Morgunblaðið - 26.03.2008, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. MARS 2008 25
Nú hefur hópur bloggara á bloggi
mbl.is tekið sig saman og ætlar að
stofnað BBV-Samtökin sem þýðir
Bloggarar bjarga Vestfjörðum. Í
þessi samtök eru nú þegar komin
nokkur hundruð manns. Þetta er fólk
sem flutt hefur frá Vestfjörðum eða á
ættir að rekja þangað, eða er þar bú-
sett. Samtökin eru öllum opin sem
vilja styðja við upp-
byggingu á Vest-
fjörðum. Þetta eru ekki
flokkspólitísk samtök í
þröngri merkingu þess
orðs. Þarna er fólk úr
öllum stjórnmálaflokk-
um. Það sem sameinar
þennan hóp er að hann
er allur á móti olíu-
hreinsistöð á Vest-
fjörðum. BBV telur að
nauðsynlegt verði að
stofna sjálfstætt ríki
eða sjálfstjórnarsvæði
og með því að grafa
skipaskurð úr botni Gilsfjarðar yfir í
Húnaflóa, væru Vestfirðir orðnir að
eyju en tengd Íslandi með skipgengri
brú. Í undirbúningshópnum fyrir
þessi samtök eru Ásthildur Cesil
Þórðardóttir, Ísafirði, Jakob Krist-
insson, Sandgerði, Rósa Aðalsteins-
dóttir, Vopnafirði.
Þar sem samtökin hafa ekki enn
verið formlega skráð er þetta núna
rekið á kennitölu Jakobs Krist-
inssonar, Sandgerði, og allar frekari
upplýsingar má finna á bloggsíðu
Jakobs, sem er: jakobk.blog.is. Þar
sem samtökin vilja ekki olíu-
hreinsistöð á Vestfjörðum og sagt
hefur verið að geti skapað 500 störf á
Vestfjörðum, hefur undirbúningshóp-
urinn verið í samstarfi við erlenda að-
ila um uppbyggingu atvinnulífs á
Vestfjörðum sem byggist á því að
nýta fjársjóði Vestfjarða sem eru nær
ósnortin náttúra og gjöful fiskimið og
eru nú þegar búin að fá vilyrði fyrir
um 500-1.000 nýjum störfum á Vest-
fjörðum og mörg eru fyrir háskóla-
menntað fólk og flest eru störfin há-
launastörf. Til að þetta geti orðið að
veruleika er nauðsynlegt að Vestfirð-
ir verði sjálftætt sjálfstjórnarsvæði í
tengslum við Ísland og er hugmyndin
að þetta verði fríríki og skattap-
aradís. Tengsl Vestfjarða við Ísland
yrði svipuð og tengsl Færeyja og
Grænlands við Danmörku. Öllum
sameiginlegum eignum Íslands í dag
yrði skipt eftir höfðatölu og fisk-
veiðikvótum yrði skipt með því að
mæla strandlengju Íslands eins og
hún er nú og mæla síðan strandlengju
Vestfjarða eftir að þeir eru orðnir
eyja og öllum aflakvótum yrði skipt á
milli Vestfjarða og Ís-
lands í samræmi við
þær mælingar. Allar
veiðar báta undir 15
tonnum væru frjálsar
með því skilyrði að veitt
væri á króka. Allar tog-
veiðar væru bannaðar
nema 50 sjómílur frá
landi. Vestfirðir héldu
sínum hlut í landbúnaði.
