Morgunblaðið - 21.04.2008, Blaðsíða 40
MÁNUDAGUR 21. APRÍL 112. DAGUR ÁRSINS 2008
»MEST LESIÐ Á mbl.is
»VEÐUR mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 200 ÁSKRIFT 2800 HELGARÁSKRIFT 1700 PDF Á MBL.IS 1700
SPARIÐ MEIRA EN HELMING MEÐ ÁSKRIFT
Morgunblaðið bíður
eftir þér þegar þú
vaknar á morgnana
ÞETTA HELST»
Spennandi jökull
Brúarjökull er til skoðunar hjá
jöklajarðfræðingnum Ívari Erni
Benediktssyni. Hann kannar hin
merkilegu landform sem jökullinn
myndar í framhlaupum sínum og
hvaða upplýsingar þau geyma um þá
ferla sem eru að verki. Jökullinn
hleypur fram um 8-10 km á 80-100
ára fresti. Hann hljóp síðast fram
um 9 km í austanverðum Kringilsár-
rana 1963-64, en hefur síðan hopað
um 5 km. » Miðopna
Óttast óvissu
Verði frumvarp umhverf-
isráðherra um ný heildarlög um
skipulagsmál að lögum mun skapast
mikil óvissa um hvernig skipulagi á
miðhálendinu skuli háttað. Þetta
kemur fram í umsögn Sambands ís-
lenskra sveitarfélaga. Sambandið
leggst alfarið gegn því að frum-
varpið verði að lögum nema á því
verði gerðar breytingar. » Forsíða
Reykjanesbraut færð
Bæjarstjóri Hafnarfjarðar segir
alveg skýrt af hálfu bæjarins að hluti
Reykjanesbrautar verði færður þeg-
ar brautin verði tvöfölduð. Að-
spurður segist hann telja að fram-
kvæmdir vegna þessa geti hafist árið
2010. Segist hann telja að hér sé um
forgangsverkefni að ræða hjá Vega-
gerðinni. » 2
SKOÐANIR»
Ljósvakinn: „Aldrei aftur eiga nótt
með þér“
Staksteinar: Tveir pólar
Forystugreinar: Samfélag fordóma
| Tvöföldun Reykjanesbrautar
UMRÆÐAN»
Aldraðir, fordómar og forgangs-
röðun
Dettifossvegur
Fordómar
Töfratré - undur vorsins
Samband norrænna lagnafélaga
Minnisblað húsbyggjenda
Minnisblað seljenda
FASTEIGNIR»
Heitast 12° C | Kaldast 5° C
Hæg austlæg eða
breytileg átt en aust-
an 8-13 m/s við suð-
vesturströndina. Létt-
skýjað fyrir norðan. » 10
Askja sem inniheld-
ur sjö hljóðvers-
plötur Nýdanskra er
brotin rækilega til
mergjar af Atla
Bollasyni. » 37-8
TÓNLIST»
Heldur sínu
striki
TÓNLIST»
Eiki heldur tónleika með
Ken Hensley. » 33
Hvað er það sem
gerir vídeóleigu
ómótstæðilega? Frá-
bært úrval, þjónusta
og góð þekking á
kvikmyndum. » 34
AF LISTUM»
Ómótstæði-
leg leiga
TÖLVULEIKIR»
Condemned 2 og Dark
Sector fá 4 stjörnur. » 35
FLUGAN»
Flugan kitlaði nef út-
skriftarnema LHÍ. » 32
reykjavíkreykjavík
VEÐUR»
1. Prinsinn lenti í garði kærustu
2. Skelltu sér í nætursund
3. Fleiri nauðungarsölur
4. Bond-bíllinn hafnaði í sjónum
Ef borið er saman verð á nokkr-
um innfluttum vörutegundum
(auk eggja, basilíku og sýrðs
rjóma) í stórmarkaði með háu
þjónustustigi hér á landi (Nóa-
túni) og verð á sömu innfluttu
vörutegundum í stórmarkaði með
sambærilegu þjónustustigi í
Berlín (Kaysers, en þar er kjöt-,
fisk-, og ostaborð, deild með líf-
rænni vöru o.s.frv.) kemur í ljós
að neytendur á Íslandi greiða
umtalsvert meira fyrir sína mat-
vöru en þýskir neytendur. Und-
antekningin er verð á eggjum en
þau kosta það sama í Nóatúni og
Kaysers. Þess má geta að íslenski
basilíkupotturinn var helmingi
minni en sá þýski. |fbi@mbl.is
Auratal
$-
5
6 00
7
088
606080&).*613
9
1 0
!&6&):
!&;
&)13
9:
66&-13
<
&%** =6
&9
&.** !>=!
