Morgunblaðið - 21.05.2008, Page 12

Morgunblaðið - 21.05.2008, Page 12
12 MIÐVIKUDAGUR 21. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ Fagradal | Þegar Ástbjörg Lilja Erlendsdóttir var að borða morgunverðinn ásamt afa sínum og ömmu í hjólhýsinu í Mýrdalnum um helgina fengu þau óvænta heimsókn. Allt í einu stóð ærin Fönn ásamt gimbrunum sínum og jarmaði fyrir utan gluggann. Fönn er afar sólgin í brauð og rann á lyktina. Auðvitað var henni gefinn góður skammtur af brauði sem hún innbyrti af mikilli ánægju. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Morgunmatur í Mýrdalnum RÁÐSTEFNA þar sem sam- starf skóla og stofnana sem annast kennara- menntun verður í brennidepli hefst í dag, mið- vikudag kl. 17. Einnig verður fjallað um tengsl kennaramennt- unar og skólaþróunar frá ýmsum sjónarhornum allt til laugardags. Ráðstefnuna sækja þátttakendur frá öllum Norðurlöndunum, rösk- lega 370 manns af öllum skólastig- um. Kennaraháskóli Íslands stendur fyrir ráðstefnunni nú í tilefni af 100 ára afmæli skólans. Slíkar nor- rænar ráðstefnur hafa verið haldn- ar annað hvert ár. Landsbankinn er bakhjarl ráðstefnunnar og styrkir hana veglega. Í undirbún- ingsnefnd KHÍ fyrir ráðstefnuna eru Kristín Jónsdóttir, formaður, Gunnhildur Óskarsdóttir, Þórunn Erna Jessen og Þuríður Jóhanns- dóttir. Dagskráin er birt á vef ráð- stefnunnar www.yourhost.is/ khi2008 Ráðstefnan er fjöltyngd og fyrirlestrar og erindi á málstofum ýmist á ensku eða skandinavískum málum. Norræn ráð- stefna í KHÍ STOFNUN fræðasetra Háskóla Íslands heldur ársfund sinn í dag, miðvikudag, undir yfirskriftinni „Háskóli Ís- lands – háskóli allra landsmanna“. Ársfundurinn verður á Háskólatorgi og stendur frá kl. 9:30 til 15:30. Markmið stofnunarinnar er m.a. að skapa aðstöðu til rannsókna um allt land og starfrækir hún rannsókna- og fræðasetur á Hornafirði, Hveragerði, Snæfellsnesi, Sandgerði, Bolungarvík, Vestmannaeyjum, Húsavík og á Egilsstöðum. Á ársfundinum kynna fræðimenn við setrin fjölbreyttar rannsóknir sín- ar í stuttum erindum. Meðal þess sem sagt verður frá má nefna hleranir á samtölum hvala, efasemdir um hreinleika íslenskrar náttúru, landsbyggð á tímamótum og margt fleira. Þá flytur Frank Rennie, prófessor við Háskóla hálanda og eyja í Skotlandi, erindið „Why bother about Rural“, þar sem hann fjallar um m.a. fjölbreytta vaxtarmöguleika og lífsgæði í dreifbýli framtíðarinnar. Ársfundur fræðasetra LISTFÉLAG Grafarvogssóknar verður stofnað á morgun, fimmtu- dag kl. 20, í Grafarvogskirkju. Nemar úr Tónskóla Grafarvogs leika og rithöfundarnir Ísak Harð- arson og Vilborg Dagbjartsdóttir flytja trúarljóð. Uppstillingarnefnd hefur gert til- lögu um eftirtalin í stjórn: Einar Már Guðmundsson rithöfundur, formaður, Arnþrúður Ösp Karls- dóttir textílhönnuður, Aðalsteinn Ingólfsson listfræðingur, Guðbjörg Lind Jónsdóttir myndlistamaður og Kristín Marja Baldursdóttir, rithöf- undur. Í varastjórn: Pálmi Gestsson leikari og Sigmundur Ernir Rún- arsson ritstjóri. Listfélag stofnað í Grafarvoginum ANNA Margrét Elíasdóttir garð- yrkjufræðingur verður með leið- sögn um lyngrósir í Grasagarði Reykjavíkur á morgun, fimmtudag. Leiðsögnin hefst kl. 20 við Lauga- tungu, fyrsta hús til hægri frá aðal- inngangi. Lyngrósir eru breyti- legur