Morgunblaðið - 25.04.2008, Side 21

Morgunblaðið - 25.04.2008, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. APRÍL 2008 21 UMRÆÐAN er verulegt áhyggjuefni fyrir alla Flateyinga. Á síðustu árum hefur verið lyft grettistaki í uppbygg- ingu og endurnýjun húsa í Flatey. Hús þessi eru nýtt allt árið af stórum hópi fólks auk þess sem mikil aukning hefur orðið í ferðatengdri þjónustu. Forsenda blómlegs mannlífs í Flatey og eyjanna í kring eru ferjusigl- ingar Baldurs yfir Breiðafjörð. Fyrirtæki í Vest- urbyggð hafa nýtt sér góða þjónustu ferj- unnar um áraraðir til að koma fiskafurðum á markað erlendis og þar með skapað um- talsverðar gjaldeyr- istekjur fyrir byggð- arlag sitt. Fyrirhuguð fækkun á ferðum Baldurs setur þennan útflutning í uppnám og er því enn eitt óheillasporið í byggða- þróun Vestfjarða. Flateyingar óttast að þessi skerð- ing á þjónustu Baldurs við Flatey muni leiða það sama yfir eyna. Stjórn Framfarafélagsins skorar því á samgönguráðherra og þing- menn Norðurlands vestra að beita sér af alefli til að tryggja óbreytt- ar ferjusiglingar yfir Breiðafjörð. STJÓRN Fram- farafélags Flateyjar, hagsmunasamtaka húseigenda í Flatey á Breiðafirði, mót- mælir fyrirhugaðri fækkun á ferðum ferjunnar Baldurs. Stjórnin skorar á samgönguyfirvöld að endurskoða nið- urskurð á framlögum Vegagerðarinnar til ferjusiglinganna þannig að ekki komi til þess að ferðum fækki í sumar og á næstu árum. Með nýrri ferju vorið 2006 kom mikill vaxtarkippur í ferða- þjónustu beggja vegna Breiðafjarðar. Á fyrsta heila rekstr- arári hins nýja Bald- urs fjölgaði farþeg- um um 36%, bílum um 51% og vörubílum um 90%. Hagsmunir byggðanna norðan og sunnan Breiðafjarðar af þessari sam- göngubót eru augljósar en ferjan hefur farið tvær ferðir daglega frá júníbyrjun til ágústloka milli Stykkishólms og Brjánslækjar og eina ferð daglega á öðrum tímum árs. Ferjan hefur einnig haft við- komu fjórum sinnum á dag í Flat- ey á sumrin og flutti yfir 13 þús- und farþega til og frá eynni á árinu 2007. Í samningi Vegagerðarinnar og Sæferða um ferjusiglingar yfir Breiðafjörð eru ákvæði um að styrkir til ferjunnar skuli lækka í áföngum og falla niður í árslok 2009 að frátöldum greiðslum fyrir tvær ferðir á viku út árið 2010. Því blasir við að styrkir til ferjusiglinga yfir Breiðafjörð verða skertir og ferðum fækkað. Forsendur samningsins á sínum tíma voru að í lok samnings- tímabilsins, fyrir árið 2009, yrði kominn nýr heilsársvegur um sunnanverða Vestfirði. Enda þótt ljóst sé að svo verður ekki hafa nú þegar verið felldar niður greiðslur til ferjusiglinganna í samræmi við samninginn. Hafa Sæferðir því ákveðið að fella niður ferðir í byrj- un og lok sumars 2008 en þann tíma standa sjálfsaflatekjur ekki undir rekstrarkostnaði. Ef heldur fram sem horfir mun ferðum fækka mjög á næstu 2 árum og framtíð ferjusiglinganna er mjög óviss. Þessi samdráttur í fjölda ferða Um ferjusiglingar yfir Breiðafjörð Bryndís Þórðardóttir skrifar fyrir hönd stjórnar Framfara- félags Flateyjar um ferjusigl- ingar yfir Breiðafjörð » Þessi sam- dráttur í fjölda ferða er verulegt áhyggjuefni fyrir alla Flateyinga. Bryndís Þórðardóttir Höfundur er formaður Framfarafélags Flateyjar. NORRÆNA um- hverfismerkið Svan- urinn er opinbert um- hverfismerki Norðurlandanna. Svan- urinn hreiðraði um sig á Íslandi fyrir um 17 ár- um. Umhverfisstofnun tók hann að sér og hef- ur reynt að huga vel að honum í