Morgunblaðið - 26.03.2008, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 26.03.2008, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. MARS 2008 33 árnað heilla ritstjorn@mbl.is Félagsstarf 40+ félagsstarf fyrir fólk með þroskahömlun | Félagsmiðstöðin er opin kl. 17-22, bingó. Aflagrandi 40 | Leikfimi kl. 8.30, vinnustofa kl. 9- 16.30, postulíns- málning kl. 9-12 og 13-16.30. Árskógar 4 | Bað kl. 8.15-16, handa- vinna, smíði/útskurður kl. 9-16.30, heilsugæsla kl. 10-11.30. Uppl. í síma 535-2700. Bólstaðarhlíð 43 | Hárgreiðsla, böð- un, almenn handavinna, glerlist, morgunkaffi/dagblöð, fótaaðgerð, hádegisverður, spiladagur, kaffi. Félag eldri borgara í Kópavogi | Skrifstofan Gullsmára 9 er opin kl. 10- 11.30. Sími 554-1226. Skrifstofan í Gjábakka er opin kl. 15-16. Sími 554- 3438. Félagsvist í Gjábakka kl. 13. Félag eldri borgara, Reykjavík | Göngu-Hrólfar ganga frá Ásgarði kl. 10. Síðdegisdans undir stjórn Matt- hildar og Jóns Freys kl. 14.30, kaffi- veitingar. Söngfélag FEB, æfing kl. 17. Félagsheimilið Gjábakki | Bossía kl. 9.30, glerlistarhópar kl. 9.30 og 13, handavinnustofan opin, leiðbeinandi til kl. 17, félagsvist kl. 13, söngfugl- arnir taka lagið við gítarundirleik Guðrúnar Lilju kl. 15.15, viðtalstími FEBK kl. 15-16, bobb kl. 16.30 og sam- kvæmisdans kl. 18-20 undir stjórn Sigvalda. Félagsheimilið Gullsmára 13 | Mynd- list kl. 9, ganga kl. 10, hádegisverður, postulínsmálun og kvennabrids kl. 13. Félagsstarf eldri borgara, Garðabæ | Vatnsleikfimi kl. 8, kvennaleikfimi kl. 9, 9.45, 10.30, brids og bútasaumur í Jónshúsi kl. 13. Félagsstarf Gerðubergs | Vinnustof- ur opnar kl. 9-16.30, dansæfing kl. 10. Frá hádegi: spilasalur opinn. Á morg- Opið hús kl. 15. Dr. Hólmfríður K. Gunnarsdóttir fjallar um Viktor Fran og „Leitina að tilgangi lífsins“. Kaffi- veitingar á Torginu. Vídalínskirkja Garðasókn | For- eldramorgunn kl. 10-12.30. Fræðsla mánaðarlega, kynnt. Kaffi á könnuni. skeiðið stendur til 1. maí og er öllum opið og þátttakendum að kostn- aðarlausu. Skráning í Bústaðakirkju í síma 553-8500. Starf eldri borgara er í kirkjunni kl. 13-16. Spilað, föndrað, handavinna og óvænt uppákoma. Hafið samband við kirkjuvörð í síma 553-8500 ef bílaþjónustu er óskað. Dómkirkjan | Bænastund kl. 12.10- 12.30. Léttur hádegisverður á kirkju- loftinu á eftir. Bænarefnum má koma á framfæri í síma 520-9700 eða með tölvupósti til domkirkjan@domkirkj- an.is. Fríkirkjan Kefas | Unglingasamkoma kl. 20. Prédikun, spjall, tónlist og samvera. Allir unglingar velkomnir. Grafarvogskirkja | Kyrrðarstund kl. 12-13. Fyrirbænir og altarisganga, léttur hádegisverður að lokinni stundinni. TTT fyrir 10-12 ára kl. 17-18 í Rimaskóla og Korpuskóla. Grensáskirkja | Samverustund aldr- aðra, matur og spjall kl. 12. Farið verður frá kirkjunni kl. 13.30 í föstu- guðsþjónustu í Breiðholtskirkju sem hefst kl. 14. Hallgrímskirkja | Árdegismessa kl. 8. Hugleiðing, altarisganga. Morg- unverður í safnaðarsal eftir messuna. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía | Bænastund kl.12-13, skrifstofan lokar á meðan, unglingafræðsla kl. 17.30, fjölskyldusamveran kl. 18, létt máltíð gegn vægu gjaldi, Biblíukennsla kl. 19, Royal Rangers skátastarf fyrir 5 ára og eldri. Kristniboðssalurinn | Samkoma kl. 20. Guðlaugur Gunnarsson segir frá stöðu fjármála Kristniboðs- sambandsins og ræðumaður er Ragnar Gunnarsson framkvæmda- stjóri. Kaffi á eftir. Neskirkja | Fyrirbænamessa kl. 12.15. Prestur sr. Sigurður Árni Þórðarson. Vesturgata 7 | Hárgreiðsla og fóta- aðgerðir kl. 9-12. Aðstoð v/böðun kl. 9.15-16, handavinna kl. 10-12, sund kl. 11.45, hádegisverður, verslunarferð í Bónus kl. 13-16, tréskurður kl. 14.30, kaffiveitingar. Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja kl. 8.30, morgunstund kl. 10, handa- vinnustofan opinn allan daginn, hár- greiðslu- og fótaaðgerðarstofan opin allan daginn, upplestur kl. 12.30, bók- band kl. 13, dans kl. 14. Uppl. í síma 411-9450. Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja kl. 8.30, morgunstund kl. 10, handa- vinnustofan opin allan daginn, versl- unarferð kl.12.30, upplestur kl. 12.30, bókband kl. 13, dans kl. 14 við undir- leik harmónikkuhljómsveitar, uppl. í síma 411 9430 Þórðarsveigur 3 | Handavinna kl. 9, salurinn opinn og ganga kl. 13, boccia kl. 14. Kaffiveitingar. Kirkjustarf Áskirkja | Hreyfing og bæn í neðra safnaðarheimili kl. 11. Bessastaðasókn | Foreldramorgunn er í Holtakoti kl. 10-12. Opið hús eldri borgara er í Litlakoti kl. 13-16, sr. Birg- ir Thomsen kemur í heimsókn og sýn- ir myndir frá Sólheimum í Grímsnesi. Bæna/kyrrðarstund í leikskólanum Holtakoti kl. 20-21. Breiðholtskirkja | Kyrrðarstund kl. 12. Tónlist, hugvekja, fyrirbænir. Létt- ur málsverður í safnaðarheimili eftir stundina. Starf eldri borgara kl. 13.30. Kirkjuprakkarar 7-9 ára kl. 16. TTT 10-12 ára kl. 17. Æskulýðsfélag KFUM&K og kirkjunnar kl. 20. Bústaðakirkja | Emmaus-námskeiðið um lífið og trúna hefst 27. mars kl. 19.30-21 og er ætlað öllum sem áhuga hafa á kristindómnum. Nám- un kl. 10.30 er helgistund, umsj. Ragnhildur Ásgeirsdóttir djákni í Fella og Hólakirkju. Alla föstud. kl. 10.30 er leikfimi o.fl. (frítt) í ÍR- heimilinu v/Skógarsel umsj. Júlíus Arnarsson íþróttakennari. Hraunbær 105 | Handavinna kl. 9 16.30, útskurður kl. 9–12, ganga kl. 10.15, hádegismatur, bridd kl. 13, kaffi. Hvassaleiti 56-58 | Opin vinnustofa kl. 9-16 hjá Sigrúnu, keramik, gler- málun o.fl. Jóga kl. 9-12, Sóley Erla. Samverustund kl. 10.30, lestur og spjall. Böðun fyrir hádegi, hádeg- isverður kl. 11.30. Hársnyrting. Hæðargarður 31 | Vorferðin á vit skálda til Akureyrar er 14.-16. maí. Dagakrá í Leikhúsinu Möðruvöllum 15. maí kl. 20. Gist á KEA. Hjördís Geirs og hljómsveit spilar á morgun 27. mars kl. 13.30 í tilefni 5 ára af- mælis Draumadísa og prinsa. Sími 568-3132. Íþróttafélagið Glóð | Kynning á Ringó í Snælandsskóla kl. 19-20. Pútt í Sporthúsinu í Dalsmára kl. 9.30. Ringó í Smáranum kl. 12, línudans í Húnabúð, Skeifunni 11, kl. 17. Uppl. í síma 564-1490. Korpúlfar Grafarvogi | Á morgun er pútt á Korpúlfsstöðum kl. 10 og Lista- smiðjan opin kl. 13-16 á Korpúlfs- stöðum. Kópavogsd. Rauða kross Íslands | Sjálfboðaliðar prjóna föt fyrir börn í neyð í sjálfboðamiðstöðinni Hamra- borg 11, kl. 16-18. Á staðnum verða prjónar, garn og fólk sem hittist reglulega. Kaffiveitingar. Langahlíð 3, félagsmiðstöð | Hjúkr- unarfræðingur frá heilsugæslunni kl. 10.30, leikfimi kl. 11, handverksstofa og námskeið í myndlist kl. 13, kaffi- veitingar. Norðurbrún 1 | Félagsvist kl. 14. 70ára afmæli. Í gær, 25.mars, varð sjötugur Jökull Arngeir Guðmundsson málmiðnaðarmaður með meiru. Hann er til heimilis að Skarðshlíð 13e á Akureyri. 