Morgunblaðið - 21.04.2008, Blaðsíða 37
Rappstjarna Eve mætti
með undarleg tákn á
bringunni. Húðflúr?
Reuters
Brún og sæt Dansstjörnur úr þættinum Dancing with the
Stars, Cheryl Burke, Cristian de la Fuente og Marlee Matlin.
Gellur og gæjar í Hollywood
Will.i.am Lét sig ekki
vanta enda með flottan
hatt og töff gleraugu.
Það var stjörnubjart í Holly-wood um helgina eins ogvant er í kvikmyndaborg-
inni og mikið um glamúrgæja og
-gellur. Myndirnar sem hér sjást
voru teknar af stjörnuliðinu þeg-
ar það mætti til veislu sem tíma-
ritið US Weekly heldur árlega
og tileinkar útliti hinna frægu og
þá m.a. fatavali. Teiti þessi ber
titilinn Hot Hollywood Hottest
Style Makers Party og er til
hennar boðið þeim sem þykja
mest augnayndi og öðrum til fyr-
irmyndar í stíl, þ.e. fatavali,
förðun, hárgreiðslu o.þ.h.
Sveifla Stjörnur úr
Dancing with the Stars,
Marlee Matlin og Fabian
Sanchez, tóku létt dansspor.
Lauren Conrad Hönn-
uður ársins að mati tíma-
ritsins US Weekly.
Heidi Klum
Táknmynd
smekksem-
innar.
eeee
- V.J.V.,
Topp5.is/FBL
,,Þessi glimrandi stemmning
sem skapast á tjaldinu er betri
en ég hef upplifað á tónlei-
kum hérlendis."
eeee
- H.J., MBL
"Shine a Light skal njóta í bíó,
þar sem að hljóðrásin
nýtur sín í botn!
Dúndur upplifun fyrir
sanna Stones-menn."
BÍÓTAL
KVIKMYNDIR.IS
VIPSALURINNER BARA LÚXUS
ER STAÐSETTUR Í SAMBÍÓUNUM ÁLFABAKKA
FOOL'S GOLD kl. 8 - 10:20 B.i. 7 ára
STÓRA PLANIÐ kl. 8 B.i. 10 ára
THE EYE kl. 10:10 B.i. 16 ára
P2 kl. 6 - 8 - 10:10 B.i. 16 ára
STÓRA PLANIÐ kl. 6D - 8D - 10D B.i. 10 ára DIGITAL
JUNO kl. 6 B.i. 7 ára
THE BUCKET LIST kl. 8 B.i. 7 ára
10,000 BC kl. 10:10 B.i. 12 ára DIGITAL
FORGETTING SARAH M. kl. 8 - 10:20 B.i. 12 ára
FOOL'S GOLD kl. 8 B.i. 7 ára
VANTAGE POINT kl. 10:20 B.i. 16 ára
DEFINITELY MAYBE kl. 8 LEYFÐ
DOOMSDAY kl. 10:15 B.i. 16 ára
SHINE A LIGHT kl. 8 LEYFÐ
21 kl. 10:15 B.i. 12 ára
/ KRINGLUNNI / AKUREYRI / KEFLAVÍK / SELFOSSI
óbreytt miðaverð á midi.is
SÝND Í ÁLFABAKKA OG KRINGLUNNI
- Sigurjón M. Egilsson
Mannlíf
eeee
,,Myndin er sannarlega þess virði
að fólk flykkist á hana.“
- Páll Baldvin Baldvinnsson
Fréttablaðið
eee
,,Pétur Jóhann í toppformi
í aðalhlutverkinu í bland
við bráðskemmtilega
toppleikara og furðufugla..."
- Snæbjörn Valdimarsson
Morgunblaðið
eee
,,Góð framleiðsla með topp
leikurum í öllum hlutverkum,
sem óhætt er að skella
gæðastimplinum á."
