Morgunblaðið - 21.04.2008, Blaðsíða 22
22 MÁNUDAGUR 21. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
STÆRSTU jökulhlaup á jörðinni
eftir ísaldarlok urðu á Íslandi.
Þetta voru hamfarahlaup í Jökulsá
á Fjöllum sem æddu yfir landið,
sum kannski fyrir aðeins um 2000
árum. Hlaupin skildu eftir ummerki
í landinu í formi rof-
og setmyndana, ein-
stök á heimsvísu.
Verðmæti tröðkuð
og slitin
Jarðmyndanir segja
sögur þeim sem eru
læsir á landið. Við
hneykslumst á for-
mæðrum okkar sem
sniðu skó eða upphluti
úr gömlum skinn-
handritum eða jafnvel
átu þau. Þær skildu
ekki til fullnustu verð-
mætin sem leyndust á
skinninu og áttuðu sig
ekki á hver þeirra
væru dýrmætust þeg-
ar til langs tíma væri
litið. Fólk fyrri alda
var klæðlítið og
svangt og við fyr-
irgefum þeim þegar
við rýnum í slitrurnar
og getum í eyðurnar í
sögum og bókmennta-
verkum. Ætli komandi
kynslóðir fyrirgefi
okkur græðgina og frekjuna að
eyðileggja ummerki hamfarahlaup-
anna á stórum kafla og koma þann-
ig í veg fyrir að hægt verði að lesa
sögu þeirra í heild til fróðleiks,
gleði og hughrifa?
Vegagerðin hefur auglýst eftir
tilboðum í Dettifossveg. Hann á að
vera meðfram Jökulsá að vestan,
niðri í hamfarahlaupsfarveginum,
ofan Dettifoss. Neðan Dettifoss
sker hann sig um þjóðgarðinn í
Jökulsárgljúfrum. Þetta á ekki að
vera hógvær ferðamannavegur
heldur uppbyggður heilsársvegur
með 90 km hámarkshraða. Í nýlegri
niðurstöðu úrskurðarnefndar skipu-
lags- og byggingarmála (ÚSB) er
jafnvel sett fram sú hugmynd að
þegar þessi vegur verði tilbúinn
mætti loka gamla þjóðveginum
austan ár fyrir almennri umferð,
þ.e. beina allri umferð, hvort heldur
sem það eru flutningabílar eða
ferðamenn í sumarleyfi, á hrað-
brautina í þjóðgarðinum. Var ein-
hver að tala um metnaðarfullar
hugmyndir um Vatnajökuls-
þjóðgarð og fagurt Ísland?
„Niðurstaða samráðshóps!“
Samráðshópur um vegamál við
Jökulsá er sagður hafa komist að
þeirri niðurstöðu í lok
árs 2002 að best væri
að leggja heilsársveg
vestan Jökulsár.
Kelduneshreppur og
Öxarfjarðarhreppur
mótmæltu strax þess-
ari niðurstöðu og
ítrekuðu mikilvægi
vegar austan ár. Sama
gerði þjóðgarðsvörður
í bréfi til samgöngu-
ráðherra og gerði
grein fyrir hags-
munum nátt-
úruverndar og þjóð-
garðsgesta. Engu að
síður er sífellt klifað á
því að algjör samstaða
heimamanna og hags-
munaaðila hafi verið
um málið, m.a. í of-
annefndri niðurstöðu
ÚSB.
Vegur að austan
eða vestan
Rök fyrir því að
hafa heilsárshraðbraut
austan ár og hógvær-
an en góðan ferðamannaveg um
þjóðgarðinn vestan ár eru fjölmörg.
Uppbyggðir hraðakstursvegir eiga
ekki heima innan þjóðgarða. Ferða-
menn á hraðferð, t.d. þeir sem
koma til landsins í skemmti-
ferðaskipum, vilja fyrst og fremst
sjá Dettifoss og Ásbyrgi. Þessa
ferðamenn er hægt að þjónusta
miklu betur austan ár en vestan og
jafnframt geta þeir, sem góðan
tíma hafa, fengið að njóta þjóð-
garðsins í friði og spekt. Austan ár
er hægt að aka tiltölulega nálægt
stórfossunum, jafnvel sjá þá af veg-
um eða bílastæðum. Þaðan er gott
útsýni yfir hrikaleg árgljúfrin og
þar er rennandi vatn og salerni við
bílastæðin. Vestan ár verður óhjá-
kvæmilega alltaf að ganga nokkurn
spöl yfir stórgert hraun til að sjá
fossana og gljúfrin. Þegar fólk hef-
ur lagt á sig það klöngur er oft illt
að sjá Dettifoss fyrir fossúðanum
sem leggst yfir vesturbakkann
vegna þess hvernig fossinn snýr í
gljúfrunum. Fólk verður holdvott
jafnvel þótt þurrt veður sé. Að-
koma að fossinum að vestan er líka
mun hættulegri en að austan.
