Morgunblaðið - 26.03.2008, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. MARS 2008 23
dan. Þetta
oða aukna
ski ekkert
mæti þess-
um tólum.
ort maður
eðlabank-
fyrirtækj-
r eða út í
kir í það
lla saman
ninga. Við
[í dag] til
nefndina.
ni að fylgj-
hagsmála
úrræði ef
það stefni
ur kjara-
samninga. Okkur finnst líka ástæða
til að ríkisstjórn kalli saman þann
formlega samráðsvettvang sem hún
stóð fyrir að mynda eftir kosning-
arnar á síðasta ári.“
Var gert áhlaup á krónuna?
Gylfi sagðist finna fyrir þeirri
umræðu að bankarnir hefðu verið
gerendur í því áhlaupi sem varð á
krónuna. Hann sagðist kalla eftir
upplýsingum um hverjir stóðu fyrir
þessum miklu viðskiptum með
krónur. „Við getum ómögulega
horft upp á að einhverjir hagnist á
því að gera áhlaup á krónuna þegar
félagsmenn okkar eru hinir eigin-
legu þolendur þegar upp er staðið,“
sagði Gylfi.
dunefnd
il fundar
iseinkunn. Þessi breyting er einkum ætluð til
þess að smærri fjármálafyrirtæki á borð við
sparisjóði geti aflað sér lausafjár.
Þriðja breytingin er sú að gefin verða út sér-
stök innstæðubréf Seðlabankans en með því vill
bankinn koma til móts við eftirspurn eftir
tryggum verðbréfum til skamms tíma.
5 punkta
Morgunblaðið/Ómar
vaxta sneri gengisfalli undanfarinna daga við.
3 ,*"-.
)*!'
æðst af því hvernig ávöxtunarkrafa á skulda-
markaði þróast næstu daga hvort Íbúðalána-
hækkar vexti. Sjóðurinn mun á næstu dögum
um afla lánsfjár á skuldabréfamarkaði, en
ór síðast í útboð í desember á síðasta ári.
kvæmt áætlun Íbúðalánasjóðs ætlar hann að
í útboð á skuldabréfamarkaði á þessum árs-
ngi, en það þýðir að sjóðurinn mun fara í útboð
k þessa mánaðar. Guðmundur Bjarnason,
væmdastjóri Íbúðalánasjóðs, segir að útlán
ánsjóðs hafi verið undir áætlun í febrúar og
en velta í janúar hafi verið umtalsverð. Það
þurfi að afla lánsfjár með útboði. Hann segir
arkaði hafi hækkað aðeins í gær eftir að Seðla-
kkun stýrivaxta. Undanfarnar vikur hafi kraf-
tæðan sé væntanlega sú að fjárfestar hafi verið
réf úr áhættumeiri bréfum. Guðmundur segir
i í útboð í dag geti hann lækkað vexti miðað við
ðist á markaði. Hann segist þó eiga von á að
banka muni leiða til hækkunar á vöxtum Íbúða-
endilega víst að það gerist strax.
ga að fara í útboð
Geir H. Haarde forsætis-ráðherra sagði eftir rík-isstjórnarfund í gær aðhann teldi vaxtahækkun
Seðlabankans í morgun eðlilega
varnaraðgerð í ljósi aðstæðna á
peningamarkaði.
„Seðlabankinn hefur nú gripið
til aðgerða af sinni hálfu. Í fyrsta
lagi vaxtahækkunar, sem hann
gerir sjálfstætt og ekki að höfðu
neinu samráði við ríkisstjórnina.
Síðan greip hann einnig til annarra
aðgerða sem að hluta til eru sjálf-
stætt verkefni, m.a. er þar um að
ræða útgáfu skuldabréfa í nafni
ríkissjóðs sem fjármálaráðuneytið
og bankinn hafa unnið að og síðan
aðrar breytingar sem miða allar að
því að bankarnir geti útvegað sér
laust fé og auðveldað þeim starf-
semi við núverandi aðstæður.“
Geir sagði ljóst af viðbrögðum á
mörkuðunum að þessar aðgerðir
væru farnar að skila nokkrum ár-
angri. Krónan hefði styrkst og
hlutabréfamarkaðir væru á uppleið
sem reyndar væru að einhverju
leyti hluti af alþjóðlegri þróun.
