Morgunblaðið - 21.04.2008, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. APRÍL 2008 39
Ánægðar Sælir fatahönnuðir að
lokinni sýningu, þær (f.v.) Inga
Björk, Gunnhildur Edda, Tinna,
Eva María og Arna Sigrún að lok-
inni tískusýningu að Skúlagötu 28.
Verk Tinnu
Hallbergsdóttur,
sundbolur unninn
úr forláta
kanínu- skinni.
Bleikt pils og
blár kragi, verk
Ingu Bjarkar
Andrésdóttur.
Krúttið er dautt segir
Arna Sigrún Haralds-
dóttir og teflir fram
hárbeittu ofurkvendi.
Verk Evu Maríu
Árnadóttur, teygðu
sig aftur til 9. ára-
tugarins, í það
minnsta axlirnar.
Blóð, sviti
og tár
TÍSKUSÝNING útskriftarnem-
enda í fatahönnun við Listahá-
skóla Íslands var haldin sl.
föstudag í húsi sem áður til-
heyrði kexverksmiðjunni Frón á
Skúlagötu. Fimm nemendur,
allt ungar konur, sýndu þar af-
rakstur námsins og má með
sanni segja að þar hafi sköp-
unarkrafturinn verið leystur úr
læðingi.
Blaðamaður heimsótti nem-
endur nokkrum dögum fyrir
sýningu og bað þá um að lýsa
hönnun sinni í sem stystu máli.
„Blóð, sviti og tár,“ var svarað
um hæl, enda hluti af fatahönn-
un að stinga sig á saumnálum og
að vinna baki brotnu.
Verk Evu Maríu
Árnadóttur, nokk-
uð djarft telft að
ofan, leðurstunga í
buxum og skikkja
úr bómull samföst
brjóstahaldara.
Morgunblaðið/Jón Svavarsson