gegnum tíðina. Viðurkennd um- hverfismerki eins og Svanurinn auðvelda neytendum að velja gæðavörur sem eru vistvænni en flestar sambærilegar vörur á markaðnum. Með því að velja umhverfismerktar vörur hvetjum við fyrirtæki til að framleiða vistvænar vörur þar sem hönnun, framleiðsla og markaðssetning uppfylla ströng um- hverfis- og gæðaskilyrði. Með því að framleiða og selja Svansmerktar vörur geta fyrirtæki tekið þátt í þessari þróun og um leið styrkt ímynd sína og viðskiptavild. Hinn trausti Svanur Svanurinn hefur skapað sér ótvíræðan sess sem mikilvægasta og áreiðanlegasta um- hverfismerkið á Norð- urlöndunum, með mikla útbreiðslu og traust meðal neytenda. Nýleg- ar kannanir sýna að milli 75-97% fólks í nágrannaþjóðum okkar þekkja Svaninn og að meðaltali 74% segist bera mikið traust til merkisins. Á Íslandi hefur þekking á Svaninum verið talsvert minni en annars staðar Norðurlöndunum og traust merkisins þar af leiðandi minna. Nú er hafið átak hjá Umhverf- isstofnun í því að efla verulega starf- semi Svansins á Íslandi með það að markmiði að Svanurinn verði leiðandi í innkaupum landsmanna og öðlist það traust sem hann á skilið hér á landi. Unnið verður að því að hlutfall Svansmerktrar vöru og þjónustu á markaði aukist stórlega og áhugi al- mennings og fyrirtækja á Svaninum og öðrum umhverfismerkingum verði efldur. Efling Svansins er í samræmi við metnaðarfulla stefnu Umhverf- isstofnunar til næstu 5 ára um að unnið skuli markvisst að því að um- hverfismerkingar leiði innkaup al- mennings og fyrirtækja. Sýning Svansins í Perlunni Sem liður í átaki um styrkingu Svansins, mun Umhverfisstofnun standa fyrir kynningu á Svans- merktum vörum á þjónustu í Perl- unni í tilefni af degi umhverfisins laugardaginn 26. apríl kl. 11-17. Sýn- ingin ber yfirskriftina Vistvænn lífs- stíll og er ætlað að vekja athygli fólks á þeim fjölmörgu vistvænu vörum og þjónustu sem standa íslenskum neyt- endum til boða. Umhverfisstofnun hefur fengið til liðs við sig fjöldann allan af fyr- irtækjum sem framleiða, flytja inn og selja Svansmerktar vörur um að sýna gestum sýningarinnar sýnishorn af hundruðum Svansmerktra vara og þjónustu sem fáanleg er á Íslandi í dag. Allt frá sláttuvél og rúmi til pappírs og hreinsiefna. Umhverf- isstofnun vill nota tækifærið og þakka fyrirtækjunum fyrir einstaklega já- kvæð viðbrögð og samstarfsvilja til að koma þessari sýningu á. Gaman hefur verið að komast að því hve mik- ið og fjölbreytt úrval er til af Svans- merktum vörum hér á landi. Í tilefni af Degi umhverfisins gefur Umhverfisstofnun nú skýr skilaboð um að tilvera Svansins muni enn styrkjast á Íslandi. Jafnframt hvetj- um við alla til að koma við í Perlunni á morgun, laugardag, og berja augum allt það ríkulega úrval sem stendur okkur til boða af Svansmerktum vörum á markaðnum. Vörum sem eru meðal þeirra bestu og umhverf- isvænstu í sínum vöruflokki í dag. Svanurinn er tækifæri okkar neyt- enda til að ýta undir umhverfisvænna og heilsusamlegra samfélag, sem hef- ur sjálfbæra þróun að leiðarljósi. Samfélag sem við getum öll verið stolt af. Svanurinn er kominn til að vera á Íslandi og nú tekur hann flug- ið! Svanurinn tekur flugið Kristín Linda Árnadóttir segir frá Svaninum sem er viðurkennt umhverfismerki » Svanurinn hefur skapað sér ótvíræð- an sess sem mikilvæg- asta og áreiðanlegasta umhverfismerkið á Norðurlöndunum … Kristín Linda Árnadóttir Höfundur er forstjóri