Morgunblaðið - 21.04.2008, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 21.04.2008, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. APRÍL 2008 9 FRÉTTIR Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16 • Engjateigur 5 • Sími 581 2141 Stuttbuxur, kvartbuxur og síðbuxur Útflutningsráð sjái um Promote Iceland INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir ut- anríkisráðherra telur vel koma til greina að fela Útflutningsráði að annast verkefnið Promote Iceland, sameiginlegan vettvang ímyndar- og kynningarmála sem ímyndarnefnd forsætisráðherra lagði til að yrði stofnuð og kynnt var á mánudag. Ingibjörg nefndi þetta í ræðu sinni á ársfundi Útflutningsráðs en ekki hefur verið ákveðið hvar vista eigi verkefnið Promote Iceland. Hún sagði það skoðun sína að í samræm- ingu aðgerða og upplýsingagjafar stjórnvalda ætti Útflutningsráð að leika aukið hlutverk. Ráðið hefði eflst á undanförnum árum og þá einkum eftir að samstarfið við utan- ríkisráðuneytið var aukið. Samruni ráðuneytisskrifstofa Ímyndarnefndin lagði til meiri skilvirkni og Ingibjörg sagði utan- ríkisráðuneytið ætla að bregðast við því þegar á þessu ári. Sameina ætti skrifstofu menningar- og upplýs- ingamála og skrifstofu viðskipta- þjónustu og ferðamála (VUR). Þá yrði starfssvið viðskiptafulltrúanna, sem eru alls 10, skerpt og það með skýrari hætti látið ná til menningar-, landkynningar- og ímyndarmála. Ingibjörg Sólrún benti í sinni ræðu jafnframt á þær tillögur ímyndarnefndarinnar, sem Svafa Grönfeltd leiddi, að svæðisskrifstof- ur Ferðamálastofu í Frankfurt, Kaupmannahöfn og New York yrðu lagðar niður í núverandi mynd og sú starfsemi tvinnuð annarri kynning- arstarfsemi á vegum stjórnvalda í viðkomandi borgum. Ingibjörg sagði Össur Skarphéðinsson iðnaðarráð- herra fyrir sitt leyti hafa lýst því yfir að hann vildi eiga meira samstarf við utanríkisþjónustuna um landkynn- ingarmál en verið hefði. Ótímabært að ákveða vistun á Promote Iceland Ólöf Ýrr Atladóttir ferðamála- stjóri segir að skýrsla ímyndar- nefndarinnar hafi verið mjög tíma- bær. Í skýrslunni birtist lýsing á brotakenndri mynd íslenskra kynn- ingarmála, sem ljóst sé að þurfi að samstilla og setja í skilvirkari far- veg. „Sú tillaga nefndarinnar að koma á fót vettvangi þar sem aðilar sem málið varða myndu starfa saman að því að móta, styrkja og koma á fram- færi skýrri, jákvæðri ímynd af landi og þjóð, er vissulega áhugaverð,“ segir Ólöf en telur ekki tímabært að ákveða hér og nú hvar vista eigi verkefnið Promote Iceland. Eftir sé að ákveða hvort þessi leið verði farin og hvernig hún verði útfærð. „Hins vegar er ég alveg sammála því að betur þurfi að stilla saman strengi í landkynningarmálum. Ég tel að margvíslegar leiðir séu færar og er Ferðamálastofa algjörlega reiðubúin að koma að þeirri nauð- synlegu umræðu sem nú fer í gang um þessi mál, enda íslensk ferða- þjónusta í gegnum tíðina öflugasti vettvangur almennrar landkynning- ar. Í mínum huga er því alveg ljóst að atvinnugreinin mun áfram þurfa öfl- ugan málsvara og sterka aðkomu í markaðssetningu landsins á erlendri grundu,“ segir Ólöf Ýrr. Skrifstofur Ferðamálastofu í Frankfurt, Kaupmannahöfn og New York verði lagðar niður á næstunni Ólöf Ýrr Atladóttir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir STEFNT er að brautskráningu 78 lögreglunema á árinu, sem svarar til um 10% af öllu lögregluliði landsins. Fyrir helgi voru 45 nemendur braut- skráðir við hátíðlega athöfn í Bú- staðakirkju og ráðgert er að útskrifa 33 nema í desember. Nemendurnir sem brautskráðir voru að þessu sinni hafa lokið almennu grunnnámi frá Lögregluskóla ríkisins og teljast því hafa öðlast færni til að takast á við öll almenn löggæslustörf. Björn Bjarnason dómsmálaráð- herra var einn þeirra sem héldu ávarp. Ráðherrann bauð hina nýju lögreglumenn velkomna til starfa og sagði þá koma inn á starfsvettvang þar sem miklar breytingar væru á döfinni – ekki breytinganna vegna, heldur í því skyni að gera góða hluti betur. „Af almennum umræðum er auð- velt að draga þá ályktun að fæling- armáttur lögreglu sé best tryggður með lögreglumönnum sem sitji við símann á lögreglustöð nótt sem nýtan dag. Raunar skipti mestu að þeir sitji þar á nóttunni því að þá séu ræningj- ar helst á ferð. Án þess að gera