Morgunblaðið - 26.03.2008, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 26.03.2008, Blaðsíða 28
28 MIÐVIKUDAGUR 26. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Björgvin AntonJónsson fæddist í Hafnarfirði hinn 11. ágúst 1921. Hann lést á Hjúkr- unarheimilinu Sól- vangi í Hafnarfirði hinn 14. mars síð- astliðinn. Foreldrar hans voru Jón Jóns- son, kenndur við Skollagróf, f. 12. ágúst 1879, d. 26. okt. 1936 og Guð- finna Margrét Ein- arsdóttir, f. í Hauks- húsum á Álftanesi 10. nóv. 1888, d. 5. ágúst 1982. Þau bjuggu í Hafn- arfirði. Systkini Björgvins eru: Halldóra, f. 1. 11. 1909, d. 1999, Aðalheiður Einarína, f. 23. 8. 1911, d. 1994, Guðrún, f. 30. 11. 1912, Ágúst Ottó, f. 28. 6. 1914, d. 1987, Svanhvít Jónína, f. 29. 10. 1915, d. 2005, Friðrikka Margrét, f. 26. 7. 1918, d. 1990, Sigrún Sumarrós, f. 24. 4. 1920, d. 2006, Jón, f. 1922, d. 1923, Jón Ragnar, f. 16. 8. 1923, d. 1977. 3) Jón Már, f. 1. 7. 1950, kvæntur Guðrúnu Jónsdóttur. Börn þeirra eru Heiða Björk, f. 13. 2. 1972, Elva Rut, f. 6. 1. 1979, Ás- dís Ella, f. 6. 8. 1982, Katrín Diljá, f. 12. 9. 1984 og Björgvin Már, f. 14. 4. 1993. 4) Guðmundur, f. 10. 1. 1955, kvæntur Stefönu Björk Gylfadóttur. Börn þeirra eru Gylfi Þór, f. 29. 8. 1977, Rakel Edda, f. 3. 7. 1983, Haukur Týr, f. 6. 6. 1986, og Ester Eir, f. 13. 8. 1989. 5) Sigríður Guðný, f. 20. 11. 1958, gift Randver Randverssyni. Börn þeirra eru Randver Kári, f. 11. 6. 1981, og Íris Anna, f. 21. 4. 1983. Björgvin ólst upp í stórum systkinahópi við Öldugötu í Hafn- arfirði. Hann stundaði togarasjó- mennsku frá Hafnarfirði á stríðs- árunum og fram yfir miðja sl. öld. Þá tóku við ýmis störf í landi, lengst af hjá Jóni Gíslasyni, þá byggingarvinna og loks störf hjá Ísal í Straumsvík þar til hann lét af störfum sökum heilsubrests all- nokkuð um aldur fram. Björgvin og Rakel reistu sér hús við Hörðu- velli 4 í Hafnarfirði og bjuggu þar frá 1945 þar til þau fluttu að Sól- vangsvegi 1 en síðustu 3 árin dvaldi Björgvin á Sólvangi. Björgvin verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði í dag og hefst athöfnin klukkan 13. 2005, Þórunn Val- gerður, f. 6. 9. 1925, Aðalsteinn, f. 2. 10. 1928, og Sigursteinn Heiðar, f. 18. 8. 1931. Björgvin kvæntist 22. apríl 1944 Rakel Guðmundsdóttur, f. 20. 6. 1922. For- eldrar hennar voru Sigurlína Magn- úsdóttir og Guð- mundur Elíasson, ættuð frá Örlygshöfn og Rauðasandi. Börn Björgvins og Rakelar eru: 1) Aldís, f. 30. 6. 1942, d. 1989. Fyrri maður Gunnar Karlsson. Börn þeirra eru Hjördís Rakel, f. 1. 10. 1960, og Björgvin, f. 16. 9. 1962. Seinni maður Aldísar var Sigurður H. Sigurbjörnsson, lát- inn. Sonur þeirra er Sigurður Freyr, f. 9. 4. 1973. 2) Sigurlína, f. 19. 1. 1944, gift Ögmundi Karvel- ssyni. Börn þeirra eru Ómar Þór, f. 22. 5. 1975, Rakel Björk, f. 4. 1. 1977, og Róbert Svanur, f. 21. 12. Það er ótrúlegt til þess að hugsa að elsku pabbi sé farinn frá okkur. Síð- ustu dagar hans voru honum erfiðir og aðdáunarvert hve staðráðinn hann var að sigrast á veikindum sínum. Hann var ekki tilbúinn til að kveðja, það sáum við svo glöggt. En kraftinn þvarr smátt og smátt og leið að ævi- lokum, hann kvaddi okkur föstudag- inn 14. mars sl. eftir hetjulega bar- áttu. Pabbi var sérlega skemmtileg per- sóna sem heillaði fólk við fyrstu kynni. Hlýjan og góðmennskan skein af honum og kátínan var aldrei langt undan. Kímnigáfa hans var sérstök og vakti athygli hvar sem hann kom og laðaði að sér fólk. Það var ekki hægt annað en að laðast að honum, með brosið sitt fallega og glettnina í augum. Lífið var ekki alltaf dans á rósum hjá pabba. Tvö alvarleg áföll riðu yfir með stuttu millibili er hann var í blóma