Morgunblaðið - 26.03.2008, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. MARS 2008 35
Krossgáta
Lárétt | 1 skjót, 4 skarp-
skyggn, 7 öldugangurinn,
8 hefur í hyggju, 9
skyggni, 11 móðgað, 13
kvenkynfrumu, 14 fuglar,
15 vegarspotta, 17 lofa,
20 veitingastaður, 22
gjólan, 23 munnum, 24
stirðleiki, 25 kiðlingarnir.
Lóðrétt | 1 kjána, 2 nauð-
ar á, 3 fjallstopp, 4 sjór, 5
sterk, 6 greppatrýni, 10
logi, 12 álít, 13 bókstafur,
15 tottar, 16 afdrif, 18
döpur, 19 sáran, 20 neyð-
ir, 21 rykkur.
Lausn síðustu krossgátu
Lárétt: 1 snurpinót, 8 fínum, 9 kræfa, 10 una, 11 risum, 13
reipi, 15 skerf, 18 skötu, 21 lem, 22 pilta, 23 Iðunn, 24
snöktandi.
Lóðrétt: 2 nánös, 3 rómum, 4 iðkar, 5 ólæti, 6 æfur, 7 tapi,
12 urr, 14 eik, 15 sopi, 16 ellin, 17 flakk, 18 smita, 19 öf-
und, 20 unna.
1
7
11
15
22
24
12
14
3
9
20
10
4
8
21
23
25
13
17
5
18
6
19
2
16
(21. mars - 19. apríl)
Hrútur Þú hittir nýtt fólk. Ef þér fellur
ekki strax vel við einhvern, snúðu þér þá
að næstu manneskju. Þú þarft ekki fimm
nýja kunningja. Þú þarfnast gullins vinar.
(20. apríl - 20. maí)
Naut Bjarta skapið sem stjörnurnar færa
þér hjálpa til við að koma auga á feg-
urðina í kringum þig. Í kvöld er eitt ynd-
islegasta kvöld lífs þíns, eins og öll kvöld í
faðmi ástvina.
(21. maí - 20. júní)
Tvíburar Það þarf að leggja sig fram til að
öðlast mikilleika. Verkefnið þitt lagast til
muna þegar þú og aðrir eyðið tíma í það.
Ekki skila því fyrr en það er alveg tilbúið.
(21. júní - 22. júlí)
Krabbi Þú spyrð spurninga. Þannig gerir
þú þig ómissandi fyrir yfirmanninn. Það
er bráðnauðsynlegt að læra hvar og
hvernig peningarnir verða til í þínum
geira.
(23. júlí - 22. ágúst)
Ljón Þér verður boðið víða. Þegar einhver
segir: „Þetta væri ekki eins án þín,“ mein-
ar hann það. Vertu þar sem fólk kann að
meta einstakt framlag þitt til samkund-
unnar.
(23. ágúst - 22. sept.)
Meyja Þú ert heppinn, svo lengi sem þú
þekkir heppni þegar hún skýtur upp koll-
inum. Þegar tækifærin birtast svo í mat,
er eins gott að vera gjafmildur og kurteis.
(23. sept. - 22. okt.)
Vog Ef þú færð það sem þú vilt – frábært.
Ef ekki – þá það. Það skiptir ekki svo
miklu, er það nokkuð? Jú, í dag neitarðu
að sætta þig við að fá minna en þú vilt.
(23. okt. - 21. nóv.)
Sporðdreki Þú virðist uppfullur af sjálf-
um þér. Allt í lagi. En varaðu þig á að van-
virða þá hjálp sem þér er boðin.
(22. nóv. - 21. des.)
Bogmaður Þú ert tilbúinn til að tengja,
svo gerðu það rækilega. Það er eins og
einhver viti hvernig þér líður, sjái inn í
hjarta þitt og segi allt sem þú veist ekki
hvernig á að segja.
(22. des. - 19. janúar)
Steingeit Þú ert ákveðinn í að fresta
skemmtuninni og gera skyldu þína, jafn-
vel þótt það sé leiðinlegt. Þannig getur þú
þjálfað sjálfið til að hlýða skipunum hins
æðra sjálfs.
(20. jan. - 18. febr.)
Vatnsberi Þú ert góður í að deila athygl-
inni í samböndum. Þú gefur nóg til að láta
fólk vita að þú hafir áhuga á því og ert
nógu mikið til baka svo það þurfi að bera
sig eftir þér.
