Morgunblaðið - 21.04.2008, Blaðsíða 20
20 MÁNUDAGUR 21. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ
Einar Sigurðsson.
Styrmir Gunnarsson.
Forstjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
SAMFÉLAG FORDÓMA?
Framkoma Íslendinga við út-lendinga hefur breyst á und-anförnum árum og þess eru
dæmi að fólk flytji burt frá Íslandi af
því að það hafi fengið nóg af fordóm-
unum. Fréttir af útlendingum, sem
fremja glæpi á Íslandi, virðast kalla
fram það versta í mönnum, sem láta
fordóma sína bitna á blásaklausu
fólki. Verst er þegar börnin fá for-
dómana í veganesti af heimilum sín-
um og fá síðan útrás á börnum inn-
flytjenda. Þessi mynd blasir við í
fréttaskýringu eftir Pétur Blöndal í
Morgunblaðinu í gær. Þar er spurt
hvort það sé að myndast gjá í íslensku
samfélagi. Í greininni lýsa innflytj-
endur frá Litháen lífinu á Íslandi.
„Það versta er pirringurinn, hvernig
fullorðið fólk talar um útlendinga,
kemur niður á börnum,“ segir Jurgita
Milleriene, sem búið hefur á Íslandi í
nokkur ár. „Ég er í leikskólakennara-
námi og las grein, þar sem fram kem-
ur að börn mynda fordóma við fimm
ára aldur. Það er því mikilvægt
hvernig foreldrar tala innan um börn.
Ef þau eru orðin fordómafull við fimm
ára aldur þá er erfitt að breyta því.“
Að sögn Jurgitu eru Litháar farnir
að snúa aftur heim, sérstaklega þeir,
sem eru nýkomnir. „Þeir sjá að ekki
er lengur auðvelt að fá vinnu. Og sum-
ir fara út af fordómum. Það er ekki
auðvelt að hlusta á barnið sitt gráta af
því að krakkarnir í skólanum tala um
að það sé ekki Íslendingur.“
Íslendingar hafa fengið útlendinga
til að vinna störf, sem þeir vilja ekki
vinna sjálfir. Það sama virðist vera
uppi á teningnum í undirheimunum
þegar útlendingar eru fengnir til að
vera burðardýr með fíkniefni.
Glæpir eru alvarlegt mál og þegar
allt bendir til þess að skipulögð
glæpastarfsemi teygi anga sína til Ís-
lands þarf að bregðast við því af al-
vöru. En það þýðir ekki að sýna eigi
fólki lítilsvirðingu vegna uppruna
þess. Það þýðir ekki að dæma eigi fólk
fyrir fram. Það þýðir ekki að gera eigi
börnum lífið óbærilegt á Íslandi
vegna uppruna þeirra og foreldra
þeirra.
Hættan er sú að fordómarnir leiði
til þess að börn innflytjenda einangr-
ist í samfélaginu og njóti ekki sömu
kosta og önnur börn. Viðmælendurn-
ir í úttektinni láta vel af Íslandi og
segja öryggið sérstaklega eftirsókn-
arvert. Helsta áhyggjuefnið er hvað
mörg barnanna flosna upp úr námi
eftir grunnskóla. Móðir frá Litháen
segir að það gerist vegna slæmrar
tungumálakunnáttu og áreitis: „Það
leiðir til þess að þeir geta tapað áttum
og lent á glapstigum eða endað í
verkamannavinnu, eins og foreldrar
þeirra, og það myndast gjá í sam-
félaginu.“ Í raun hafa engin stór
vandamál fylgt auknum fjölda inn-
flytjenda á Íslandi og framlag þeirra
til samfélagsins er verulega vanmet-
ið. En haldi fram sem horfir í þessum
efnum er óhjákvæmilegt að vanda-
málin blossi upp. Það er kaldhæðn-
islegt að fordómar skuli vera ein rótin
að þessari þróun.
TVÖFÖLDUN REYKJANESBRAUTAR
Það er ekkert vit í, að framkvæmdirvið lokaáfanga tvöföldunar
Reykjanesbrautar hefjist ekki fyrr en
á árinu 2011 eða síðar eins og fram
kom í Morgunblaðinu í gær, að hugs-
anlega gæti gerzt. Tregða hins opin-
bera til þess að bretta upp ermarnar
og hraða þessum framkvæmdum svo
og að hraða framkvæmdum við tvö-
földun Suðurlandsbrautar er óskiljan-
leg.
Þetta mál snýst fyrst og fremst um
mannslíf og í þeim efnum gildir því
miður einu hvort talað er um Reykja-
nesbraut eða Suðurlandsveg.
Sá kafli Reykjanesbrautar, sem nú
er rætt um að hefja ekki framkvæmdir
við fyrr en árið 2011, liggur í landi
Hafnarfjarðar. Þegar gert var ráð fyr-
ir, að álverið í Straumsvík yrði stækk-
að, var áformað að færa þann hluta
Reykjanesbrautar til, sem liggur fram
hjá álverinu. Nú hefur verið horfið frá
þeirri stækkun en það breytir engu
um þá gífurlegu umferð, sem þar fer
um. Þar að auki er svæðið í námunda
við álverið að byggjast upp hjá Hafn-
firðingum, m.a. með húsnæði, sem
ætlað er fyrir margvíslega atvinnu-
starfsemi. Það er því fyrirsjáanlegt,
að umferð mun stóraukast á svæðinu
við álverið í Straumsvík. Þar verður
ekki bara mikil umferð stórra flutn-
ingabíla heldur stóraukin umferð
slíkra bíla og augljóst að annarri um-
ferð stafar hætta af henni.