Gegnsósa gróðurtorfur hafa þar
losnað úr gljúfrabrúnunum og horf-
ið niður í gímaldið og á veturna
myndast þar fljótt ísing og svell-
bunkar. Við bílastæðið á vest-
urbakkanum er ekkert rennandi
vatn og fólk verður að sætta sig við
að nota kamra.
Forsmáð fræðsla
Í ár eru 35 ár frá því að þjóð-
garðurinn í Jökulsárgljúfrum var
stofnaður. Frá upphafi lá fyrir ósk
um að þar mætti koma upp gesta-
stofu. Slíkar gestastofur í þjóðgörð-
um eru hlið ferðamanna inn í þá
þar sem fólk sækir sér upplýsingar
og leiðsögn. Loks á sl. ári var
Gljúfrastofa opnuð í Ásbyrgi, nyrst
í þjóðgarðinum. Með lagningu hrað-
akstursvegar vestan Jökulsár munu
flestir ferðamenn koma inn í þjóð-
garðinn úr suðri, í raun bakdyra-
megin, og fara ýmist hjá Gljúfra-
stofu eða koma þar ekki við fyrr en
á leið sinni út úr garðinum og hefðu
því ekki hálft gagn af þeim upplýs-
ingum sem þar eru veittar.
Hraðakstur á heimsminjum
Þegar sú ákvörðun hafði verið
tekin, á hæpnum forsendum, að
leggja veg vestan Jökulsár, en ekki
austan, deildu menn um hve nálægt
hann mætti vera ánni. Skipulags-
stofnun og náttúruverndarfólk lögð-
ust á eitt með að núverandi slóð að
Dettifossi yrði lagfærð og vegurinn
lagður fjarri ánni. Enn og aftur
varð málsstaður náttúruverndar
undir. Vegagerðin auglýsir nú út-
boð vegar á versta hugsanlega stað.
Upphækkaður hraðakstursvegur
verður lagður ofan í hamfara-
hlaupsfarveginum, víða aðeins um
200 m frá ánni. Upphækkuð hrað-
brautin á að þrengja sér með Jök-
ulsá, á milli árinnar og gígarað-
arinnar sem kennd er við Sveina, á
landi sem vel landlæst fólk telur
ómetanlegt til fræðslu, gönguferða
og upplifunar og rótgrónar menn-
ingarþjóðir væru löngu búnar að
friðlýsa sem heimsminjar.
Dettifossvegur
Sigrún Helgadóttir skrifar um
lagningu Dettifossvegar
»Enn og aftur
varð máls-
staður nátt-
úruverndar und-
ir. Vegagerðin
auglýsir nú út-
boð vegar á
versta hugs-
anlega stað.
Sigrún Helgadóttir
Höfundur er líf- og umhverfisfræð-
ingur.
MÁLSMETANDI menn spyrja
hvort sýnileg fjölgun aldraðra á
næstu árum og áratugum kalli á
að aldursviðmið verði sett við
meðferðarval. Þessi
framsetning er
hættuleg og til þess
fallin að ýta undir
fordóma. Það að fleiri
lifa lengur kallar á
vandaða skoðun á því
hvernig viðbótartím-
inn er, heilsa og
færni, og hvaða fjár-
hagslegar afleiðingar
það hefur. Spyrja
þarf á opinn hátt
hvernig við nálgumst
þessa framtíð fremur
en að slengja fram
hugmyndum um aldursviðmið við
meðferðarval.
Íslenska þjóðin er lánsöm. Ævi-
líkur karla við fæðingu, 79,4 ár,
eru þær hæstu í heimi og kvenna,
82,9 ár, með þeim hæstu, og
hækkandi hjá báðum kynjum.
Kynjamunur á ævilíkum, 3,6 ár, er
sá minnsti í heimi. Auk þess er
þjóðin vel efnuð. Þess vegna ætt-
um við að verða fyrirmynd ann-
arra þjóða í því hvernig við for-
gangsröðum í heilbrigðisþjónustu
og hvernig við útfærum þjónustu
við aldraða.
Það er mikil einföldun að hugsa
um fjölgun aldraðra og útgjöld til
heilbrigðismála sem línuleg fyr-
irbæri sem haldist í hendur og
vaxi eins og eineggja tvíburar.
Það eru líka sérkennilegar fullyrð-
ingar að útgjöld til
heilbrigðismála megi
ekki vaxa sem hlutfall
af þjóðarframleiðslu
eða að þar sem aðrar
þjóðir fjárfesti minna,
þá séum við að offjár-
festa í heilbrigð-
ismálum. Spyrja þarf
um árangur. Fjár-
festa þarf í heilbrigði
með forvörnum, meta
nýjungar gaumgæfi-
lega og veita þjónustu
á hagkvæman hátt.
