Morgunblaðið - 21.04.2008, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. APRÍL 2008 25
✝ Jón GuðleifurPálsson fæddist í
Reykjavík 15. mars
1928. Hann andaðist
á Hrafnistu sunnu-
daginn 13. apríl síð-
astliðinn. Foreldrar
hans voru hjónin
Páll Jónsson stór-
kaupmaður í
Reykjavík, f. á
Hryggstekk í Skrið-
dalshreppi í S-Múl.
17. apríl 1892, d.
ágúst 1938, og Stef-
anía Ásmundsdóttir,
f. á Krossum í Staðarsveit á Snæf. 4.
sept. 1896, d. 10. okt. 1980. Föð-
urforeldrar voru Jón Ísleifsson
bóndi á Hryggstekk, Þingmúla,
kennari og vegaverkstjóri, og kona
hans Ragnheiður Pálsdóttir. Móð-
urforeldrar voru Ásmundur J. Jóns-
son, bóndi á Krossum, og kona hans
Kristín Stefánsdóttir. Systkini Jóns:
Helga, f. 30.4. 1924, d. 21.2. 1979,
Ragnheiður, f. 15.10. 1926, d. 19.2.
1930, Ragnheiður, f. 24.12. 1930,
Kristín, f. 26.1. 1935, d. 19.5 1994,
og Friðrika, samfeðra, f. 8.3. 1918,
d. 20.6. 1996. Fósturbróðir Jóns er
slitu samvistir. e) Stefanía Helga
skrifstofumaður, f. í Reykjavík 9.
ágúst 1956, maki Guðni Á. Haralds-
son hæstaréttarlögmaður. f) Bjarni
Jón sölustjóri, f. í Kópavogi 1. des.
1959, maki Ágústa Óladóttir leik-
skólakennari. g) María félagsráð-
gjafi, f. í Reykjavík 9. ágúst 1966,
maki Gunnar H. Kristinsson pró-
fessor. Sonur Jóns og Steinunnar
Benónýsdóttur, f. 27. nóv. 1927, d.
19. des. 1951, er h) K.J. Heiðar flug-
þjónn, f. í Reykjavík 9. ágúst 1948,
maki Bjarkey Magnúsdóttir deild-
arstjóri. Þau slitu samvistir. Barna-
börn Jóns eru 25 og barna-
barnabörnin 15.
Jón lauk Barnaskóla Stað-
arsveitar á Ölkeldu 1940, Héraðs-
skólanum í Reykholti í Borgarfirði
1943, minna mótorvélstjóraprófi í
Stykkishólmi 1945, Iðnskólanum í
Reykjavík og sveinsprófi í vél-
virkjun 1958; hlaut meistararéttindi
1962. Hann var 1. vélstjóri á Pétri
Jónssyni ÞH 40 1946-47, Ernu EA
1948-49, var síðan vélvirkjanemi í
Landssmiðjunni og vann þar áfram
við lagerstörf og viðgerðarþjónustu
1953-80, var vélvirki hjá Phil & Sön/
Ístaki hf. 1980-84 og þá vélvirki hjá
Landvélum hf. til starfsloka, 1998.
Útför Jóns fer fram frá Fossvogs-
kirkju í dag og hefst athöfnin klukk-
an 13.
Sigurgeir Hilmar
Friðþjófsson, f. 27.3.
1946.
11. ágúst 1951
kvæntist Jón Maríu
Bjarnadóttur, f. á
Tjaldbúðum í Stað-
arsveit 12. júlí 1932.
Foreldrar hennar
voru hjónin Bjarni
Finnbogason, bóndi á
Tjaldbúðum og út-
gerðarmaður, f. í
Gerðum í Garði 24.
mars 1898, d. 21. febr.
1955, og Sigríður
Fríða Karlsdóttir, f. í Reykjavík 21.
