Morgunblaðið - 26.03.2008, Page 38

Morgunblaðið - 26.03.2008, Page 38
38 MIÐVIKUDAGUR 26. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ * Gildir á allar sýningar merktar með rauðu 450 KRÓNUR Í BÍÓ* Þú færð 5 % endurgreitt í Borgarbíó Sími 551 9000 Þú færð 5 % e n d u r g r e i t t í Regnboganum Semi-Pro kl. 3:45 - 8 - 10:10 B.i. 12 ára Be kind rewind kl. 10 27 dresses kl. 5:40 Þú færð 5 % endurgreitt í Smárabíó TILNEFND TIL 2 ÓSKARSVERÐLAUNA M.A. FYRIR BESTA AUKALEIKARA eeee „Into the Wild telst til einna sterkustu mynda það sem af er árinu.“ -L.I.B., TOPP5.IS eeeee „Gullfalleg, ljúfsár og heillandi.“ -B.B., 24 Stundir eeee „Into the Wild skilur við áhorfandann snortinn af andstæðum, fegurðinni og vægðarleysinu sem hún lýsir svo skýrt og fallega.“ -S.V., Mbl Sími 564 0000 eeeee „Bráðsnjöll gamanmynd, þar sem aðalleikararnir Mos Def og Jack Black leika á alls oddi“ -H.J., Mbl eee -24 Stundir Frá framleiðendum The Devils Wears Prada eee - S.V. MBL Frábær grínmynd - V.J.V. Topp5.is/FBL eee Í BRUGGE SÝND Í SMÁRABÍÓI OG REGNBOGANUMSÝND Í SMÁRABÍÓI OG REGNBOGANUM SÝND Í SMÁRABÍÓI SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI l ATH: Á UNDAN MYNDINNI VERÐUR FRUMSÝNT FRÁBÆRT MYNDSKEIÐ (TRAILER) ÚR ICE AGE 3! SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI Sími 462 3500 - Kauptu bíómiðann á netinu - Þú færð 5% endurgreitt í Borgarbíói, Smárabíói og Regnboganum og Háskólabíói ef þú borgar bíómiðann með Kreditkorti tengdu Aukakrónum! SÝND Í SMÁRABÍÓI, REGNBOGANUM, HÁSKÓLABÍÓI OG BORGARBÍÓI - S.V., MBL eeee - ÓHT, Rás 2 eee eeee - E.E, D.V. - L.I.B. Topp5.is/FBL eeee - Empire eeee - D.Ö.J. Kvikmyndir.com eeee SÝND Í REGNBOGANUM In Bruges kl. 5:45 - 8 - 10:10 B.i. 16 ára Horton m/ensku tali kl. 6 - 8 - 10 The Orphanage kl. 6 - 8 - 10 B.i. 16 ára Be kind rewind kl. 10:30 27 dresses kl. 5:30 - 8 1 „Allt smellur saman og gengur upp” - A.S., MBL eeee „Fín Fjölskyldumynd” - 24 Stundir eee SÝND Í REGNBOGANUM Spiderwick Chronicles kl. 6 - 8 B.i. 7 ára Horton m/ísl. tali kl. 6 Heiðin kl. 8 - 10 B.i. 7 ára Semi-Pro kl. 10 B.i. 12 ára SÝND Í SMÁRABÍÓI OG BORGARBÍÓI Shutter kl. 8 - 10 B.i. 16 ára Shutter kl. 4 - 6 - 8 - 10 LÚXUS Spiderwick Chron.. kl. 3:30 - 5:45 - 8 - 10:15 B.i. 7 ára Horton enskt tal kl. 4 - 6 - 8 Horton m/ísl. tali kl. 4 - 6 TÓNLIST Hilton Reykjavík Nordica, miðvikudagskvöldið 19. mars. Yardbirds ofl. á Blúshátíð í Reykjavík bbbmn Blúshátíð í Reykjavík, Hilton Reykjavík Nordica, 19. mars 2008. Nordic All Stars Blues Band Bláir Skuggar The Yardbirds NOTALEG stemning var inni á Hil- ton hótelinu, síðastliðið miðvikudags- kvöld. Salurinn er kjörinn til tónleika- halds og var vel til fundið hjá for- sprökkum Blúshátíðar að nýta hann til þess. Fyrst á svið þetta kvöld var hið norræna samkrull, Nordic All Stars Blues Band. Þar var KK mætt- ur ásamt löndum sínum, Björgvini