Skilaboð Seðlabankans
mikilvæg
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utan-
ríkisráðherra sagði að viðbrögð á
markaði sýndu að ákvörðun Seðla-
bankans væri farin að virka. „Þó
að þetta sé vissulega umdeild og
erfið ákvörðun held ég að flestir
geti verið sammála um að það var
ekki margra kosta völ fyrir Seðla-
bankann. Miðað við þá stefnu sem
við höfum í peningamálum og þá
stefnu að standa vörð um verð-
bólgumarkmiðin var þetta eðlileg
ákvörðun af hans hálfu og skýr
skilaboð um að hann ætli sér að
halda aftur af verðbólgunni og því
falli á genginu sem hér hefur verð-
ið. Ég held að það sé mjög mik-
ilvægt að Seðlabankinn sendi skýr
skilaboð eins og hann hefur núna
gert.“
Geir sagði aðspurður engin
áform um að draga úr ríkisút-
gjöldum. Hann minnti á að allar
hagspár sýndu að það væri að
draga úr þjóðarútgjöldum og að
hagvöxtur, sem var 4% í fyrra,
yrði kannski ekki nema 1% á
þessu ári.
Geir sagðist vilja vekja athygli á
því að þessi ákvörðun Seðlabanka
að hækka vexti væri ekki tekin á
hefðbundnum vaxtaákvörð-
unardegi. Ákvörðunin yrði að
skoðast í ljósi þeirra aðstæðna sem
skapast hefðu á gjaldeyrismarkaði.
Líta mætti á hana sem varn-
araðgerð af hálfu bankans.
Í samræmi við
efnahagslíkan bankans
„Það eru skiptar skoðanir um þá
vaxtastefnu og það efnahagslíkan
sem Seðlabankinn notar en miðað
við þetta líkan og þá stefnu sem
bankinn hefur fylgt má segja að
þetta sé skiljanleg og rökrétt
ákvörðun. Svo er það önnur spurn-
ing hvort má betrumbæta þessa
umgjörð,“ sagði Geir.
Ingibjörg Sólrún minnti á að
það væri ekki einsdæmi að stýri-
vextir færu þetta hátt. Stýrivextir
í Bandaríkjunum hefðu á tímabili
farið upp í 19% og verið yfir 10% í
alllangan tíma.
Geir sagði að tölur um afkomu
bankanna sýndu að þeir stæðu í
grunninn vel. Þeir hefðu hins veg-
ar ekki farið varhluta af þróuninni
á alþjóðlegum mörkuðum sem
hefði birst í því að það væri erfitt
um laust fé. Allir seðlabankar í
heimi og einnig Seðlabanki Íslands
hefðu unnið að því að greiða úr
þessari lausafjárkreppu enda væri
það eitt af hlutverkum bankans að
gera það.
Ríkisstjórnin hefur verið gagn-
rýnd fyrir aðgerðarleysi á ólgutím-
um í efnahagsmálum. Geir og Ingi-
björg Sólrún sögðu að það væri
ýmislegt sem stjórnvöld væru að
skoða og það mætti ekki túlka það
sem aðgerðaleysi þó að ekki væri
öllu spilað út í fyrstu atrennu.
Ingibjörg sagði að eitt af því sem
hefði verið rætt væri að styrkja
gjaldeyrisstöðu Seðlabankans með
lántöku. Slík aðgerð hefði ekki ver-
ið útilokuð þó að ekki hefði verið
gripið til hennar enn.
Geir var spurður út í skulda-
tryggingarálag bankanna og rík-
isins. „Við teljum að skuldatrygg-
ingarálag sem er komið yfir 200
punkta á íslenska ríkinu sé út í
hött og það sé engin réttlæting
fyrir slíku álagi.“
Vaxtahækkun Seðlabankans
er eðlileg varnaraðgerð
Geir H.
