Morgunblaðið - 26.03.2008, Qupperneq 44
MIÐVIKUDAGUR 26. MARS 86. DAGUR ÁRSINS 2008
»MEST LESIÐ Á mbl.is
»VEÐUR mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 200 ÁSKRIFT 2800 HELGARÁSKRIFT 1700 PDF Á MBL.IS 1700
SPARIÐ MEIRA EN HELMING MEÐ ÁSKRIFT
Morgunblaðið bíður
eftir þér þegar þú
vaknar á morgnana
ÞETTA HELST»
Stýrivextir hækka í 15%
Seðlabankinn ákvað í gær að
hækka stýrivexti bankans um 1,25
prósentur í 15%. Samkvæmt upplýs-
ingum frá bankanum hafa forsendur
verðbólguspár, sem birtist í Pen-
ingamálum í nóvember sl. og fól í sér
óbreytta stýrivexti fram á síðari
helming þessa árs, brugðist.
» Forsíða
Einn enn handtekinn
Sérsveit ríkislögreglustjóra fram-
kvæmdi í gærkvöldi húsleit með að-
stoð lögreglunnar á Suðurnesjum í
Reykjanesbæ. Einn maður var
handtekinn, grunaður um að hafa átt
þátt í líkamsárás sem átti sér stað í
Keilufelli í Breiðholti sl. laugardag.
» 2
Áhyggjur af íkveikjum
Jón Viðar Matthíasson, slökkvi-
liðsstjóri Slökkviliðs höfuðborg-
arsvæðisins, hefur miklar áhyggjur
af fjölgun íkveikja að undanförnu, en
um páskahelgina var kveikt í fimm
bílum og þremur húsum. » 2
Vondur frágangur
Nokkuð hefur verið um slys og
skemmdir í umferðinni síðustu miss-
eri vegna ófullnægjandi frágangs á
bílförmum. » Forsíða
SKOÐANIR»
Staksteinar: Í þágu hverra?
Forystugrein: Bylmingshögg
Ljósvaki: Með puttann á púlsinum
UMRÆÐAN»
Hugleiðingar um ES
Er líf bifhjólafólks minna virði?
Listamannalaun
Tölum jákvætt, það er léttara
!3 3
3 !3 3 3
4# %5& .+ %
6$$ # !3 !
3 3 !3! 3 3
3!!
3 !
-7)1 &
3 !
3
3
3
!3!
3! !3 89::;<=
&>?<:=@6&AB@8
7;@;8;89::;<=
8C@&77<D@;
@9<&77<D@;
&E@&77<D@;
&2=&&@F<;@7=
G;A;@&7>G?@
&8<
?2<;
6?@6=&2+&=>;:;
Heitast 1°C | Kaldast -6°C
Austan- og norð-
austan 5-10 m/s, skýj-
að og þurrt að kalla.
Éljagangur austan- og
suðaustanlands síðdegis. » 10
Sæbjörn Valdimars-
son kryfur fyrsta
þátt Mannaveiða og
telur byrjunina lofa
góðu þótt greina
megi klisjur. » 41
AF LISTUM»
Fjandinn
laus
TÓNLEIKAR»
Yardbirds voru heldur
tregir til trega. » 38
Saga af manni sem
lagt hefur hús sitt
undir bækur og flyt-
ur til Mexíkó þar
sem hann byggir sér
hús úr bókum. » 39
BÆKUR»
Regla á
óreglunni
FÓLK»
Nóg komið af fegrunar-
aðgerðum. » 37
TÓNLIST»
Björk heldur tónleika í
Ísrael í júlí. » 36
reykjavíkreykjavík
VEÐUR»
1. Maður sem lýstur var látinn …
2. Edda Rós: Björninn er vaknaður
3. Bankarnir þurfa ekki að gjalda …
4. Emilio Navaira í lífshættu …
Íslenska krónan styrktist um 3,6%
HVER Íslendingur fór að jafnaði
einu sinni til tvisvar í leikhús vet-
urinn 2006-2007. Í frétt sem Hag-
stofa Íslands birti í gær kemur fram
að áætlaður fjöldi leikhúsgesta í
fyrra hafi verið um 440 þúsund
manns og hafi þá fjölgað um 48 þús-
und frá aldamótum. Sýningar-
gestum fækkaði að jafnaði lítillega á
sýningar stóru atvinnuleikhúsanna
frá árinu á undan, eða um tæplega 3
þúsund, en sýningargestum sjálf-
stæðu atvinnuleikhópanna hefur
fjölgað umtalsvert undangengin ár.
„Þetta kemur ekki á óvart hvað
frjálsu leikhópana snertir,“ segir
Aino Freyja Järvelä, formaður
Bandalags sjálfstæðra leikhópa.