Með þessum aðgerðum
færi fólk að flytja til
Vestfjarða en ekki frá,
eins og verið hefur und-
anfarna áratugi. Með
því að hafa þetta fríríki skapast miklir
möguleikar. Tollar og vörugjöld væru
engin, skattar á fyrirtæki væru 0,00
og tekjuskattur einstaklinga um 15%,
þó væru tekjur undir 300 þúsund á
mánuði skattfrjálsar. Húshit-
unarkostnaður yrði greiddur niður
um 50%. Auðvitað yrði þetta nýja ríki
að kaupa margskonar þjónustu frá
Íslandi og vera í náinni samvinnu við
Ísland. Þarna yrði olía og bensín um
50% lægra en þekkist í dag og öll vara
sem hver einstaklingur þarf að nota
sér til framfærslu daglega væri miklu
ódýrara en nú þekkist. Við myndum
laða til okkar margskonar fyrirtæki
sem starfa á heimsvísu. Eini fyrirvar-
inn sem settur yrði væri sá að fyr-
irtæki mættu ekki skapa mengun,
eða spilla hinni nær ósnortnu náttúru
Vestfjarða. Þetta er metnaðarfull
áætlun og kannski finnst sumum
þetta vera draumórar, en við vitum
betur og höfum notið aðstoðar frá
mörgum sérfræðingum til að kanna
þessa hluti og allt hefur verið já-
kvætt. Við ætlum ekki að segja skilið
við Ísland og þeir þingmenn sem nú
sitja á Alþingi og eiga lögheimili á
Vestfjörðum yrðu fulltrúar Vest-
fjarða á Alþingi. Einnig yrði ákveðin
heimastjórn og höfum við hugsað um
að nýta Fjórðungssamband Vest-
fjarða í þeim tilgangi. Heilbrigðis-,
samgöngu-, mennta-, og utanríkismál
væru í samvinnu við Ísland. Við ætl-
um okkur að skapa ríki sem byði upp
á búsetu fólks með góðar tekjur og
góða afkomu. Við urðum talsvert
hissa í öllum þessum könnunum að fá
að vita það að Vestfirðir eru að verða
eitt af örfáum landsvæðum í heim-
inum sem enn búa við nær ósnortna
náttúru og það er einmitt það sem
gerir þetta aðlaðandi í augum er-
lendra aðila. Við gerum okkur fulla
grein fyrir því að við erum bara að
stíga fyrstu skrefin og framundan er
mikið starf. En eitt mun aldrei stoppa
okkur og það er öll sú vinna sem er
eftir svo fríríkið Vestfirðir verði að
veruleika. Stóriðjulausir Vestfirðir er
okkar kjörorð.
Þetta er ekki spurningin hvort
heldur hvenær þetta verður að veru-
leika.
Áfram með uppbyggingu Vest-
fjarða og að nýta þá fjársjóði sem þar
er að finna.
Eflum BBV-samtökin
Ég er tilbúinn að veita allar upplýs-
ingar. Samtökin eru nú þegar komin
með eigin bloggsíðu sem er
bbv1950.blog.is Þar er hægt að skrifa
og skrá sig í þessi samtök. Við tökum
fagnandi á móti öllum sem vilja efla
Vestfirði. Við ætlum líka að sanna í
eitt skipti fyrir öll að á Vestfjörðum
býr duglegt og heiðarlegt fólk en ekki
einhverjir sérvitringar sem hugsa
bara um slor, grút og rollur.
Ekkert hik, bara áfram.
Björgum Vestfjörðum
Jakob Kristinsson skrifar
um fríríkið Vestfirði » Vestfirðir geta staðið
á eigin fótum, ef þeir
fá frið og ættu að fá að
stofna sjálfstæða Vest-
firði sem nýtt sjálf-
stjórnarsvæði innan Ís-
lands.
Jakob Kristinsson.
Höfundur er einn af stofnendum
BBV-samtakanna.
ÁLFHEIÐUR Ingadóttir skrifar
grein um kostnað vegna Kára-
hnjúkavirkjunar í Morgunblaðið 16.
mars sl. Fullt tilefni er til að árétta
ýmis atriði sem Lands-
virkjun veitti upplýs-
ingar um og birt eru í
skýrslu iðnaðarráð-
herra til Alþingis um
málið.