Þegar val stendur
um meðferð skal skoða ábend-
ingar fyrir meðferðinni og hvers
hún er megnug fyrir þann ein-
stakling, óháð aldri. Breytileiki
einstaklinganna vex með aldri og
gildir það bæði um heilsufarið og
viðhorfin. Það liggja fyrir full-
komlega nothæfar leiðbeiningar
um bestu nálgun þessara mik-
ilvægu spurninga. Þessar leiðbein-
ingar eru í senn góðar fyrir ein-
staklinginn, heilbrigðisstarfsfólk
og leiða einnig af sér hagkvæmni.
Réttmæt viðhorf til meðferðar
aldraðra hafa styrkst gríðarlega á
síðustu tveimur áratugum. Við
megum ekki hverfa til fortíðar.
Blind aldursviðmið eru óviðunandi.
Varðandi fjölgun aldraðra og
heilbrigðisútgjöld er vert að hafa
eftirfarandi staðreyndir í huga.
Samkvæmt rannsóknum eru 65
til 75 ára nú á dögum mun frískari
en jafnaldrar þeirra voru fyrir 30
árum, svo dæmi sé tekið af einum
aldurshópi. Forvörnum í formi
lífsstílsbreytinga og meðferð
vegna áhættuþátta sjúkdóma,
sjúkdómsmeðferð og endurhæf-
ingu er svo fyrir að þakka. Fólk
lifir ekki aðeins lengur, heldur
einnig betur. Margvísleg forvarn-
artækifæri til heilsubótar hjá ein-
staklingunum sjálfum á öllum
aldri og heilbrigðisþjónustunni eru
þó enn vannýtt.
Bandarísk rannsókn Mantons og
félaga sem bar saman spár frá
árinu 1982 við rauntölur 1994 um
fjölda aldraðra fatlaðra sýndi, yf-
irfært á íslenskan mannfjölda, að
1400 færri voru fatlaðir en spáð
hafði verið. Með því að draga úr
fötlun er dregið úr einum kostn-
aðarsamasta þætti heilbrigðisþjón-
ustunnar sem er langtíma-
umönnun. Meðferð áhættuþátta,
vönduð sjúkdómsmeðferð og end-
urhæfing skilar áþreifanlegum
ábata við margvíslegum sjúkdóm-
um, ekki síst hjá öldruðum.
Síðasta æviárið í lífi manns er
að jafnaði það kostnaðarsamasta.
En því eldra sem fólk er við lífs-
lok, þeim mun kostnaðarminna
reynist það tímabil. Þar fara sam-
an ábendingar um meðferð ein-
staklingsins og vilji hans. Margir
aldraðir halda lengi góðri heilsu.
Það væri fáránlegt að refsa öldr-
uðum fyrir að hafa ekki tekið fyrr
út heilbrigðisþjónustuna þegar
slíkar þarfir verða til í lífi ein-
staklingsins á efri árum. Það
stendur ekki í samtryggingarskil-
málum okkar og á ekki að standa
þar. Afstaða til þessara mikilvægu
spurningar hefur reyndar þegar
verið tekin fyrir 11 árum í þver-
pólitískri skýrslu um forgangs-
röðun á Íslandi.
Útgjöld til heilbrigðismála hafa
vaxið sem hlutfall af landsfram-
leiðslu á sama tíma og útgjöld til
nauðsynlegrar framfærslu hafa
lækkað. Með auknum hagvexti er
áfram svigrúm fyrir þessa þróun.
Hver nýjung, og þar með kostn-
aðarauki, þarf að sanna sig í rann-
sóknum á notagildi og ábata. Æv-
inlega ber okkur að lágmarka
sóun sem getur falist í gagnslausri
meðferð. Lífeyrissjóðsmyndun,
séreignasparnaður og önnur
eignamyndun ættu að skapa tæki-
færi á því að nýta ábatasamar nýj-
ungar þegar til framtíðar er litið,
ef núverandi form á fjármögnun í
gegnum skatta hrekkur ekki til.
Við eigum að fjárfesta í heil-
brigði á efri árum og veita góða
einstaklingsmiðaða þjónustu á sem
hagkvæmastan hátt, mæla þarf-
irnar og meta árangurinn. En við
þurfum ekki, og megum ekki, tak-
marka gagnlega meðferð ein-
staklings á aldursviðmiðum. Í
þessu samhengi er mikilvægt að
rýna í tillögur að nýju háskóla-
sjúkrahúsi, það nauðsynlega og
verðuga verkefni, og tryggja að
fyrirliggjandi tillögur mæti for-
dómalaust þörfum vaxandi fjölda
aldraðra á næstu 50 árum og leng-
ur.
(Höfundur bendir á heimildir ef
þess er óskað.)
