Morgunblaðið - 21.05.2008, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. MAÍ 2008 13
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
6 7
6 7
#$%
&'%&(
)&*+
)(*#
8
8
6 7
37
(',$&
-%$
)(*.
)&*.
8
8
9: )!
;%<
&(',(+
('#+(
)&*-
)&*%
8
8
&=>?
9@7
$'&+(
.'&&+
)(*+
)&*-
8
8
6 7 6 7 A
#'+%(
&'&//
)%*,
)(*/
8
8
! "
!"#$%%"
@ B #
3 B #
?C #
&D B #
B$! /! #
4 ?
0$( E$!%
FG$!% B #
H!( 3! #
D!%/! E$!% #
$ #
>-I6;
>
3 1 &' / #
=2
#
J #
'&$($)*+
#
@$G #
@$!G @ :2
@$!G - $
-"&
? 3!
&$( B #
&K 2 3!
FG$!%G B #
;L# ' #
> #
= 2((!(
11! #
,!!$1! #
$
$
,)
M! 2 @$
!
M
43 B !% #
4
1'! #
-+./
%1$+
.*&%
/.*%%
&%*-+
$*$%
&.*.%
(%*#%
(%*+-
.+#*%%
($*%%
+-*-%
#*$.
&&*.#
/*#$
&%%*%%
&*(.
$*.-
(&+*%%
&$,$*%%
//%*%%
%*+-
&-%*%%
&*,%
(%*%%
$*$#
#.*%%
,*-%
-,(-*%%
&%*%%
-*+%
,1
%(!
=$/1 + $ %(N
>$
A A
A
A
A
A
A
O
AO AO
OA
O
AO AO
O
&'$%
1
A
A
A
A
9(!!(
1 1
@=
@=
@=
@=
@=
*
,20
ÞETTA HELST ...
● GYLFI Sigfús-
son hefur verið
ráðinn forstjóri
Hf. Eimskipa-
félags Íslands,
eða Eimskips.
Stefán Ágúst
Magnússon, sem
hefur verið for-
stjóri eftir að
Baldur Guðnason
hætti fyrr á árinu, hefur látið af störf-
um hjá félaginu að eigin ósk en hann
var áður aðstoðarforstjóri og fram-
kvæmdastjóri fjármálasviðs Eim-
skips. Gylfi ætti að vera öllum hnút-
um kunnugur hjá Eimskip, en hann
hefur undanfarin 18 ár sinnt ýmsum
störfum innan Eimskips og tengdra
félaga, síðast sem framkvæmda-
stjóri Eimskips í Bandaríkjunum og
Kanada.
Tekur við stýrinu hjá
Eimskipafélaginu
Gylfi Sigfússon
● ÚRVALSVÍSITALA í Kauphöllinni á
Íslandi lækkaði um 0,8% í gær og er
lokagildi hennar 4.902 stig. Hluta-
bréf Exista lækkuðu um 3,1%, bréf
SPRON lækkuðu um 2,7% og bréf
Bakkavarar um 2,4%. Hins vegar
hækkuðu hlutabréf FL Group um
1,4% og bréf Icelandair Group hækk-
uðu um 0,5%.
Krónan veiktist í gær um 0,6%.
Gengisvísitala krónunnar var 147,95
stig í byrjun dags var komin í 148,85
stig í lok dags, samkvæmt upplýs-
ingum frá Glitni. Velta á milli-
bankamarkaði var 16,6 milljarðar.
Lækkun í Kauphöllinni
og krónan veiktist
Eftir Grétar Júníus Guðmundsson
gretar@mbl.is
HLUTABRÉFAVÍSITÖLUR
lækkuðu töluvert í flestum kauphöll-
um beggja vegna Atlantsála í gær
sem og í Asíu. Í fréttum á vefmiðlum
helstu fjölmiðla var ástæðan annars
vegar rakin til áframhaldandi hækk-
unar á heimsmarkaðsverði á olíu og
hins vegar til nýrra talna frá Banda-
ríkjunum, sem gefa til kynna að und-
irliggjandi verðbólguþrýstingur sé
meiri en áætlað var.
FTSE 100 vísitalan í kauphöllinni í
London lækkaði um tæp 3% í gær,
Dax-vísitalan í Frankfurt lækkaði
um 1,5% og CAC-vísitalan í París
lækkaði um 1,7%. Þá lækkaði Hang
Seng í Hong Kong um 2,2% og Nik-
kei-vísitalan japanska lækkaði um
0,8%. Í Bandaríkjunum lækkaði Dow
Jones um 1,5% og Nasdaq um 1,0%.