Allur kostnaður er
meðtalinn
Kostnaður vegna
flutnings mannvirkja
sem tengjast Kára-
hnjúkavirkjun er um
12 milljarðar. Þetta
kemur fram í meg-
inmáli skýrslu iðn-
aðarráðherra þrátt fyrir að ekki
verði séð að beðið hafi verið um þær
upplýsingar þegar þingmenn Vinstri
grænna óskuðu eftir skýrslunni.
Þessi kostnaður er meðtalinn í arð-
semismatinu í skýrslunni á sama
hátt og í upphaflegu arðsemismati.
Eðlilega fjallar Landsvirkjun ekki
um skattgreiðslur verktakafyr-
irtækja í sambandi við kostnað við
virkjunina. Fráleitt er að ætla að úr-
slit í dómsmáli Impregilo og ríkisins
um skattamál teljist til kostnaðar við
byggingu virkjunarinnar.
Í skýrslunni er skilmerkilega
haldið til haga öllum verksamningum
hærri en 10 m. kr., hver hafi verið
áætlaður ófyrirséður kostnaður á þá
samninga og loks hver áætlaður
heildarkostnaður er talinn verða.
Það er gerð grein fyrir stærstu frá-
vikum frá kostnaði vegna verksamn-
inga í sérstökum viðauka í skýrsl-
unni. Þar er skýrt hvers vegna þau
verk, Kárahnjúkastífla og ganga-
gerð, reyndust dýrari en til stóð.
Vitnað er í Við-
skiptablaðið um að
kostnaður geti orðið 70-
100% hærri en áætlun
gerir ráð fyrir. Ekki
eru þar tilgreind nein
sérstök rök fyrir því
önnur en að sagt er að
þetta gerist oft. Sú er
ekki reynslan af fram-
kvæmdum Landsvirkj-
unar. Skemmst er að
minnast að Álfheiður
dró sjálf til baka eigin
staðhæfingu að skýrsl-
an sýndi að kostnaður-
inn færi 58% fram úr áætlun. Ekkert
hefur komið fram sem hnekkir þeirri
niðurstöðu Landsvirkjunar að kostn-
aður við Kárahnjúkavirkjun sé 7%
hærri en uppfærð kostnaðaráætlun.
Byggt var á nýjasta uppgjöri
Fundið er að því að ekki sé rakin
bókfærð staða á kostnaði við virkj-
unina um sl. áramót þegar kostn-
aðartölur eru settar fram í skýrsl-
unni. Beiðnin um skýrsluna kom
fram fyrir áramótin og hófst vinna
við að sinna henni hjá Landsvirkjun
þá þegar. Í upplýsingagjöf Lands-
virkjunar var eðlilega stuðst við nýj-
asta fyrirliggjandi uppgjör á fram-
kvæmdunum. Þess vegna er miðað
við stöðuna og verðlag í lok sept-
ember. Auðvelt er að framreikna það
til verðlags um áramótin ef menn
vilja og fá út heldur hærri tölur
vegna verðlagsþróunar. Það breytir
þó ekki niðurstöðum í samanburði
kostnaðar og áætlunar.
Áfallinn fjármagnskostnaður
Fundið er að því að fjármagns-
kostnaður er ekki „reiknaður“ eftir
30. september og velt er vöngum yfir
hvernig hann hafi verið reiknaður.
Áfallinn fjármagnskostnaður fæst úr
bókhaldi Landsvirkjunar en ekki
með útreikningum. Fljótsdalsstöð,
aflstöð Kárahnjúkavirkjunar, var
tekin til rekstrar í nóvember og eftir
það fellur ekki fjármagnskostnaður á
stofnkostnað stærsta hluta mann-
virkjanna, heldur telst hann til
rekstrarkostnaðar. Almenn regla í
bókhaldi er að fjármagnskostnaður
telst til stofnkostnaðar á bygging-
artíma en verður að rekstrarkostn-
aði eftir að mannvirki eru tekin í
notkun. Við útreikning á arðsemi er
tekið tillit til fjármagnskostnaðar á
byggingartíma allt til verkloka og
síðan í rekstri virkjunarinnar næstu
60 árin.
Fundið er að því að „virtir erlendir
sérfræðingar“ í álverðsþróun hafi
ekki verið fengnir til að setja fram
nýjar spár í endurskoðuðum arðsem-
isútreikningum heldur látið nægja
að kalla til „Capacent Gallup við
Borgartún“ eins og það er orðað.
Landsvirkjun á Háaleitisbrautinni
bendir á að Capacent, sem er virt
fyrirtæki á sínu sviði, vann engar ál-
verðsspár í arðsemismatinu heldur
tók það að sér að yfirfara matið og
vinnubrögðin. Capacent staðfestir að
arðsemismatið sé unnið samkvæmt
viðurkenndum og vönduðum aðferð-
um með varfærni að leiðarljósi.
Í arðsemismatinu er gerð grein
fyrir því að hátt framvirkt verð á áli
næstu árin er staðreynd. Gengið er
út frá því að þróun til lækkunar verði
í samræmi við spár virtu erlendu
sérfræðinganna en upphafspunktur
lækkunarinnar liggi hærra en þeir
töldu á sínum tíma. Á móti þessu
kemur að nú er notað lægra gengi en
áður á Bandaríkjadal. Sagan segir að
álverð og gengi dollars vegist á. Sé
álverðið metið of hátt kemur á móti
lágt mat á dollarnum í matinu. Raun-
ar er það þannig ef litið er til þess
sem gerst hefur frá september sl. og
fram að páskum þá er ljóst að álverð
hefur hækkað, gengi dollars líka og
vextir lækkað. Glöggir menn sjá að
sé tekið mið af þessu hefur arðsemi
Kárahnjúkavirkjunar aukist enn frá
arðsemismatinu í skýrslu iðn-
aðarráðherra sem sýndi þó meiri
arðsemi en þegar farið var af stað
með virkjunina.
Arðsemi Kárahnjúkavirkjunar vex enn
Þorsteinn Hilmarsson svarar
grein Álfheiðar Ingadóttur »Glöggir menn sjá að
arðsemi Kárahnjúka-
virkjunar hefur aukist
enn frá matinu í skýrslu
iðnaðarráðherra sem
sýndi þó meiri arðsemi
en nokkru sinni áður
Þorsteinn Hilmarsson
Höfundur er upplýsingafulltrúi
Landsvirkjunar.
MARGUR hver sem hvorki veit
né vill vita fordæmir þá sem
greinst hafa með geðsjúkdóm og
eða búa við geðfötlun
og telur vinnugetu
eða batahorfur þeirra
ekki miklar. Sagt er
að svoleiðis hugs-
unarháttur stafi af
ónógri vitneskju eða
þekkingarleysi á mál-
efnum þeirra sem
eiga við geðfötlun að
stríða.
Það er langt síðan
talað var um þörf á
aukinni vitneskju til
að draga úr for-
dómum í garð geð-
sjúkra eða -fatlaðra.
Þessi vitneskja er
löngu komin og not-
endur geðheilbrigð-
isþjónustunnar, að-
standendur þeirra
sem og þeir sem
starfa notendum við
hlið og hafa tekið orð
þeirra trúanleg, hafa
metið hæfni og getu
þeirra að verðleikum.
Hafa verið nokkuð
duglegir að koma
fram í fjölmiðlum og
víðar til að fræða al-
menning um eðli og
eigin upplifanir á geð-
sjúkdómum.
Samt sem áður, miðað við það
sem ég hef orðið var við í mínu
starfi, í greinarskrifum notenda og
þeirra sem tjáð sig hafa um mál-
efni geðsjúkra sl. vikur, mánuði og
ár, þá virðist lítið hafa þokast í að
draga úr fordómum.
Af hverju stafar það?
