Morgunblaðið - 21.04.2008, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 21.04.2008, Blaðsíða 4
4 MÁNUDAGUR 21. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Heimsferðir bjóða frábært tilboð á allra síðustu sætunum frá Alicante 10. maí í 12 nætur. Gríptu tækifærið og tryggðu þér sæti á frábærum kjörum. Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Frábært tilboð frá Alicante 10. maí frá aðeins kr. 9.990 Síðustu sætin! Verð kr. 9.990 Netverð á mann. Flugsæti aðra leið (ALC-KEF). Sértilboð 10. maí. Munið Mastercard ferðaávísunina Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara. Eftir Guðmund Sverri Þór sverrirth@mbl.is RAUNÁVÖXTUN Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins og Lífeyris- sjóðs hjúkrunarfræðinga var nei- kvæð á síðasta ári. Hjá LSR, sem er stærsti lífeyrissjóður landsins miðað við eignir, nam nafnávöxtun 5,1% og hjá LH 4,4% en raunávöxtun LSR var því -0,8% og LH -1,5%. Þetta kemur fram í yfirlitsblaði frá LSR sem finna má á vef sjóðsins en raun- ávöxtun fæst með því að draga verð- bólgu frá nafnávöxtun og verðbólga síðasta árs var 5,9%. Á síðasta ári var raunávöxtun 10,9% hjá LSR en 11,1% hjá LH en þegar litið er yfir lengra tímabil má sjá að meðaltal raunávöxtunar undanfarin fimm ár er 8,7 hjá LSR og 8,8% hjá LH. Þegar litið er til enn lengri tíma, þ.e. 10 ára, er meðaltal raunávöxtunar hjá LSR 5,7% en hjá LH 5,6%. Hrein eign LSR í árslok til greiðslulífeyris nam tæpum 317 milljörðum króna og jókst hún um 34,6 milljarða frá árinu áður. Iðgjöld ársins námu 15,8 milljörðum króna, uppgreiðslur og innborganir vegna skuldbindinga 14,2 milljörðum og fjárfestingartekjur 15,3 milljörðum. Lífeyrisgreiðslur ársins námu 16 milljörðum króna. Hrein eign LH jókst um 985 milljónir króna á síð- asta ári og var hún ríflega 23,1 millj- arður í árslok. Iðgjöld sjóðsins námu 280 milljónum króna, upp- greiðslur 357 milljörðum og fjárfest- ingartekjur ríflega milljarði króna en lífeyrisgreiðslur ríflega 1,1 millj- arði. Samanlagðar eignir sjóðanna skiptist þannig að fjárfestingar nema 327,6 milljörðum króna, kröf- ur 1,5 milljörðum og undir aðrar eignir falla tæpir 12 milljarðar króna. Tæplega 70% verðbréfaeign- ar sjóðanna eru í íslenskum krónum en ríflega 30% í erlendum gjaldmiðl- um. Árið 2007 reyndist íslenskum fjár- festum ekki happadrjúgt og eru líf- eyrissjóðir þar engin undantekning. Á meðfylgjandi töflu má sjá raun- ávöxtun nokkurra sjóða á árinu. Raunávöxtun LSR og LH var neikvæð á síðasta ári Eignir lífeyrissjóðanna tveggja jukust um tæplega 36 milljarða króna á árinu                                                      !      "     #$  %&' %&( )&% )&) *&+ *&% * ,*&- ,*&' ,)&) ,)&. ,)&. ,%&/          AUSTFIRÐINGAR léku við hvern sinn fingur í veður- blíðunni í gær. Þar skein sólin í heiði á lognværum og mildum degi og vorhugur kominn í fólk þótt enn sé töluverður snjór í hlíðum. Þessi eskfirski kappi lék í gær listir sínar á sjóketti og lét sér hvergi bregða þótt gusurnar gengju yfir hann. Spáð er góðu veðri fram eftir vikunni en á föstudag á að kólna með norðaust- anátt. Átökum árstíðanna er sem sagt ekki alveg lokið. Á sjóketti í blíðunni á Eskifirði Morgunblaðið/Helgi Garðarsson KRISTJÁN Möller sam- gönguráðherra hitti í opinberri heimsókn sinni til Brüssel Jacques Barrot, fram- kvæmdastjóra samgöngumála hjá ESB, og ræddi m.a. við hann um hvíldartíma bílstjóra. „Við sögðum honum frá þessu eins og öðru en lögðum jafnframt fram undanþágubeiðnir um hvíldartíma ökumanna, sem eru sameiginlegar tillögur SA og ASÍ um lítils háttar breytingar,“ segir Kristján. Hann segir tillögurnar hafa verið lagðar inn hjá ESA, eftirlitsstofnun ESB, og þar muni þær fara í gegnum venjulegt ferli. „Þeir sögðust mundu láta sérfræðing skoða þessar sérís- lensku aðstæður sem bent hefur ver- ið á,“ segir Kristján en tekur skýrt fram að ekki sé verið að veita neinn afslátt á umferðaröryggi og að ekki komi til greina að fella reglurnar all- ar úr gildi eins og þeir sem stóðu fyr- ir mótmælum nýlega kröfðust. Tillögurn- ar til ESA Afsláttur ekki veittur á umferðaröryggi Kristján Möller „REI-málið rist- ir miklu dýpra en svo, að