Morgunblaðið - 21.05.2008, Qupperneq 2
fyrirhugaðri Bitruvirkjun aðeins ör-
fáum klukkustundum eftir að
Skipulagsstofnun lagði fram álit sitt
á framkvæmdinni“.
Óskar segist aðspurður velta því
fyrir sér hvort stjórn OR sé að
„binda hendur sínar“ með því „að
slá þetta svæði af strax í upphafi“.
Borgarfulltrúar Vinstri grænna
töldu hins vegar í bókun sinni bygg-
ingu Bitruvirkjunar „ekki viðunandi
vegna verulegra neikvæðra og
óafturkræfra áhrifa á landslag, úti-
vist og ferðaþjónustu“. Ákvörðun
stjórnar OR gefi „fyrirheit um
nýja tíma og breyttar áherslur í
náttúruvernd“.
„Þetta markar mjög mikil tíma-
mót og er fagnaðarefni fyrir alla
náttúruverndarsinna og alla sem
hafa viljað láta náttúruna njóta
vafans, og sérstaklega fyrir þá sem
hafa barist fyrir
því að það yrði
horfið frá þess-
um fyrirætlun-
um í Bitru,“
sagði Svandís
Svavarsdóttir,
borgarfulltrúi
VG, spurð um
málið.
Bókun Vinstri
grænna var sam-
hljóma sameiginlegri bókun Sig-
rúnar Elsu Smáradóttur, fulltrúa
Samfylkingar í stjórn OR, og Svan-
dísar Svavarsdóttur, fulltrúa VG, á
stjórnarfundi OR í gær, þar sem
sagði að „sterk náttúruverndarrök“
hnigju „að því að eira svæðinu til
langrar framtíðar“.
Dagur B. Eggertsson, borgar-
fulltrúi Samfylkingarinnar, sagði
ákvörðun OR vera „rökrétt fram-
hald af áliti Skipulagsstofnunar“.
„Ég er ánægður með niðurstöðu
stjórnar Orkuveitunnar, finnst hún
rökrétt. Raunar myndi ég gjarnan
kjósa að stjórn Orkuveitunnar væri
jafndugleg við að eyða óvissu varð-
andi REI og útrás fyrirtækisins og
aðra þætti í rekstrinum frekar en
láta reka á reiðanum,“ sagði Dagur.
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, for-
maður borgarráðs, sagði Sjálfstæð-
isflokkinn hafa vísað á bug ásök-
unum um flumbrugang á hendur
stjórn OR í bókun sinni. OR hefði
mikinn metnað í umhverfismálum og
stjórn fyrirtækisins hefði hætt und-
irbúningi og frestað öllum fram-
kvæmdum á svæðinu við Bitru, í
ljósi álits Skipulagsstofnunar. Stjórn
OR hefði samþykkt að halda áfram
undirbúningi við virkjun í Hverahlíð
í samræmi við álit Skipulagsstofn-
unar.
Borgarstjóri fagnar ákvörðun
stjórnar OR um Bitruvirkjun
„ÉG FAGNA þessari niðurstöðu
mjög og ekki síst þeirri staðreynd
að minnihlutaflokkarnir í borgar-
stjórn telji þá stefnu sem R-listinn
stóð fyrir um byggingu Bitruvirkj-
unar óviðunandi,“ sagði Ólafur F.
Magnússon borgarstjóri, eftir að
ákvörðun stjórnar Orkuveitu
Reykjavíkur (OR) um Bitruvirkjun
lá fyrir í gær.
„Álit Skipulagsstofnunar og
ákvörðun stjórnar Orkuveitu
Reykjavíkur um Bitruvirkjun mark-
ar tímamót fyrir þá sem hafa barist
fyrir því að náttúran njóti vafans.“
Allir flokkar lögðu fram bókun
um málið í borgarstjórn í gær þar
sem það var rætt utan dagskrár.
Óskar Bergsson, borgarfulltrúi
Framsóknarflokksins, lýsti í bókun
sinni yfir „undrun sinni yfir þeim
flumbrugangi“ sem einkenndi „sam-
þykkt stjórnar OR um að hverfa frá
Borgarfulltrúi Framsóknarflokksins veltir því upp hvort OR sé að „binda hendur sínar í framtíðinni“
Svandís Svav-
arsdóttir
Óskar
Bergsson
Vilhjálmur Þ.