60ára afmæli. Í gær, 25.mars, varð sextugur Leó E. Löve hæstaréttar- lögmaður, Kringlunni 35, Reykjavík. Leó er staddur á Kanaríeyjum yfir páskana en biður fyrir kveðjur til ættingja og vina um allt land. 70ára afmæli. BaldvinJóhannsson varð sjö- tugur 24. mars síðastaliðinn. Af því tilefni tekur hann á móti gestum í golfskála Keilis föstudaginn 28. mars frá kl 18. dagbók Í dag er miðvikudagur 26. mars, 86. dagur ársins 2008 Orð dagsins: Og orð hans býr ekki í yður, því að þér trúið ekki þeim, sem hann sendi. (Jóh. 5, 38.) Félag íslenskra fræða efnir tilrannsóknarkvölds á morgun,fimmtudag. Þar flytja erindiSteingrímur Þórðarson, Ragnhildur Richter og Sigríður Stef- ánsdóttir, íslenskukennarar við MH, um kennslubækurnar Íslenska eitt og Íslenska tvö sem þau eru höfundar að. “Bækurnar eru samdar með þarfir svokallaðrar heildstæðrar móðurmáls- kennslu í huga og taka því á öllum þátt- um móðurmálsins,“ segir Steingrímur en bækurnar komu út 2006 og 2007. „Bækurnar eru báðar byggðar upp á sex stórum þemaköflum hvor og falla að nýrri námsskrá í íslensku, svo þær geta hvor um sig dugað sem heildstæð kennslubók fyrir námskeiðin Íslenska 103 og 203 í áfangakerfi, en margir bekkjarskólar hafa notað bækurnar með öðru námsefni yfir lengri tíma, s.s. fyrstu tvö námsárin.“ Sem dæmi nefnir Steingrímur að fyrsti kafli Íslensku 1 kynni nemendur fyrir sjónarhornum í skáldskap, um- hverfi og formi, einnig er fjallað um ljóðalestur, rímnahætti og einkenni bundins máls: „Annar kafli bókarinnar fjallar um persónusköpun og byggingu, útdrætti og endursagnir og í sömu bók er farið í grunnatriði setningafræði, stafsetningu og ólíkar tegundir rit- smíða,“ segir hann. „Seinni bókin er m.a. með ítarlega umfjöllun um Snorra-Eddu, málsögu, og einnig er þar langur kafli er um ritgerðasmíð og heimildavinnu með sýnishornum.“ Bækurnar þeirra Steingríms, Ragn- hildar og Sigríðar hafa vakið mikla at- hygli og hlaut Íslenska eitt árið 2006 tilnefningu til Hagþenkisverðlaunanna, og hafa margir framhaldsskólar tekið að nota bækurnar við kennslu: „Efnis- tök bókanna þykja nýstárleg. Þá fylgir hverjum kafla ítarlegur verkefnahluti með þrennskonar verkefnum: ritunar- verkefnum, úrlausnarverkefnum og efnum til umhugsunar fyrir nemendur og kennara að ræða um í tíma,“ segir Steingrímur. „Nálgast má lausnir við öllum verkefnunum á vef Forlagsins sem hefur gagnast kennurum mjög við vinnu sína. Þá er í bókunum tekið sam- an atriðsorðaskrá sem auðveldar nem- endunum að fletta upp hugtökum og skýringum eins og þörf er á.“ Fyrirlesturinn hefst kl. 20 í húsi Sögufélagsins, Fischersundi 3. Menntun | Fyrirlestur á morgun í Fischersundi 3 um nýjar kennslubækur Nýstárleg efnistök í íslensku  Steingrímur Þórðarson fæddist í Reykjavík 1951. Hann lauk B.A.- prófi í íslensku og sögu frá HÍ 1979 og M.Sc.-gráðu í kennslufræðum frá Edinborgarhá- skóla 2001. Stein- grímur hefur starfað við Mennta- skólann við Hamrahlíð frá 1979 sem kennari, áfangastjóri og konrektor. Eiginkona Steingríms er Þorgerður Jónsdóttir kennari og eiga þau sam- anlagt þrjú börn og fjögur barnabörn. Kvikmyndir Kaffi Hljómalind, lífrænt kaffihús | And- spyrnubíó - The Weather Underground kl. 20, frítt inn. Bandarísku róttæklingarnir í The Weathermen færðu Víetnamstríðið heim og sprengdu upp opinberar bygg- ingar ríkisstjórnarinnar. Meðlimir fóru huldu