Olían nálgast 130 dollara
Verð á hráolíu fór í gær yfir 129
dollara fyrir tunnuna á markaði í
New York og hefur aldrei verið
hærra. Verð á Brent-Norðursjávar-
olíu hækkaði einnig í gær og var
tæpir 128 dollarar. Í frétt í Financial
Times segir að skýringarnar á
hækkununum séu meðal annars
áhyggjur af því að birgðastaða ríkja
sé slæm. Þá hafi einnig áhrif að doll-
arinn hafi veikst auk þess sem
þekktur bandarískur fjárfestir, T.
Boon Pickens að nafni, hafi spáð því
að verðið á hráolíu myndi fara í 150
dollara á þessu ári. Þótt ótrúlegt sé
þá segir í frétt FT að spá þessa
manns hafi haft áhrif á verðið. Í frétt
á fréttavef BBC-fréttastofunnar er
því svo bætt við að yfirlýsing sam-
taka olíuútflutningsríkja, OPEC, um
að þau muni ekki auka olíufram-
leiðsluna, hafi haft áhrif til hækkun-
ar verðsins.
Í frétt á fréttavef danska blaðsins
Børsen segir að um miðjan dag í gær
hafi borist fréttir af því frá Banda-
ríkjunum að framleiðsluverð, að
matar- og orkuverði undanskildu,
hafi hækkað að undanförnu tvöfalt
meira en spáð hafði verið. Það bendi
til þess að undirliggjandi verðbólga
vestanhafs sé meiri en ráð hafi verið
fyrir gert, en það hafi haft áhrif í
kauphöllum í Evrópu.
Töluverðar lækkanir
á mörkuðum í gær
Reuters
Áhrif Hækkun á olíuverði í gær hafði áhrif til lækkunar á gengi hlutabréfa
í helstu kauphöllum. Á myndinni sést olíuborpallur í Texas.
Olíuverð og verð-
bólga í Bandaríkj-
unum hafði áhrif
ALÞJÓÐLEGA matsfyrirtækið
Moody’s hefur lækkað lánshæfisein-
kunn ríkissjóðs Íslands um eitt þrep
úr Aaa í Aa1.
Fyrirtækið hefur
jafnframt lækkað
svonefnt lands-
mat (e. country
ceiling) á banka-
innstæður í er-
lendri mynt úr
Aaa í Aa1. Þetta
var tilkynnt í
gær.
Í tilkynning-
unni segir að allar
aðrar lánshæfiseinkunnir ríkissjóðs
Íslands, þar með talið landsmatið
fyrir skuldbindingar í erlendri mynt,
landsmatið fyrir bankainnstæður í
íslenskum krónum og landsmat fyrir
verðbréf í íslenskum krónum, hafi
verið staðfestar Aaa. Þá segir að all-
ar lánshæfiseinkunnirnar séu nú á
stöðugum horfum en þær voru áður
á neikvæðum horfum.
Moody’s
lækkar
einkunn
Lækkun Lánshæf-
iseinkunn lækkar.
TAP Icelandair Group á fyrsta fjórð-
ungi þessa árs nam 1,7 milljörðum
króna eftir skatta samanborið við 1,2
milljarða króna tap á sama tímabili í
fyrra. Enginn söluhagnaður var færð-
ur til tekna á fyrsta fjórðungi þessa
árs en hann var 1,2 milljarðar á fyrsta
fjórðungi ársins 2007. Heildarvelta
Icelandair Group í ár var um 14 millj-
arðar króna og jókst um 18% frá
sama tímabili á fyrra ári.
Aukinn eldsneytiskostnaður
Fram kemur í tilkynningu frá Ice-
landair Group að vegna árstíðasveiflu
í flugi og ferðaþjónustu sé afkoma fé-
lagsins jafnan neikvæð á fyrsta árs-
fjórðungi og nú hafi EBITDA verið
neikvæð um 857 milljónir króna.
Björgólfur Jóhannsson forstjóri
Icelandair Group segir í tilkynning-
unni að rekstur félagsins á fyrsta árs-
fjórðungi sé nokkru betri en gert hafi
verið ráð fyrir, í mun erfiðara árferði
en á síðasta ári. Þannig hafi eldsneyt-
iskostnaður félagsins aukist um tæp-
an einn milljarð króna frá sama tíma
2007. Verkefnastaða í leiguflugsvið-
skiptum sé hins vegar góð sem og
bókunarstaða í áætlunarflugi.