?
13
//.
%).
%'4
%/+
.(*
)/)
%++
+*
%/+
%3/4.
@:
13
-/.
(4+
'-.
%'+
''4
/'+
%++
)+'
/)+
(3/-*
ÁÐUR óþekkt listaverk hafa komið
upp við flokkun og skráningu sem
fer nú fram á safneign Nýlistasafns
Íslands, meðal annars verk sem
Richard Hamilton og Dieter Roth
unnu í sameiningu.
Ekki er mikið vitað um verkið, en
þeir Roth og Hamilton unnu saman í
þrjár vikur árið 1976 að sameig-
inlegri sýningu sem var sett upp í
sex Evrópulöndum.
„Við ætlum að fá Björn Roth til
þess að koma hingað og svara þeim
spurningum sem koma upp í ferlinu
um verk föður hans,“ segir Nína
Magnúsdóttir safnstjóri. | 15
Falinn fjár-
sjóður á Nýló
Fundið Verk eftir listamennina
Richard Hamilton og Dieter Roth.
„OKKUR tókst vonandi að hoppa lengsta parís í heimi,“
segir Kristjón Geir Sigurðsson, en hann útbjó í gær
ásamt þremur vinum sínum, systkinunum Lilju Dís,
Kristófer Má og Sigurði Þór Þórisbörnum, parísvöll
sem var samtals tvö þúsund reitir. Parísbrautin byrjaði
fyrir framan Skipasund 69 og náði alla leið út að Sævið-
arsundi 2. Að sögn Kristjóns tók það hvern þátttakanda
á bilinu sjö til tíu mínútur að hoppa alla vegalengdina.
Að sögn Kristjóns var það Lilja Dís sem átti frum-
kvæðið að því að vinahópurinn færi í parís og þegar bú-
ið var að teikna fyrstu reitina með krít á gangstéttina
kviknaði hugmyndin að því að útbúa lengstu parísbraut
í heimi. Spurður hvort vinahópurinn fari oft í parís seg-
ir Kristjón það stundum koma fyrir, en ekki mjög oft.
Bjuggu til 2.000 reiti um helgina
Vonast til þess að hafa sett heimsmet í paríshoppi
Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson
FUGLAFRÆÐINGAR hafa tölu-
verðar áhyggjur af því að loftslags-
breytingar geti haft neikvæð áhrif á
fuglastofna, ekki síst farfugla, og bú-
svæði þeirra. Þetta var meðal þess
sem fram kom á ráðstefnu um fugla
sem Fuglavernd stóð fyrir um
helgina.
Að sögn Ástu Þorleifsdóttur, jarð-
fræðings og annars tveggja fundar-
stjóra á fundinum, minntu fyrirles-
arar á mikilvægi votlendis fyrir
fuglastofnana. „Votlendið er það
vistkerfi sem þjónar okkur sem á
jörðinni búa hvað best, þannig að
þegar fuglastofnum sem búa í vot-
lendi hnignar er það til marks um að
votlendinu sé að hnigna sem er
ákveðið áhyggjuefni,“ segir Ásta og
bendir á að votlendi sé bæði mikil-
vægt hreinsunarkerfi og flóðvörn.
Í erindi Freydísar Vigfúsdóttur
kom fram að hnignun hefur orðið í
stórum stofnum sjófugla sem gæti
tengst miklum breytingum á veður-
fari. Að sögn Ástu kom í máli fugla-
fræðinganna á ráðstefnunni fram að
mikilvægt væri að vakta fuglastofna
í og við Ísland mun betur en gert er í
dag til þess að hægt verði að átta sig
betur á stöðu mála og þróuninni.
Óttast neikvæð áhrif
Fuglafræðingar telja að vakta þurfi fuglastofnana betur
Endurheimt votlendis mikilvæg bæði fuglum og fólki
Morgunblaðið/Ómar
Einn á grein Í Fossvogskirkjugarði gat að líta þennan auðnutittling sem
þar sat einn á grein í blíðviðrinu og virti umhverfið fyrir sér.