Morgunblaðið - 21.05.2008, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. MAÍ 2008 17
SUÐURNES
Eftir Svanhildi Eiríksdóttur
Reykjanesbær | „Þetta hefur verið
áhugamál mitt nokkuð lengi. Ég bjó í
Skotlandi á árunum 1987-1990 og þar
er mikið af fornbílum og tækjum. Ég
átti sjálfur fornbíl og var virkur í
samtökum þar og sótti margar uppá-
komur,“ sagði Þórir Jónsson, formað-
ur klúbbs bíla- og tækjaáhugamanna,
sem nýverið var stofnaður. Aðsetur
klúbbsins er í Reykjanesbæ en hann
er hugsaður fyrir Suðurnesin öll.
Í Reykjanesbæ hefur löngum verið
mikill áhugi á fornbílum og tækjum,
mótorhjólum og sportbátum og jafn-
framt á Suðurnesjum í heild. Það hef-
ur verið áberandi á tyllidögum eins
og Ljósanótt í Reykjanesbæ og Sand-
gerðisdögum og lagni Guðna Ingi-
mundarsonar frá Garðstöðum í Garði
við að gera upp gamla bíla og vélar
hefur lengi verið á margra vitorði.
Brunadæla og slökkviliðsbíll
Byggðasafnið í Garði varðveitir 60
þessara véla en nýverið barst klúbbi
bíla- og tækjaáhugamanna bruna-
dæla frá Sandgerði sem Guðni gerði
upp fyrir um áratug. Þórir Jónsson,
formaður klúbbsins, sagði í samtali
við blaðamann að mikill fengur væri í
dælunni, en hún var fyrsta bruna-
dæla Slökkviliðsins í Sandgerði.
Klúbbnum barst einnig slökkviliðsbíll
frá Sandgerðisbæ, Ford Trader ár-
gerð 1963.
„Markmiðið með stofnun þessa
klúbbs er fyrst og fremst það að
stuðla að samheldni áhugamanna um
fornbíla og tæki,“ sagði Þórir. Hann
tók fram að allir félagsmenn í dag
væru einnig meðlimir í Forn-
bílaklúbbi Íslands og hefðu tekið
virkan þátt í félagsstarfinu þar. „Það
er hins vegar nauðsynlegt að hafa
svona félag hér, enda erfitt að vera
alltaf að fara í bæinn.“ Stofnfélagar
voru 15 en Þórir sagði vinnu nú
standa yfir við skráningu nýrra fé-
laga. Klúbburinn hefur aðsetur að
Bakkastíg 10 í Reykjanesbæ og fellur
félagsstarfið innan Tómstunda-
bandalags Reykjanesbæjar. „Við
fengum nýverið styrk úr tóm-
stundaráði og ætlum að nota hann til
að byggja upp félagsaðstöðu hér í
húsinu, en meðlimir klúbbsins hittast
hér fyrsta mánudag í mánuði. Fé-
lagmenn hafa auk þess lagt ýmis tól
og tæki í sameiginlegan sjóð og
margir velvildarmenn hafa gaukað að
þeim tækjum og efnum, svo sem
tveimur bílalyftum og nýju járni á
þakið. Þá hafa menn aðgang að sand-
blásturstæki í klúbbhúsinu en auk
sameiginlegra verkefna vinna menn
einnig við að gera upp sína eigin bíla
og tæki.“
Ekki kostnaðarsamt
ef menn er skynsamir
„Auk slökkviliðsbílsins og dæl-
unnar frá Sandgerði á klúbburinn
gamlan Bedford frá árinu 1963, síðast
í eigu Slökkviliðs Borgarfjarðar.
Stefnan er að vera búinn að gera bíl-
ana og dæluna upp fyrir næstu Ljósa-
nótt. Það verður gaman að geta sýnt
þetta með öllum hinum fornbílunum
og ekki síst gaman fyrir krakkana að
fá að kíkja í gamla Bedfordinn.“ Þórir
sagði bæði bílana og brunadæluna
gangfær, mesta vinnan færi í að ryð-
hreinsa og mála.