lífs síns. Með mikilli þraut- seigju og baráttuvilja náði hann ótrú- legum bata og gat notið lífsins áfram í faðmi fjölskyldunnar. Garðurinn við húsið þeirra mömmu við Hörðuvelli var hans líf og yndi. Þær eru í þúsundum taldar stundirn- ar sem hann varði við að snyrta og fegra og bar garðurinn þess glöggt merki. Næstu nágrannar höfðu á orði að hann Venni hlyti að rækta falleg- ustu kartöflurnar í bænum, slík var natnin við kartöflugrösin. Slíkur var áhuginn og eljusemin við garðrækt- ina að kvöldmaturinn var oft á tíðum löngu orðinn kaldur á borðum þegar pabbi loksins skilaði sér inn úr garð- inum. Veiðiskapur var eitt af hans að- al-áhugamálum og voru þær ófáar veiðiferðirnar sem farnar voru með honum í Kleifarvatnið á okkar yngri árum. Sú minnistæðasta er sú þegar önnur okkar fékk fyrsta fiskinn sinn. Þegar landa átti fiskinum slapp hann af önglinum en náðist að handsama hann við vatnsbakkann inná milli steinanna. Kölluðum við til pabba að við skyldum bara halda honum í kafi á milli steinanna þar til hann myndi drukkna. Þá hló pabbi dátt. Oft var þessi veiðiferð rifjuð upp og alltaf hló pabbi jafn dátt að vitleysunni í okkur að halda að við gætum drekkt fisk- inum. Pabbi var náttúruunnandi og naut þess að ferðast og skoða sig um. Sá tími sem hann og mamma nutu með Aldísi systur og Sigga mági á Björg- um var honum ómetanlegur. Þar fékk pabbi sko að veiða í Fljótinu. Naut fagurs umhverfis og sveitasælunnar. Sá alltof stutti tími sem við fengum með þeim hér á jörð var pabba og fjölskyldunni dýrmætur en þau létust bæði í blóma lífsins og taka þau nú á móti pabba. Við þökkum þér, elsku pabbi, fyrir allt, minningar um ljúfan og ástríkan föður geymum við í hjörtum okkar. Þínar dætur, Sigurlína og Sigríður Guðný. Þegar við á yngri árum heimsótt- um ömmu og afa á Hörðuvelli 4 var ávallt tekið vel á móti manni og oftar en ekki með lófataki. Því afi hafði sér- lega létta lund. Við eyddum ófáum stundum hjá afa og ömmu, sérstaklega á sumrin og oft heilu dögunum. Þá vorum við hjartanlega velkomin í konungsríki afa sem var garðurinn hans. Þar undi hann sér best bæði við leik og störf því garðurinn hans afa gat verið fót- boltavöllur, sólarströnd, andagarður, kartöflugarður, rabarbaragarður, sundlaugagarður og allt það sem ímyndunaraflið bauð upp á. En um- fram allt var þetta garðurinn hans afa sem hann ræktaði og sinnti af mikl- um áhuga og alúð. Það var undan- tekning ef hann var ekki að dútla í garðinum þegar mann bar að. Margs er að minnast þegar við hugsum til afa. Hann eyddi mörgum stundum í fótbolta úti í garði þar sem hann kynnti okkur sem ungum börn- um fyrir knattspyrnunni. Eftir að glæstum knattspyrnuferli afa Venna lauk fann hann okkur önnur verkefni, svo sem að aðstoða hann við slátt og mála grindverkið. Okkur þótti það sérlega skemmtilegt, því þar var um ábyrgðarmikið verk að ræða. Hann gaf sér alltaf góðan tíma í allt það sem sneri að verklegum framkvæmdum og kynnti okkur fyrir vönduðum vinnubrögðum. Í okkar augum var afi Venni sterk- asti maður í heimi. Meira að segja svo sterkur að við trúðum því að hann gæti lyft jörðinni með einu handtaki. Enda var hann sterkbyggður maður og þrátt fyrir líkamlega erfiðleika þá kenndi hann sér aldrei nokkurs meins. Einn dagur með afa er okkur sér- lega minnisstæður. Afi var þá einn heima með okkur og var komið að kaffitíma. Ætlaði afi þá að bjóða okk- ur upp á appelsín að drekka og dró fram flöskuna úr ísskápnum. Við krakkarnir vorum í hrókasamræðum við eldhúsborðið þegar afi spyr okkur hvort ekki þurfi að hrista þetta áður en flaskan sé opnuð. Hiklaust svör- uðum við spurningunni játandi og afi hóf þá að hrista flöskuna vel