Morgunblaðið - 25.04.2008, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 25.04.2008, Qupperneq 4
4 FÖSTUDAGUR 25. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Ásgeir Ingvarsson asgeiri@mbl.is BÆÐI Geir H. Haarde forsætisráð- herra og Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir utanríkisráðherra taka vel í hugmyndir Björgólfs Guðmunds- sonar, formanns bankaráðs Lands- bankans, um að settur verði á stofn svokallaður þjóðarsjóður. Hugmyndina viðraði Björgólfur á aðalfundi Landsbankans á miðviku- dag, og segir hann slíkan sjóð, sem gæti haft tekjur af auðlindum landsins og hugviti þjóðarinnar, geta komið að gagni til að verja efnahagslífið og hagstjórnina fyrir áföllum svipuðum þeim sem dunið hafa á síðustu mánuði. Vildi Björg- ólfur líkja hlutverki slíks sjóðs við norska olísjóðinn, sem hann segir einn helsta þáttinn í efnahagslegum styrk Noregs. „Ég tel að þessi hugmynd sé allr- ar athygli verð, en hafa verður í huga að íslensku lífeyrissjóðirnir gegna að mörgu leyti sama hlut- verki og olíusjóðurinn norski,“ sagði Geir og bætti við að það væri jafnframt heppilegt ef bankarnir kæmu sér upp öflugum varasjóði til að tryggja sig og sína starfsemi. Ingibjörg Sólrún áhugasöm um auðlindagjald „Mér líst ágætlega á þessa hug- mynd,“ sagði Ingibjörg. „Slíkur sjóður gæti skipt miklu máli þegar takast þarf á við áföll í efnahags- málum.“ Spurður um þær tekjuleiðir sem Björgólfur leggur til að sjóðurinn mundi hafa segist Geir ekki geta tekið til þess afstöðu að svo stöddu. Ingibjörg sagði hins vegar að sér þættu hugmyndir Bjórgólfs um auðlindagjald áhugaverðar: „Ég er sammála því sem kom fram hjá honum, að það sé mikilvægt að stefna að því að innheimt verði al- mennt auðlindagjald fyrir nýtingu hvort heldur er á vatnsafli, jarð- varma eða sjávarauðlindum.“ Vilja skoða hug- mynd um þjóðarsjóð Leiðtogar stjórnarflokkanna taka vel í hugmynd Björgólfs Geir H. Haarde Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Í HNOTSKURN »Sjóðurinn gæti verið gagn-legur til að bregðast við efna- hagsáföllum. »Forsætisráðherra vill aðbankarnir komi sér upp öfl- ugum varasjóði. TILFÆRSLA valda með inngöngu Íslands í Evrópusambandið er ekki fýsilegur kostur að mati Sturlu Böðvarssonar, forseta Alþingis. Þetta kom fram í ræðu sem hann flutti í Jónshúsi í Kaupmannahöfn í gær þegar verðlaun Jóns Sigurðs- sonar voru þar afhent í fyrsta sinn. Sturla sagði að því hefði verið varpað fram „að í næstu kosningum, sem verða ekki seinna en árið 2011, verði í raun og veru kosið um aðild okkar Íslendinga að Evrópusam- bandinu. Í þeim alþingiskosningum verði lagt fyrir þjóðina að velja þingmenn með hliðsjón af afstöðu þeirra til umsóknar um aðild að Evrópusambandinu. Þetta eru vissulega mikil tíðindi ef af verður og undarleg gráglettni örlaganna ef sú verður raunin á 200 ára afmæl- ishátíðarári sjálfstæðishetjunnar.“ Hann sagði að þótt mikilvægt væri að skoða efnahagsleg rök yrði einnig að íhuga „mikilvægi þjóðar- vitundar og sjálfstæðis okkar mitt á milli Ameríku og Evrópu þar sem við bæði njótum og gjöldum ein- angrunar lands- ins fjarri stærstu mörkuðum“. „Aðild að Evr- ópusambandinu myndi kalla á breytingar á auð- lindanýtingu okk- ar. Það hlýtur því að verða að skýra það vel út fyrir kjósendum í sjávarbyggðum á Ís- landi hvers vegna við eigum að fela yfirráð og skipulag nýtingar sjáv- arauðlindarinnar stjórnmálamönn- um og embættismönnum Evrópu- sambandsins,“ sagði Sturla. Umfram allt bæri að varast að byggja upp óraunhæfar væntingar um stöðu okkar innan Evrópusam- bandsins. „Sem smáþjóð eigum við að nýta styrk okkar þar sem við getum og við höfum margt fram að færa og getum haft áhrif, þótt við stöndum utan Evrópusambands- ins.“ ESB-aðild ekki fýsilegur kostur Íhuga þarf „mikilvægi þjóðarvitundar“ Sturla Böðvarsson VETNISVÉL var í gær notuð í fyrsta sinn til að knýja vél um borð í farþegaskipi, hvalaskoðunarskipinu Eldingu Jón Björn Skúlason, fram- kvæmdastjóri Íslenskrar nýorku, segir það næsta skref nú þegar vetnisbílar eru komnir á vegina, að skoða möguleika þess að skipta jarðefnaeldsneyti út fyrir vetni úti á sjó. „Þetta er fyrsta skipið sem al- menningur ferðast með, þar sem vetni er notað. Aðalvél skipsins verður enn knúin með dísilolíu, en við höfum skipt um ljósavél þannig að öll raforkuframleiðsla á skipinu er núna vetnisknúin,“ sagði Jón Björn. „Nú tekur við tímabil þar sem við söfnum gögnum um hvernig vetnisvélin hegðar sér, og hvort að veltingur, selta og aðrir þættir hafa áhrif á hana. Við byggjum svo á þeim rannsóknum í næstu skrefum sem tekin verða.