Morgunblaðið - 21.04.2008, Blaðsíða 2
2 MÁNUDAGUR 21. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann
Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Daglegt líf Anna Sigríður Einarsdóttir, annaei@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi,
gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Sigurlaug Jakobsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur
Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
Eftir Guðmund Sverrir Þór
sverrirth@mbl.is
LÚÐVÍK Geirsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði, segir
það alveg skýrt af hálfu bæjarins að hluti Reykja-
nesbrautar verði færður. „Aðalskipulag gerir ráð
fyrir því og það er staðfest. Aðalskipulagið var unn-
ið með hliðsjón af hugsanlegri stækkun álversins í
Straumsvík en þó sú niðurstaða hafi orðið í íbúa-
kosningunni að tillaga um stækkun hafi verið felld
er engin breyting af okkar hálfu varðandi færsluna
á brautinni. Brautin er hugsuð þannig að hún teng-
ist inn á atvinnusvæðið í Hellnahrauni og gert er
ráð fyrir tvennum mislægum gatnamótum og ýms-
um tengingum þannig að allt skipulag á svæðinu
tekur mið af færslu brautarinnar og við erum þegar
búin að úthluta stórum lóðum undir atvinnusvæði í
samræmi við aðalskipulagið,“ segir Lúðvík. „Því er
ekkert annað á döfinni en að brautin verði færð þeg-
ar hún verður tvöfölduð,“ bætir hann við. Eins og
fram kom í Morgunblaðinu í gær getur tvöföldun á
kaflanum og færsla hans dregist fram yfir 2011.
Aðspurður hvenær framkvæmdir geti hafist við
færsluna segist Lúðvík hafa litið á það sem næsta
áfanga að hefja nánari útfærslu á því verki í sam-
vinnu við Vegagerðina þegar framkvæmdir við tvö-
földun frá kirkjugarðinum að Krýsuvíkurafleggj-
aranum eru hafnar. „Við höfum séð það fyrir okkur
að framkvæmdir gætu hafist árið 2010,“ segir Lúð-
vík og segist hann hafa viljað sjá það gerast í beinu
framhaldi af þeirri breikkun sem nefnd er að fram-
an. „Ég hef litið svo á að þetta sé forgangsverkefni
hjá Vegagerðinni þannig að það kemur mér á óvart
ef menn horfa fram á einhverjar tafir.“
Aðspurður segist hann munu fylgja því eftir að
færsla Reykjanesbrautarinnar verði forgangsverk-
efni. „Uppbyggingin á atvinnusvæðunum hjá okkur
hefur verið gríðarlega mikil og það er nauðsynlegt
að koma á endanlegum vegtengingum og framtíð-
arskipan á Reykjanesbrautina.“
Alveg skýrt að hluti Reykja-
nesbrautar verður færður
Þegar búið að úthluta lóðum í samræmi við aðalskipulag að sögn bæjarstjóra
FYRIR lá að ríkið myndi
standa straum af kostnaði við
færslu brautarinnar reyndist
hún nauðsynleg vegna stækk-
unar álversins. Að sögn Lúð-
víks Geirssonar hefur það
ekkert breyst og liggja fyrir
um það yfirlýsingar sem komu
fram á sínum tíma. Hann segir
liggja ljóst fyrir „að ef fara á í
tvöföldun kalli það á viðamiklar breytingar á
vegstæðinu eins og það er í dag. Við teljum að
miðað við það sem þarf að breyta á þessum veg-
arkafla sé það hagkvæmur kostur að fara í þessa
tilfærslu og koma fyrir þeim vegtengingum sem
þurfa að vera. Það er illmögulegt að koma þeim
fyrir eins og aðstæður eru á brautinni í dag.“
Ríkið borgar
FYRSTI lax ársins 2008 var dreg-
inn á land á austurbakka Hólsár á
fimmtudag. Fram kemur á vefnum
votnogveidi.is að Ásgeir Guð-
björnsson, áttræður veiðimaður,
hafi veitt laxinn sem var „4 punda
grálúsug hrygna,“ eins og fram
kemur á vefnum en þar er haft
eftir Ásgeiri að hann hafi ekki trú-
að sínum eigin augum þegar hann
sá lýsnar á fiskinum. Segist hann
aldrei hafa „veitt, séð eða vitað ný-
genginn lax svona snemma fyrr“.
Í annarri frétt á vefnum votnog-
veidi.is kemur fram að laxinn sem
Ásgeir veiddi gæti verið eldislax
en umfangsmikið laxeldi fer fram
á Rangársvæðinu. Vitnað er í bréf
sem vefnum barst frá Einari Lúð-
víkssyni, umsjónarmanni sleppi-
mála við Eystri-Rangá, að vel geti
verið að laxinn sé einn 30 þúsund
laxa sem hann sleppti í ána í fyrra.
Fyrsti lax-
inn dreginn
á land
Fyrsti laxinn Grálúsug 4 punda
hrygna er fyrsti lax ársins.
SKÁKKONAN
unga og efnilega,
Hallgerður Helga
Þorsteinsdóttir,
varð í 1.-2. sæti í
sínum aldurs-
flokki á Norður-
landamóti stúlkna
í skák sem lauk í
Ósló í Noregi í
gær. Hallgerður
hlaut 4 vinninga
úr 5 skákum og varð jöfn finnsku
stúlkunni Erika Uusitupa að vinn-
ingum en sú finnska vann á stigaút-
reikningi.
