Morgunblaðið - 26.03.2008, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. MARS 2008 27
MINNINGAR
Elsku langamma mín, það
er skrítið að vera að kveðja
þig vitandi það að ég á ekki
eftir að koma aftur á Grund
að heimsækja þig. En loksins
færðu að hitta manninn þinn
aftur, hann langafa Guð-
mund sem alltaf var svo
hress og skemmtilegur.
Elsku langamma mín,
núna ert þú örugglega hlæj-
andi á himnum með honum
og öllum hinum sem þú nú
hittir að nýju.
Elsku langamma Inga,
takk fyrir allt og hvíl í friði.
Kveðja, þín
Elva Björk.
HINSTA KVEÐJA
✝ Inga SigríðurKristjánsdóttir
fæddist í Hrútsholti
í Eyjahreppi 30. júní
1919, en ólst upp á
Miklaholtsseli í
Miklaholtshreppi.
Hún lést á Hjúkr-
unarheimilinu
Grund 14. mars síð-
astliðinn. Foreldrar
hennar voru Þóra
Björnsdóttir, f. á
Þverfelli í Lund-
arreykjadal 12.9.
1888, d. 2.1. 1968 og
Kristján Lárusson, f. á Rauðamel í
Eyjahreppi 10.1. 1879, d. 18.2.
1955. Systkini Ingu voru sex og
ein uppeldissystir.
Inga giftist 19.11. 1943 Guð-
mundi S. Sigurjónssyni, f. í
Reykjavík 19.11. 1920, d. 23.5.
2004. Foreldrar hans voru Ólöf
Guðrún Elíasdóttir, f. á Laug-
arlandi í N-Ísafjarðarsýslu 6.8.
1897, d. 20.5. 1950
og Sigurjón Jóhann-
esson, f. á Torfalæk
í A-Hún. 18.1. 1892,
d. 1.10. 1961. Börn
Ingu og Guðmundar
eru: 1) Þórir, f. 19.2.
1944, d. 20.12. 1944.
2) Þórir Kristján, f.
13.7. 1945, kvæntur
Sigurbirnu Olivers-
dóttur, f. 7.12. 1952,
hann á 4 börn, 2
uppeldisdætur og
12 barnabörn. 3) Jó-
hanna Sveinbjörg, f.
21.3. 1947, í sambúð með Guð-
mundi Erni Einarssyni, f. 7.8.
1945, hún á 5 börn, 8 barnabörn
og 1 barnabarnabarn. 4) Sigurjón,
f. 3.11. 1949, hann á 4 börn og 6
barnabörn. 5) Smári, f. 2.10. 1956,
d. 12.6. 1995.
Inga verður jarðsungin frá Ár-
bæjarkirkju í dag og hefst athöfn-
in klukkan 13.
Elsku mamma, amma, langamma.
Í dag verður þú lögð til hinstu hvíldar
við hlið pabba, afa, langafa og sona
ykkar tveggja, þess elsta og yngsta.
Er okkur þá efst í huga að votta þér
þakklæti fyrir góðar stundir í gegn-
um lífið.
Þú varst pabba/afa stoð og stytta
þau sextíu ár sem þið voruð gift, hans
hægri hönd, sannur vinur.
Þið afi voruð eitt, sannkölluð
„Litla-Gunna og Litli-Jón“, saman
við taka upp kartöflur eða smíða eitt-
hvað úti eða inni.
Þú varst svo handlagin. Þegar þú
hafðir heilsu til þá prjónaðir þú á
komandi barnabarnabörnin þín.
Drengirnir fengu prjónaðar peysur
og stúlkurnar fengu prjónaða kjóla.
Við vorum oft svo spennt að sjá hvað
þú værir að prjóna því að þú varst
100% viss um kynið. Aldrei fengu
verðandi mæðurnar að sjá handiðn-
ina fyrr en barnið var komið í heim-
inn. Saumaskapurinn var leikur í
einn í höndunum á þér. Það voru þó
nokkur kvöldin sem þú dundaðir við
að sauma á okkur flottu dressin.