Fjölmiðlum hættir til að ýta und-
ir fordóma þegar kemur að geð-
sjúkum, m.a. með þeim hætti að
réttlæta afbrot með geðsjúkdómi
viðkomandi brotamanns þrátt fyr-
ir að allar rannsóknir sýni að geð-
sjúkir fremji ekki fleiri afbrot en
meðal-Jóninn. Aldrei eru aðrir
sjúkdómar taldir réttlæta hegðun
utan lagarammans. Aldrei er sagt
frá flogaveikum árás-
armanni ellegar að
viðkomandi innbrots-
þjófur glími við fóta-
óeirð.
Ekki alls fyrir
löngu heyrði ég
manneskju eina tala
um mikilvægi þess að
hafa hlutverk til þess
að ná bata á and-
legum veikindum og
henni varð á að segja
„í stað þess að vera
bara sjúklingur“. Ég
veit að sú sem þetta
sagði var ekki að
gera lítið úr þeim
sem veikir eru heldur
tók hún bara svona
til orða. En þetta
vakti mig til umhugs-
unar um það hvernig
sum orð eða forskeyti
fá okkur til að líta á
og fordæma aðra eða
okkur sjálf fyrir
ákveðin hlutverk .
Í mínum huga get-
ur engin manneskja
verið „bara“ sjúkling-
ur og í raun og veru
fyndist mér réttara
að segja sjúk eða
veik manneskja frekar en sjúk-
lingur, alveg eins og maður segir
heilbrigð kona, maður eða mann-
eskja en ekki „heilbrigðlingur“.
Því segi ég að manneskja, al-
veg sama hvað hún er gömul og
hvort sem hún er andlega eða lík-
amlega veik eða ekki, er ekkert
„bara sjúklingur“, hún er „heil-
steypt“ manneskja sem á við
sjúkdóm að stríða. Það að tala um
heilbrigði frekar en veikindi er
vænlegra til að styrkja og hjálpa
manneskjunni til að taka ábyrgð
á sjálfum sér og virkan þátt í sínu
bataferli.
Það er eins með forskeytið „ör“
eins og í öryrki eða öryrkja-
bandalag. Þarna merkir orðið ör
= smár eða lítil/ið, eins og ein-
hver sem er með litla orku eða
bandalag þeirra sem búa við
skerta orku. Þetta gerir ekkert
nema að draga úr eða fordæma
manneskjuna sem býr við skerta
starfsgetu nú eða bandalagið sem
á að styðja við bakið á henni.
Það segir sig sjálft að það er
auðveldara að gera það sem mað-
ur getur heldur en það sem mað-
ur getur ekki og hví þá ekki að
hugsa, vinna og eða tala um það?
Hugsaðu og talaðu jákvætt, það
er léttara.
Að geta ... meira ... og meira er
allra hagur.
Eins og fram kom á fundi sem
haldinn var af Straumhvörfum –
eflingu þjónustu við fatlaða og
Samtökum atvinnulífsins þriðju-
daginn 5. febrúar sl. á Hilton
Reykjavík Nordica, þá er mann-
auður fatlaðra auðlind sem fyr-
irtæki hér á landi hefðu hag af að
nýta betur.
Það að vera í hlutverki sjúk-
lings langtímum saman getur leitt
til fötlunar og öfugt, má því líta
svo á að sjúklingur búi yfir auð-
lind. Því er vert að bæði þeir sem
veikir eru sem og heilbrigð-
isstarfsfólk og þeir sem annast
eða umgangast þá séu duglegir
að hefja upp og huga að auðlind-
inni sem veik eða sjúk mann-
eskja, alveg eins og fyrirtækin,
hefðu hag af að nýta betur, sjálf-
um sér til betri líðanar og meiri
bata.
Tölum jákvætt,
það er léttara
Bergþór G. Böðvarsson skrifar
um fordóma gegn geðsjúkum
» Það að tala
um heil-
brigði frekar en
veikindi er væn-
legra til að
styrkja og
hjálpa mann-
eskjunni til að
taka ábyrgð á
sjálfri sér og
virkan þátt í sín-
um bataferli.
Höfundur starfar sem fulltrúi not-
enda geðsviðs LSH, hann greindist
með geðhvarfasýki árið 1989.
Bergþór G. Böðvarsson