(19. feb. - 20. mars)
Fiskar Sterkar og heiðarlegar yfirlýs-
ingar þínar munu öðlast traust og virð-
ingu annarra. Reyndu því ekki að vera
dularfullur núna. Opnaðu frekar hjarta
þitt.
stjörnuspá
Holiday Mathis
Staðan kom upp á opna Reykjavík-
urmótinu sem lauk fyrir skömmu.
Ítalska undrabarnið og stórmeistarinn
Fabiano Caruano (2598) hafði hvítt
gegn alþjóðlega meistaranum Ketevan
Arakhamia Grant (2457) frá Skot-
landi. 47. De7! drottningin er friðhelg
vegna mátsins á g8. Í framhaldinu tap-
ar svartur manni: 47…Dd8 48. Dxd7
Dxd7 49. Bxd7 Hd8 50. Be6 Bxf4 51.
Hf1 e3 52. Hf3 h6 53. Rxe3 og svartur
gafst upp.
SKÁK
Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is
Hvítur á leik.
Umfeðmingsbragð.
Norður
♠G7
♥107
♦KDG872
♣Á94
Vestur Austur
♠D8 ♠542
♥K852 ♥ÁG63
♦953 ♦1064
♣D765 ♣K108
Suður
♠ÁK10963
♥D94
♦Á
♣G32
Suður spilar 4♠.
Hjördís Eyþórsdóttir og Valerie
Westheimar voru að æfa sig á Bridge-
base–vefnum fyrir skömmu. Þær voru í
AV, í vörn gegn 4♠. Norður vakti á 1♦,
suður sagði 1♠ og norður 2♦. Suður
krafði nú í geim með 3♣, fékk enn eina
tígulsögnina frá makker sínum og lauk
þá sögnum með 4♠. Valerie kom út í
ómeldaða litnum (hjarta) og Hjördís
tók fyrsta slaginn á ♥Á.
Samningurinn er augljóslega veikur,
en vinnst þó ef vörnin spilar ekki laufi
hið fyrsta. Hjördís gerði sér grein fyrir
því og skipti yfir í lauftíu í öðrum slag.
Þannig vafði hún gosanum um fingur
sér og byggði upp gaffal yfir blindum.
Sagnhafi lét gosann heima og drap
drottninguna með ás. Spilaði svo
hjarta. Valerie átti þann slag og sendi
lauf í gegnum ♣94, þar sem Hjördís lá
á eftir með ♣K8.
BRIDS
Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is
1 Síðustu forvöð eru að skoða Náttúrugripasafnið semsenn verður lokað. Hver er forstöðumaður Náttúru-
fræðistofnunar?
2 Leikhúsið 540 Gólf hyggur í leikferð til Bretlandsmeð íslenskt forvarnarleikrit. Hvað heitir það?
3 Bogi Örn Emilsson, framkvæmdastjóri Skjals ehf.hefur tekið sæti í evrópskum samtökum. Á hvaða
sviði?
4 Kunnur leikstjóri leikstýrir eigimanni, dóttur og bróð-ur í leikritinu Engisprettunum sem Þjóðleikhúsið er
að fara að frumsýna. Hver er hún?
Svör við spurningum
gærdagsins:
1. Umboðsmaður barna segist
fylgjast með máli stúlku sem slas-
aði kennara í Mýrarhúsaskóla og
móðir hennar halut dóm fyrir. Hver
er umboðsmaður barna? Svar: Mar-
grét María Sigurðardóttir. 2.
Listaháskólinn hefur opnað náms-
braut í kirkjutónlist með samningi
við Tónskóla þjóðkirkjunnar. Hver er
skólastjóri tónskólans? Svar: Björn
Steinar Sólbergsson. 3. Þorbjörn Jónsson tók þátt í Evrópumeist-
aramóti og varð í 55. sæti af 59 keppendum. Í hvaða grein? Svar:
Skvassi. 4. Kveðjuhátíð var á Gauki á Stöng fyrir páskana og til
stendur að opna staðinn aftur en undir nýju nafni. Hvað á hann að
heita? Svar: Tunglið.
Spurter… ritstjorn@mbl.is
dagbók|dægradvöl
Sudoku
Miðstig
Lausnir síðustu Sudoku
Lausn, ábendingar og tölvuforrit á www.sudoku.com
Frumstig Miðstig Efstastig
Frumstig
© Puzzles by Pappocom
Þrautin felst í því að fylla út í reitina
þannig að í hverjum 3x3-reit birtist
tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig
að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt
birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má
tvítaka neina tölu í röðinni.
Efstastig
FRÉTTIR
NÝLEGA úthlutaði Kvískerja-
sjóður styrkjum ársins 2008.