Gíslasyni og Pétur Östlund, en með þeim léku hinir norsku Jolly Jumper og Big Mo, ásamt sænska bassaleik- aranum Krister Palais. Stjörnuliðið flutti ein sex lög og leiftraði af spila- gleði. Sérstaklega var gaman að sjá til Björgvins Gíslasonar sem fór á hamförum og gaf mikið af sér til með- spilara sinna sem áhorfenda. KK var og stórgóður með sína frá- bæru rödd og leiðandi hryn sem Östl- und virtist á stundum vera tregur til að elta. Norðmennirnir í sveitinni voru öllu síðri. Þannig var munn- hörpuleikarinn Jolly Jumper fremur yfirdrifinn og lék meira af kappi en næmi. Söngur hans var og lífvana, rétt eins og raul landa hans, Big Mo, sem annars lék þokkalega á gítar. Lagavalið var skothelt og kom ekkert á óvart. Hressilegir rytmablúsar voru í öndvegi og viðeigandi var að heyra „Dust My Blues“, sem Yardbirds hljóðritaði á sínum tíma en var upp- haflega samið af Robert Johnson undir nafninu „I Believe I‘ll Dust My Broom“. Eftir að KK og félagar höfðu hitað áhorfendur vel upp með bráð- skemmtilegu samspili steig öllu hóf- stilltari flokkur á svið. Östlund var að vísu áfram við settið en nú í tónlist- arlegu umhverfi þar sem hann er tví- mælalaust á heimavelli. Honum til samspils voru mættir þeir Sigurður Flosason, Jón Páll Bjarnason og Þór- ir Baldursson. Saman mynda þessir heiðursmenn kvartettinn Bláa skugga og töldu þeir í sex ópusa Sig- urðar af nýútkominni plötu flokksins, Blátt ljós. Tónsmíðar Sigurðar eru smekklegar og lagrænar, svo mjög að maður fær á tilfinninguna að um gömul lög sé að ræða. Þannig þótti mér „Þegar flaskan er tóm“ minna um margt á „Autumn Leaves.“ Sigurður gat þess reyndar í kynn- ingum að tónlistin væri óður til „gamla djassins“ og því komu kunn- uglegar tilvitnanir í gamla slagara ekki á óvart. Smíðarnar minntu einatt á djasstónlist frá sjötta og sjöunda áratug síðustu aldar og komu meist- arar á borð við þá Wes Montgomery og Jimmy Smith títt upp í hugann. Þá var harðbop að hætti Art Blakey & the Jazz Messengers í hávegum haft, enda tileinkaði Sigurður lagið „Skila- boð“ þeirri ágætu sveit. „Aldrei aft- ur“ er þó lag sem minnti undirritaðan jafnvel enn meira á Blakey. Fegursta smíðin sem Skuggarnir fluttu var annars hin sálarskotna „Aftur heima“. Alveg hreint gullfalleg ball- aða sem Sigurður blés undurblítt og vel. Leikur Skugganna bláu var hnökralaus og á köflum framúrskar- andi, þar sem meistari Þórir Bald- ursson átti hreint stórkostlega ein- leikskafla. Bandið sem beðið var eftir Eftir um tveggja klukkustunda „upphitunardagskrá“ var komið að hljómsveit þeirri sem flestir höfðu beðið eftir, The Yardbirds. Þessi goð- sagnakennda hljómsveit fóstraði á sínum tíma nokkra af þekktustu gít- arleikurum rokksögunnar, þá Eric Clapton, Jeff Beck og Jimmy Page. Árið 1968 varð Led Zeppelin svo til úr rústum Yardbirds og kallaðist raunar í fyrstu The New