Morgunblaðið - 25.04.2008, Side 6

Morgunblaðið - 25.04.2008, Side 6
6 FÖSTUDAGUR 25. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR SUMARDEGINUM fyrsta var fagn- að með ýmsum hætti í höfuðborg- inni í gær. Skipulagða dagskrá var að finna um alla borg og eru sumir viðburðirnir orðnir órjúfanlegur hluti af fagnaðinum, líkt og víða- vangshlaup ÍR en það fór fram í 93. skipti. Þá héldu Sniglarnir í fyrstu hóp- keyrsluna en farið var upp á Akra- nes og áð þar áður en haldið var til baka. Fyrir hádegi héldu skátarnir í skrúðgöngu frá Arnarhóli og lauk göngunni við Hallgrímskirkju þar sem skátamessa var haldin. Félagsmiðstöðvarnar fögnuðu komu sumarsins með hátíðum víðs- vegar um bæinn. Kampur, sem þjónar Hlíðahverfi og miðbænum, hélt mikla hátíð á Miklatúni og Tónabær hélt sína gleði með pompi og prakt í Fjölskyldu- og hús- dýragarðinum. Þar var dansað og leikið og bauðst krökkum að fá lit- ríka andlitsmálningu. Þá voru ýmis skemmtileg sýningaratriði auk óvæntra skemmtiatriða sem glöddu yngstu kynslóðina. Milt var í veðri en smá rigningar gætti seinnipartinn sem glaðir borgarbúar létu lítið á sig fá. Morgunblaðið/Árni Sæberg Keppnisskap Keppendur í hinu árlega víðavangshlaupi ÍR taka á rás. Hlaupnir eru 5 km í kringum Tjörnina en þetta var í 93. sinn sem hlaupið er haldið og tóku 250 manns þátt. Morgunblaðið/hag Útreiðartúr Þessi ungi drengur, Marko Daniel, skemmti sér vel á baki. Morgunblaðið/Árni Sæberg Fagnaður Skátarnir fögnuðu deginum og sýndu listir sínar með fána áður en skátamessa hófst í Hallgrímskirkju. Morgunblaðið/hag Máluð Þessi unga snót fékk skemmtilega andlitsmálningu í tilefni dagsins. Morgunblaðið/hag Garpar Vörður Leví Traustason, forstöðumaður Fíladelfíu, Gunnar Sig- urjónsson, sterkasti prestur í heimi og prestur í Digraneskirkju, og Íris Kristjánsdóttir, prestur í Hjallakirkju, tóku þátt í hátíðahöldum Sniglanna. Morgunblaðið/Árni Sæberg Hlaupari Hundurinn Garpur fékk rásnúmer eins og allir fyrir hlaupið. Sumarið heilsaði með mildri rigningu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.