Morgunblaðið - 21.04.2008, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 21.04.2008, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. APRÍL 2008 35 FRÁBÆR ÆVINTÝRAMYND FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA - H.J., MBL eeee Sýnd kl. 6 -bara lúxus Sími 553 2075 - S.V., MBL eee Tropa de Elite enskur texti kl. 5:30 - 8 B.i. 16 ára King of Kong íslenskur texti kl. 8 Leyfð The Band’s Visit enskur texti kl. 6 - 10:20 Leyfð Caramel enskur texti kl. 8 Leyfð Beufort enskur texti kl. 8 B.i. 14 ára Sími 551 9000 Þú færð 5 % endurgreitt í Regnboganum Sýnd kl. 5:45. 8 og 10:15 Ver ð aðeins 550 kr. Sýnd kl. 6 m/ísl. tali Sýnd kl. 8 og 10 DAGSKRÁ OG MIÐASALA Á MIDI.IS ALLAR UPPLÝSINGAR Á GRAENALJOSID.IS FALLEG Sala á 12 mynda pössum hafin á Miði.is og í Regnboganum. BÍÓDAGARREGNBOGINN11.-30. APRÍL GRÆNA LJÓSSINS - A.S., MBL - S.V., MBL - H.J., MBL - V.J.V., TOPP5.IS/FBL “tryllingslegt hnefahögg í andlitið!” - S.V., MBL - K.H.G., DV CARAMEL - S.V., MBL - A.S., MBL Bella enskur texti kl. 10 Leyfð The Age og Ignorance enskur texti kl. 10 Leyfð Surfwise sýnd á myndvarpa - ótextuð, enskt tal kl. 6 Leyfð Lake of Fire sýnd á myndvarpa - ótextuð, enskt tal kl. 10:15 B.i. 14 ára War/Dance sýnd á myndvarpa - ótextuð, enskt tal kl. 6 B.i. 7 ára www.laugarasbio.is Þú færð 5 % endurgreitt í Laugarásbíó ef þú greiðir með kreditkorti tengdu Aukakrónum Sýnd kl. 8 og 10:15 - L.I.B., TOPP5.IS/FBL - H.J., MBL - L.I.B. TOPP5.IS, FBL TÖLVULEIKIR PS3 Condemned 2: Bloodshot bbbbn Sega ÞAÐ MÁ með sanni segja að þessi leikur sé ekki fyrir viðkvæma eða börn. Condemned 2: Bloodshot ger- ist í drungalegum og þunglynd- islegum heimi þar sem allt hefur far- ið til fjandans, fólk fremur hryllileg ofbeldisverk upp úr þurru og stór hluti borgarinnar er þakinn svörtu slími sem tryllir lýðinn og þeir sem lenda í því breytast í einhvers konar slímskrímsli sem vilja engum gott. Lögreglan er ráðþrota gegn þessu vandamáli og verður að stóla á einn mann, mann sem var rekinn úr lögg- unni en er sá eini sem getur tekið á málunum, eins og sannri hetju er líkt. Ethan Thomas er sú hetja, of- beldisfullur alkóhólisti sem leysir málin með hnefunum og viskíglasi. Hver segir svo að við eigum engar fyrirmyndir lengur? Condemned 2 er fyrstu persónu slagsmálaleikur þar sem handalög- mál eru í fyrirrúmi en það fer mun minna fyrir skotbardögum. Sem Et- han Thomas þarf maður að rannsaka staði þar sem glæpir hafa verið framdir og senda upplýsingar til höfuðstöðvanna. Þannig sér maður sjálfur um framvindu sögunnar og leysir fjölmargar gátur meðan á leik stendur. En meginhluti leiksins snýst um að vafra um dimma ganga og götur og slást við snarklikkaða glæpamenn og ganga frá þeim með hrottalegum hætti. Leikurinn er svo yfirfullur af drunga og hryllingi að undirritaður hefur sjaldan lent í öðru eins, ekki frá því hann lék Resi- dent Evil þar sem stressið náði álíka hæðum, leikurinn nýtir hljóð og mynd til hins ýtrasta og skelfir mann verulega með látum og hrotta- skap. Þó rennur hann ljúflega í gegn að mestu leyti og mælir sá sem hér skrifar með því að menn spili hann að kvöldi til með ljósin slökkt og heyrnartól á höfði. Grafíkin er vel nýtt í þessum leik. Hann gerist allur að næturlagi eða í dimmum skúmaskotum og hönn- uðum tekst vel að koma til skila nið- urníðslu og subbu- skap þó svo flest sé falið í skuggum. Leikmaðurinn hefur úr úrvali vopna að velja en þau liggja á víð og dreif um borð leiksins; hækjur, spýtur, rör og fleira og óvinurinn getur einnig notað þessi tæki og tól til þess að murka úr þér lífið. Þetta gerir leikinn nokkuð erf- iðan og bardagakerfið er eitthvað sem maður verður að venjast fljótt því í fyrstupersónuleikjum er maður vanari því að nota skotvopn en hnef- ana til að verja sig. Það getur verið nokkuð erfitt að ná tökum á bar- dagakerfinu en þegar það tekst er barið hrottalega á óvinunum. Þessi dimma grafík gerir það reyndar einnig að verkum að maður hleypur stundum um eins og hauslaus hæna í leit að því sem maður á að gera næst því lítið sést í myrkrinu. Hljóðvinnsla er með eindæmum góð, umhverfishljóð eru mikið not- uð og þögnin á einnig stóran þátt í því að gera leikinn drungalegan. Leiklestur er í ýktari kantinum og allir tala eins og þeir séu í töff- arakeppni. Þetta er ofbeldisfyllsti leikur sem ég hef séð í háa herrans tíð og því er hann alls ekki fyrir börn eða viðkvæma. En hann get- ur fryst í manni blóðið á köflum, er virkilega drunga- legur og því er hægt að mæla með honum fyrir aðdá- endur Resident Evil og Silent Hill- leikjanna. Leikurinn er fáanlegur á Playsta- tion 3 og Xbox 360. Ómar Örn Hauksson Spilun bbbnn Grafík bbbbn Hljóð bbbbn Ekki fyrir viðkvæma TÖLVULEIKIR Dark Sector PS3 bbbbn Digital Extremes DARK SECTOR minnir, líkt og Con- demned, svolítið á Resident Evil leik- ina, bæði í útliti og söguþræði, en ein- blínir þó meira á hasarinn en hrylling. Hayden Tenno er meðlimur sér- sveitar einnar sem er sendur til Aust- ur-Evrópu að stöðva hryðjuverka- menn. Hann særist í átökum við þá og smitast af vírus sem er að gera allt vitlaust á svæðinu. Með þessum vírus breytist Hayden í hálfgerða ofur- hetju, kastvopn vex út úr hendinni á honum sem virkar eins og bjúg- verpill. Eftir þessa breytingu þarf Hayden að berjast við hermenn, óvætti og tryllitæki til þess að komast að sögunni á bak við vírusinn óg- urlega. Leikurinn minnir að vissu leyti á Gears of War, Resident Evil og Uncharted: Drakes fortune sem er alls ekki slæm blanda. Hins vegar verður hann einhæfur á köflum og bardagakerfið er ekki nógu traust þegar maður þarf að nota kastvopnið ógurlega í nánum félagsskap. Kast- vopnið er hins vegar frábært þegar maður situr í skjóli og kastar því að óvinum sínum því á ákveðnum stund- um í leiknum getur maður stjórnað því á flugi: fyrir horn og undir hindr- anir sem verða á vegi þess og maður getur aflimað óvininn í „slow motion“ sem er afskaplega hressandi. Kast- vopninu er bæði hægt að stjórna með „sixaxis“ hreyfitækninni og hægri stýripinnanum, og mæli ég með þeim hægri í þeim tilgangi. Maður skiptist á því að beita skot- vopnum og kastvopninu eftir að- stæðum og menn ættu fljótlega að komast upp á lagið með það. Leikurinn er ekkert sérstaklega eftirminnilegur en býður upp á mögu- leika sem hægt væri að fínstilla í væntanlegum framhaldsleik. Grafíkin í leiknum er vel úr garði gerð, útlitshönnun er fín og nær að framkalla fína stemningu. Þó voru uppvakningarnir frekar óspennandi í útliti og hönnun. Hljóðvinnslan er einnig hin fínasta, umhverfishljóð vel gerð og tónlistin virkilega vel samin og nýtt. Leiklestur er fínn og alls ekki ýktur. Þetta er leikur sem getur stytt manni stundir en skilur lítið eftir sig. Hann minnir kannski of mikið á aðra betri leiki sem hafa komið út en nýtir þá eiginleika ágætlega samt sem áð- ur. Ómar Örn Hauksson Ofurhetja með bjúgverpil Spilun bbbnn Grafík bbbnn Hljóð bbbbn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.