Hlutverk Kvískerjasjóðs er að
stuðla að og styrkja rannsóknir á
náttúrufari og menningu í Aust-
ur-Skaftafellssýslu. Á heimasíðu
Kvískerjasjóðs mun í framtíðinni,
eftir því sem mögulegt er og í
samráði við styrkþega, verða
hægt að nálgast upplýsingar um
niðurstöður verkefna, segir í
fréttatilkynningu.
Að þessu sinni er úthlutað til 6
verkefna og er þar í þremur til-
fellum um að ræða framhalds-
styrk. Tíu umsóknir bárust og
var samanlögð upphæð umsókna
á sjöundu milljón króna.Verk-
efnin sem hlutu stuðning nú eru:
Samspil náttúruverndar og
ferðamennsku í Vatnajök-
ulsþjóðgarði. Arnþór Gunnarsson,
sagnfræðingur og mastersnemi
hlýtur styrk að upphæð 500 þús-
und krónur til þess verkefnis.
Framvinda eldgoss í Öræfajökli
1362. Hér er um að ræða fram-
haldsstyrk öðru sinni til dr. Ár-
manns Höskuldssonar við Jarðvís-
indastofnun Háskóla Íslands að
upphæð 400 þúsund. Markmiðið
er að rekja hvernig eldgosið 1362
gekk fyrir sig. Meginmarkmið
rannsóknarinnar er að gera al-
hliða úttekt á þessu stærsta
sprengigosi Íslandssögunnar og
athuga hvernig gosefnin dreifð-
ust á landi.
Steingerðar gróðurleifar úr ís-
aldarlögum Svínafells. Friðgeir
Grímsson, steingervingafræð-
ingur hlýtur styrk að upphæð 600
þúsund krónur. Verkefnið felur í
sér ítarlega rannsókn á stein-
gerðum gróðurleifum úr ísald-
arlögum Svínafells í Öræfum.
Áætlað er að lýsa og greina
plöntusteingervinga, bæði stór-
gervinga (laufblöð, aldin, fræ) og
smágervinga (frjó og gró), bera
þá saman við núlifandi og út-
dauðar plöntutegundir á norð-
urhveli jarðar og fá þannig vitn-
eskju um uppruna tegunda,
útbreiðsluhætti þeirra, svo og
þróun gróðurfars og loftslags-
breytinga sem urðu á Íslandi þeg-
ar setlögin í Svínafelli mynd-
uðust. Rannsóknin í Svínafelli er
hluti af stærra verkefni sem unn-
ið er að á landsvísu.
Kláfur yfir Breiðá
Kláfur á Breiðá. Gísli S. Jóns-
son og Gunnar Sigurjónsson,
bændur í Öræfum hljóta styrk að
upphæð 440 þúsund til að koma
upp kláf yfir Breiðá á Breiða-
merkursandi. Kláf þann er Helgi
Björnsson smíðaði árið 1973 tók
af í vatnavöxtum haustið 2002 en
hann auðveldaði mjög þeim
bræðrum á Kvískerjum að kom-
ast yfir í Breiðamerkurfjall þar
sem þeir hafa stundað nátt-
úrurannsóknir og jöklamælingar
um langt árabil og gera enn.
Tengsl loftslags- og jöklabreyt-
inga suðaustan í Vatnajökli. Hér
er um að ræða framhaldsstyrk til
Hrafnhildar Hannesdóttur, jarð-
fræðings og doktorsnema og hlýt-
ur hún styrk að upphæð 500 þús-
und. Rannsóknirnar eru liður í að
auka þekkingu á jöklasögu svæð-
isins og upplýsingar sem aflað
verður munu m.a. nýtast vel við
skipulag landnýtingar á svæðinu
sem og fræðslutengdrar starf-
semi innan Vatnajökulsþjóðgarðs.
Landnám smádýra í jök-
ulskerjum. María Ingimarsdóttir
líffræðingur og doktorsnemi hlýt-
ur framhaldsstyrk að upphæð 550
þúsund. Helstu markmið rann-
sóknarinnar eru að ákvarða þær
breytingar sem verða á tegunda-
samsetningu, þéttleika og fjöl-
breytni smádýra í og á jarðvegi
við framvindu á landi sem kemur
undan jökli og við hlýnandi veð-
urfar. Doktorsverkefnið er þáttur
í stærri rannsókn á jökulskerjum
og áhrifum hlýnandi loftslags.
Eldgos, gróðurleifar og kláfur á Breiðá
Úthlutað úr
Kvískerjasjóði