og tegundaauðugur hópur plantna af lyngætt. Þær eiga það sameiginlegt að vera bæði blómrík- ar og litskrúðugar. Farið verður í gróðurhús þar sem sagt verður frá uppeldi á fræplöntum. Lyngrósir skoð- aðar í Grasagarði STUTT ÚR VERINU FIMM starfsnemar halda á næst- unni til fimm mánaða dvalar í sam- starfslöndum Íslendinga í þróun- arsamvinnu. Þeir voru ráðnir úr hópi rúmlega 150 umsækjenda um stöð- urnar. Á þessu tímabili, frá júlí til desember, fá starfsnemarnir tæki- færi til að kynnast starfsemi Þróun- arsamvinnustofnunar á vettvangi. Nemarnir sem valdir voru til starfa að þessu sinni eru, frá vinstri á myndinni): Þóra Bjarnadóttir, MA nemi í þróunarfræði, sem fer til Ník- aragva, Katrín Magnúsdóttir, MA nemi í mannfræði, verður í Namibíu, Guðrún Birna Jóhannsdóttir, MA nemi í þróunarfræðum og alþjóða- samskiptum, fer til Úganda, Ásdís Bjarnadóttir, MSc í þróunarfræðum, heldur til Malaví, og Nanna Rún Ás- geirsdóttir, MA nemi í alþjóða- samskiptum, verður í Mósambík. Nemar til þróunarlanda „ÞETTA hefur gengið nokkuð vel hjá bátunum. Sá hæsti er með 140 tonn af söltuðum hrognum,“ segir Haraldur Ingólfsson grásleppukarl á Drangsnesi og formaður Smá- bátafélagsins Stranda. Fyrstu bátarnir á Ströndum hófu grásleppuveiðar upp úr miðjum mars. Lentu menn í brælum í mars og fram í apríl, að sögn Haralds. Hann segir að eintóm blíða hafi verið að undanförnu. Haraldur byrjaði á grásleppunni 5. apríl og hættir næstkomandi sunnudag, þegar fimmtíu daga tímabilinu lýk- ur. „Við erum komin með góð níu tonn af sulli,“ segir Haraldur. Margir gera út á grásleppu á Ströndum í vor og hefur þeim fjölgað vegna hækkunar á verði af- urðanna. „Það koma margir brott- fluttir norður til að róa á gráslepp- una. Maður verður að fara á grásleppu til að fá tilfinningu fyrir vorinu,“ segir Haraldur sem tekur upp þráðinn þar sem frá var horfið fyrir fimmtíu dögum og fer til línu- veiða um leið og grásleppuvertíð- inni lýkur. Mest saltað á Raufarhöfn Fram kemur á vef Landssam- bands smábátaeigenda að í byrjun vikunnar var búið að salta í hátt í átta þúsund tunnur sem er þúsund tunnum meira en síðasta vertíð gaf af sér. Mest hefur aflast á Norður- og Norðausturlandi en þar er ver- tíðin nú langt komin og farið að draga úr veiði. Saltað hefur verið í flestar tunn- ur á Raufarhöfn sem náð hefur 1000 tunna markinu. Einnig hefur mikið verið saltað á Vopnafirði, Siglufirði, Bakkafirði, Drangsnesi og Húsavík. Verð er misjafnt á milli staða en hefur alls staðar hækkað mikið frá síðasta ári. Þannig segir Haraldur á Drangsnesi að nú sé verið að borga 60 til 70 þúsund kónur fyrir tunnuna sem sé nærri helmingi meira en menn fengu á síðustu ver- tíð. Fær tilfinningu fyrir vorinu á grásleppunni Búið að salta í hátt í átta þúsund tunn- ur af hrognum „VIÐ komum fólki í gírinn fyrir sjómannadaginn, hjálpum til við að skapa stemmninguna,“ segir Rósa Signý Baldursdóttir sem skipulagt hefur söngdagskrána „Óskalög sjómanna“ fimmtudaginn fyrir sjó- mannadaginn. Skemmtunin er nú haldin í fjórða skiptið, að þessu sinni í Eldborg í Svartsengi. Efnt er til dagskrárinnar til heiðurs íslenska sjómanninum og fjölskyldu hans. Hljómsveitin Með- byr flytur gömul og sígild sjó- mannalög, að vanda. Að þessu sinni kemur einnig fram