Morgunblaðið - 26.03.2008, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 26.03.2008, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. MARS 2008 41 - S.V., MBL eee - 24 STUNDIR eee SÝND Í KRINGLUNNI OG SELFOSSI VIPSALURINNER BARA LÚXUS ER STAÐSETTUR Í SAMBÍÓUNUM ÁLFABAKKA VIPSALURINNER BARA LÚXUS ER STAÐSETTUR Í SAMBÍÓUNUM ÁLFABAKKA SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLU, AKUREYRI OG KEFLAVÍK SÝND Í ÁLFABAKKA OG SELFOSSI SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI SÝND Í ÁLFABAKKA SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI FRÁBÆR FJÖLSKYLDUMYND FRÁ WALT DISNEY. UNDRAHUNDURINN ER BESTI VINUR MANNSINS SÝND Í ÁLFABAKKA SÝND Í ÁLFABAKKA SÝND Í ÁLFABAKKA SÝND Í KEFLAVÍK / AKUREYRI LARS AND THE REAL GIRL kl. 8 B.i. 12 ára SHUTTER kl. 10 B.i. 12 ára 10,000 BC kl. 8 - 10 B.i. 12 ára 10,000 BC kl. 8 - 10:20 B.i. 12 ára THE KITE RUNNER kl. 8 B.i. 12 ára DARK FLOORS kl. 10:20 B.i. 14 ára / KEFLAVÍK SEMI-PRO kl. 8 - 10:10 B.i. 7 ára THE BUCKET LIST kl. 8 B.i. 7 ára JUNO kl. 10:10 B.i. 16 ára / SELFOSSI SÝND Á SELFOSSI Frábær grínmynd eeee - S.U.S. X-ið 97.7 eeee - V.J.V. Topp5.is/FBL eeeee Rás 2 eeee - 24 Stundir „Allt smellur saman og gengur upp” - A.S., MBL eeee „Fín Fjölskyldumynd” - 24 Stundir eee l ATH: Á UNDAN MYNDINNI VERÐUR FRUMSÝNT FRÁBÆRT MYNDSKEIÐ (TRAILER) ÚR ICE AGE 3! SÝND Í ÁLFABAKKA Milljónaútdráttur Þar sem eingöngu er dregið úr seldum miðum þarf miðaeigandi bæði að hafa rétt númer og bókstaf til að hljóta vinning í þessum útdrætti. Birt með fyrirvara um prentvillur. 3. flokkur, 25. mars 2008 Kr. 1.000.000,- 2578 B 2776 B 4209 B 5788 B 11841 H 13488 B 16913 B 17436 H 18531 G 21654 F 22284 F 24861 H 25965 E 27438 B 31166 H 31291 G 31608 F 32417 G 34264 B 35049 E 36915 G 36919 B 37292 H 40370 E 40523 G 41212 G 43841 H 44101 G 52090 E 57248 H VINNINGSHAFAR! TIL HAMINGJU Er þetta ekki dæmigert ís-lenskt morð’ … Subbulegt,tilgangslaust og framið án þess að gerð sé tilraun til að leyna því …“ (Úr Mýrinni eftir Arnald Indriðason). Sakamálaþættir eru að pikk- festast í sessi sem íslenskt afþrey- ingarefni í sjónvarpi, það eru góðar fréttir, ekki veitir af fjölbreytninni og við viljum sjá sem mest af inn- lendu efni. Skemmst er að minnast Pressunnar, sem var mikilvægur hlekkur í ferlinu og var á dagskrá fyrr í vetur. Þeir brutu blað í sög- unni því útkoman slagaði hátt í það besta sem okkur hefur staðið til boða af erlendu efni. Mannaveiðar hóf göngu sína annan í páskum, fyrsti hlutinn af fjórum í nýrri krimmaþáttaröð eft- ir Björn B. Björnsson. Sveinbjörn I. Baldvinsson er höfundur handrits sem hann byggir á skáldsögunni Aftureldingu eftir Viktor Arnar Ingólfsson. Lengst af voru flestir þess fullvissir að morðsögur gætu seint staðið undir nafni, fábrotinn íslenskur raunveruleiki byði ein- faldlega ekki upp á slíkar krúsi- dúllur. Það hefur verið rækilega afsannað, gróskan í íslenskri glæpasagnagerð er með ólíkindum, bestu höfundarnir eru metsöluhöf- undar úti um alla Evrópu.    