- Stefán Birgir Stefánsson
sbs.is
YFIR 16.000 ÁHORFENDUR
SÝND Í ÁLFABAKKA SÝND Á AKUREYRI
eee
- S.V., MBL
SÝND Á AKUREYRI SÝND Á AKUREYRI SÝND Á SELFOSSI
J E S S I C A
A L B A
SÝND Í KEFLAVÍK
SÝND Í ÁLFABAKKA
SÝND Í ÁLFABAKKA
OG AKUREYRI
SÝND Í ÁLFABAKKA,
KRINGLUNNI OG SELFOSSI
SÝND Í ÁLFABAKKA,
KEFLAVÍK OG SELFOSSI
slakari lögunum á Himnasendingu og Deluxe
springa einhvern veginn út hérna, „Kvikindi“
er t.d. mjög svalt og eitrað hammond–sóló í
lokin færir fjöll. Hunang er heilsteyptasta
verk Nýdanskrar og það er ánægjulegt að
sveitin gat lokið fyrri hluta ferilsins á svo
sterkri skífu.
Húsmæðragarðurinn (1998)
bbnnn
Lögin þrjú sem Nýdönsk tók upp fyrir tíu
ára afmælisplötuna 1987–1997 eru öll stórgóð,
og það var víst í kjölfarið á þeim sem Hús-
mæðragarðurinn var búinn til. Það er skrítið,
því platan er sú langlakasta á ferli sveit-
arinnar – meira að segja umslagið er al-
gjörlega út úr korti (þó það verði að vísu að
játast að grafísk hönnun er ekki sterkasta
stoðin í höfundarverki Nýdanskrar). Manni er
skapi næst að halda að aldurinn hafi færst af
hörku yfir drengina á þessum fimm árum;
hljómurinn er pínlega passífur og kraftlítill,
lögin almennt letileg, og maður saknar Daní-
els Ágústs. Jón Ólafsson mundar hljóðnem-
ann í eigin lögum og myndar ágætis jafnvægi
við hrjúfa rödd Björns en er samt engan veg-
inn jafnsterkur söngvari. Í húsmæðragarð-
inum uxu þó nokkur bragðgóð aldin, „Þú ert
svo“ er ágætt, þótt versið slái eiginlega við-
laginu við, og „Óskýrar minningar“ er drama-
tískt og flott – þótt lög Jóns séu oft á mörkum
væmninnar þá tekst honum yfirleitt að stýra
þeim í rétta átt að endingu, og hér leggur ein-
hvers konar mellótron lóð á vogarskálarnar.
Þá á „Holur innan hausinn“ sína spretti. Ann-
að er ýmist of- eða vanþroskað.
Pólfarir (2001)
bbbmn
Á Pólförum er allt annað uppi á teningnum.
Upphafslagið kraftmikla, „Kraftaverk,“
hljómar eins og kraftaverk eftir vonbrigði
Húsmæðragarðsins og vandað poppið heldur
áfram að streyma. Það þarf engan að undra
að „Lærðu að ljúga“ og „Flugvélar“ hafi sleg-
ið í gegn enda ótrúlega grípandi og vel samin
lög. „Litirnir“ og „Abbababb“ eru líka frábær,
sérstaklega síðarnefnda, og þegar hráefnið er
svona gott fer Björn Jörundur bara alls ekk-
ert í taugarnar á manni. Hann sýnir meira að
segja á sér nýjar hliðar og er svolítið Dylan-
legur þegar hann syngur „svo kemur þú“
trekk í trekk í samnefndu lagi. Pólfarir slapp-
ast aðeins undir lokin (að Blur-legu titillaginu
undanskildu), en er með því allra sterkasta
sem Nýdönsk hefur sent frá sér framan af.
Ástin er áþreifanlegri í textagerð Björns en
oft áður, og hann er í prýðilegu formi, tekst
t.a.m. að nota veðurspá sem myndlíkingu fyrir
tilfinningar sínar á mjög opinskáan hátt í
„Svo kemur þú“ án þess að nokkur fái kjána-
hroll. Það hlýtur að teljast afrek.
Grænmeti og ávextir (1988 – 2004)
bbbnn
Safnskífan Grænmeti og ávextir er sem
kemur fram í upphafi hálfgerð „B–hliða“
plata. Þar er lögum sem ekki voru á „hefð-
bundnum“ hljóðversplötum safnað saman.
