Morgunblaðið - 26.03.2008, Side 31

Morgunblaðið - 26.03.2008, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. MARS 2008 31 Fundir/Mannfagnaðir Aðalfundur SEFL Samtök eldri félaga í Lífeyrissjóði verkfræðinga Aðalfundur SEFL árið 2008 verður haldinn í húsi VFÍ Engjateigi 9, miðvikudaginn 2. apríl kl. 16.20. Fundarefni: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Framtíð SEFL. Frummælandi Svavar Jóna- tansson. 3. Önnur mál. Stjórnin. Til leigu Atvinnuauglýsingar Til leigu Traust og gott fyrirtæki óskar eftir 40-80 fm skrifstofuhúsnæði miðsvæðis í Reykjavík. Langtímaleiga. Nánari upplýsingar í síma 895 9700 eða bjartur@visindi.is Tilkynningar BORGARTÚN 3 - 105 REYKJAVÍK - SÍMI 411 3000 - MYNDSENDIR 411 3090 Auglýsing um breytingar á deiliskipulagsáætlunum í Reykjavík Í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, með síðari breytingum, eru hér með auglýstar tillögur að breytingum á deiliskipulag- sáætlunum í Reykjavík. Rangársel 15 Tillaga að breytingu á deiliskipulagi fyrir Seljahverfi vegna lóðarinnar að Rangárseli 15. Tillagan gerir ráð fyrir að byggð verði 200 m² viðbygging við leikskólann Seljakot, lóð leik- skóla verði stækkuð um 845 m² og minnkar lóð Ölduselsskóla sem nemur um ca. 235 m² vegna stækkunar leikskólalóðar í norður. Bílastæðum fjöl- gar úr 15 í 28 og nýtingarhlutfall á lóð verður 0,16. Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna. Sóltún 2-4 Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Ármannsreits við Sóltún, vegna húsa við Sóltún 2-4. Tillagan gerir ráð fyrir m.a. að á lóðinni að Sóltúni 4 megi byggja sex hæða hús, í stað fjögurra hæða, fyrir hjúkrunartengda þjónustu auk einnar hæðar tengibyggingar við núverandi hjúkrunar- heimili. Lóðirnar Sóltún 2 og Sóltún 4 verða ein lóð og verður sameignleg bílastæðaþörf alls 174 bílastæði. Gert verður ráð fyrir bílakjallara undir núverandi stæðum við Sóltún 2 sem myndi rúma 78 bílastæði. Sameiginleg lóð stækkar um 310 m² vegna stækkunar byggingarreits. Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna. Tillögurnar liggja frammi í upplýsingaskála skipulags- og byggingarsviðs Reykjavíkurborgar að Borgartúni 3, 1. hæð, virka daga kl. 8:20 – 16:15, frá 26. mars 2007 til og með 7. maí 2008. Einnig má sjá tillög- urnar á heimasíðu sviðsins, www.skipbygg.is. Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér tillögurnar. Ábendingum og athuga- semdum við tillögurnar skal skila skriflega eða á netfangið skipulag@rvk.is, til skipulags- og bygg- ingarsviðs eigi síðar en 7. maí 2008. Vinsamlegast notið uppgefið netfang fyrir innsendar athuga- semdir með tölvupósti. Þeir sem eigi gera athugasemdir innan tilskilins frests, teljast samþykkja tillögurnar. Reykjavík, 26. mars 2008 Skipulagsstjóri Reykjavíkur Reykjavíkurborg Skipulags- og byggingarsvið Tollkvóti fyrir kartöflunasl frá Noregi. Með vísan til reglugerðar nr. 281/2008, sem birt var í B-deild Stjórnartíðinda hinn 19. mars 2008, er hér með auglýst eftir umsóknum um tollkvóta fyrir kartöflunasl í tollskrárnúmeri 2005.2003, sem upprunnið er í Noregi og er innflutt þaðan, sbr. bókun 4 við EES-samninginn: Vara Tímabil Vörumagn Verðtollur Magntollur Tollskrár kg % kr/kg númer: Kartöflur: 01.05.08-31.12.08 15.000 0 0 2005.2003 Nasl svo sem skífur, skrúfur, hringir, keilur, stangir o.þ.h., þó ekki úr kartöflumjöli. Berist umsóknir um meiri innflutning en nemur auglýstum tollkvóta verður úthlutun miðuð við hlutfall innflutnings hvers umsækjanda miðað við heildarinnflutning allra umsækjenda á kartöflunasli í tollskrárnúmeri 2005.2003 á tímabilinu 1. janúar 2007 til 31. desember 2007. Úthlutun er ekki framseljanleg. Skriflegar umsóknir skulu berast til fjármálaráðuneytisins, tekju- og lagaskrifstofu, Arnarhvoli, 150 Reykjavík, fyrir kl. 15:00 föstudaginn 18. apríl nk. Fjármálaráðuneytinu, 25. mars 2008. Félagslíf I.O.O.F. 9  18832681/2 MA* I.O.O.F. 7.  