lítið úr þessari staðalmynd, tel ég hana hluta af liðinni tíð,“ sagði ráðherrann og gat þess að hreyfanleiki og afl lögreglu- manna hefði stóraukist. Sveinn Ingiberg Magnússon, frá- farandi formaður Landssambands lögreglumanna, hélt einnig erindi og sagði faglega framkomu lykilatriði, auk virðingar fyrir þeim verkefnum sem lögreglunni eru falin. Hæstu meðaleinkunn á lokaprófum náðu þau Antonía Hermannsdóttir og Garðar Axelsson en þau fengu með- aleinkunnina 9,12. Þar á eftir kom Óli Ásgeir Hermannsson sem fékk með- aleinkunnina 9,09. Óli Ásgeir var jafn- framt valinn „lögreglumaður skól- ans“ ásamt Róberti Frey Gunnarssyni. Brautskráning Lögregluskólans 45 nýir lögreglumenn boðnir velkomnir LOKAHÁTÍÐ Mentorverkefnisins Vináttu fór fram um helgina og meðal hápunktanna var hæfi- leikakeppni mentora og barna. Sigurvegari í keppninni var Ellen Geirsdóttir úr Grandaskóla sem flutti nokkur frumsamin ljóð. Í öðru sæti lentu þær Kristín Júlía Erlends- dóttir úr Kvennaskólanum og Stella Hlynsdóttir úr Vesturbæjarskóla fyrir að spila tvíraddað á blokk- flautu. Þriðji varð síðan Tyrece Gísli Angel sem sýndi skrykkdans eða breakdans eins og hann nefnist á ensku. Markmið Mentorverkefnisins er að mynda samband milli barns og ábyrgs, þroskaðs, fullorðins ein- staklings auk þess að efla sjálfsmynd barna og gefa háskólastúdentum tækifæri til að kynnast börnum, for- eldrum þeirra og nánasta umhverfi. Morgunblaðið/Kristinn Vinátta Verðlaunahafar í hæfileikakeppninni ásamt dómaranum, Lalla töframanni. F.v.: Ellen Geirsdóttir, Tyrece Gísli Angel og Stella Hlyns- dóttir. Fyrir aftan Stellu stendur Kristín Júlía Erlendsdóttir. Ellen vann hæfi- leikakeppnina Lokahátíð Vináttu fór fram um helgina Í OPINBERRI heimsókn forseta Íslands, Ólafs Ragnars Grímssonar, í Skagafirði hlutu 13 ungmenni „Hvatningu forseta Íslands til ungra Íslendinga“. Hvatningin var afhent á fjölskylduhátíð í íþróttahús- inu á Sauðárkróki. Þau sem hlutu hvatningu eru: 1. Bjarni Þórir Jóhannsson, 15 ára, Hofsósi. Hann hefur sýnt fádæma dugnað og samviskusemi þrátt fyrir lesblindu. 2. Bryndís Rut Haraldsdóttir, 13 ára, Skagafirði. Hún er dugleg í íþróttum og hefur spilað fótbolta frá því hún var á leikskólaaldri, bæði við stelpur og stráka, góður vinur, kurteis og prúð. 3. Elín Árdís Björnsdóttir, 16 ára, Skagafirði. Hún hefur verið burðarás í félagslífi síns skóla, frábær leikkona og námsmaður. 4. Gísli Felix Ragnarsson, 15 ára, Sauðárkróki. Þrátt fyrir meðfæddan sjúkdóm hefur hann sýnt einstaka ljúfmennsku og æðruleysi í allri fram- göngu, er virkur í leiklistarstarfi og góð fyr- irmynd. 5. Harpa Lind Einarsdóttir, 12 ára, Sauðárkróki. Hún tókst á við erfiðan sjúkdóm með miklu æðru- leysi og jákvæðni og hefur reynst góður félagi. 6. Ingveldur Vilborg Kristmarsdóttir, 15 ára, Sauð- árkróki. Hún er dugleg, jákvæð og samviskusöm þrátt fyrir ýmsa erfiðleika. 7. Katarína Ingimarsdóttir, 12 ára, Varmahlíð. Hún er afburða námsmaður, einnig í tónlist; með ljúfa framkomu og stóð sig mjög vel í Stóru upplestrar- keppninni. 8. Kolbjörg Katla Hinriksdóttir, 13 ára, Varmahlíð. Hún er framúrskarandi frjálsíþróttakona, stendur sig vel í námi, samviskusöm og dugleg. 9. Linda Björk Valbjörnsdóttir, 16 ára, Sauðárkróki. Hún er afreksmaður í frjálsum íþróttum, marg- faldur Íslandsmeistari og góður námsmaður. 10. Patrycja Sylwia Garlak, 14 ára, Sauðárkróki. Þrátt fyrir aðeins tveggja ára búsetu á Íslandi hefur hún náð undraverðum árangri í íslensku og verið góð fyrirmynd í öllum samskiptum. 11. Sigurgeir Ólafsson, 15 ára, Hjaltadal. Hann er framúrskarandi nemandi sem sýnir sjálfstæði og ábyrgð, hvort heldur í íþróttum eða bóklegu og hefðbundnu námi. 12. Stefán Ingi Gestsson, 15 ára, Varmahlíð. Hann er jákvæður og glaður einstaklingur, einstaklega hjálpsamur við samnemendur, kennara og starfs- fólk skólans; sýndi á árshátíð skólans að hann er afbragðs leikari. 13. Tinna Björk Ingvarsdóttir, 11 ára, Sauðárkróki. Hún hefur sýnt mikla listræna hæfileika, unnið í myndlistarsamkeppnum og spilar á hljóðfæri. Þrettán tóku við hvatn- ingu frá forseta Íslands Ljósmynd/Gunnar Geir Vigfússon Í Varmahlíðarskóla Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, heimsótti Skagafjörð fyrir skömmu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.