Við barnabörnin eigum velflest eft-
ir þig skrín sem þú bjóst til og
skreyttir með skeljum sem þið afi
höfðuð tínt í fjörum landsins, ferðalög
voru ykkar líf og yndi. Ógleymanleg-
ar stundir áttum við með þér og afa á
ættarmóti bæði á Snæfellsnesi og
Vestfjörðum.
Minningar sem við eigum um þig
munum við geyma í hjörtum okkar og
þær munu ylja okkur, minningar um
heimsins bestu tebollur, berjasaft og
sultur.
Góðar stundir sem við áttum hjá
þér í Fagrabæ við að spila á spil eða
hlusta á þig segja okkur sögur úr
sveitinni þinni, raula fyrir okkur
kvæði og ljóð.
Viljum við votta þér virðingu okkar
með tveim fyrstu erindum í bæninni
Jesú bróðir besti, sem þú kenndir
okkur öllum.
Ó, Jesús bróðir bezti
og barnavinur mesti,
æ, breið þú blessun þína
á barnæskuna mína.
Mér gott barn gef að vera
og góðan ávöxt bera,
en forðast allt hið illa,
svo ei mér nái’ að spilla.
Þinn sonur,
Sigurjón, börn hans
og barnabörn.
Elsku amma mín, Ég var ekki orð-
in 4 ára þegar ég hitti þig fyrst, og í
gegnum tíðina sagðir þú alltaf við
mig, hvað ég væri sniðug að spyrja
þig, hvort þú vildir verða amma mín,
Og þú sagðir við mig auðvitað. Þá
hafði ég sagt við þig, vilt þú þá sýna
mér húsið þitt?
Mér þótti alltaf gaman að koma í
heimsókn í Fagrabæinn, til þín og
afa. Og alltaf fékk ég kókópuffs hjá
þér, þótt að það væri ekki komin
helgi. Ég mun alltaf minnast þess
þegar þú og afi komuð í heimsókn til
okkar á Grýtubakkann þegar þið afi
voruð búin að versla í Kaupstað
(núna Nettó) í Mjódd, og þegar
hringt var á bjöllu um morguninn, þá
vissum við að þið afi voruð að koma í
heimsókn og það var svo gaman að fá
ykkur í heimsókn. Ég á svo góðar
minningar um þig amma mín, sem ég
mun varðveita hjarta mínu. Takk fyr-
ir allt.
Elsku tengdamamma, takk fyrir
samfylgdina öll þessi ár, kær kveðja.
Þín „svartakolla“ og tengdadóttir
Sigríður G (Sirrý)
og Sigurbirna
Oliversdóttir (Birna).
Elsku amma mín, ég kveð þig með
miklum söknuði en hugga mig við það
að loksins færðu að hitta aftur hann
afa og drengina þína tvo sem dóu svo
ungir. Þið afi voruð svo samheldin
hjón, gerðuð alltaf allt saman. Hvort
sem það var verið að bardúsa eitt-
hvað heima fyrir, fara í kirkjuna ykk-
ar á sunnudögum eða skreppa í ferða-
lög innanlands. Já amma mín, þið
voruð alveg einstök og það var alltaf
gott að koma við hjá ykkur í Fagrabæ
1 þegar ég fór til Reykjavíkur og þá
mátti heyra í afa segja: Inga mín, áttu
ekki eitthvað gott handa þeim?
Amma mín, þú varst alltaf svo sæt og
fín í fallegu, litríku kjólunum þínum
sem þú saumaðir sjálf og öll kvæðin
og allar þulurnar sem þú kunnir og
fórst með var eitt af mörgu í fari þínu
sem ég mun aldrei gleyma. Elsku
amma, það er gott að ljúka aftur aug-
unum og leyfa minningunum um þig
að streyma fram og allar þær minn-
ingar er svo gott að eiga.
Elsku amma mín hvíldu í friði og
ég bið að heilsa öllum sem þú nú hittir
að nýju.