og lengi. Eftir duglegan hristing var tappinn tekinn af flöskunni og það skipti eng- um togum að innihaldið sprautaðist um allt eldhús og yfir okkur öll. Og var þá mikið hlegið og trúlega hló afi mest. Því það var aldrei langt í grínið og hláturinn hjá afa Venna. Oft urð- um við vitni að því þegar hann veltist um af hlátri yfir sögum gestanna sem bönkuðu upp á á Hörðuvöllum 4. Elsku afi, við þökkum þér fyrir all- ar góðu stundirnar sem við áttum saman. Þú varst ekki bara afi okkar heldur einnig okkar besti vinur og fé- lagi. Randver Kári og Íris Anna Randversbörn. Afi Venni var okkur afar kær. Við systkinin nutum þess sérstaklega, á yngri árum að koma til Íslands, koma á Hörðuvellina til afa þar sem hann tók fagnandi á móti okkur með sínu breiða og fallega brosi. Það var alltaf gott að vera nálægt honum. Þeir sem voru svo lánsamir að kynnast afa, glettni hans og léttu hjarta nutu sín í návist hans og brosblikið í augunum mun lifa í minningu okkar. Við eigum okkar bestu og skemmtilegustu minningar um afa þegar hann sinnti garðinum þeirra ömmu. Myndin í hugum okkar af honum, hallandi sér upp að grind- verkinu og veifandi til okkar þar sem við lékum okkur í næsta nágrenni, mun ávallt fylgja okkur. Við elskum þig afi, það er gott að vita að þú ert kominn á betri stað eft- ir erfið veikindi og við munum hittast þar síðar. Guð blessi þig, afi Venni. Ómar, Rakel og Róbert. Björgvin Anton Jónsson ✝ Elsku móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐBJÖRG VALDEMARSDÓTTIR, lést á dvalarheimilinu Hlíð, Akureyri, fimmtudaginn 20. mars. Jarðarförin auglýst síðar. Valdemar Valdemarsson, Helga Ingólfsdóttir og fjölskylda. ✝ Elskuleg móðir okkar, SIGRÍÐUR SIGURÐARDÓTTIR frá Merkigili, Skagafirði, Heiðarbrún 69, Hveragerði, lést föstudaginn 21. mars. Snorri Egilson, Þórunn Ragnarsdóttir, Elín Egilson, Guðmundur Torfason, Brynhildur Egilson. ✝ Ástkær sonur okkar, faðir, bróðir og unnusti, ÓLAFUR SÍMON AÐALSTEINSSON, Hátúni 6, Álftanesi, sem lést af slysförum föstudaginn 21. mars, verður jarðsunginn frá Bessastaðakirkju föstudaginn 28. mars kl. 15.00. Aðalsteinn Símonarson, Guðný Ólafsdóttir, Kári Freyr Ólafsson, Tryggvi Þór Aðalsteinsson, Pétur Ingi Aðalsteinsson, Heiða Sigrún Guðmundsdóttir. ✝ Systir mín, ERLA ÁGÚSTSDÓTTIR fv. flugfreyja, Grænuhlíð 12, lést á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ fimmtudaginn 20. mars. Útför hennar auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda, Jóhann Ágústsson. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, ÁSGEIR KRISTINSSON frá Höfða, Stórasvæði 4, Grenivík, lést á Landspítala við Fossvog fimmtudaginn 20. mars. Útförin verður auglýst síðar. Elísa Friðrika Ingólfsdóttir, Heimir Ásgeirsson, Ólöf Bryndís Hjartardóttir, Ingólfur Kristinn Ásgeirsson, Álfheiður Karlsdóttir, afa- og langafabörn. ✝ Elskuleg móðir mín, tengdamóðir og amma, LILJA VILMUNDARDÓTTIR, Aflagranda 40, Reykjavík, lést á Landspítala Landakoti að morgni þriðju- dagsins 25. mars. Útförin auglýst síðar. Einar Þór Jónsson, Vilborg Ólafsdóttir og barnabörn. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, HULDA KRISTINSDÓTTIR, Skarðshlíð 6d, Akureyri, andaðist miðvikudaginn 19. mars á Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Akureyri. Jarðsungið verður frá Akureyrarkirkju föstudaginn 4. apríl kl. 13.30. Kristinn Ásgeirsson, Þórunn Ingólfsdóttir, Aðalheiður Björk Ásgeirsdóttir, Jóhann Hauksson, Harpa Dögg Kristinsdóttir, Eiríkur Stefán Ásgeirsson, Elvar Örn Kristinsson, Tina Paic, Ásgeir Jóhannsson, Jóhann Ari Jóhannsson, Anna Sæunn Ólafsdóttir, Ásgeir Bjarni Eiríksson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.