á spítalanum. Þegar svo er dregið úr slíku eru kjörin orðin þannig að menn sjá sér ekki lengur fært að vinna við spít- alann,“ segir Katrín og tekur fram að geislafræðingar telji nýtt vinnu- plan einnig mjög ófjölskylduvænt og treysti sér sökum þess heldur ekki til að vinna samkvæmt því. Geislafræð- ingar hafa sagt upp LÖGREGLAN á Blönduósi hafði af- skipti af 40 ökumönnum vegna hrað- aksturs í fyrradag og þar af voru 20 teknir á Þverárfjallsvegi, en einn þeirra var tekinn á 140 km hraða. Að sögn varðstjóra voru flestir ökumannanna teknir á 105 til 113 km hraða, en margir óku á 120-130 km hraða á Þverárfjallsvegi. Þar er há- markshraði 90 km á klukkustund. Fjörutíu óku of hratt ÁRNI Vilhjálmsson, hæstaréttarlög- maður og lögfræðilegur ráðgjafi Norðuráls, segir í grein í Morgun- blaðinu í dag að sveitarfélögin Reykjanesbær og Garður hafi verið í fullum rétti þegar þau gáfu út bygg- ingarleyfi vegna fyrsta áfanga álvers við Helguvík. Í greininni kemur fram að sveitar- félögin hafi sinnt ábendingum Skipu- lagsstofnunar í sambandi við orku- samninga og í ljósi „laga um losun gróðurhúsalofttegunda er ekki ann- ars að vænta en væntanlegu álveri Norðuráls við Helguvík verði úthlut- að losunarheimildum vegna starfsemi sinnar þegar ljóst verður hvenær það tekur til starfa. Því hafa sveitarfélög- in Reykjanesbær og Garður farið í einu og öllu eftir ábendingum Skipu- lagsstofnunar“. | 24 Farið að lögum í Helguvík Reykjanesbær og Garður í fullum rétti ALLT lætur undan síga, hvort heldur það er úr flóru landsins eða manngerðir gripir á borð við skipið sem verið var að rífa í frumeindir sínar í slippnum í Hafn- arfirði þegar ljósmyndari Morgunblaðsins átti þar leið fram hjá í gær. Skipið hefur vafalítið þjónað hlutverki sínu vel til sjós og þar litið bjartari daga en í gær. Morgunblaðið/RAX Allt er í heiminum hverfult ♦♦♦ Eftir Ásgeir Ingvarsson asgeiri@mbl.is UM páskahelgina brunnu á höfuð- borgarsvæðinu fimm bílar og er talið líklegt að kveikt hafi verið í þeim öll- um. Einnig virðist sem kveikt hafi verið í þremur byggingum: í húsinu sem kennt er við skemmtistaðinn Sirkús, í yfirgefnu íbúðarhúsi við Hverfisgötu og í húsi Waldorfskól- ans í Hraunbergi. Vaða eld í lélegum húsum Jón Viðar Matthíasson, slökkvi- liðsstjóri Slökkviliðs höfuðborgar- svæðisins, hefur miklar áhyggjur af þróuninni, sérstaklega af yfirgefnum húsum í miðborginni þar sem virðist sem hústökufólk hafi sest að: „Ef síð- an kviknar í þessum húsum þarf ég að senda mína menn inn til að ganga úr skugga um að ekki sé fólk í hús- inu. Ekki er nóg með að þeir þurfi að vaða reyk og eld heldur eru húsin oft í mjög lélegu ástandi, göt í gólfum og stigar í ólagi. Í myrkrinu þurfa þeir að þreifa sig áfram á gólfinu þar sem notaðar sprautu- nálar geta verið á stangli.“ Jón segir mikla hættu á að eldar breiðist í næstu hús, sérstaklega í miðbænum. Eig- endur tómra húsa verði að gera bót á sínum málum. Þeim beri ekki aðeins lagaleg skylda til að ganga frá húsunum með örugg- um hætti, heldur einnig siðferðisleg: „Geta menn ímyndað sér þá stöðu sem þeir gætu lent í að eiga hús þar sem, sakir vanrækslu, það myndi gerast að fólk myndi brenna inni.“ Viðurlög of væg Einnig nefnir Jón íkveikjur í stiga- göngum, sem hafa verið algengar síðustu vikur og mánuði: „Viðurlög eru alltof væg við íkveikjum í íbúðar- húsum hér á landi. Í öðrum löndum eru þeir sem gera slíkt ákærðir fyrir tilraun til manndráps enda íkveikjan tilræði við alla íbúa hússins.“ Mikil eldhætta af yfirgefnum húsum Setur fjölda fólks í lífshættu Jón Viðar Matthíasson ELDUR kom upp í Waldorfskólanum Sólstöfum við Hraunberg kl. 11 í gær. Barst Slökkviliði höfuðborgarsvæðis- ins tilkynning um mikinn reyk en slökkvistarf gekk greiðlega. Að sögn Snorra Traustasonar, kennara við skólann, voru hvorki kennarar né nemendur í húsinu þegar bruninn varð, enda páskafrí. Snorri segir allt benda til að um íkveikju hafi verið að ræða, virðist sem brotist hafi verið inn í húsið og einhverjir mögu- lega hafst þar við um hríð áður en kveikt var í. Eldurinn virðist hafa verið borinn að munum sem nemendur höfðu búið til, en svo virðist sem eldinum hafi ekki tekist að læsa sig í veggi og voru skemmdir staðbundnar. Hústökumaður bjargaðist Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins barst tilkynning um eld í húsi við Hverfisgötu skömmu eftir miðnætti aðfaranótt þriðjudags. Þegar slökkvilið kom á staðinn var allnokkur reykur í húsinu, en ekki logaði mikill eldur. Virðist sem kveikt hafi verið í skrani og timbri við stiga í húsinu og var eldurinn staðbundinn. Slökkviliðsmenn leituðu að fólki í húsinu og fannst karlmaður sofandi í risi þess. Slökkvistörf gengu greiðlega. Þurfti maðurinn sem fannst í húsinu ekki á aðhlynningu að halda. Grunur um íkveikju í tveimur húsum í gær Ljósmynd/Haraldur Guðjónsson Skaði Starfsfólk Waldorfskólans er slegið vegna brunans og mun frestast um nokkra daga að skólinn verði opnaður að nýju eftir páskafrí.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.