– Er þetta ekki kostnaðarsamt
áhugamál?
„Nei, alls ekki, ef menn haga sér
skynsamlega í þessu. Auðvitað er
hægt að fara út í öfgar í þessu eins og
öðru.“ Sjálfur á Þórir Plymouth ár-
gerð 1966 sem hann hyggst selja áður
en fjölskyldan flytur til Danmerkur í
byrjun næsta árs og kaupa sér bíl til
að gera upp þar. Hermannagrænn
Lord ofan af Velli, merktur „Flags of
our fathers, sem stendur utan við
klúbbhúsið er einnig í eigu Þóris, en
Þórir var meðal þeirra Suðurnesja-
manna sem unnu við kvikmyndina á
sínum tíma. Á Bakkastíg 10 er einnig
handsnúin bátsvél og rafstöð í eigu
Þóris. „Tækin skapa fjölbreytni,“
sagði Þórir og nefndi að í Skotlandi
hefði verið mikið um landbún-
aðartæki samhliða bílunum og hann
kvað sig dreyma um að í klúbbnum
næðist að skapa álíka fjölbreytni.
„Við vitum t.d. að það er mikið til af
dráttarvélum í landinu og við höfum
áhuga á að fá einhverja í klúbbinn.
Það vantar líka menn með þekkingu á
þessum tækjum til starfa í klúbbinn
og einnig menn sem eru tilbúnir til
þess að aka bílunum á tyllidögum.
Það er alls ekki gerð krafa um það að
menn eigi bíla eða tæki til að fá inn-
göngu í klúbbinn, þekkingin er mik-
ilvæg. Svona klúbbur verður ekki til
nema með áhugamönnum. Hér er allt
til staðar til að koma þessu heim og
saman og tækjunum í gang,“ sagði
Þórir sem upplýsti blaðamann jafn-
framt um að til stæði að finna
geymsluhúsnæði fyrir bílana og tæk-
in, en slíkt húsnæði væri hins vegar
ekki auðfundið.
Áhuginn er drif-
kraftur klúbbsins
Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir
Bedfordinn Þórir Jónsson, formaður klúbbs bíla- og tækjaáhugamanna,
undir stýri á gamla Bedfordinum sem klúbbmeðlimir keyptu. Bíllinn er
nokkuð þungur í stýri sem auk þess er hægra megin í bílnum.
Nokkrir áhuga-
menn um bíla og
tæki á Suðurnesj-
um hafa stofnað
klúbb með aðsetur
í Reykjanesbæ
Í HNOTSKURN
»Þórir Jónsson hefur lengiverið áhugasamur um forn-
bíla og tæki. Hann hefur leitt hóp
manna með sömu áhugamál í
skoðunarferð til Skotlands, þar
sem áhugi hans kviknaði fyrir al-
vöru.
»Klúbbur bíla- og tækjaáhuga-manna hefur aðsetur við
Bakkastíg 10 í Reykjanesbæ.
Klúbburinn leitar að góðu
geymsluhúsnæði og jafnvel
framtíðarhúsnæði fyrir starf-
semina, en núverandi húsnæði
fékkst fyrir vinargreiða.
»Áhugi er á að auka fjöl-breytnina í klúbbnum með
fjölgun tækja og véla af ýmsum
toga. Einnig er leitað eftir kunn-
áttumönnum til að sjá um tækin
og jafnvel ökumönnum til að aka
bílum á tyllidögum.
LANDIÐ
Eftir Ólaf Bernódusson
Skagaströnd | Bræðurnir Stefán og
Rúnar Jósefssynir á Skagaströnd
hafa í vetur stundað refaveiðar í
Skagabyggð með ágætum árangri.