Umhverfisstofnunar. ÓSPEKTIRNAR við Suðurlands- veg gefa tilefni til þess að minna á nokkur grundvall- aratriði. Fyrst er til að taka að viðurkennt er hér á landi og hvar- vetna í nágrannalönd- unum að það sé lýð- ræðislegur réttur fólks að koma sjón- armiðum á framfæri, þar á meðal með því að mótmæla með frið- samlegum hætti og innan ramma laganna. Tjáningarfrelsið og rétturinn til mótmæla er verndaður í stjórn- arskrá en slíkur réttur takmarkast eins og fleiri frelsisréttindi stjórnarskrár af ýms- um þáttum eins og til dæmis sjónarmiðum um allsherjarreglu og öryggi borgaranna. Þannig er t.d. skýrt að banna má mannfundi undir berum himni ef uggvænt þykir að af þeim leiði óspektir. Enginn dregur í efa rétt vörubíl- stjóra til að mótmæla, hvort sem þeir vilja mótmæla háu olíuverði, skatt- lagningu ríkisins, reglum um hvíld- artíma eða hverju sem er. Ekki leik- ur heldur neinn vafi á um það að vörubílstjórar hafa ótal möguleika á að koma slíkum mótmælum á fram- færi innan þess ramma sem landslög setja. Loks getur enginn efast um að þeir sem ekki fara að lögum geta átt von á afskiptum lögreglu og eftir at- vikum viðurlögum í samræmi við það sem lög kveða á um. Það á jafnt við um vörubíl- stjóra sem aðra. Vörubílstjórar hafa haldið uppi mótmælum sínum í nokkrar vikur og í mínum huga er enginn vafi um að á því tímabili hafa komið upp tilvik þar sem þeir hafa brotið lög, bæði umferðarlög og al- menn hegningarlög. Þar er bæði um að ræða brot á einstökum ákvæðum þessara laga sem og ítrekuð tilvik þar sem einstaklingar úr þeirra hópi hafa ekki farið að eðlilegum og lögmætum fyrirmælum lögreglu, en slík háttsemi getur sem slík falið í sér lögbrot. Ég er heldur ekki í vafa um að lögregla hefur sýnt mikið langlund- argeð í samskiptum sín- um við bílstjórana og leitast við að greiða úr málum í góðu og stuðlað að því að þeir gætu komið mótmælum sínum á framfæri með friðsamlegum hætti. Af fréttum að dæma fóru mótmæli vörubílstjóra fullkomlega úr bönd- unum við Suðurlandsveg að morgni miðvikudags. Þeir frömdu lögbrot með því að stöðva umferð um eina helstu samgönguæð landsins og virtu að vettugi ítrekuð tilmæli lögreglu um að láta af þeirri háttsemi. Það var því ljóst að lögreglunni var nauðugur einn kostur að grípa til aðgerða. Að- stæður kölluðu einfaldlega á slíkt. Þegar allstór hópur manna reynir að hindra lögreglu við störf sín og hegð- ar sér með ógnandi hætti, jafnvel með grjótkasti, er ekki að furða að lögregla hafi talið sig nauðbeygða til að grípa til harkalegra aðgerða. Við aðstæður af þessu tagi hefur lögregla skýra heimild til valdbeit- ingar. Sú heimild takmarkast auðvit- að af almennum sjónarmiðum með- alhófsreglu um að ekki megi beita meira valdi eða harkalegri aðgerðum en nauðsynlegar eru hverju sinni. Um það hvort slíkra sjónarmiða hafi verið gætt í einstökum tilvikum er auðvitað farið yfir innan lögregl- unnar og eftir atvikum ákæruvalds- ins og jafnframt geta þeir sem telja sig hafa orðið fyrir of harkalegum aðgerðum jafnan leitað réttar síns fyrir dómstólum. Þar er hinn rétti vettvangur til að útkljá slík mál; það verður hvorki gert í fjölmiðlum né á fundum í einstökum þingnefndum eða annars staðar. Vegna gagnrýni sem fram hefur komið á lögregluna vegna aðgerð- anna við Suðurlandsveg á miðviku- daginn finnst mér hins vegar rétt að ítreka þá skoðun mína, að fullt tilefni hafi verið til aðgerða af hálfu lög- reglu og