Morgunblaðið - 21.05.2008, Page 14

Morgunblaðið - 21.05.2008, Page 14
14 MIÐVIKUDAGUR 21. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT ALÞJÓÐABANKINN kveðst ekki geta veitt herforingjastjórninni í Búrma ný lán vegna þess að hún hafi verið í vanskilum við bankann í ára- tug. Embættismenn í Búrma telja að eignatjónið af völdum fellibylsins 2.-3. maí nemi sem svarar 750 millj- örðum króna, að sögn The Wash- ington Post. Herforingjastjórnin tel- ur að landið þurfi á stórfelldri matvælaaðstoð að halda verði ekki hægt að hefja ræktun hrísgrjóna að nýju innan þriggja vikna í helstu landbúnaðarhéruðum landsins. Áætlað er að um 75% skóla á ham- farasvæðunum hafi eyðilagst eða stórskemmst, að sögn sérfræðinga ASEAN, samtaka Suðaustur-Asíu- ríkja. Herforingjastjórnin hefur boðið Alþjóðabankanum að senda fulltrúa á fjáröflunarráðstefnu sem haldin verður í Yangon (Rangoon) á vegum Sameinuðu þjóðanna og ASEAN á sunnudaginn kemur. „Af lagalegum ástæðum getur Alþjóðabankinn ekki veitt Mjanmar [Búrma] fjárhagsað- stoð vegna þess að landið hefur verið í vanskilum við bankann frá árinu 1998,“ sagði Juan Jose Daboub, framkvæmdastjóri Alþjóðabankans. Hann bætti þó við að bankinn veitti tæknilega aðstoð við að meta tjónið af völdum hamfaranna og skipu- leggja endurreisn landsins. Herforingjastjórnin í Búrma sam- þykkti í fyrradag að hjálparstarfs- menn frá aðildarríkjum ASEAN fengju að koma til landsins með ýms- an búnað, en áður hafði hún sætt harðri gagnrýni fyrir að hleypa ekki starfsmönnum hjálparstofnana inn í landið. Áætlað er að um 2,4 milljónir landsmanna þurfi á neyðaraðstoð að halda en aðeins um 20% þeirra hafa fengið aðstoð tæpum þremur vikum eftir náttúruhamfarirnar. Embættismenn Sameinuðu þjóð- anna sögðu í gær að Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri samtakanna, myndi ræða við leiðtoga herforingja- stjórnarinnar, Than Shwe, síðar í vikunni. Fær ekki lán vegna vanskila 3*45678 9) $: . +: ; $2 ($)+( $!+.<& =$ !!>!?> +$$!,  "@#$"!A$B) >)  !&1 $ 1 (C $! 26  1$+C $ 2 , ) +" + ) #$&, $& &!)A +1$+& B  > $ ?&$ 1C+$+ ++, # $ % & ' ( )  ( *  + , (  '   + , (  ' @ ; ! 9/&      @!C0(A$     3DC 1!C&     E1C10(A$             !" # $ % " &#"  " '! &  ("  "  )" $* +" " ," - %  .. / ! &    !  "# Aðeins um 20% nauðstaddra Búrmamanna hafa fengið neyðaraðstoð KENGÚRUR í girðingu á landareign ástralska varn- armálaráðuneytisins í útjaðri Canberra. Ráðuneytið hefur ákveðið að lóga um 400 kengúrum á svæðinu þrátt fyrir mótmæli dýraverndarsamtaka sem saka áströlsk stjórnvöld um tvískinnung vegna andstöðu þeirra við hvalveiðar Japana. Ráðuneytið segir að kengúrurnar stefni fágætum dýrum í hættu með því að éta allt lauf á svæðinu og of dýrt sé að flytja þær þaðan. AP Deilt um dráp á kengúrum AP. London. | Rússneskir auðjöfrar leita sífellt nýrra leiða til að eyða peningum. Listmarkað- urinn virðist næsta vígi þeirra og hafa rúss- neskir safnarar keypt listaverk landa sinna í stórum stíl á síðustu árum. Verð á rússneskri myndlist hefur því hækkað mjög mikið og leita listagallerí og uppboðshús í London og New York í auknum mæli til Rússlands í leit að listaverkum fyrir kaupendur sína. Sem dæmi um aukna eftirspurn hefur sala rússneskra verka hjá uppboðsfyrirtækinu Christie’s farið úr 27 milljónum bandaríkja- dala árið 2004 í 144 milljónir dala eða 10.6 milljarða íslenskra króna á síðasta ári. Listunnandinn Abramovítsj Dagblaðið The Art Newspaper svipti um helgina hulunni af kaupanda listaverkanna tveggja sem seldust á sögulegu verði á upp- boði Sotheby’s í síðustu viku. Kaupandinn mun vera rússneski millj- arðamæringurinn Roman Abramovítsj en hann keypti Triptych, verk Francis Bacon og Benefits Supervisor Sleeping, verk Lucian Freud, fyrir samtals 120 milljónir bandaríkja- dala eða 8,8 milljarða króna. Auðæfi Abramovítsj eru samkvæmt nýlegri úttekt Sunday Times metin á um 1.700 millj- arða króna. Hvorki Sotheby’s né