Vilhjálmsson
Dagur B.
Eggertsson
Ólafur F.
Magnússon
2 MIÐVIKUDAGUR 21. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is
Björn Jóhann Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Daglegt líf Anna Sigríður Einarsdóttir, annaei@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurð-
ardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson
fréttastjóri gummi@mbl.is
Eftir Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
FORSVARSMENN tveggja stórra
verktaka í byggingariðnaði segja að
verkefnastaða þeirra sé ágæt um
þessar mundir þrátt fyrir mikla lægð
á fasteignamarkaðinum, en ákveðið
hafi verið að hægja á byggingu íbúða.
Gunnar Valur Gíslason, forstjóri
Eyktar hf., segir verkefnastöðu Eykt-
ar mjög góða, þótt augljóslega sé
samdráttur í byggingariðnaðinum um
þessar mundir. „Við erum með mjög
góða verkefnastöðu. Stærsta verkefni
okkar er á Höfðatorgi þar sem við er-
um annars vegar að ljúka við innrétt-
ingu 14.000 fermetra skrifstofubygg-
ingar og 10.000 fermetra bílakjallara
og hins vegar er í fullum gangi upp-
steypa 23.000 fermetra skrifstofu-
turns sem á að vera tilbúinn til inn-
réttingar á fyrri hluta næsta árs. Við
erum einnig með nokkur stór útboðs-
verk í gangi, svo sem skrifstofubygg-
ingu og verksmiðjuhús fyrir Hamp-
iðjuna í Skarfagörðum, öryggis- og
þjónustuíbúðir fyrir Hjúkrunarheim-
ilið Eir í Grafarvogi, nýjar höfuð-
stöðvar framkvæmdasviðs Hafnar-
fjarðarbæjar, verslunar- og
skrifstofuhús fyrir Smáragarð við
Vallakór í Kópavogi og nýtt íþrótta-
hús fyrir HK í Kópavogi.
Auk þess samdi Vegagerðin nýlega
við Eykt um að ljúka við byggingu
brúa við tvöföldun Reykjanesbrautar
frá Strandarheiði að Njarðvík.
Þá erum við að hefja vinnu við að
endurinnrétta skrifstofur og fram-
leiðslusetur stoðtækjafyrirtækisins
Össurar hf. að Grjóthálsi 5.“
– Er samdrátturinn farinn að hafa
áhrif á starfsemina?
„Að einhverju leyti er það svo. Við
höfum stöðvað byggingu fjölbýlishúss
sem við vorum komnir af stað með í
Norðlingaholti og ég sé jafnvel fram á
að við hægjum enn frekar á byggingu
íbúða á næstunni. Greiningardeildir
bankanna gera ráð fyrir því að íbúða-
markaðurinn hér taki aftur við sér
þegar líða tekur á árið 2009. Fram að
því má búast við því að framleiðsla
íbúða verði með hægasta móti hér á
höfuðborgarsvæðinu. Við munum
fylgjast grannt með þróun mála á
næstu mánuðum. Það er fyrirséð að
stórir árgangar ungs fólks muni leita
út á íbúðarmarkaðinn á næstu 3–5 ár-
um og þessu unga fólki þarf að sinna
vel.“
Máttu vita að lánsfé yrði dýrara
Spurður hvernig byggingariðnað-
urinn sé búinn undir breyttar aðstæð-
ur frá hans sjónarhóli svarar Gunnar:
„Það hefur legið fyrir lengi að hægja
myndi á í atvinnulífi okkar á árinu
2008 og fram á árið 2009 og forsvars-
menn byggingarfyrirtækja hafa mátt
vita að lánsfé yrði jafnframt torfengn-
ara og dýrara en verið hefur á und-
anförnum árum. Það sá hins vegar
enginn fyrir þær erfiðu aðstæður sem
mögnuðust á alþjóðlegum fjármála-
mörkuðum á undanförnum vikum og
mánuðum og komið hafa illa við ís-
lenskt fjármálalíf. Ég held líka að
enginn hafi búist við eins skjótum
breytingum á lánastarfsemi bank-
anna og hafa sýnt sig á undanförnum