Tap Icelandair
Group eykst
Bókanir Bókunarstaða er sögð góð.
Uppgjör
Icelandair Group hf.
gretar@mbl.is
GREININGARDEILDIR Lands-
bankans og Kaupþings spá því að
Seðlabanki Íslands muni halda
stýrivöxtum sínum óbreyttum á
næsta vaxtaákvörðunardegi bank-
ans sem er á morgun.
Greiningardeild Landsbankans
segir að hagvísar bendi til þess að
enn sé töluverður kraftur í neyslu
og fjárfestingum. Greiningardeild
Kaupþings telur ljóst að hagkerfið
sé á leiðinni í mjög hraða kólnun.
Spá óbreytt-
um vöxtum
Tilboð til hluthafa
FL Group hf.
Í tengslum við fyrirhugaða afskráningu FL Group hf. af
skipulegum verðbréfamarkaði hefur stjórn félagsins,
með samþykki hluthafafundar 9. maí 2008, ákveðið að
gera hluthöfum félagsins tilboð um að selja hluti sína
í félaginu. Tilboðið er lagt fram á grundvelli nánari
skilmála sem fram koma í bréfi sem sent hefur verið til
hluthafa. Tilboðið er gert þeim hluthöfum sem skráðir
voru í hluthafaskrá félagsins samkvæmt uppgerðum
viðskiptum í lok dags 8. maí 2008. Með bréfinu fylgir
lykilorð fyrir hluthafa til þess að taka þátt í tilboðinu
ásamt leiðbeiningum.
Hluthöfum býðst að selja hlutabréf sín miðað við gengið
6,68 fyrir hvern hlut í FL Group hf. Fyrir hlutabréfin
verður greitt með hlutabréfum í Glitni banka hf., miðað
við gengið 17,05 fyrir hvern hlut í Glitni banka hf., eða
um 0,39 hlutir í Glitni banka hf. afhentir fyrir hvern hlut
í FL Group hf. Tilboðið tók gildi hinn 9. maí 2008 kl. 10:00
og gildir til 21. maí 2008 kl. 16:00.
Hluthafar, sem hyggjast taka tilboðinu, skulu fylgja þeim
leiðbeiningum sem fram koma í bréfi til hluthafa. Ef
bréfið, með upplýsingum um tilboðið og lykilorð, hefur
ekki borist hluthafa í seinasta lagi miðvikudaginn 14. maí
2008 skal hann hafa samband við Þjónustuver Glitnis í
síma 440 3725. Þjónustuverið veitir hluthöfum jafnframt
frekari upplýsingar ef þörf er á í tengslum við tilboðið.
Reykjavík, 9. maí 2008
Stjórn FL Group hf.
FL Group | Síðumúla 24 | 108 Reykjavík | Sími 591 4400 | www.flgroup.is
TAP af rekstri Icebank á fyrsta
fjórðungi ársins 2008 nam 3,4 millj-
örðum króna eftir skatta. Á sama
tímabili í fyrra var hagnaður af
rekstri bankans 1,8 milljarðar
króna. Á síðasta ársfjórðungi árs-
ins 2007 var hins vegar tap bankans
2,7 milljarðar.
Í tilkynningu frá Icebank segir
að afkoma bankans á fyrsta fjórð-
ungi þessa árs skýrist einkum af
tvennu: Annars vegar hafi gengis-
tap af markaðsbréfum numið um
3,5 milljörðum króna, einkum af
eignarhlut bankans í Exista sem
lækkaði um 44% á ársfjórðungnum
en bankinn átti 281 milljón hlut í
ársbyrjun. Hins vegar hafi var-
úðarniðurfærsla krafna numið sam-
tals um 2,3 milljörðum króna.
Eigið fé Icebank lækkar milli árs-
fjórðunga úr tæpum 13,4 milljröum
króna í 10,3 milljarða.
Tap 3,4
milljarðar
♦♦♦
♦♦♦
ALFESCA hagnaðist um 1,8 millj-
ónir evra á þriðja fjórðungi yf-
irstandandi rekstrarárs sam-
anborið við 1,3 milljónir evra á
sama tímabili í fyrra. Hagnaður á
fyrstu 9 mánuðum rekstrarársins
nam 25,1 milljón evra og jókst um
32,5% frá fyrra ári.
Xavier Govare, forstjóri Alfesca,
segir í tilkynningu að afkoman á
þriðja fjórðungi rekstrarársins sé
viðunandi þegar tekið sé tillit til
erfiðra markaðsaðstæðna.
Alfesca
hagnast
♦♦♦