Það er alveg sama frá hvaða sjón-
arhóli horft er á þetta mál, það er ekk-
ert vit í að draga framkvæmdir á þess-
um síðasta áfanga tvöföldunar
Reykjanesbrautar eins lengi og nú er
rætt um.
Hvað ætli valdi því, að þeir, sem
ábyrgðina bera, virðast ekki gera sér
grein fyrir því, að borgarar þessa
lands eru ekki tilbúnir til að bíða svona
lengi?
Tvöföldun þessara akbrauta á milli
Reykjavíkur og Suðurnesja og
Reykjavíkur og byggðanna fyrir aust-
an fjall er brýnasta verkefnið í sam-
göngumálum þjóðarinnar um þessar
mundir. Umferðin er orðin svo mikil,
umferð þungaflutningabíla er öðrum
bílum svo hættuleg að það er ekki
hægt að fallast á frestun framkvæmda
með nokkru móti. Það er athyglisvert í
þessu sambandi að bílstjórar flutn-
ingabílanna hafa verið að krefjast
undanþágu frá reglum ESB um hvíld-
artíma. Ekki verður það til þess að
auka á öryggi í umferðinni. Hins vegar
hafa þeir lög að mæla, þegar þeir
krefjast þess, að komið sé upp við
þjóðvegi aðstöðu fyrir þá til að hvílast.
Yfirvöld samgöngumála verða að
gera sér grein fyrir, að sá langi fram-
kvæmdatími, sem nú er áætlaður á
báðum þessum samgönguleiðum,
gengur ekki upp. Það munu of margir
Íslendingar deyja af slysförum á þess-
um leiðum ef framkvæmdum verður
ekki hraðað. Kristján Möller verður
að tala máli þjóðarinnar á Alþingi.
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/
Eftir Steinunni Ásmundsdóttur
steinunn@mbl.is
Brúarjökull er undir ár-vökrum augum vísinda-manna vegna fram-hlaupa, sem fara langt á
stuttum tíma með miklum atgangi.
Ekki þykir þeim landið sem kemur
undan jöklinum síður áhugavert til
rannsókna. Jökullinn ryðst fram og
hopar á hundrað ára fresti og því er
í grófum dráttum sama landsvæðið
að hverfa og koma í ljós aftur og
aftur.
„Þarna er margt forvitnilegt að
sjá og rannsaka,“ segir Ívar Örn
Benediktsson, jöklajarðfræðingur í
doktorsnámi við Jarðvísindastofn-
un Háskólans. Hann hefur rann-
sakað Brúarjökul frá árinu 2003,
bæði í tengslum við meistaraverk-
efni við Kaupmannahafnarháskóla
og doktorsnám, en 2006 jók hann
Eyjabakkajökli við rannsóknir sín-
ar. Þær eru hluti af stóru sam-
norrænu rannsóknarverkefni sem
hófst 2003. Ólafur Ingólfsson pró-
fessor vinnur m.a. að rannsóknum
með Ívari.
„Jökullinn á sér mjög merkilega
framhlaupasögu og hefur hlaupið
fram um 8-10 km á u.þ.b. 80 til 100
ára fresti í það minnsta frá árinu
1625,“ segir Ív-
ar. „Áhugi
hópsins beindist
að því að kanna
hin merkilegu
landform sem
jökullinn mynd-
ar í fram-
hlaupum og
hvaða upplýs-
ingar þau
geyma um þá
ferla sem eru að verki. Síðast en
ekki síst vildum við kanna hvað or-
sakar geysimikinn skriðhraða í
jöklinum meðan á framhlaupum
stendur.“
Það sem veldur framhlaupi jökla
er að innra flæði í þeim á árs-
grundvelli er ekki nógu hratt til að
færa árlega ákomu ofan af efri
hluta jökulsins niður á leys-
ingasvæði. Efri hluti jöklanna
byggist smám saman upp á meðan
sporðurinn hopar hratt. Þeir verða
því æ brattari uns þeir þola ekki
meira og rjúka fram til að stilla sig
af á nýjan leik. Brúarjökull er ein-
hver þekktasti framhlaupsjökull
heims. Svo menn geti leitt sér at-
ganginn í honum fyrir sjónir, má
ímynda sér að hefði hann staðið
með sporðinn við Egilsstaði og ver-
ið á leið út Hérað, væri hann kom-
inn hálfa leið út í Eiða eftir
og orðinn 300 m þykkur yf
stöðum.
„Brúarjökull er mjög me
framhlaupsjökull að því ley
framhlaupin í honum eru g
hröð,“ segir Ívar. „Hann h
fram um allt að 10 km á 1-2
uðum. Þetta þýðir að jökul
Land endurf
Ísland er stöðugt í mótun og sést það vel
á landi sem kemur smám saman í ljós undan
sporði Brúarjökuls. Þar má nú finna merkilegar
jarðmyndanir og nýja jökulkvísl með fallegum
fossi. Þetta landslag mun þó hverfa á ný.
Jökuldregið land Glöggt má sjá jökulkembur ganga samsíða flæðistefnu Brúarjökuls sem löng strik í l
Harka og mýkt Vatn sem
í berggrunninn. Hér sjást
Ívar Örn
Benediktsson