Nýjustu lögin, af Freistingum og Skynjun,
eru stórgóð þótt ólík séu, og lögin af tíu ára
afmælisplötunni 1987–1997 eru það líka, þótt
smellurinn „Klæddu þig“ slái „Flauelsfötum“
og hinu grugglitaða „Grænmeti og ávöxtum“
við, raunar er það eitt allra besta lag Ný-
danskrar. Eldri lögin eru upp og ofan, sum á
ég afskaplega erfitt með að tengja við, t.d.
reggískotna blúsrokkarann „Strákarnir stofn-
uðu hljómsveit“ (hvað var Jón Ólafs að spá
með að nota píanólíki eða hvað sem þetta er?!)
og „Vígmundur“ er eins og eitthvað sem Sálin
hans Jóns míns gæti hafa hent í ruslið. Þau
lög sem eru enn eldri eru helst til ungæðisleg,
jafnvel kjánaleg, en veita ákveðna innsýn í ár-
daga sveitarinnar.
Um kassann sjálfan er það að segja að hann
stenst t.a.m. kassa Þursaflokksins engan veg-
inn snúning. Hver diskur er í fremur ómerki-
legu pappaumslagi og bakhliðar hafa verið
samræmdar, sem er í góðu lagi og tókst t.a.m.
mjög vel á sambærilegum kassa Bjarkar, en
hér eru nýju bakhliðarnar bara svo ljótar auk
þess sem engin tilraun er gerð til að varðveita
þessar gömlu. Það er enginn texti um hljóm-
sveitina, engar ljósmyndir, ekkert sem hjálp-
ar manni að skilja hvaðan hún kemur og hvað
hún gat af sér, engar bransasögur – eflaust er
samt nóg til, bæði frá meðlimum sveitarinnar
og poppfræðingum. Vissulega er fengur í
textabókinni en meira að segja hún hefði get-
að verið miklu veglegri, t.d. innbundin.
Nýdönsk fann sína fjöl snemma á ferlinum.
Strax með fyrstu plötunni eru öll helstu ein-
kenni sveitarinnar fram komin þó að þau séu
pússuð til á næstu plötum. Frá og með
Himnasendingu hefur hljómsveitin svo starf-
að innan skýrt skilgreinds ramma sem leyfir
ekki mikil frávik né teygjur en gæðamun-
urinn á plötum eins og Hunangi og Hús-
mæðragarðinum sýnir þó að listræna rýmið
er umtalsvert. Nýjustu lögin í safninu standa
klassíkerunum svo ekki að baki og eru fremur
til marks um þróun – þó vissulega komi þau
öll úr „sérverkefnum“.
Nýdönsk hefur skilað sínu, hún er órjúf-
anlegur hluti af poppsögu Íslendinga, og þótt
hún skipi einhverra hluta vegna ekki jafn-
stóran sess (enn) og Megas, Spilverkið,
Þursaflokkurinn og Stuðmenn þá gefur höf-
undarverk hennar á köflum plötum þeirra
ekkert eftir. Mögulega stafar það af því að
Nýdönsk er mjög „hefðbundin“ hljómsveit –
hér er bara verið að gera popp, engin for-
skeyti eða undankomur. Útsetningar og lög
eru sígild og eltast ekki við tískustrauma þó
að stundum gefi upptökutæknin áratuginn
upp. Hún skilgreinir ekkert sérstakt tímabil.
Þannig rennur tónlist Nýdanskrar oft til hlið-
ar við meginstrauminn þótt hún sé í sömu
mund eins langt frá jaðrinum og hugsast get-
ur. Hún er frekar utan við samtímann,
kannski í Regnbogalandi eða einhverju æv-
intýrinu. Hún er alltént ekki kamelljón sem
aðlagast aðstæðum án umhugsunar eins og
stúlkan í „Apaspili.“ Nei, Nýdönsk gefur
nefnilega skít í „flottasta poppið í útlöndum“
og stendur þannig á þversagnakenndan hátt
vörð um hið mannlega með því að neita að
elta án þess að vilja endilega leiða heldur.
Hún heldur bara sínu striki.
Atli Bollason
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. APRÍL 2008 37