Rannveig.
Í dag kveð ég mína bestu yndislegu
og góðu ömmu. Minningarnar eru
margar og mun ég geyma þær í
hjarta mínu um ókomna tíð. Ég veit
að ömmu líður vel núna, komin til afa,
Þórir og Smára frænda. Alltaf sárt að
kveðja ástvin sinn en ég veit að mað-
ur má ekki vera eigingjarn. Hver
minning dýrmæt perla að liðnum lífs-
ins degi, hin ljúfu og góðu kynni af al-
hug þakka hér. Þinn kærleikur í verki
var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa
var það öllum, er fengu að kynnast
þér. Megi góður Guð styrkja okkur í
sorginni. Með þökk fyrir allt, elsku
amma Inga.
Þín,
Aníta Inga.
Elsku amma Inga. Það er alltaf
erfitt að kveðja þá sem manni þykir
ofboðslega vænt um og hafa alltaf
verið til staðar eins og þú varst, elsku
amma mín. En nú veit ég að þú ert
kominn aftur í fangið á afa Guðmundi
og það hafa orðið miklir gleðifundir
því alltaf voruð þið svo samstiga með
allt hvort sem það var heimilið eða
börnin í kringum ykkur. Gáfuð þið
ykkur ávallt tíma fyrir alla en minn-
ingarnar eru svo óteljandi margar og
verða geymdar í hjörtum okkar alla
tíð. Elsku amma, hafðu þökk fyrir allt
og skilaðu kveðju til elsku afa og
Smára frænda.
Þín,
Jóhanna Þóra og dætur.
Elskuleg amma mín kvaddi okkur
að fullu 14. mars sl. en í raun var hún
farin yfir í annan heim fyrir þó
nokkru.
Ég á svo margar minningar um
hana ömmu og þegar ég hugsa um
ömmu er afi alltaf í huga mínum líka,
þau voru alltaf svo ung og ástfangin.
Ég vona að ef endurfundir finnast
eftir þetta líf séu þau saman núna
með látnum ástvinum okkar.
Amma var mjög prúð og orðgætin
kona og talaði hvorki illa um fólk né
tók þátt í þannig samræðum. Hún
unni sveitinni sinni á Snæfellsnesi
mikið þar sem ég var alin upp líka og
eru margar dásamlegar minningar
sem ég á með ömmu og afa þaðan.
Þar týndu þau skeljar í fjörunni og
eigum við mörg hirslur sem voru
búnar til úr þeim leiðöngrum. Þau
voru reyndar hinir mestu flakkarar
og fáar kirkjur og staðir á landinu
sem amma og afi hafa ekki heimsótt.
Amma átti alltaf eitthvað sælgæti í
veskinu sínu og maður vissi svo sem
hvar hún geymdi nammið heima í
Fagrabænum en það dugði ekkert að
rella eða að vera með frekju ef maður
vildi fá eitthvað gotterí hjá henni.
Hún var líka dugleg að baka heilu
staflana af pönnsum fyrir okkur og
átti yfirleitt tebollur og möndlukakan
klikkaði heldur ekki þegar komið var
í heimsókn, stelpurnar mínar muna
vel eftir því.
Þegar ég bjó í Selásnum áttum við
fjölskyldan margar góðar stundir
með ömmu og afa og nutum við þess
að koma í heimsókn í Fagrabæinn og
þá oftar en ekki eftir góðan göngutúr
hvort sem var að sumri eða vetri.
Að lokum vil ég þakka ömmu minni
fyrir allar vísurnar og kvæðin sem
hún fór með og kenndi mér og dætr-
um mínum og ekki síst fyrir peys-
urnar, kjólana og vettlingana sem
hún prjónaði og heklaði fyrir okkur,
það eru gersemar sem eru vel
geymdar.
Elsku pabbi, Siggi, Sveina og allir
ástvinir ömmu Ingu, megi æðri mátt-
ur veita okkur stuðning á sorgar-
stund.
Guðný Inga Þórisdóttir.