júlí 1906, d. 1. jan. 1985. Börn
þeirra: a) Sigríður Hrefna starfs-
mannastjóri, f. á Tjaldbúðum í Stað-
arsveit 7. des. 1951, maki Magnús
Friðbergsson framleiðslustjóri. b)
Ásmundur Jón slökkviliðsstjóri, f. á
Tjaldbúðum 19. des. 1952, maki
Kolbrún Guðmundsdóttir skrif-
stofumaður. c) Bjarndís deild-
arstjóri, f. í Reykjavík 5. maí 1954,
maki Halldór H. Ingvason sölu-
stjóri. d) Páll verslunarmaður, f. í
Reykjavík 21. júlí 1955, maki Jódís
Runólfsdóttir, skrifstofumaður. Þau
Jóni Pálssyni, tengdaföður mínum,
kynntist ég fyrir 36 árum. Samskipti
okkar voru mjög góð og bar þar aldrei
skugga á. Þau hjónin Jón og María
tóku mér frá upphafi afar vel og hafa
alla tíð reynst mér, dóttur sinni, dætr-
um okkar og þeirra börnum öruggir
stuðningsmenn án þess að þau hafi
haft um það sérstök orð. Það hefur
aldrei verið þeirra háttur enda ósér-
hlífni og velvilji þeim í blóð borinn.
Nú er Jón allur, minningar sækja
að. Ég geri mér grein fyrir að tengda-
faðir minn var enginn meðal-Jón og
þar er ég ekki að vísa sérstaklega til
þess að hann var með hávaxnari
mönnum.
Tengdapabbi var kappsamur
vinnuþjarkur sem gerði miklar kröfur
til sjálfs sín og var margt til lista lagt.
Þegar hann vildi sjá hlutina gerast
gekk hann öruggur til verks þar sem
aðrir hikuðu. Honum tókst t.d. að
leiða misleita stórfjölskyldu í sameig-
inlegu uppbyggingarverkefni við hús-
ið á Krossum í Staðarsveit, á landinu
þar sem hann ólst upp og átti hug
hans allan. Í því verkefni kom skýrt
fram að hjá Jóni fór saman þekking,
verklagni og þolinmæði í bland við
áræði og forystuhæfileika.
Segja má að tengdapabbi hafi frá
upphafi verið lærifaðir minn á sviðum
þar sem hann var sterkur en ég ný-
græðingur, hvort sem um var að ræða
bílaviðgerðir, viðhald og viðgerðir á
heimilinu, innan húss og utan, að lesa
í náttúruna, spila brids eða veiða og
verka sel, svo sitthvað sé nefnt.
Jón var af þeirri kynslóð sem þurfti
að vinna fyrir sínu en vinnusemi var
honum eðlislæg og líkamleg vinna,
t.d. við að breyta grjótmel í grænan
lund, var skemmtun og afþreying fyr-
ir hann. Lífið var þó ekki eintómt
strit. Hann hafði gaman af því að taka
lag á nikkuna. Honum þótti mjög
gaman að spila brids og var kappsam-
ur í því eins og öðru. Það var t.d. ekki
alltaf auðvelt að vera mótspilari Jóns
ef honum varð það á að gefa ekki rétt-
ar upplýsingar um stöðuna. Þegar svo
bar við fékk mótspilarinn aldeilis að
heyra það, hvort sem ég átti í hlut eða
einhver annar. Hann sendi þó fleirum
en spilafélögum tóninn. Jón var nefni-
lega pólitískur og sendi misvitrum
pólitíkusum tóninn heima í stofu, þeg-
ar hann hlustaði á þá á öldum ljósvak-
ans og honum þótti þeir ekki standa
sig.
Jón var náttúrubarn og öslaði
skreflangur um flóann á Krossum þar
sem hann þekkti alla staðhætti. Hon-
um fannst gaman að veiða bæði á
landi og sjó en minnti mig og aðra á
mikilvægi þess að ganga vel um land-
ið og gæta þess að raska ekki jafn-
vægi í náttúrunni. Það kom sér vel að
Jón þekkti landið sitt, t.d. þegar ungir
ofurhugar sáust ekki fyrir og komu
sér í ógöngur í sandbleytu eða í aðrar
óheppilegar aðstæður tengdar stað-
háttum. Þá leysti Jón ósjaldan málin
eða leiðbeindi um lausn.
Nú er komið að leiðarlokum hjá
Jóni og hann eflaust hvíldinni feginn
eftir nokkurra ára veikindi. Hans er
sárt saknað af þeim sem þekktu hann.
Ég þakka samfylgdina við góðan
mann og merkan og votta tengda-
móður minni og öðrum aðstandend-
um innilega samúð mína. Blessuð sé
minning Jóns.
Magnús Friðbergsson.