vikum. Fyrir byggingariðnaðinn velt-
ur mikið á því hvernig opinberum út-
boðum verður háttað á næstunni. Þar
eru mörg stór verkefni í uppsiglingu,
svo sem vegagerð, bygging mislægra
gatnamóta, virkjanaframkvæmdir og
fleira.“
Spurður hvort líklegt sé að störfum
fækki á næstunni og grípa þurfi til
uppsagna ef dregur úr framkvæmd-
um segir hann: „Þenslan á undanförn-
um árum hefur meðal annars valdið
því að verktakar eins og við hjá Eykt
höfum þurft að reiða okkur í miklum
mæli á erlent vinnuafl. Þótt okkur
hafi gengið ágætlega að fá starfsfólk
erlendis frá, er slíkt alls engin ósk-
astaða byggingarfyrirtækja hér. Ég
veit ekki í hvaða mæli byggingarfyr-
irtæki grípi til uppsagna á næstunni
en auðvitað er líklegt að störfum í
byggingariðnaði muni fækka nú þeg-
ar hægist um.“
Hægja á framkvæmdum
á Hrólfsskálamel
Verkefnastaða Íslenskra aðalverk-
taka (ÍAV) er góð út allt þetta ár að
sögn Karls Þráinssonar, aðstoðarfor-
stjóra ÍAV. Hins vegar sé íbúðamark-
aðurinn daufur. ,,Við erum vel settir
verkefnalega séð en maður sér merki
um það á markaðinum að það er að
draga úr,“ segir hann. Stærsta verk-
efni ÍAV er bygging tónlistar- og ráð-
stefnuhússins í Reykjavík og eru
framkvæmdir í fullum gangi. ÍAV er
einnig m.a. með í byggingu 26 íbúða
fjölbýlishús við Hrólfsskálamel á Sel-
tjarnarnesi – hið fyrsta af þremur
sem fyrirtækið ætlar að reisa. Af-
henda á fyrstu íbúðirnar í nóvember.
Að sögn Karls hefur verið ákveðið að
hægja á framkvæmdum við hinar
blokkirnar tvær á meðan séð verður
hver þróunin verður. Áfram sé þó
unnið að hönnun þeirra. ,,Það hefur
aðeins selst í þessu 26 íbúða húsi en
það er hægagangur,“ segir Karl, sem
hafði ekki haldbærar upplýsingar um
hversu margar íbúðir væru seldar.
Verktakar hægja á byggingu íbúðarhúsa
Turn 19 hæða skrifstofubygging
sem Eykt reisir á mótum Borg-
artúns og Höfðatúns.
SENN líður að því að skólahurð aft-
ur skelli og skruddan með hjá
grunnskólabörnum landsins. Um
þessar mundir taka þó margir
grunnskólar forskot á sælu sumars-
ins og efna til sérstakrar vordag-
skrár. Slíkir dagar fela gjarnan í
sér útiveru af ýmsu tagi, sem er
kærkomin tilbreyting eftir langan
og kaldan vetur.
Meðal þeirra skóla sem breyta til
í skólastarfinu um þessar mundir er
Breiðholtsskóli. Krakkarnir í skól-
anum skemmtu sér hið besta úti við
í gær. Þeir fóru í ýmsa leiki, bæði
nýja og gamla. Einn er sá leikur
sem alltaf nýtur vinsælda, en hann
felst í því að velta sér niður gras-
grænar brekkur. Ekki er verra að
skemmta sér við slíkt í hópi góðra
skólasystkina. Morgunnblaðið/Frikki
Vorfjör
hjá skóla-
börnunum LEKI kom að bátnum Von GK-113er hann sigldi á utanverðan grjót-garðinn við Sandgerðishöfn, á leið
úr línuróðri. Varð óhappið um kl.
17 í gær og var báturinn á fullri
ferð. Þrír voru um borð en sakaði
ekki.
Báturinn er rúmlega ársgamall
og í eigu Útgerðarfélags Sand-
gerðis. Munu skemmdir á bátnum
framanverðum vera töluverðar.
Bátur sigldi
á grjótgarð
ÞRÍR strákar, nemendur í Grunda-
skóla á Akranesi, villtust í Þórsmörk
í gær. Þeir höfðu farið í gönguferð en
rötuðu ekki til baka. Voru piltarnir
blautir og kaldir þegar skálavörður í
Langadal fann þá um kl. 21 í gær.
Villtust í
Þórsmörk
♦♦♦