Morgunblaðið - 21.04.2008, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 21.04.2008, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. APRÍL 2008 23 KÆRI lesari. Þessi pistill er skráður á vef Morgunblaðsins sem aðsend grein. Þetta er afar dýrmæt þjónusta Morgunblaðsins við lesendur. Mér er bæði ljúft og skylt að þakka fyrir það. Þönglabakki er í vitund flestra þeirra sem búa á Stórasvæði höfuð- borgarinnar gata ein í Breiðholts- hverfi. Þetta bréf er ekki um þá götu. Fólk sem býr við Eyjafjörð og austur um Þingeyjarsýslu veit að Þöngla- bakki er fyrrum prestssetur í Þor- geirsfirði í Fjörðum. Þetta bréf er um þann Þönglabakka. Fjörður fóru í eyði fyrir um það bil hálfum sjöunda áratug. Prestur sat síðast Þönglabakka fyrir meira en einni öld. Nú ríkir þar um slóðir sú kyrrð sem lýst er í kvæði Böðvars Guðmundssonar um Fjörður: Yfir í Fjörðum allt er hljótt, eyddur hver bær, hver þekja fallin. ... Grær yfir leiði, grær um stein, gröfin er týnd og kirkjan brotin. (Böðvar Guðmundsson: Næturljóð úr Fjörðum.) Mikill fjöldi fólks á uppruna sinn á Þönglabakka eða í Fjörðum. Sumir þeirra vitja heimabyggðar sinnar reglulega, en fjölmargir hafa einnig lagt leið sína um Fjörður síðustu ár með því að taka þátt í gönguferðum Fjörðunga sem farnar eru um þessar eyðibyggðir sumar hvert. Nú er á Þönglabakka skipbrots- mannaskýli og aðstaða fyrir gangna- menn og hesta þeirra. Kirkjan er horfin en kirkjugarðurinn er þar enn með nokkrum sjáanlegum minning- armörkum. Kirkjan á Þönglabakka var sam- kvæmt fornum bókum helguð Ólafi konungi helga og er þvi Ólafskirkja. Kirkjudagur hennar er 29. júlí. Undirbúningshópur um helgihald á Þönglabakka hefur ákveðið að taka upp þann sið að messa á Þönglabakka síðasta sunnudag í júlí. Með þessu bréfi er því boðað til messu í kirkju- garðinum á Þönglabakka sunnudag- inn 27. júlí næstkomandi kl. 14. Þau sem vilja koma til messu geta ekið sem leið liggur í Hvalvatnsfjörð og gengið þaðan yfir hálsinn til Þönglabakka. Þetta er róleg um það bil klukkustundarganga. Áformað er einnig að hægt verði að fara frá Grenivík með bát í Þorgeirs- fjörð ef eftirspurn eftir þeim ferða- máta verður nægjanleg. Þá þarf að fara með gúmbát í land því engin er bryggjan, en stutt er ganga frá fjöru- borði að hinum forna kirkjustað. Ýmsir valinkunnir prestar sem eiga ættir að rekja á þessar slóðir munu aðstoða við messuna. Að messu lok- inni verður kirkjukaffi með steiktum lummum. Til þess að hægt sé að ákveða magn kaffis og fjölda lumma er æski- legt að þau sem nú þegar hafa ákveð- ið að vitja Þönglabakka á hinum til- setta degi láti vita á netfangið kvi@hi.is eða hringi í síma 897 2221, (Kristján Valur) eða 895 8131 (Björn). Atburður þessi verður nánar kynntur þegar nær dregur. KRISTJÁN VALUR INGÓLFSSON, prestur á Þingvöllum og kennari við guðfræðideild HÍ. Þönglabakki Kristján Valur Ingólfsson Bréf til blaðsins Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is ÞANN 3. apríl síðastliðinn var lagt fram á Alþingi frumvarp til laga um opinbera háskóla. Er þar um að ræða ný heildarlög fyr- ir ríkisrekna háskóla sem er í sjálfu sér eðli- legt m.a. vegna sam- einingar Háskóla Ís- lands og Kennaraháskólans sem formlega verður 1. júlí næstkomandi. Þótt með lögum sé ætlunin að einfalda stjórnsýslu háskólanna og setja lagaramma ut- an um þá háskóla sem reknir eru samkvæmt fjárlögum, leynist þar vágestur. Í síðasta málslið 24. gr. frumvarpsins stendur: „Háskólaráð geta gert tillögu til ráðherra um breytingar á hámarksfjárhæð skrá- setningargjalda.