Christie’s gefa upp nöfn viðskiptavina sinna en blaðið segir upplýsingarnar traustar. Abramovítsj sem er fyrrverandi olíujöfur og á nú m.a. breska knattspyrnuliðið Chelsea, hefur hingað til ekki verið þekktur fyrir list- næmi. „Við höfum aldrei áður heyrt að hann keypti listaverk, hvað þá fyrir slíkar upp- hæðir,“ segir Cristina Ruiz, ritstjóri Art Newspaper. „Það sem er sérstaklega áhuga- vert er að hann byrjar á toppnum, ekki bara hvað verðið varðar heldur líka gæðin. Það er sérlega áhrifamikið,“ segir Ruiz. Áhugi Abramovítsj er talinn tilkominn vegna áhrifa kærustu hans, Daríu Zúkovu, sem hefur lýst yfir áhuga sínum á að opna listagallerí í Moskvu. Líkt og margir landar hans hefur Abramovítsj þurft að finna nýjar leiðir til að eyða peningum sínum. Hann á nú þegar fasteignir á Englandi, Frakklandi og Bandaríkjunum, þrjár snekkjur, einkaflugvél, Ferrari-kappakstursbíl og tvo kafbáta. Rússneskir auðjöfrar sýna listnæmi Viðskipti Rússanna hafa góð áhrif á sölu listaverka auk þess sem rússnesk verk hækka í verði Reuters Á vellinum Listunnandinn Roman Abramovítsj ásamt kærustunni Daríu Zúkovu. DALAI Lama, andlegur leiðtogi Tíbets, hóf í gær tíu daga heim- sókn sína til Bretlands. Þar tók hann á móti heiðursnafnbót við London Met- ropolitan-háskól- ann, fyrir fram- lag sitt til friðarmála. Gordons Brown, forsætisráð- herra Bretlands, bíður nú það erf- iða verkefni að sýna stuðning við málefni Tíbet án þess að styggja kínversk yfirvöld. Athygli hefur vakið að Brown mun ekki taka á móti leiðtoganum í Downing-stræti 10 eins og venjan var hjá fyrri for- sætisráðherrum. Mun hann eiga fund með Dalai Lama ásamt erki- biskupnum af Kantaraborg. Sú ákvörðun hefur vakið gagn- rýni og er Brown sagður beygja sig um of undir vilja Kínverja. Dalai Lama kom til Bretlands eftir nokk- urra daga heimsókn í Þýskalandi. Hvorki kanslarinn né utanríkisráð- herrann áttu þar fund með honum. Ráðherra þróunarmála, Heidemarie Wieczorek-Zeul, fundaði með Dalai Lama og hefur hún verið gagnrýnd fyrir að fara gegn vilja ríkisstjórn- arinnar. Dalai Lama í Bretlandi Dalai Lama Fær ekki fund í Downing-stræti ÁSTRALSKIR vísindamenn hafa endurskapað gen úr Tasmaníutígr- inum, dýri sem dó út árið 1936, með því að koma því fyrir í mús. Þótt ekki sé hægt að nota aðferðina til að end- urskapa útdauð dýr eins og risaeðlur þykir afrekið vísbending um að það muni ef til vill takast eftir nokkra áratugi. „Við getum fylgst með starfsemi eins gens í dýrinu. Flest dýr hafa um 30.000 gen,“ sagði Andrew Pask, leiðtogi vísindamannanna sem starfa við háskólann í Melbourne. En þetta væri í fyrsta sinn sem tekist hefði að fá DNA-erfðaefni úr útdauðu dýri til að virka eðlilega í öðru, lifandi dýri. Hægt yrði að nota aðferðina til að rannsaka starfsemi gens úr öðrum útdauðum dýrum eins og mammút- um og jafnvel risaeðlum, hugsanlega Neanderdalsmönnum ef óskaddað DNA-efni úr þeim fyndist. Erfðaefni úr löngu útdauðum dýrum er hins vegar oftast svo lélegt að útilokað er að endurskapa það. Gen úr út- dauðu dýri YFIRVÖLD í Kína sögðu í gær að erfiðlega hefði gengið að útvega nógu mörg tjöld handa um fimm milljónum manna sem urðu heim- ilislausar í jarðskjálftanum sem reið yfir landið 12. maí. Skýrt var frá því að yfir 40.000 lík hefðu fundist á skjálftasvæðinu og talið var að um 10.000 til viðbótar væru enn grafin í húsarústum. Nær 280.000 tjöld hafa verið send á hamfarasvæðið og 700.000 til við- bótar hafa verið pöntuð. Starfsmenn verksmiðja vinna þrefaldar vaktir til að anna eftirspurninni. Konu á sjötugsaldri var bjargað úr húsarústum í bænum Pengzhou í gær, um átta dögum eftir skjálftann. Ríflega þrítugum manni var bjargað úr rústum orkuvers eftir 30 klukku- stunda björgunaraðgerð. Hann hafði fengið næringu í gegnum sogrör en konan gat aðeins drukkið regnvatn. Yfir 40.000 lík hafa fundist Um 10.000 saknað eftir skjálftann ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.