Aldraðir, fordómar og forgangsröðun
Pálmi V. Jónsson fjallar
um aldraða og heilbrigðis-
þjónustuna
» Blind aldursviðmið
eru óviðunandi.
Rýna þarf í tillögur að
nýju háskólasjúkrahúsi
og tryggja að það mæti
fordómalaust þörfum
vaxandi fjölda aldraðra.
Pálmi V. Jónsson
Höfundur er lyf- og öldrunarlæknir,
sviðsstjóri lækninga á öldrunarsviði
Landspítala og dósent við læknadeild
Háskóla Íslands.
AÐ BREYTA einhverju sem ver-
ið hefur við lýði í áratugi getur
reynst þrautin þyngri.
Enn fyrirfinnast kerfi
og stefnur sem fest
hafa sig í sessi með
þeim hætti að mönn-
um hrýs hugur við að
hrófla við þeim. Sam-
félagsþróun, hagræð-
ing og markaðslögmál
eru oftar en ekki með-
al ástæðna þess að
stundum er nauðsyn-
legt að taka til hend-
inni við breytingar ef
ekki á að verða stöðn-
un.
Styrkjakerfi land-
búnaðarins er eitt af
þeim kerfum sem kall-
ar á gaumgæfilega
endurskoðun.
Óánægja með fyr-
irkomulagið sem nú
ríkir varðandi styrki
(beingreiðslur) til
bænda heyrist mér
vera a.m.k. af tvenn-
um toga. Annars veg-
ar eru styrkir til
bænda ekki í miklu
samræmi við alþjóða-
samninga. Hins vegar
miðast niður-
greiðslukerfið fyrst og
fremst við gömlu búgreinarnar,
kjöt og mjólkurframleiðslu, og hef-
ur þannig hindrandi áhrif á að eðli-
leg framþróun verði í landbún-
aðarframleiðslu.
Eins og búvörulögin eru nú er
loku fyrir skotið að landbúnaðurinn
geti aukið fjölbreytni sína því að
niðurgreiddar gamlar búgreinar
eru í samkeppni við óniðurgreiddar
nýbúgreinar. Ekki einungis miðar
núverandi styrkjakerfi að því að
styrkja eingöngu gömlu búgrein-
arnar heldur eru styrkirnir einnig
með þeim hæstu sem fyrirfinnast í
OECD-löndunum. Meira en helm-
ingur tekna bænda eru í formi op-
inberra styrkja til landbúnaðarins.
Málið er sannarlega viðkvæmt.
Bændur vilja eðlilega halda þessu
óbreyttu enda kannski ekki að
undra. Ef hrófla á við ríkjandi fyr-
irkomulagi er viðbúið að þeir mót-
mæli. Óskandi væri ef
hægt væri að samein-
ast um aðgerðir sem
væru í sem mestri sátt
við bændur, neytendur
og landnýtingu. Ef til
einhverrar uppstokk-
unar kæmi er e.t.v.
óraunhæft að ætla að
allir hagsmunaaðilar
verði jafn-sáttir.
Það fyrirkomulag
sem nú ríkir í þessum
efnum er barn síns
tíma. Ekki einungis er
gríðarlegum fjár-
munum varið í þennan
málaflokk heldur eru
ríkisafskipti í þessu
formi að gera fátt ann-
að en að draga úr eðli-
legri markaðsþróun á
afurðum landbúnaðar-
ins. Spurning er hvort
ekki sé tímabært að
draga eitthvað úr rík-
isafskiptum yfirhöfuð.
Eins væri eðlilegt að
styrkjum almennt séð
væri veitt jafnar. Með
því að veita þeim jafn-
ar, mun frjálsræði
aukast sem leiðir til
hagkvæmari fram-
leiðslu og lækkunar á verði land-
búnaðarvara.
Uppstokkun í þessa átt er í góðu
samræmi við landbúnaðarályktun
landsfundar Sjálfstæðisflokksins en
þar segir m.a.: „Landbúnaðurinn
stendur ávallt frammi fyrir kröfu
um aukna hagræðingu og sam-
keppni, sem verður að mæta.
Sjálfstæðisflokkurinn vill skapa þau
skilyrði, að landbúnaðurinn geti
mætt minnkandi tollvernd og lægri
framleiðslustyrkjum … og vill
stefna að því að almenn markaðs-
lögmál gildi í landbúnaði.“
Óttinn við að hrófla
við styrkjakerfi
landbúnaðarins
Kolbrún Baldursdóttir skrifar
um landbúnaðarstefnuna
» Almennt séð
er mikilvægt
að draga úr rík-
isafskiptum.
Eins væri eðli-
legt að styrkir
væru ekki
bundnir aðeins
fáeinum til-
teknum land-
búnaðarafurð-
um.
Höfundur er sálfræðingur og vara-
þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Kolbrún Baldursdóttir