„Það er orðið mjög breytt landslagið
í sviðslistunum og leikhópum sem
hafa verið að marka sér sérstaka
stefnu hefur fjölgað. Það eru æ fleiri
sem hafa atvinnu af rekstri leik-
hópa,“ segir Aino Freyja og bætir
því við að engin Evrópuþjóð sæki
leikhús jafn vel og Íslendingar.| 17
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Met í leik-
húsaðsókn
Fjör á fjölunum Úr sýningu L.A. á
Fló á skinni fyrr á árinu.
Eftir Sunnu Ósk Logadóttur
sunna@mbl.is
DÆMI eru um að Parkinsonsveikir, sem þurfa
á sérhæfðri hjúkrun starfsfólks taugadeildar
Landspítala að halda, hafi orðið fyrir veruleg-
um óþægindum og jafnvel varanlegum skaða
vegna innlagnar á aðrar deildir spítalans sem
þrengsli á taugadeildinni valda. Þetta segir Ás-
björn Einarsson, formaður Parkinsonssamtak-
anna. Í Morgunblaðinu í gær kom fram að
vegna manneklu og útskriftarvanda hefur þjón-
usta Landspítalans við m.a. Parkinsonsveika
versnað.
„Á þessum deildum er oftast lítil eða engin
sérþekking á flóknum taugasjúkdómum og er
þá alltof algengt að lítið sem ekkert tillit sé tek-
ið til sérþarfa sjúklingsins vegna Parkinsons-
veikinnar,“ segir Ásbjörn.
Hann tekur fram að ekki sé við starfsfólk
taugadeildar að sakast, sem berjist eftir bestu
getu við að halda í horfinu við erfiðar aðstæður,
heldur þá sem skammta deildinni fé og aðstöðu.
Guðjón Sigurðsson, formaður MND-félags-
ins, segir skipulega teymisvinnu á sjúkrahúsinu
að mörgu leyti lamaða. „Starfsfólk er upptekið
við að slökkva elda sem ekki eru fyrirséðir, en
hefur engan tíma til að fylgjast með sjúkling-
um, hringja út og kanna ástand hjá okkur svo
koma megi í veg fyrir bráðainnlagnir.“ Hann
segir vanta „stíflueyði“ á LSH.
Þorlákur Hermannsson, formaður LAUF,
Landssamtaka áhugafólks um flogaveiki, segir
að á níunda áratugnum hafi farið fram hér á
landi landssöfnun fyrir heilasírita til að greina
flogaveika einstaklinga sem mögulega gætu far-
ið í skurðaðgerð til útlanda og fengið lækningu.
„Nú eru tækin til en þá vantar mannskap,“ seg-
ir Þorlákur. „Þetta er mjög dapurlegt.“
Vandamál alls samfélagsins
Álfheiður Árnadóttir, formaður hjúkrunar-
ráðs LSH, segir mikið álag á starfsfólkið geta
ógnað öryggi sjúklinga. „Þetta er vandamál alls
samfélagsins, ekki aðeins Landspítalans,“ segir
hún. „Við þurfum að gera upp við okkur hvern-
ig þjónustu við viljum fá þegar við verðum veik.
Það kostar peninga og spítalinn er í fjársvelti.
Það er búið að spara eins og hægt er.“
Öryggi sjúklinga | 11
Parkinsonsveikir orðið
fyrir varanlegum skaða
„Vantar stíflueyði á Landspítalann,“ segir Guðjón Sigurðsson, formaður MND-félagsins
SYSTKININ þrjú frá Tungu í Fljótshlíð, Þórunn, Sigríð-
ur og Oddgeir Guðjónsbörn, eru öll hátt á tíræðisaldri, en
þau búa nú öll á sömu torfunni. Systurnar búa á Dval-
arheimilinu Kirkjuhvoli á Hvolsvelli og beint á móti heim-
ilinu í sömu götu býr Oddgeir ásamt konu sinni Guðfinnu.
Það er heldur óvenjulegt að þrjú systkini nái slíkum
aldri sem þau Tungusystkin en Sigríður verður 99 ára í
sumar, Oddgeir verður 98 ára og Þórunn 97 ára. . Elsta
systir þeirra Guðrún var fædd 1908 en hún er látin fyrir
nokkrum árum.
Systkinunum finnst gott að vera svo nálægt hvert öðru
og njóta þess að geta heilsað hvert upp á annað þegar
þeim hentar.
Heilsu systranna er nokkuð farið að hraka en Oddgeir
er ern. Hann er einn elsti kórsöngvari landsins, syngur
með kór eldri borgara í Rangárvallasýslu. | 12
Þrjú systkini á tíræðisaldri
Ljósmynd/Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir