Morgunblaðið - 21.05.2008, Síða 21

Morgunblaðið - 21.05.2008, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. MAÍ 2008 21  Hversu algeng er einhverfa?  Hverjir eru helstu flokkar einhverfurófsins?  Valda bólusetningar einhverfu?  Er einhverfa í genunum?  Hvers vegna vill barnið mitt ekki horfast í augu við mig?  Hvernig get ég hjálpað ættingjum mínum að meðtaka greininguna?  Skilar lyfjagjöf árangri fyrir börn með einhverfu?  Hvernig útskýri ég einhverfu fyrir systkinum barnsins míns?  Hvernig beiti ég barnið mitt viðeigandi aga?  Hvað þarf að hafa í huga þegar barnið leikur sér með öðrum börnum? Spurningar úr bókinni Pétur Stefánsson velti því fyrirsér hvort hann væri orðinn af- brýðisamur út í „hundspottið“ sem hann gaf konunni. Grær og dafnar gremjustund, gengur fátt að vonum; eiginkonan eignaðist hund og er að strjúka honum. Bjarni Stefán Konráðsson sendi Pétri uppörvunarorð: Illa hundandskotinn lætur og engar á frúin sér bætur. En prófaðu bara Pétur að fara niður á fjóra fætur. Þá Hreiðar Karlsson: Í þá stöðu er raun að rata, raun að vita heyra og sjá. Meðan konan klappar Snata karlinn fær að horfa á. Og Hálfdan Ármann Björnsson: Ástandið er ekkert grín, en ótækt að þið jagist. Settu upp hundshaus, heillin mín, þá held ég þetta lagist! Loks Benedikt Jónsson: Geðvonskan lekur af greppi, gremja úr augunum skín. „Mér finnst þú sætari seppi,“ segir því angurvær hlín. pebl@mbl.is VÍSNAHORN Af afbrýðissemi, eiginkonu og hundi ilvægt að kennarar fái leiðsögn um einhverfu og Eiríkur telur Bókina um einhverfu geta gefið þeim góða innsýn inn í heim þessarar þroska- hömlunar. Eitt skref í einu Nú þegar hafa allir félagsmenn Umsjónarfélags einhverfra fengið Bókina um einhverfu að gjöf, en í framtíðinni mun félagið gefa öllum foreldrum nýgreindra barna á ein- hverfurófinu bókina til að hjálpa þeim fyrstu sporin. „Því víðar sem bókin fer og því fleiri sem glugga í hana, þeim mun meiri verður skiln- ingurinn og því betra verður við- horfið gagnvart einstaklingum með einhverfu.“ „Síðasta spurning bókarinnar er jafnvel sú ánægjulegasta,“ lýsir Ei- ríkur. „Hún er sú hvort barnið geti átt ánægjulega og innihaldsríka ævi? Svarið er náttúrulega já – en með sömu takmörkunum og gilda um öll önnur börn. Barnið mun hefja sína eigin vegferð og stefna inn í framtíðina með einu skrefi í einu. Þessi bók ætti að geta hjálpað mjög mörgum við að styðja börn með einhverfu í þeirri vegferð.“ valaosk@gmail.com Á ferðalagi Í heimsókn hjá góðum kunningja í Flórída. Eiríkur Þorláks- son, Alma Eiríksdóttir og Shrek. Umsjónarfélag einhverfra heldur reglulega fræðslufundi allan vet- urinn. Einnig starfa ýmsir um- ræðuhópar hjá félaginu, bæði fyrir einstaklinga á einhverfurófinu sem og foreldra barna með ein- hverfu. www.einhverfa.is UM það bil þrír fjórðu þeirra sem eiga við geðræn vandamál að stríða, eru orðnir peningalausir í lok hverrar viku og þar af leiðandi margir jafnvel mat- arlitlir. Frá þessu er sagt á vefmiðli BBC og vitnað til rannsóknar sem gerð var á vegum breska góð- gerðarfélagsins The Charity Mind. Mikill meirihluti þeirra sem tóku þátt í rannsókn- inni, eða 91%, sögðu að skuldastaðan hefði slæm áhrif á heilsu þeirra. Staðreyndin er sú að þeir sem eiga við geðræn vandamál að stríða eru þrefalt lík- legri til að lenda í peningavandræðum en aðrir. Tveir þriðju þeirra sem rannsóknin náði yfir, höfðu ekki viljað segja lánardrottnum sínum frá geðrænum erfiðleikum sínum. Í þeim tilvikum sem fólk hafði lát- ið vita af veikindum sínum, hafði mikill meirihluti þeirra samt sem áður orðið fyrir þeirri reynslu að bankar og aðrir lánardrottnar hefðu gengið hart á eftir skuldunum, sem svo aftur hafði slæm áhrif á hina veiku. Bankar ekki heilbrigðisstofnanir Góðgerðarfélagið vill að bankar taki meira tillit til aðstæðna þeirra sem eiga við geðræn vandamál að stríða. Fulltrúar bankanna segjast hafa sérshæft starfsfólk til að hjálpa geðfötluðum með sín fjármál. Bankarnir taka hins vegar jafnframt fram að þeir séu ekki heilbrigðisstofnanir og geti ekki staðið í því að greina sjúkdóma viðskiptavina sinna. Þar sem geð- ræn vandamál geti stundum farið mjög leynt sé ekki gott að ráða við málin ef viðkomandi lætur ekki vita af sínum vanda. Bankarnir segja að þegar vitað sé að viðskiptavinir þeirra séu ekki færir um að sjá um sín fjármál fái þeir sérstaka aðstoð til þess. Þeir sem eiga við geðræn vandamál að stríða, eiga margir hverjir erfiðara en aðrir með að höndla sín peningamál og því er full ástæða til að skoða þessi mál betur. Auk þess geta miklar fjárhagsáhyggjur leitt til depurðar og jafnvel örvæntingar hjá þeim sem eru veikir fyrir. Því er áríðandi að bankar og aðrir lánadrottnar hafi sérhæft starfsfólk til að að- stoða fólk með slíkan vanda. Eins er þörf á að heil- brigðisstarfsfólk ráðleggi sjúklingum sínum í þessum málum og hvetji þá til að láta bankana vita um vanda sinn. Allir þurfa að leggjast á eitt. Auraleysið fylgifiskur geðsjúkdóma Reuters Peningar Þeir sem eiga við geðræn vandamál að stríða eiga oft erfiðara með að höndla fjármálin en aðrir. Óðinn í höfn Aðalfundur Hollvinasamtök varðskipsins Óðins boða til aðalfundar fimmtudaginn 22. maí nk. kl. 17.00 í Víkinni – sjóminjasafninu í Reykjavík, Grandagarði 8. Fundarefni: Venjuleg aðalfundarstörf. Hollvinir Óðins eru hvattir til að mæta og aðrir sem vilja stuðla að varðveislu þessa sögufræga skips. Varðskipið Óðinn tók þátt í fjölda björgunarleiðangra við Íslandsstrendur og í þorskastríðunum þegar landhelgin var færð út í 50 mílur og síðar 200 mílur. Óðinn er því sögulegt tákn um sigur lítillar eyþjóðar yfir heimsveldi Breta. Varðskipið Óðinn er safngripur sem vert er að varðveita sem merkan hluta af sögu okkar! Stjórn Hollvinasamtaka varðskipsins Óðins.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.