Jón Guðleifur Pálsson var hávaxinn
maður og myndarlegur, með stórar
hendur, skreflangur og verklegur í
hreyfingum. Það er auðveldast að
kalla fram mynd af honum í huganum
bjástrandi við verkfæri og blístrandi
fyrir munni sér einhverja tóna sem
aldrei urðu samt að neinu tilteknu
lagi. Hann var á eilífu stjái og staldr-
aði aldrei lengi við nema þar sem verk
var að vinna. Oftast heilsaði hann með
spaugsyrði á vör en ekki var alltaf
gott að ræða við hann um stjórnmál,
því hann kunni lítt að meta ýmislegt
sem gerðist á þeim vettvangi.
Jón var einstaklega hjálpsamur
maður. Honum hefur væntanlega oft
þótt lítið til um verkkunnáttu tengda-
sonar sín, sem þetta skrifar, en hann
lét það aldrei í ljósi. Hvort sem um
var að ræða framkvæmdir innan
húss, viðgerð á bílskrjóð fjölskyld-
unnar eða hönnun sumarhúss var
hann alltaf til í að skeggræða um góð-
ar aðferðir og slæmar ef hann var þá
ekki þegar búinn að svipta af sér
jakkanum og tekinn til við að leysa
vandann.
Mikill gæfumaður var Jón um
marga hluti en ekki síst naut hann
mikillar hjónabandsgæfu og barna-
láns. Hann var, ásamt Maríu konu
sinni, hjartað og sálin á Krossum, þar
sem fjölskyldan safnaðist oft saman í
átthögum Jóns á sumrin. Minningin
um sólríkar sumarnætur á Krossum,
úti í mýrinni, á ströndinni eða í húsinu
sjálfu er samtengd minningunni um
nærveru og félagsskap Jóns, sem ein-
hvern veginn stækkaði alltaf þegar
þangað var komið – og var þó harla
stór fyrir.
Jón Pálsson var barnabörnum sín-
um góður afi og mér var hann bæði
góður tengdafaðir og vinur. Hans er
sárt saknað.
Gunnar Helgi Kristinsson.
Elsku Jón afi hefur fengið hvíld.
Fyrstu minningar mínar um Jón
afa eru frá bílskúrnum í Rauðagerði.
Skúrnum sem ég í mörg herrans ár
hélt að væri herbergið hans afa. Af
ótal mörgum skúrum eru það þrír af
afaskúrunum sem ég minnist sérstak-
lega: Rauðagerðisskúrinn sem ein-
kenndist af mjög sérstakri afa-
skúrslykt, blöndu af díselolíu, bensíni
og selskinnum. Blikahólaskúrinn,
sem var alltaf snyrtilegur og enn með
bensín- og díselangan en nú laus við
sætu selskinnslyktina, og að lokum
Njörvasundsskúrinn, sem einnig var
hreinlegur en þó yfirfullur af alls kon-
ar dóti og kössum, sem mér fannst
virðingarleysi gagnvart heilögu véi
afa. Ein staðfesting þess að Jón afi
ætti heima í skúrnum var kalltækið,
sem Dúdú amma notaði til þess að
láta hann vita að það væri síminn til
hans eða að maturinn væri tilbúinn.
Skúrinn og skrifstofan hans Jóns
afa hafa alltaf staðið okkur barna-
börnum opin. Mörg okkar hafa notið
þess að fá að vera í kringum hann
þegar hann „duddaði“ sér í skúrnum
eða var að vinna eitthvað með papp-
írana sína sem allir ilmuðu af afa =
bílskúrsangan. Hér má ekki gleyma
að nefna hinar ævintýralegu „slides“-
-myndir og „slides“-myndvarpann
sem við máttum nota og leiddi okkur
börnin inn í ævintýraheim tækninnar.
Þegar maður hugsar um Jón afa er
ekki laust við að mann byrji að klæja í
bakinu. Það er ekki sjaldan sem mað-
ur hefur upplifað hann standa eins og
hvern annar grábjörn og klóra sér á
bakinu upp við tilfallandi dyrastafi.
Þetta bakkláðagen hefur hann gefið
áfram til barna sinna, barnabarna og
barnabarnabarna sem flest öll hafa
einstaka nautn af því að láta klóra sér
á bakinu.
Trunta, Skessa og Skjóða voru
nöfn sem við stúlkubarnabörnin átt-
um sem eins konar samheiti, sem við
hver og ein nutum og vorum stoltar
af. Þetta var í rauninni sniðugt hjá
karlinum, sem oft og tíðum var ann-
ars hugar því þá þurfti hann ekkert að
einbeita sér af því hver okkar það var
sem var að skottast í kringum hann.