Alls tóku níu íslenskar stúlkur
þátt í mótinu.
Hallgerður
í 1.-2. sæti
Hallgerður Helga
Þorsteinsdóttir
MANNLEGUR hringur var myndaður utan um
Alþingishúsið á laugardag en þá komu á annað
hundrað manns saman við Austurvöll og héldust
athygli á málefnum fólks með þroskahömlun og
leggja áherslu á mikilvægi jafnræðis allra, fatl-
aðra sem ófatlaðra.
í hendur. Um var að ræða gjörning í tengslum
við listahátíðina List án landamæra og var yfir-
skrift gjörningsins Átak. Markmiðið var að vekja
Morgunblaðið/Kristinn
Alþingi
umkringt
♦♦♦
VÆGI olíu í kostnaði við jarðvinnu
er kominn upp í 10%, en þetta hlut-
fall var að meðaltali um 6% á síðasta
ári. Þessar tölur byggjast á útreikn-
um frá Samtökum iðnaðarins. Árni
Jóhannsson hjá Samtökum iðnaðar-
ins segir að staða vinnuvélaeigenda
sé mjög þröng vegna aukins kostn-
aðar við rekstur. Þá hafi skuldir
greinarinnar hækkað vegna gengis-
breytinga.
Árni segir að álagning í jarðvinnu
sé almennt lág og aukinn olíukostn-
aður komi því illa við atvinnugrein-
ina. Hann segir að vinnuvélaeigend-
ur vinni mikið eftir föstum tilboðum
og tilboð til skemmri tíma séu án
verðtryggingar. Það þýði að þegar
olía og annar kostnaður hækki geti
fyrirtæki ekki velt kostnaðinum út í
verðlagið heldur verði þau sjálf að
taka á sig allar kostnaðarhækkanir.
Venjulega sé miðað við að samningar
sem eru til skemmri tíma en 12 mán-
aða séu óverðtryggðir. Samtök iðn-
aðarins hafi hins vegar ákveðið að
mælast til þess að samningar sem
eru til lengri tíma en þriggja mánaða
verði verðtryggðir. Ástæðan sé
ótryggt rekstrarumhverfi.
Árni segir að nánast öll aðföng
verktaka hafi hækkað nema verð á
timbri. Stál hafi hækkað, sama eigi
við um plastefni og dekk, auk olí-
unnar.
Árni segir að eigið fé fyrirtækja í
vinnuvélarekstri sé lítið og skuldir
miklar. Skuldirnar séu mest í er-
lendri mynt og þær hafi hækkað um
20% í dymbilvikunni.
Olíukostnaður í
jarðvinnu um 10%
„ÞAÐ eru mikil tímamót fram undan,
enda á að ráða nýjan forstjóra og
framkvæmdastjóra lækninga frá og
með haustinu,“ segir Þorbjörn Jóns-
son, formaður læknaráðs Landspítal-
ans, en haldinn var fjölmennur, opinn
fundur í læknaráði sl. laugardag.
Spurður um tilefni fundarins segir
Þorbjörn ljóst að læknar og læknaráð
spítalans vilji vera í fararbroddi í um-
ræðunni um spítalann og breytingar.
„Þannig var tilefni fundarins þær
breytingar sem orðið hafa á Land-
spítalanum og í heilbrigðiskerfinu
síðasta árið, bæði kerfis- og manna-
breytingar,“ segir Þorbjörn og bend-
ir í því samhengi á að skipaðar hafi
verið þrjár nýjar nefndir til að fjalla
um málefni tengd Landspítalanum,
en ein þeirra heitir Nefnd um málefni
Landspítalans undir stjórn Vilhjálms
Egilssonar sem fjalla eigi um málefni
spítalans, athuga hvað falli undir
kjarnastarfsemi hans og fjalla um
skipulagsmál.
Að sögn Þorbjörns hafa læknar og
læknaráðið áhyggjur af því að stjórn-
kerfi Landspítalans hefur þanist út.
„Við teljum læknisfræðileg sjónar-
mið ekki hafa verið nægilega ráðandi.
Við teljum afar mikilvægt að þegar
gerðar verði breytingar á stjórnkerf-
inu verði vægi læknisfræðilegra sjón-
armiða meira. Landspítalinn er lækn-
ingastofnun og við teljum eðlilegt,
með hagsmuni sjúklinga að leiðar-
ljósi, að læknisfræðileg sjónarmið
séu þar í fararbroddi og engir þekkja
þau betur en læknar,“ segir Þor-
björn.
Aðspurður segir Þorbjörn flesta
lækna bjartsýna á að þær breytingar
á stjórnkerfi Landspítalans sem séu í
farvatninu verði til bóta miðað við það
sem nú er. Segist hann vonast til þess
að breytingarnar skili sér m.a. í því að
stjórnkerfið verði skilvirkara, ein-
faldara, léttara og boðleiðir styttri.
Læknisfræðileg sjónar-
mið þurfa meira vægi
Í HNOTSKURN
»Vel yfir hundrað mannsmættu á opinn læknaráðs-
fund sl. laugardag.
»Meðal frummælenda voruBjörn Flygenring, hjarta-
læknir við Minnesota Heart Cli-
nic, og Guðjón Magnússon læknir
og próf. við lýðheilsudeild HR.