unnt sé að kalla borg- arstjórnarflokk sjálfstæðis- manna einan til ábyrgðar. Vissu- lega ber hann mikla ábyrgð í öllu tilliti. Hann er öflugasta stjórnmálaaflið innan borgar- stjórnar. Sjálfstæðismenn mynda hins vegar ekki hreinan meirihluta í borgarstjórn og þurfa þess vegna samstarf við aðra til að sigla OR/ REI á lygnan sjó með hagsmuni Reykvíkinga að leiðarljósi,“ skrifar Björn Bjarnason, dómsmálaráð- herra, í pistli á vefsvæði sínu, bjorn.is, í gærdag. Ráðherrann telur margt benda til, að í samvinnu við eins-manns- flokk takist borgarstjórnarflokki sjálfstæðismanna ekki að „sigla OR/REI á lygnan sjó“. Rekur hann það ekki aðeins til ágreinings milli borgarfulltrúa Sjálfstæðis- flokks og „samstarfsmannsins“ heldur einnig mismunandi sjónar- miða sjálfstæðismanna. „Vægi þess ágreinings verður meira í samstarfi við eins-manns-flokk en ef samstarf tækist um fjölskipaðri meirihluta. Ég hef hvatt til þess, að innan borgarstjórnar reyndu menn til þrautar að mynda slíkan meirihluta, sem tæki markvisst á innanmeinum í stjórnsýslu borg- arinnar og þar á meðal Orkuveitu Reykjavíkur.“ Verða að treysta á samstarf Björn fjallar einnig stuttlega um nýlegan leiðara Morgunblaðsins, þar sem m.a. segir að ekki sé um annað að ræða en að forysta Sjálf- stæðisflokksins láti málefni borg- arstjórnarflokksins til sín taka. Ráðherrann telur þetta ekki rétt- mæt ummæli, málið verði að leysa í borgarstjórn. „Þar verða menn að koma sér saman um niðurstöð- una og hvergi annars staðar. Sjálf- stæðismenn ráða þar ekki einir ferð, þeir verða að treysta á sam- starf við aðra.“ Ráðherrann klykkir svo út með þeim orðum að takist borgar- fulltrúum Sjálfstæðisflokks að sameina borgarstjórn um þá ákvörðun, að Orkuveitan einbeiti sér að því að sinna þjónustu við viðskiptavini sína, eigi þeir heiður skilinn og þakklæti borgarbúa. REI-málið ristir djúpt Björn Bjarnason Ráðherra ekki bjart- sýnn á góða útkomu MIKIL óvissa er um hvernig skipu- lagi á miðhálendinu verður háttað verði frumvarp umhverfisráðherra um ný heildarlög um skipulagsmál að lögum, að því er segir í umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga. Sambandið leggst alfarið gegn því að frumvarpið verði samþykkt nema á því verði gerðar breytingar. Ein meginbreytingin með frum- varpinu er að ríkisvaldinu er ætlað að leggja fram stefnumótun sína í skipulagsmálum sem varða al- mannahagsmuni. Nefnist sú stefnu- mótun landsskipulagsáætlun. Sambandið leggur m.a. áherslu á að heiti landsskipulags verði breytt þannig að um verði að ræða lands- skipulagsstefnu „enda er sá mikli galli á orðinu landsskipulagsáætlun að nærtækt er að álykta að um sé að ræða skipulagsáætlun sem sé rétthærri en skipulagsáætlanir sveitarfélaga“, segir í umsögninni en Sambandið telur afar mikilvægt að landsskipulagsáætlun ríkisins verði ekki gerð rétthærri skipulags- valdi sveitarfélaga. Ekki tæki ríkisvaldsins Sambandið er jafnframt eindreg- ið þeirrar skoðunar að landsskipu- lag megi aldrei nota sem tæki fyrir ríkisvaldið til að knýja fram til- tekna framkvæmd í andstöðu við vilja sveitarstjórna, s.s. nýja virkj- un á miðhálendinu. „Telur sam- bandið til dæmis alls ekki sjálfgefið að ríkið eigi að hafa meiri áhrif á skipulagsákvarðanir á miðhálendinu en annars staðar á landinu.“ Ekki náðist í Þórunni Svein- bjarnardóttur umhverfisráðherra en á málþingi Skipulagsstofnunar um landsskipulag, sem haldið var fyrr í mánuðinum, sagðist hún með- vituð um að tillögurnar væru um- deildar. „Sumir halda því jafnvel fram að með landsskipulagi yrði skipulags- valdið að stórum hluta tekið frá sveitarstjórnunum. Ég er alls ekki þeirrar skoðunar og legg áherslu á að eftir sem áður muni höfuðábyrgð og forræði á skipulagsgerð liggja hjá sveitarfélögunum. [...] Ég tel líka bæði æskilegt og eðlilegt að löggjafinn leggi fram sína heild- stæðu sýn í skipulagsmálum á landsvísu, og marki þar með skýra framtíðarstefnu um nýtingu þeirra land- og auðlindakosta sem varða hagsmuni landsmanna allra.“ Óvissa skapast um skipu- lagsmál á miðhálendinu Samband íslenskra sveitarfélaga vill breytingar á frumvarpi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.