Þó svo árin liðu og við barnabarna-
flokkurinn stækkaði og dreifði sér yf-
ir sýslumörk og landamæri – þá var
Jón afi alltaf sjálfum sér líkur; lifandi
blanda skipulags, aga, þolinmæði og
ekki minnst ástar. Ástin var aldrei
nefnd en óspart sýnd í knúsum, koss-
um og ekki minnst einlægum áhuga á
því hvað við höfðum fyrir stafni.
Eins og oft verða vill þá byrjaði
heilsu afa að hraka. Fyrst var það
heyrnin, sem við grunuðum hann um
að njóta, loksins fékk löglegan frið til
þess að láta sér fátt um finnast allt
„stússið“ sem var í kringum hann.
Enda gekk það ekki hljóðlega fyrir
sig þegar „systurnar“ eða kerlingarn-
ar eins og afi iðulega kallaði þær voru
allar mættar í kaffi,
Síðustu 6-7 árin hefur Jón afi sokk-
ið dýpra og dýpra í óþekktan og
myrkan heim kölkunar. Síðustu miss-
erin hafa eingöngu verið fá augnablik,
þar sem höfðinginn Jón hefur læðst
út úr viðjum sjúkdómsins. Síðan hann
fluttist inn á Hrafnistu hefur Dúdú
amma, börn hans og tengdabörn,
nánast vaktað hann. Það hefur verið
hægt að spyrjast fyrir um hann og fá
nýjustu fréttir, nánast eins og inn á
www.vedur.is. Hann hefur til hins síð-
asta notið fullrar virðingar og kær-
leika sinna nánustu.
Maður uppsker, sem maður sáir –
Það hefur Jón afi sannað.
Björg.
Meira: mbl.is/minningar
Jón afi eða „langana“ eins sonur
minn og langafabarnið Magnús kall-
aði hann, er nú látinn. Heilsu hans var
þannig háttað að það átti ekki að
koma á óvart. Nokkrum sinnum áður
fannst mér þó hann gera sig líklegan
til að vera að kveðja okkur og þennan
heim, en hann hætti alltaf við og kom
tvíefldur til baka. Það var afa líkt.
Mér fannst krafturinn reyndar með
ólíkindum og hef ég alltaf líkt honum
við kött, með níu líf. Svo kom dag-
urinn þar sem lífin urðu ekki fleiri og
Jón afi ákvað að kveðja okkur. En
hann skildi eftir hjá okkur margar
góðar minningar sem fara ekki frá
okkur.
Afi var mér alltaf afar góður og
sýndi syni mínum mikla væntum-
þykju. Afi var alltaf hress og kvartaði
aldrei. Hann var mikill húmoristi og
gerði grín að sjálfum sér og okkur
hinum alveg til hins síðasta. Til marks
um þetta eru mér minnisstæðar mót-
tökur „langana“ í einni af heimsókn-
um okkar Magnúsar á Öldugrandann
til hans og ömmu. Þá var minnið orðið
töluvert skert en hann var snillingur í
að snúa á okkur hvað þetta varðaði og
gera gott úr öllu. Þegar við komum
inn sat afi á sínum stað við hringborð-
ið inni í eldhúsinu. Við göngum inn og
Magnús fær hlýjar móttökur að
vanda og afi heilsar honum brattur:
„Ertu kominn, litli Maggi?“ og snýr
sér svo að mér og segir glottandi: „Þú
verður að koma oftar í heimsókn, ég
er bara búinn að gleyma þér!“ Svona
var afi.
Ég er þakklát fyrir að sonur minn
fékk tækifæri til að kynnast Jóni afa.
Allar minningar tengdar afa og „lang-
ana“ eru jákvæðar og kalla auðveld-
lega fram brosið hjá okkur báðum, en
um leið söknuð. Við biðjum honum
blessunar.
Sara og Magnús.
Við vorum sex, börnin sem ólumst
upp saman á Krossum í Staðarsveit á
Snæfellsnesi. Börn tveggja systra,
fimm stelpur og einn strákur, sem er
borinn til grafar í dag.
Ég var fjórum árum yngri en Jón,
en mikil útistelpa og hélt mig alltaf
þar sem verið var að vinna eða eitt-
hvað var að gerast.