höfði en gáfu sig seinna fram og út- skýra í myndinni upphaf og endi hreyfing- arinnar. Fyrirlestrar og fundir Krabbameinsfélagið | Stuðningshópur kvenna sem fengið hafa krabbamein í eggjastokka heldur rabbfund í húsi Krabbameinsfélagsins í Skógarhlíð 8, kl. 17. Kaffiveitingar. Konur sem fengið hafa krabbamein í eggjastokka eru hvattar til að mæta. Náttúrufræðistofnun Íslands | Dr. Tómas G. Gunnarsson vistfræðingur og for- stöðumaður Háskólaseturs Snæfellsness flytur erindi á Hrafnaþingi í sal Möguleiks- hússins við Hlemm, kl. 12.15-13. Nánar um erindi Tómasar er á http://www.ni.is/ midlun-og-thjonusta/hrafnathing/ greinar//nr/745 Samtök náttúrustofa SNS | Fræðsluerindi um atferli sauðfjár verður á morgun, 27. mars kl. kl. 12.15 og verður varpað um fjar- fundarbúnað vítt og breitt um landið. Nán- ar um hvar hægt er að fylgjast með fyrirl. á www.nsv.is. Hafdís Sturlaugsdóttir land- nýtingarfræðingur á Náttúrustofu Vest- fjarða, heldur erindi sem hún nefnir: „Man sauður hvar gekk lamb“ og með hverjum? Atferlisrannsókn á sauðfé á ströndum. Fréttir og tilkynningar Blóðbankinn | Blóðbankabíllinn verður við Rauða kross húsið í Grindavík kl. 10-17. GEORGE W. Bush kann vel við páskakanínuna svonefndu eins og sjá má á þessari mynd sem tekin var í fyrradag við Hvíta húsið. Þar fór fram árlegt eggjakapphlaup sem löng hefð er fyrir við forseta- bústaðinn, það fyrsta haldið 1878. Börn kepptust þá við að rúlla eggjum eftir lóðinni í fyrradag og notuðu til þess stórar skeiðar. Fleira var gert fólki til skemmt- unar, tónlist leikin og and- lit barna máluð, svo eitt- hvað sé nefnt. Góðir vinir Reuters FRÉTTIR Bakkatjörn en ekki Seltjörn Í Velvakanda 20. mars síðastliðinn var Bakkatjörn rangnefnd Seltjörn. Morgunblaðið biðst velvirðingar á mistökunum. Rangur dómstóll Dómur í grúsardeilu sem fjallað var um í Morgunblaðinu 19. mars sl. var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykja- víkur en ekki Héraðsdómi Suður- lands eins og ranglega kom fram. Morgunblaðið biðst velvirðingar á mistökunum. Beinafundur Í frétt Morgunblaðsins í gær af bein- fundi í Kjósarhreppi misritaðist að Páll Ingólfsson væri bóndi á bænum Eyjum 2. Hið rétta er að Páll býr á Eyjum 1. Eru hlutaðeigandi beðnir afsökunar á þessum ruglingi. LEIÐRÉTT GUNNAR E. Finnbogason dósent við Kennaraháskóla Íslands leitast við að svara spurningunni um hversu barnvænn íslenski skólinn og ís- lenskt samfélag sé, í fyrirlestri sem fer fram í dag, 26. mars, kl. 16, í Bratta, fyrirlestrarsal í Hamri. Í fyrri hluta kynningarinnar verð- ur rætt um nokkur af helstu ákvæð- um Barnasáttmála Sameinuðu þjóð- anna og vakin athygli á þeim grundvallarviðhorfum og sjónarmið- um hans sem helst tengjast veru- leika skólans og kennarans. Í seinni hluta kynningarinnar verður gengið út frá þeirri staðreynd að hornsteinn Barnasáttmálans er barnmiðun; þ.e. að allir þeir sem koma að uppeldi og menntun barna hafi ávallt réttindi þeirra og velferð að leiðarljósi og leggi sig fram um að sjá aðstæður barna frá sjónarhorni þeirra. Í anda Barnasáttmálans? Einnig verður leitað svara við spurningunni hvort eða í hve miklum mæli íslenskt skólasamfélag og fé- lagsleg umgjörð þess sé svo að kenn- arar geti starfað í þeim anda sem Barnasáttmálinn gengur út frá. Hversu barnvænn er skólinn? ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.