“ Gestum og fjölmiðlum var boðið í stutta siglingu með Eldingunni, og lagðist báturinn síðan að Miðbakka kl. 11 og fór þar fram stutt athöfn þar sem Ólafur F. Magnússon borg- arstjóri afhenti Nýsköpunarmiðstöð Íslands vetnisbíl til afnota. Um leið var opnuð sýning á visthæfum bílum á hafnarbakkanum, þar sem al- menningur átti kost á að prufu- keyra vetnis-, metan-, og rafbíla, og visthæfa bensín- og dísilbíla. Það var Bílgreinasambandið sem stóð að sýningunni. Vetnið líklegt til að verða ofan á Jón Björn segir mikilvægt það starf sem unnið er til að finna vist- hæft eldsneyti: „Ekki er hægt að stýra því með handafli hvaða elds- neyti verður ofan á, hvort sem er metan, vetni eða raforka, og líklega mun verða ákveðinn tími þar sem þessar lausnir verða allar í notkun samhliða. Það kom hins vegar fram á ráðstefnu sem við héldum á mið- vikudag að bæði Daimler og Ford sjá vetni sem besta framtíð- arvalkostinn, ýmist eitt sér eða blandað t.d. rafhlöðukerfi,“ segir hann. „Líklega mun notkun etanóls ekki verða ofan á, enda sést að notk- un þess hefur slæm á hrif á mat- arverð. Hægt er að nota metan, m.a. frá ruslahaugum, en miðað við nú- verandi tækni myndi t.d. metanið sem losnar frá ruslahaugum á Ís- landi ekki duga til að knýja nema 5- 10% af bílaflotanum.“ Safna gögnum um hegðun vélarinnar í veltingi og seltu Morgunblaðið/Árni Sæberg Samhent Eins og sést fór Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra létt með að aftengja vetnisdæluna frá Eldingu. Jón Björn Skúlason frá Ís- lenskri nýorku og Hjálmar Árnason rétta henni hjálparhönd. Hvalaskoðunarskipið Elding fyrsta farþegaskipið búið vetnisvél Vetnisvélin vígð í gær og einnig haldin sýning á visthæfum bílum REGLUR Ferðaþjónustu fatlaðra verða endurskoðaðar í kjölfar dóms sem féll í fyrradag. Þar var afleys- ingabílstjóri hjá þjónustunni dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir að nauðga fatlaðri stúlku. Að sögn Halldórs Þórhallssonar, deildarstjóra hjá Ferðaþjónustu fatl- aðra, var um að ræða afleysingabíl- stjóra á leigubíl sem er verktaki hjá þjónustunni. Sá var með hreint saka- vottorð en gerð er krafa um slíkt ætli menn sér að starfa við leigubílaakst- ur. Þó að um verktaka hafi verið að ræða liggur ábyrgðin hjá Ferðaþjón- ustunni. Ráðinn í góðri trú Spurður hvað hægt sé að gera til að koma í veg fyrir að atvik sem slíkt endurtaki sig segir Halldór erfitt að segja til um það. „Það eina sem maður getur beðið um er hreinn ferill. Þegar þetta kom upp var maðurinn leystur af undireins og tekinn úr akstri. Hann hefur ekkert komið nálægt þessu aft- ur og mun aldrei gera það.“ Halldór segir reglur Ferðaþjón- ustu fatlaðra vera í sífelldri endur- skoðun og verði þær sérstaklega skoðaðar í kjölfar þessa máls. Þó sé erfitt að segja til um hvort hægt sé að gera betur. „Maðurinn hafði rétt á að keyra leigubíl og við báðum um saka- vottorð sem var alveg hreint. Við stóðum í góðri trú, að þetta væri góð- ur maður, þó annað hafi svo komið í ljós.“ Reglur verða end- urskoðaðar STÓRSÖNGVARINNN Björgvin Halldórsson hélt tónleika fyrir fullu húsi í Cirkusbygningen í Kaup- mannahöfn í gærkvöldi. Björgvin var í skýjunum þegar hann gekk af sviði í gærkvöldi. „Þetta er búið að vera æðislegt og er það ennþá, nú er Eurobandið að gera allt vitlaust.“ „Þetta hús er náttúrulega algjör snilld,“ sagði Björgvin um tónleika- húsið, en eins og nafnið bendir til er það nokkurskonar hringleikahús þar sem skemmtikraftar eru í miðjum sal. „Við þurfum bara að kaupa þetta hús og flytja það á tunn- um heim til Íslands.“ Ljósmynd/Lára Long Íslenskt stuð Björgvin naut liðsinnis Eyjólfs Kristjánssonar og Sigríðar Beinteinsdóttur í gærkvöldi. Sirkus Björgvins Halldórs- sonar ♦♦♦ FULLTRÚAR A- og D-lista í bæj- arstjórn Bolungarvíkur mynduðu nýjan meirihluta skömmu fyrir mið- nætti í gærkvöldi. Þetta kom fram í fréttum Ríkisútvarpsins. Hefur D-listi þrjá fulltrúa í bæjarstjórn og A-listi einn. Elías Jónatansson, oddviti D-lista, tekur við embætti bæjar- stjóra. Meirihlutasamstarf A-lista og K-lista í bæjarstjórn Bolungarvíkur sprakk síðastliðinn mánudag. Nýr meiri- hluti í Bol- ungarvík

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.