sönghóp- urinn Stigamenn úr Grindavík og tekur lagið. Þá mun Mjöll Hólm söngkona syngja með hljómsveit- inni, meðal annars lagið „Jón er kominn heim“ sem hún gerði frægt árið 1971, meðal annars í gegnum útvarpsþáttinn Óskalög sjómanna. Fékk strax meðbyr Söngdagskráin fékk strax með- byr þegar hún var fyrst haldin, fyrir fjórum árum og því fékk hljómsveitin sem að henni stendur þetta heiti. „Óskalög sjómanna“ hefur verið nánast eina verkefni hljómsveitarinnar á þessum tíma og verða því fagnaðarfundir á hverju ári þegar sjómannadag- urinn nálgast. Í hljómsveitinni eru, auk Rósu, þau Dagbjartur Will- ardsson, Inga Björk Runólfsdóttir, Inga Þórðardóttir, Björn Erlings- son, Einar Friðgeir Björnsson, Halldór Lárusson og Þröstur Harðarson. „Þetta var mitt hugarfóstur í skammdeginu 2005. Ég var svo heppin að hafa fólk í kringum mig sem hvatti mig áfram. Svo er allt- af betra að gera hlutina sjálfur í stað þess að bíða eftir öðrum,“ segir Rósa um tilurð dagskrár- innar. Skemmtunin verður á fimmtu- dagskvöldið í næstu viku. Forsala aðgöngumiða verður í versluninni Aðalbraut í Grindavík nk. mánu- dag, kl. 20 til 21. Þá geta áhuga- samir pantað sér mat fyrir skemmtunina í Eldborg. Haldin er vegleg sjómannahátíð í Grindavík um sjómannadagshelg- ina, Sjóarinn síkáti, sem stendur frá föstudegi og fram á sunnudag. Komum fólki í gírinn fyrir sjómannadaginn Í góðum gír Hljómsveitin Meðbyr undirbýr sig, fv. Dagbjartur, Rósa Signý, Inga Björk, Inga, Björn, Halldór, Þröstur og Einar Friðgeir. GRÁSLEPPUVERTÍÐIN í Stykk- ishólmi er hafin. Bátar sigldu út sléttan Breiðafjörðinn í gærmorgun hver í kapp við annan og klukkan 8 máttu fyrstu netin fara í sjó. Grásleppuvertíðin hefst mjög seint í innarlegum Breiðafirði, þar sem samkomulag hefur verið á milli hagsmunaaðila um friðun á meðan æðarfuglinn er að setjast upp í eyj- arnar til að verpa. Stykkishólmur hefur verið einn af þeim stöðum sem tekið hafa á móti hvað mestum afla í gegnum tíðina. Meiri áhugi Alls hafa verið gefin út leyfi til 17 báta í Hólminum til grásleppuveiða. Flestir grásleppukarlar voru til- búnir í slaginn í gær og biðu eftir því að flautað væri til leiks. Í ár stunda mun fleiri karlar veiðar en í fyrra. Þá voru gerðir héðan út um 10 bátar. Aukinn áhugi nú stafar af hækkandi verði á grásleppuhrogn- um. Karlarnir á bryggjunni voru bjartsýnir í byrjun vertíðar. Geng- islækkun síðustu mánuði er að skila sér til þeirra í hærra verði. Flestir þeirra eru komir í föst viðskipti hjá kaupendum. Þegar þeir voru spurðir hvort þeim reyndist erfitt að finna stæði fyrir netin þegar bátum fjölgaði svo, sögðu þeir að það væri ekkert að óttast. „Breiðafjörðurinn er stór, eyjarnar margar og grynningar, svo að víða er hægt að vera. En vissu- lega eru sumir staðir betri en aðrir og þangað förum við strax og reyn- um að vera fyrstir,“ sögðu grá- sleppukarlanir á bryggjunni er þeir voru að spjalla saman og spá í spilin. Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason Spáð og spekúlerað Hrannar Pétursson hafnarvörður á spjalli við grá- sleppukarlana Björn Ásgeirsson, Jóhann Kúld Björnsson og Þröst Auð- unsson en þeir voru meðal fyrstu manna til að leggja netin í gærmorgun. Við reynum að verða fyrstir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.