aðstæður hafi kallað á að málin væru tekin föstum tökum. Sem betur fer koma aðstæður af þessu tagi ekki oft upp hér á landi, en þeg- ar það gerist ætti ekki að þurfa að undrast að lögregla telji sig knúna til að beita harðari aðgerðum en við eig- um almennt að venjast. Tilefni til harðra lögregluaðgerða Birgir Ármannsson skrifar um aðgerðir lögreglu gegn mótmælum bílstjóra við Suðurlandsveg Birgir Ármannsson » Það var því ljóst að lög- reglunni var nauðugur einn kostur að grípa til aðgerða. Að- stæður kölluðu einfaldlega á slíkt. Höfundur er formaður allsherj- arnefndar Alþingis. Í DAG er blásið til málþings í Há- skóla Íslands um jafnrétti og fjöl- breytileika. Segja má að háskólinn hafi nokkra sérstöðu í þessum efn- um. Eins og aðrir vinnustaðir ber skólinn ábyrgð gagnvart öllu því fólki sem þar er að störfum – bæði við nám og í launavinnu – en einnig hefur há- skólinn það hlutverk að vera leiðandi afl í samfélaginu á grundvelli þess fræða- og vísindastarfs sem þar fer fram. Ábyrgð háskólans er því mikil þeg- ar kemur að jafnréttismálum og um- ræðu um þau. En hvernig hefur skól- anum gengið að axla þessa ábyrgð, og hvernig getum við gert betur? Þetta eru þær spurningar sem feng- ist verður við síðdegis í dag. Háskóli Íslands er stórt og fjöl- breytt samfélag þar sem finna má fólk á öllum aldri og úr ólík- um áttum. Eðlilegt er að spurt sé hvernig skólanum hafi tekist að sinna þeirri skyldu sinni að búa vel að öllu því fólki sem myndar háskólann og hvernig sé hægt að tryggja að þær hugsjónir, sem jafnréttisáætlun há- skólans og stefna hans gegn mismunun byggja á, nái fram að ganga. Hvað þarf til svo háskólinn sé lifandi og frjótt samfélag allra nemenda og allra starfsmanna og sé hinu stærra samfélagi til fyrirmyndar og hug- ljómunar? Það er yfirlýst stefna háskólans að vera ávallt í fararbroddi í jafnrétt- ismálum, og á það bæði við um innra umhverfi skólans og áhrif hans út á við. Slíku markmiði verð- ur, eðli málsins sam- kvæmt, aldrei endanlega náð, heldur krefst það stöðugrar vinnu og at- hygli. Rétt eins og á vel reknu heimili er starfinu aldrei lokið því alltaf bætast við ný verkefni. Öll höfum við eitthvað til málanna að leggja og getum lagt jafnréttis- baráttunni lið með einum eða öðrum hætti. Í dag er tækifæri til að taka þátt í að móta umræðuna um jafn- réttismál og verður boðið upp á er- indi, fjórar vinnustofur, þar sem allt áhugafólk um jafnrétti er hvatt til að taka sér rými í umræðunni, og loks pallborðsumræður þar sem fulltrúar nemenda, fræðafólks, stjórnsýslu og Jafnréttisstofu taka til máls. Þér er boðið til málþingsins For- skot með fjölbreytileika í dag í Öskju, náttúrufræðahúsi Háskóla Íslands, frá kl. 13-17. Málþingið er í boði jafn- réttisnefndar Háskóla Íslands, jafn- réttisnefndar Kennaraháskóla Ís- lands og rannsóknastofu í kvenna- og kynjafræðum við Háskóla Íslands. Aðgangur er ókeypis og öllum heim- ill, og dagskrá málþingsins í heild má finna á www.rikk.hi.is. Við vonumst til að sjá sem flest koma og taka þátt í spennandi umræðum um framtíð jafnréttismála í Háskóla Íslands. Forskot meðfjölbreytileika Arnar Gíslason skrifar um mál- þing sem haldið er í Háskóla Ís- lands í dag Arnar Gíslason » Öll höfum við eitthvað til málanna að leggja og getum lagt jafnréttisbaráttunni lið með einum eða öðrum hætti. Höfundur er jafnréttisfulltrúi Háskóla Íslands.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.