Haarde
Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir
Eftir Guðmund Sverri Þór
sverrirth@mbl.is
Seðlabankinn brást við þró-un undanfarinna daga ágjaldeyrismarkaði í gærmeð því að hækka stýri-
vexti um 1,25 prósentustig. Spurð-
ur hvort ekki hafi komið til greina
að grípa til þessa ráðs fyrr segir
Davíð Oddsson, formaður banka-
stjórnar Seðlabankans, að þróun
gengis hafi verið óhagstæð um hríð
áður en það féll mjög mikið
skömmu fyrir páska. „Um sama
leyti vorum við að vinna að breyt-
ingum á reglum og ætluðum okkur
alltaf að kynna þær á þriðjudegi
eftir páska og það hefði verið mjög
vafasamt að kynna eingöngu regl-
ur sem að sumu leyti lúta að því að
auka aðgengi banka að fé, bæði
hér í Seðlabankanum og hjá þeim
sjálfum, með því að losa um bindi-
skylduna án þess að horfa til þró-
unar gengisins. Við töldum þessa
gengisbreytingu vera mjög óeðli-
lega vegna þess að raungengið er
orðið jafnlágt og það var hvað
lægst fyrir um aldarfjórðungi. Auk
þess höfum við séð að verðbólgu-
þrýstingur hefur ekkert minnkað,
öfugt við það sem allir hafa spáð.
Eftirspurn er enn gríðarleg og
verðbólguvæntingar enn gríðar-
lega miklar. Allir þessir þættir
samanlagðir urðu til þess að við
ákváðum að spyrna við fótum og
okkur sýnist það hafa haft jákvæð
áhrif,“ segir Davíð en aðspurður
segir hann ekki hafa verið rætt um
að hækka vextina enn meira að
þessu sinni.
„Þetta er mesta hækkun sem
hefur verið ákveðin í einu lagi af
bankanum síðan núverandi fyrir-
komulag peningamála var tekið
upp 2001, sem sýnir auðvitað hinn
mikla þunga sem býr að baki
ákvörðunarinnar.“
Davíð segir að ekki hafi verið
tekin ákvörðun um hvort vextir
verði hækkaðir aftur á næstunni.
Þvert á móti standi vonir til þess
að afgerandi hækkun af þessu tagi
dragi úr líkum á því að til fleiri
hækkana þurfi að koma, þótt aldr-
ei sé hægt að útiloka það og stjórn
bankans hafi ekki leyfi til þess að
útiloka notkun á þeim fáu tækjum
sem hún hefur yfir að ráða.
Ekki mikil breyting
Auk þess að hækka stýrivexti
breytti Seðlabankinn reglum sín-
um og þ. á m. var breyting á
reglum um skuldabréf hæf til
tryggingar í viðskiptum við bank-
ann. Davíð segir bréfin áfram
þurfa að uppfylla ákveðin skilyrði
til þess að þau séu veðhæf.
„Við erum í raun ekki að gera
mikla breytingu núna. Það sem við
erum að ákveða er að ef bréfin
uppfylla skilyrði, eins og verið hef-
ur hingað til, gerum við ekki kröfu
um að sá sem leggur bréfin fram
hafi tiltekna lánshæfiseinkunn því
minni aðilar hafa það ekki endilega
og við erum að leggja áherslu á að
það sem lagt er að veði hafi það
lánshæfismat sem hingað til hefur
þurft. Það er aðalbreytingin og
kemur til góða einkum smærri að-
ilum á markaði, t.d. sparisjóði.“
Aðspurður segir hann ekki hafa
hillt undir skort á lausafé á mark-
aðnum en hugsanlegt hefði verið
að kerfið gæti farið að hiksta.