“ Í dag eru skrá- setningargjöld við HÍ 45.000 krónur en það verður engum talin trú um að það sé kostnaðurinn við að skrásetja einn nemandi á 21. öldinni. Aukin há- marksfjárhæð skrásetningargjalda jafngildir upptöku skólagjalda við Háskóla Íslands! Þá gæti einhver bent á að það sé Háskólaráð sem geti gert slíkar til- lögur til ráðherra, þ.e. Háskólanum er það í sjálfsvald sett hvort hann tekur upp skólagjöld. Samkvæmt núverandi skipulagi væri þetta vissu- lega rétt vegna þess að í Háskólaráði HÍ sitja tíu manns, átta frá háskól- unum og tveir sem ráðherra skipar. Þess vegna eru í 6. gr. frumvarpsins lagðar til grundvallarbreytingar á skipan Háskólaráðs til að tryggja ráðherra öll tögl og hagldir. Fækkað verður úr tíu í sjö aðeins á kostnað nemenda og kennara þannig að þeg- ar upp er staðið eru einungis þrír af sjö í ráðinu frá Háskól- anum sem er minni- hluti ráðsins. Hugmyndir um upp- töku skólagjalda við Háskóla Íslands eru runnar undan rifjum Sjálfstæðisflokksins og þurfa ekki að koma á óvart ef rýnt er í lands- fundarályktun flokks- ins frá 2007 en þar seg- ir orðrétt: „Framlög ríkisins til skólanna hafa verið stóraukin en til að ná árangri dugar það ekki eitt og sér. Til þess að það takist þurfa nemendur að taka í auknum mæli þátt í kostnaði við nám sitt.“ Ljóst er að það hefur alltaf ver- ið áætlun Sjálfstæðisflokksins að koma á skólagjöldum við HÍ en slík gjaldtaka opinberrar stofnunar í menntakerfinu er ekkert annað en falinn skattur á þegna landsins. Það er þó ekki þannig að Sjálfstæð- isflokkurinn sé einn í ríkisstjórn en hvar er hinn flokkurinn? Samfylk- ingin lofaði því í síðustu kosningum að tryggja að ekki yrðu tekin upp skólgjöld við grunn- og framhalds- nám í opinberum háskólum eins og stendur í landsfundarályktun þeirra frá 2007. Þetta yrði upptaka skóla- gjalda. Röskva samtök félagshyggjufólks situr nú, annað skólaárið í röð, í meirihluta í Stúdentaráði HÍ eftir nýafstaðnar kosningar. Röskva hef- ur alla tíð barist hatrammlega gegn upptöku skólagjalda og á því hefur engin breyting orðið eins og kom skýrt fram í kosningabaráttunni. Hins vegar er andstaða nemenda við HÍ gegn skólagjöldum slík að Vaka sem situr í minnihluta Stúdentaráðs lagðist einnig gegn skólagjöldum í kosningunum. Þannig hafna allir lýð- ræðislega kjörnir fulltrúar nemenda í Stúdentaráði upptöku skólagjalda. Ýmsar spurningar vakna vegna frumvarpsins sem nú liggur fyrir. Athygli vekur að frumvarpið er lagt fram of seint til þess að það geti farið í gegnum þingið fyrir sumarfrí nema með afbrigðilegri meðferð. Ætlar Sjálfstæðisflokkurinn að þvinga þetta í gegn? Ætli tímasetningin hafi eitthvað að gera með það að nær allir stúdentar eru í prófum og því ekki eins vel á