Yardbirds. Hart- nær hálf öld er liðin síðan Yardbirds kom fyrst fram á sjónarsviðið og saga sveitarinnar er um margt merkileg. Gaman var að fylgjast með áhorf- endum í salnum, sem virtust almennt ekki búnir undir þá athyglisverðu upprifjun á sögunni sem sveitin bauð upp á. Við hæfi var að Yardbirds skyldi hefja leik á laginu „The Train Kept a Rolling“, sem jafnframt er fyrsta lagið sem áðurnefnd Led Zep- pelin taldi í, forðum daga. Í kjölfarið lék sveitin ýmis lög af löngum ferli og var gaman að heyra gömlu smellina „Shapes of Things“, „For Your Love“ og hið frábæra „Heart Full of Soul“. Lítið bar á eiginlegum trega, þótt blússkotnir rokkslagarar væru annað veifið leiknir, en þess í stað mátti á köflum heyra hinar undarlegustu lagasmíðar sem sennilega voru flest- ar frá sýrurokkstímanum. Undirrituðum leið raunar á köflum eins og hann væri staddur á tónleik- um hjá hinni paródísku hljómsveit, Spinal Tap. Bassaleikari og söngvari Yardbirds, John Idan, var og sem klipptur út úr bíómynd frá þessum tíma, í senn spaugilegur og svalur sýnum. Idan þessi er annars ekki einn upprunalegra meðlima Yard- birds en fór þetta kvöld fyrir sínum mönnum með ljómandi góðum söng og harla þéttum bassaleik. Ég veit raunar ekki hvernig færi fyrir Yar- dbirds án þessa forsprakka því stofn- meðlimirnir, þeir Jim McCarthy á trommur og Chris Dreja á rytm- agítar, voru því miður ekkert sér- staklega sannfærandi á hljóðfæri sín og hinn ungi sólógítarleikari, Ben King, virtist ánægðari með sig en efni stóðu til, þótt fingralipur sé. Aldurinn á sjálfsagt eftir að kenna honum að minna er oftast meira. Enginn stóð sig þó beinlínis illa og átti munn- hörpuleikarinn reyndi, Alan Glen, til að mynda mjög góða spretti. Þá höfðu þeir McCartney og Drej greinilega engu gleymt í smekklegum rödd- unum. Áhorfendur virtust flestir skemmta sér ágætlega yfir Yar- dbirds, þótt margir hafi eðlilega orðið undrandi þegar hin meinta blússveit tók til við hin ýmsu stílbrigði, sem sum hver hafa elst fremur illa. Undir lok tónleikanna kættust menn þó svo um munaði er Yardbirds taldi í Zeppelin-slagarann „Dazed and Confused“. Undirrituðum þótti þó heldur lítið til flutningsins koma, en vel má vera að ósanngjarnt sé að miða hann við fyrri útgáfur. Þó má víst telja að Yardbirds hafi fyrst leik- ið lagið áður en Zeppelin kom til sög- unnar. Þetta blúskvöld á Hilton var þegar á allt var litið með ágætum, þótt lítið hafi raunar farið fyrir eig- inlegum trega. Rokk og djass voru allt eins áberandi, sem í sjálfu sér er allt í lagi. Hljómburður er góður í salnum og gerði ágæt hljóðblöndunin tæplega fjögurra klukkustunda tón- leika alveg bærilega. Tregir til trega Orri Harðarson Ljósmynd/Lúðvík Valsson Yardbirds Alan Glen reyndur á munnhörpu, Ben King fingralipur á gítar. Fréttir í tölvupósti

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.