Fimmtánda tófan, sem féll í valinn
nú nýverið fyrir skoti frá Rúnari, var
öðruvísi en aðrar tófur vetrarins.
Tófan sú arna var bara með þrjá
fætur. Á hana vantaði hægri framfót
alveg uppi við búkinn þannig að ólík-
legt er að hún hafi lent í gildru og
slitið sig lausa. Stúfurinn, sem er
ekki nema um það bil eins sentí-
metra langur, er vel gróinn þannig
að ljóst er að dýrið er búið að vera
þrífætt um töluverðan tíma. Bræð-
urnir telja líklegast að einhver hafi
sært tófuna með þessum afleiðingum
en misst hana frá sér áður en tókst
að bana henni.
Morgunblaðið/Ólafur Bernódusson
Óvenjulegt Rúnar Jósefsson heldur á þrífættu tófunni sem að öðru leyti
virtist vel á sig komin. Með Rúnari er Stefán bróðir hans.
Þrífættri tófu lógað
Garður | Útskáladagur verður
haldinn í Útskálakirkju í Garði
næstkomandi sunnudag, 25. maí.
Það eru hollvinir Menningarseturs
að Útskálum sem efna til menning-
arveislu í þeim tilgangi að gefa
fólki kost á að fylgjast með end-
urbótum á gamla prestsetrinu og
fræðast um framvindu verkefn-
isins. Með menningarveislu er
minnt á þá miklu menningu og
menntun sem tengst hefur prest-
setrum víða um land frá siðaskipt-
um.
Boðið verður upp á kórsöng, ein-
söng og frásagnir. Kvenfélagið
Gefn í Garði býður kaffi og aðrar
veitingar og prestsetrið að Út-
skálum, sem nú er í endurbygg-
ingu, verður opið gestum og gang-
andi.
Á Kirkjustaðnum Útskálum er
unnið að uppsetningu menning-
arseturs í gamla prestsetrinu. Hús-
ið er að mestu fullbúið að utan og
unnið er að endurbyggingu innan
dyra. Í máli og myndum verður
saga prestsetranna í mannlífi fyrri
alda sett fram.
Dagskráin hefst kl. 14 með söng
Strætókórsins, Sigurður Sigurð-
arson vígslubiskup flytur hátíð-
arræðu. Hrefna Eggertsdóttir pí-
anóleikari og Davíð Ólafsson
óperusöngvari flytja nokkur lög,
Barði Guðmundsson frá Útskálum
flytur frásögn og Barnakór Garðs
syngur.
Hollvinir kynna endur-
bætur á Útskáladeginum
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Kirkjan Útskálakirkja hefur verið
endurnýjuð að utan og innan.
Norskir plastbátar
Sterkir, stöðugir og öruggir.
Þola vel grófa meðferðÞola vel grófa meðferð eru upplagðir á sjó og vötn
Notendur eru meðal annars. Bátaleigur,
Björgunaraðilar og sportveiðimenn.
m einnig með 500 L og 1.000 L vatnstan
Notendur eru meðal annars bátaleigur,
björgunaraðilar og sportveiðimenn.
Erum einnig með 500 L og 1.000 L vatnstanka
fyrir sumarbústaði og fl.
Uppl. í síma 697 4900 og á www.svansson.is
taði og fl.
fyrir sumarbú
Þola vel grófa meðferð
eru upplagðir á sjó og vötnog eru upplagðir á sjó og vötn.
Útimálning
Viðarvörn
Lakkmálning
Þakmálning
Gólfmálning
Gluggamálning
Innimálning Gljástig 3, 7, 20
Verð frá kr. 298 pr.ltr.
Gæða málning á frábæru verði
Allar Teknos vörur eru framleiddar skv. ISO 9001 gæðastaðli.
Afsláttur af málningarvörum
20%
Sætúni 4 Sími 517 1500
Sérhönnuð málning fyrir íslenskar aðstæður.
Skútuvogi 13, S. 517 1500 www.teknos.com