Ég var heppin að eiga þennan upp-
eldisbróður með sitt fjöruga ímynd-
unarafl. Mega taka þátt í leikjunum
eða bara sem áhorfandi. Einn
skemmtilegasti leikurinn var bílaleik-
urinn. Jón átti marga bíla, trébíla, og
suma hafði hann smíðað sjálfur. Vöru-
bíla og drossíur, mest vörubíla.
Sandbakkarnir við sjóinn urðu að
bröttum fjallshlíðum með krókóttum
og hrikalegum vegum. Aksturinn var
ekki hljóðlaus, það ískraði í bremsum
og gírum og vélin hafði mjög hátt,
brummmm, brumm. Það urðu veltur
og árekstrar.
Jón var driffjöðurin í oft djörfum
leikjum og leiksviðið var mest við sjó-
inn, í skerjum og klettum. Hann sýndi
okkur stelpunum karlmennsku sína
með því að synda í ísköldum sjónum.
Við stelpurnar sulluðum aðeins og lét-
um öldurnar elta okkur með tilheyr-
andi skrækjum.
Hann var forsprakkinn á sviði
íþrótta á heimilinu. Setti upp mörkin
og maður var drifinn í fótbolta, hlaup
og alls konar stökk við kjöraðstæður í
mjúkum sandinum eða stinnum fjöru-
kambinum. Við bjuggum á strönd-
inni. Íþróttirnar voru stundaðar með
miklum tilþrifum og einlægum vilja
og metnaði til að bæta sig og gera bet-
ur.
Það var oft gott að vera í fylgd með
svölum strák, t.d. þegar við lentum í
svaðilförum í sunnudagsreiðtúrunum.
Það var svo gaman að hleypa klár-
unum á næstum óendanlegri sand-
ströndinni (Löngufjörum) að við
gleymdum stundum aðfallinu og
þurftum þá að sundríða árnar til að
komast heim. Hann kenndi mér að
sundríða og fór oftast fyrstur út í.
Þegar Jón eignaðist reiðhjól leið
ekki á löngu áður en hann var búinn
að taka það allt í sundur, stykki fyrir
stykki til þess eins að læra að setja
það saman aftur. Þá var framtíðin
ráðin. Vélar og tækni voru hans
áhugamál og urðu síðar lífsstarf hans.
Eftir fermingu fórum við börnin að
tínast að heiman til að leita okkur
menntunar og skildu þá leiðir að
mestu.
Þegar ég kveð uppeldisbróður
minn og frænda er ég full þakklætis
fyrir gefandi samveru og allar góðu
minningarnar. Guð blessi hans góða
lífsförunaut, Maríu, og ég sendi allri
fjölskyldunni hugheilar samúðar-
kveðjur.
Blessuð sé minning Jóns Guðleifs
Pálssonar.
Stefana Gunnlaug Karlsdóttir.
Elsku afi okkar.
Sárt er að sjá þig fara en við vitum
að þú ert á betri stað núna.Við frænk-
urnar eigum báðar góðar minningar
um þig saman og hvor í sínu lagi.
Við munum eftir þér sem miklum
fjölhæfnismanni. Þá má nefna það að
þú varst ekki bara pabbi, afi, langafi
og bróðir heldur varstu líka mikill
spilamaður og handverksmaður.
Það er víst að við tvær munum allt-
af hugsa um þig er við leggjum kapal
eða heyrum ljúfa harmonikkutóna.
Við eigum báðar margar skemmti-
legar minningar með þér á Krossum
þar sem mátti alltaf finna þig úti á
veiðum eða inni í skemmu þar sem þú
fannst þér alltaf eitthvað að gera. Það
var einmitt einn af þínum helstu kost-
um en það verður ekki tekið af þér að
þú lést þér aldrei leiðast.
Hvíldu í friði elsku afi.
Hrafnhildur Helga
og Ragnheiður.
Jón Guðleifur Pálsson
Fleiri minningargreinar um Jón
Guðleif Pálsson bíða birtingar og
munu birtast í blaðinu næstu daga.
✝
Elskuleg móðir okkar og amma,
BJÖRG PÁLSDÓTTIR
frá Ísafirði,
Fornhaga 21,
lést á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund
mánudaginn 14. apríl.
Útförin fer fram frá Neskirkju þriðjudaginn 22. apríl
kl. 15.00.
Kristjana Helgadóttir,
Helga Björg Helgadóttir,
Kolbrún Björg Þorsteinsdóttir,
Hildur Inga Þorsteinsdóttir,
Helgi Már Þorsteinsson.