„Það er eitt af verkefnum Seðla-
bankans að sjá til þess að íslenski
fjármálamarkaðurinn virki og
hann hefur verið í góðu lagi en við
vildum ekki standa frammi fyrir
því að hann færi að hiksta án þess
að hafa gert okkar til þess að sjá til
að hann gengi áfram með eðlileg-
um hætti.“
Í Alphaville-dálki vefjar Fin-
ancial Times kemur fram að reglu-
breyting bankans gæti túlkast sem
syndaaflausn til handa bönkunum
sem þurfa að fjármagna umsvif er-
lendis með innlendu fjármagni.
Davíð segir þessi ummæli hljóta að
vera byggð á misskilningi, að öðr-
um kosti séu þau ómakleg. „Við er-
um að færa þessar reglur í áttina
að því sem er hjá evrópska seðla-
bankanum þannig að það er engin
önnur breyting,“ segir hann.
Áhrif á trúverðugleika
Seðlabankinn hefur unnið að því
að byggja upp trúverðugleika sinn.
Telur Davíð aðgerðir gærdagsins
hafa áhrif þar á?
„Við teljum þessar aðgerðir
reyndar ekki stórfenglegar eða
miklar. Við höfum áður stigið
ákveðin skref og nú tökum við eitt
til viðbótar. Þessar ákvarðanir
snúa einkum og sér í lagi að inn-
lendri stöðu bankakerfisins, en hin
vandamálin sem hafa verið til um-
ræðu snúa að erlendri stöðu þess.
Það er mun meira í höndum bank-
anna sjálfra en Seðlabankans.
Bankinn er að tryggja að hið inn-
lenda kerfi virki að því leyti til sem
hann getur, en auðvitað þurfa fjár-
málastofnanirnar sjálfar að hafa
sitt í lagi. Seðlabankinn getur við
þrengri aðstæður liðkað til fyrir
kerfinu og það er hann að gera ná-
kvæmlega eins og seðlabankar
annars staðar hafa verið að gera
en eðli málsins samkvæmt erum
við ekki að reyna að hafa áhrif á
erlenda stöðu bankakerfisins.“
Sérðu fyrir þér að Seðlabankinn
geti, ef til kemur, hjálpað bönk-
unum um fjármögnun?
„Við höfum ekki gert ráð fyrir
því að til þess komi. Bankarnir
hafa lýst því yfir að þeir hafi
tryggt fjármögnun töluvert á ann-
að ár og við væntum þess að löngu
fyrir þann tíma verði hinn alþjóð-
legi markaður kominn í annað
ástand en hann er núna.“
Óeðlileg áhrif á gengi?
Davíð segir Seðlabankann hafa
haft vísbendingar um að hugsan-
lega hafi einhverjir verið að hafa
meiri áhrif á gengi krónunnar að
undanförnu en eðlilegt getur talist
og að um hafi verið að ræða aðila
sem áttu ekki að stunda slíkar
gjörðir.
„Ef sú er raunin er það að okkar
mati mjög alvarlegt mál og við er-
um að skoða málið eftir að hafa
fengið vísbendingar þess efnis í
hús. Reynist þessar vísbendingar
réttar eða sannar verður við því að
bregðast því það veikir mjög trú-
verðugleika gjaldeyrismarkaðar-
ins ef menn hafa það á tilfinning-
unni að ábyrgir aðilar taki þátt í
því að hafa óeðlileg áhrif á hann.
Ég vil ekki gefa mér að það hafi
gerst en við munum fara í gegnum
málið til þess að sjá hvort líklegt sé
að slíkar vísbendingar séu réttar.“
Eru einhver viðurlög við slíku?
„Það er hægt að bregðast við
með margvíslegum hætti, bæði af
hálfu Seðlabanka og FME, en það
er of fljótt að velta því fyrir sér,“
segir Davíð Oddsson.
Seðlabankinn ákvað
að spyrna við fótum
Morgunblaðið/Ómar
Vaxtahækkun Davíð Oddsson segir Seðlabankanum hafa borist vísbend-
ingar um að reynt hafi verið að hafa óeðlileg áhrif á gengi krónunar.