18832671/2  FL. I.O.O.F. 18  1883268  ll* Hörgshlíð 12. Boðun fagnaðarerindisins. Bænastund í kvöld kl. 20.00. Raðauglýsingar 569 1100 Fræðslufundur um gallamál Í samvinnu við Matsmannafélag Íslands mun Sigurður Helgi Guðjónsson hrl. formaður Húseigendafélagsins halda fyrirlestur um helstu gallamál sem Húseigendafélagið hefur haft til meðferðar. Hér er um mjög fróðlegt og áhugavert málefni að ræða, enda Sigurður þekktur fyrir að vera skeleggur og skemmtilegur ræðumaður. Fyrirlesturinn verður haldinn í dag, miðviku- dag, í Háteigi A, 4. hæð, Grand Hóteli, Sigtúni 38, og hefst kl. 18.00. Kaffiveitingar. Stjórn Matsmannafélags Íslands. Grunnskólinn Ljósaborg Kennarar óskast Okkur vantar öfluga og hressa kennara í góðan starfsmannahóp fyrir skólaárið 2008-2009.  Tvo umsjónarkennara á yngsta stig og miðstig.  Íþróttakennara.  List- og verkgreinakennara, s.s. dans, heimilisfræði, tónmennt, mynd-og textíl- mennt.. Hafið samband við Hilmar Björgvinsson skólastjóra í síma 482 2617 eða 863 0463, net- fang hilmar@ljosaborg.is Heimasíða: http://www.ljosaborg.is Umsóknarfrestur er til 31. mars. Góður vinur hefur lokið göngu sinni á þessari jörð. Við Elli Björn Elías Ingimarsson ✝ Björn ElíasIngimarsson fæddist í Hnífsdal 12. ágúst 1936. Hann lést á Fjórð- ungssjúkrahúsinu á Ísafirði 9. mars síð- astliðinn og var jarðsunginn frá Ísa- fjarðarkirkju 15. mars. kynntumst fyrst í Gagnfræðaskólanum á Ísafirði 1952 þar sem við vorum bekkjarbræður. Urð- um við strax góðir fé- lagar og vorum mikið saman. Eftir að skólagöngu lauk skildi leiðir. Ég flutti suður en hann hóf sitt lífsstarf í Hnífs- dal þar sem hann bjó alla sína tíð. Það mun hafa ver- ið 1980 sem skóla- systur okkar tóku upp á því að fermingarsystkini sem fermdust 1950 kæmu saman og rifjuðu upp gamla daga. Þessi siður varð svo fastur liður á fimm ára fresti og hefur haldist alla tíð síðan. Við Elli höfum mætt á allar samkomurnar. Árið 1988 hittum við hjónin Ella og Dódó fyrir til- viljun úti á Spáni og mynduðust þá góð kynni. Eftir það fórum við að fara saman í ferðir til út- landa og fórum við næstum því árlega eftir það. Seinna fórum við að fara saman innanlands með vagnana okkar og fórum víða. Elli naut þess að vera úti í náttúrunni og hann þekkti vel landið. Hann var vel lesinn og hafði góða frásagnargáfu. Það var gaman að heyra hann herma eftir ýmsum kynlegum kvistum og segja sögur af sérstökum mönnum og frá ýmsum atvikum í Hnífsdal. Hnífsdalur var hans óskastaður, og það var gott að koma á Bakka- veginn. Síðasta ferðin sem við fór- um saman var að Fjallfossi í fyrrasumar þar sem við dvöldum í blíðuveðri. Mig hafði alltaf langað til að dvelja við fossinn og þetta var yndislegur tími. Elli keyrði okkur á ýmsa fallega staði á suðurfjörð- unum og er okkur þetta ógleym- anlegt. Það var fastur liður hjá okkur að tala saman á laugardags- kvöldum, fá fréttir og láta vita af sér. Ef ekki heyrðist í þeim sem átti að hringja þá hringdi hinn í næstu viku til að vita hvort ekki væri allt í lagi. Mér brá því nokk- uð í vetur þegar ég heyrði ekki í honum í dálítinn tíma. Þá kom í ljós að hann var orðinn veikur og sýnt hvert stefndi. Við kveðjum nú þennan vin okkar með þakklæti fyrir samverustundirnar og vin- skapinn. Elsku Dódó, börn og aðrir vandamenn. Við Hanna vottum ykkur okkar innilegustu samúð á sorgarstundu og biðjum Guð að styrkja ykkur öll. Hanna Ósk og Jón Sigurðsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.