Inga Sigríður
Kristjánsdóttir
Morgunblaðið birtir minning-
argreinar alla útgáfudagana.
Skil | Greinarnar skal senda í gegn-
um vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is –
smella á reitinn Senda efni til Morg-
unblaðsins – þá birtist valkosturinn
Minningargreinar ásamt frekari upp-
lýsingum.
Skilafrestur | Ef birta á minning-
argrein á útfarardegi verður hún að
berast fyrir hádegi tveimur virkum
dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á
mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför
hefur farið fram eða grein berst ekki
innan hins tiltekna skilafrests er ekki
unnt að lofa ákveðnum birtingardegi.
Þar sem pláss er takmarkað getur
birting dregist, enda þótt grein berist
áður en skilafrestur rennur út.
Minningargreinar
✝
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang-
amma,
NÍLSÍNA ÞÓRUNN LARSEN,
Garðvangi,
Garði,
andaðist laugardaginn 22. mars á Heilbrigðis-
stofnun Suðurnesja.
Jarðarförin fer fram frá Ytri-Njarðvíkurkirkju
27. mars kl. 14.00.
Þórdís Ólafsdóttir,
Sigurbjörg Ólafsdóttir, Einar S. Guðjónsson,
Egill Ólafsson, Jóna G. Bjarnadóttir,
Bjarni Þór Ólafsson,
Ragna Ólafs Lirot, Henry R. Lirot,
Ólafur Högni Ólafsson, Gunnar Guðmundsson,
Sóley Ólafsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir,
afi, sonur og bróðir,
JÓHANNES SÆVAR JÓHANNESSON
frá Vestmannaeyjum,
Suðurtúni 19,
Álftanesi,
lést fimmtudaginn 20. mars.
Útförin auglýst síðar.
Ágústa G.M. Ágústsdóttir
Svava Jóhannesdóttir,
Alda Jóhannesdóttir, Halldór Klemenzson,
Jóhanna María, Þórunn Ágústa, Ella og Anna Lillý,
Þórunn Edda Björnsdóttir
og systkini hins látna.
✝
Hjartans ástkæri sonur okkar, bróðir, mágur og
barnabarn,
HUGINN HEIÐAR GUÐMUNDSSON,
Greniteig 49,
Keflavík,
lést á gjörgæsludeild Landspítalans mánudaginn
24. mars.
Guðmundur B. Guðbergsson, Fjóla Ævarsdóttir,
Natan Freyr Guðmundsson, Sóley Ásgeirsdóttir,
Hafrún Eva Kristjánsdóttir,
Guðjón Örn Kristjánsson,
Ásdís Rán Kristjánsdóttir,
Guðbergur Ólafsson, Esther Jósefsdóttir,
Ævar Þorsteinsson, Ingibjörg Jósefsdóttir.
✝
Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og
amma,
ÁSA GUÐRÚN KRISTJÁNSDÓTTIR,
Eikjuvogi 11,
Reykjavík,
verður jarðsungin frá Áskirkju föstudaginn 28. mars
kl. 13.00.
Haraldur Þórðarson,
Kristján Þór Haraldsson, Margrét Ó. Björnsdóttir,
Sigurbjörg Haraldsdóttir, Jón Hannes Helgason,
Þórlaug Haraldsdóttir-Hübl, Michael Hübl
og barnabörn.
✝
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
GUÐNI KARLSSON,
Sólvöllum,
Eyrarbakka,
áður til heimilis á Egilsbraut 9,
Þorlákshöfn
lést á Sjúkrahúsi Suðurlands 21. mars.
Hann verður jarðsunginn frá Þorlákskirkju, Þorláks-
höfn laugardaginn 29. mars kl.14.00.
Guðrún Guðnadóttir, Jón Dagbjartsson,
Helga Guðnadóttir, Sæmundur Gunnarsson,
Þorsteinn Guðnason, Lovísa R. Sigurðardóttir,
Katrín Guðnadóttir, Sigurður Magnússon,
barnabörn og barnabarnabörn.