Yfirleitt eru orð Sigurðar Óla íMýrinni, sem birtast í upphafi greinarinnar, mottó íslensku krimmanna, en Viktor Örn bregður á leik, löggurnar hans fást við fyrsta raðmorðingja íslenskrar bókmenntasögu. Hvað þenkja þeir nú sem hraus hugur við tilvist morðingja? Hann er einnig að fást við áhugavert fyrirbæri, ekki síst á þeim síðustu og verstu: Íslenska auðmenn og peningavaldið sem er að sölsa undir sig fyrirtæki stór og smá, jafnvel kotbændur eru í sívök- ulu sigti þeirra. Bilið á milli manndrápara og raðmorðingja er breitt en ekki óyf- irstíganlegt, jafnvel í dvergvöxnu þjóðfélagi sem okkar. Hins vegar skapar konseptið vanda, krimminn verður jafnan að vera trúverðugur í lengstu lög og lausnirnar jarð- bundnar. Því hefur það verið kost- ur slíkra íslenskra bóka, að ofbjóða ekki lesandanum; stilla drápum í hóf. Mannveiðar er klisjukennd þáttaröð en fer ágætlega af stað með löggufélaga sem eru kunn- uglegar en forvitnilegar and- stæður, Gunnar er sem skrifaður fyrir Ólaf Darra Ólafsson, hann er nýliði í Reykjavíkurlöggunni, stór og pattaralegur, notar óhefð- bundnar aðferðir ef því er að skipta, hræðist hvorki eitt né neitt og býr hjá mömmu. Ólafur Darri er magnaður leikari með notalega nærveru (sem títt er um feitlagna menn), og fær bestu replikkurnar. Birkir (Gísli Örn Garðarsson), er reyndur í starfi, alvarlegur, húm- orslaus nákvæmnismaður, einfari og snyrtipinni, þjáður af reynslu úr fortíðinni sem bregður fyrir í end- urhvörfum. Þau eru óljós, minna á fljótu bragði á upphafið á Mystic River eftir Eastwood.    Það kraumar ýmislegt undir ímáli sem hefst á hefðbundinn hátt, subbulegu morði á auðmanni á gæsaskyttiríi vestur í Dölum. Undir lokin kveður við annar smellur, önnur skytta liggur í valn- um – að þessu sinni suður á landi. Fjandinn er laus og með byssuna á lofti. Landið er lítið og morðinginn er að koma sér upp minja- gripasafni um verknaðina, það verður forvitnilegt að sjá hvernig höfundarnir klofa yfir þann erfiða þröskuld. Efnið er búið að ná á manni tök- um en vissulega er auðveldara að koma með fyrripartinn. Gunnar á örugglega nú þegar marga aðdá- endur í meðförum Ólafs Darra og Gísli Örn á eftir að springa út. Ég set tímabundið spurning- armerki við flestar aukapersón- urnar og seinni helming þáttanna. Skyttur í skotmáli » Því hefur það veriðkostur slíkra ís- lenskra bóka að ofbjóða ekki lesandanum; stilla drápum í hóf. Morð „Efnið er búið að ná á manni tökum en vissulega er auðveldara að koma með fyrripartinn,“ segir í listapistli um Mannaveiðar. Gísli Örn Garðarsson og Ólafur Darri Ólafsson virða fyrir sér lík í einum þáttanna. saebjorn@heimsnet.is AF LISTUM Sæbjörn Valdimarsson STEMMNINGARSTUTTMYND um Ketil Larsen hljómar svo borð- leggjandi hugmynd að það er í raun skondið að maður hafi ekki séð slíka mynd fyrr. Fjöllistamaðurinn Ketill býður upp á skemmtilegar pælingar og alls kyns sögur. Hann er leikari, málari, sögumaður, og kunnuglegt andlit í bæjarlífinu. En eins og myndin sýnir þá er ekki auðvelt að fanga stemninguna sem fylgir manninum og því sem hann gerir. Af því hann er miklu meira en stutt hughrif, og kvik- myndagerðarmennirnir valda ekki forminu. Því miður er myndin eig- inlega hvorki fugl né fiskur. Það sem hún hefur sér til ágætis er tónlistin, skemmtilegt opnunar- atriði, og einstaka atriði með Katli sem leiftra. Í þeim atriðum bregður fyrir draumi um aðra og betri mynd. Kannski sjáum við hana síðar. Fjöllista- maður á ferð KVIKMYND Tjarnarbíó – Fjalakötturinn Leikstjórar: Joseph Marzolla & Tómas Lemarquis. Aðalpersóna: Ketill Larsen. 20 mín. Ísland. 2008. Ketill bbnnn Morgunblaðið/Valdís Thor Listamaður Ketill Larsen. Anna Sveinbjarnardóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.