verðinum gagnvart vald- boði ráðherra? Ætlar Samfylkingin að þegja umræðuna í hel eða reyna að sannfæra nemendur HÍ um að hundraðþúsund króna skrásetning- argjald sé ekki skólagjöld? Ég hef nú þegar fengið gíróseðlinn fyrir skóla- gjöldunum næsta ár, 45.000 krónur, en hversu hár ætli hann verði að ári? Skólagjöldum í Háskóla Íslands komið á? Sigurður Kári Árnason segir að vágestur leynist í framkomnu frumvarpi um opinbera háskóla » Þannig hafna allir lýðræðislega kjörnir fulltrúar nemenda í Stúdentaráði upptöku skólagjalda. Sigurður Kári Árnason Höfundur er laganemi við HÍ og í stjórn Röskvu. ÉG las grein á fréttavef Reuters um að aðfaranótt sunnudags hefðu 148 íslamskar grafir í herg- rafreit í Norður- Frakklandi verið van- helgaðar og skemmd- arverk framin á þeim. Móðganir, sem beind- ust að íslamstrú og sumar að dóms- málaráðherra Frakk- lands, en foreldrar hans eru frá Norður- Afríku, voru málaðar á grafirnar. Gengið var svo langt að hengja svínshöfuð á einn leg- steininn. Hátt í 100 lög- reglumenn voru sendir á svæðið til að leita vís- bendinga. Skemmdarverkin voru framin næstum því nákvæmlega einu ári eftir að ung- menni máluðu nasistaslagorð og hakakrossa á íslamskar grafir í sama kirkjugarði. Þá voru tveir menn handteknir og dæmdir í eins árs fang- elsi. Þessi hergrafreitur úr fyrri heimsstyrjöldinni er sá stærsti í Frakklandi og var reistur á vígvelli þar sem margir franski og þýskir hermenn dóu frá október 1914 fram í október 1915. Ég sat dolfallinn eftir að hafa lesið þetta og gat ekki skilið hvernig nokkrum manni dettur í hug að gera svona lagað. Að vanhelga grafir her- manna sem létu lífið í fyrri heims- styrjöldinni vegna þess að múslimar hafa verið sýndir í neikvæðu ljósi undanfarin ár? Einhvern veginn efast ég um að þessir hermenn hafi átt nokkurn þátt í hryðjuverkum síðustu ár sem hafa alið af sér þessa gríð- arlegu fordóma gagnvart múslimum. Þetta á ekki að geta gerst í þessum „siðmenntaða“ heimi okkar. En samt voru framin skemmdarverk á gröfum þessara manna, allt vegna þess að mannkynið getur bara ekki búið í sátt og samlyndi. Og talandi um fordóma, lítum að- eins í eigin barm. Mér finnst hrika- legt að sjá þessa for- dóma gagnvart innflytjendum. Um leið og frétt birtist um ein- hvern Pólverja eða Litháa eða hvaðan sem maðurinn er, sem braust inn eða lenti í slags- málum, þá er strax talað um þá þjóð eins og hún samanstandi af engu nema glæpamönnum. Hvað um þegar Íslend- ingur brýst inn, rænir búð eða er fullur niðri í bæ og lemur einhvern, erum við þá öll glæpa- menn? Nei, nei, þá er skuldinni bara skellt á eiturlyf eða áfengi, svo ekki sé nú talað um að kenna uppeldinu um. Ég veit að miklar fram- farir hafa orðið í umburðarlyndi ís- lensku þjóðarinnar, en það er kominn tími til að við horfumst í augu við vandamálið og tökumst á við það. Fordómar lifa góðu lífi á Íslandi. Fordómar Styrmir Hjalti Haraldsson fjallar um skemmdarverk á grafreit og fordóma Höfundur er nemi. Styrmir Hjalti Haraldsson » Gengið var svo langt að hengja svíns- höfuð á einn leg- steininn. Sími 551 3010

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.