Morgunblaðið - 21.05.2008, Side 33

Morgunblaðið - 21.05.2008, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. MAÍ 2008 33 árnað heilla ritstjorn@mbl.is Félagsstarf Aflagrandi 40 | Leikfimi kl. 8.30-9.15, vinnustofa kl. 9-16.30, postulínsmálun kl. 9-12 og 13-16.30. Árskógar 4 | Bað kl. 8.15-16, handa- vinna og smíði/útskurður kl. 9.16.30. Heilsugæsla kl. 10-11.30. Bólstaðarhlíð 43 | Hárgreiðslustofa, böðun, almenn handavinna, glerlist, fótaaðgerð, morgunkaffi/dagblöð, há- degisverður, spiladagur, kaffi, slök- unarnudd. Dalbraut 18-20 | Vinnustofa í hand- mennt opin kl. 9-16, Halldóra leiðbeinir kl. 13-16, leikfimi með Guðný kl. 10. Félag eldri borgara í Kópavogi | Ferða- kynning FEBK vegna sumar- og haust- ferða innanlands verður í Félagsheim- ilinu Gjábakka, 21. maí kl. 16 og í Gullsmára föstudaginn 23. maí kl. 13. Bingó í Gullsmára sama dag kl. 14. Listi yfir allar ferðirnar liggja frammi að fundum loknum. Félag eldri borgara Kópavogi, ferða- nefnd | 22. maí verður ekinn Bláfjalla- hringur, Hellisheiðarvirkjun skoðuð, Landbúnaðarháskólinn í Hveragerði heimsóttur, blómasýning o.fl. Kvöldmat- ur á Hótel Hlíð í Ölfusi. Brottför frá Gull- smára kl. 10.45 og Gjábakka kl. 11. Skráningarlistar eru í félagsmiðstöðv- unum og á skrifstofu FEBK, sími 554- 1226. Félag eldri borgara, Reykjavík | Göngu- Hrólfar ganga frá Ásgarði Stangarhyl 4, kl. 10, söngfélag FEB æfing kl. 17. Félag eldri borgara, Reykjavík | Vor- vaka verður í Vinabæ Skipholti 33 laug- ardaginn 24. maí kl. 19, létt máltíð, leik- þáttur, söngur, upplestur og dans. Miðasala á skrifstofu FEB uppl. í síma 588-2111. Félagsheimilið Gjábakki | Handa- vinnustofan opin, leiðbeinandi við til kl. 17, félagsvist kl. 13, kynning á sum- arstarfsemi í Gjábakka kl. 15, söngfugl- arnir syngja og er það síðasti söngur á þessu vori. Um kl. 16 kynnir ferðanefnd FEBK fyrirhugaðar ferðir sumarsins. Félagsheimilið Gullsmára 13 | Myndlist kl. 9, létt ganga kl. 10. Hádegisverður, kvennabrids kl. 13. Félagsstarf eldri borgara, Garðabæ | Vatnsleikfimi kl. 8, kvennaleikfimi kl. 9- 10.30, brids og bútasaumahópur kl. 13. Hægt er að panta hádegismat í Jóns- húsi með dags fyrirvara eða í síma 512- 1502 fyrir kl. 9, samdægurs. Félagsstarf Gerðubergs | Leiðsögn í vinnustofum fellur niður vegna upp- setningar handavinnu- og listmunasýn- ingar sem opnuð verður föstud. 23. maí kl. 10. Sund og leikfimiæfingar í Breið- holtslaug kl. 9.50. Dansæfing fellur nið- ur. Frá hádegi er spilasalur opinn. Uppl. á staðnum og í síma 575-7720. Furugerði 1, félagsstarf | Leikfimin og framhaldssagan í dag. Opið hús – uppskeruhátíð verður laugardaginn 24. maí kl. 14-17. Hraunbær 105 | Handavinna og út- skurður kl. 9, hádegismatur, brids kl. 13, kaffi. Ókeypis 6 tíma námskeið í staf- göngu frá Félagsmiðstöðinni. Kennt er 1 sinni í viku á miðvikudögum kl. 10.30 og hefst kennsla í dag. Skráning á skrif- stofu eða í síma 411-2730. Hraunsel | Línudans kl. 11, handment kl. 13. Hvassaleiti 56-58 | Opin vinnustofa kl. 9-16 hjá Sigrúnum, keramik, taumálun o.fl. Jóga kl. 9-12, Sóley Erla. Sam- verustund kl. 10.30. Böðun fyrir hádegi, hádegisverður. Hársnyrting. Íþróttafélagið Glóð | Pútt í Sporthúsinu í Dalsmára kl. 9.30, ringó í Smáranum kl. 12, línudans í Húnabúð, Skeifunni 11, kl. 17. Uppl. í síma 564-1490. Langahlíð 3, félagsmiðstöð | Hjúkr- unarfræðingur frá heilsugæslunni kl. 10.30, leikfimi kl. 11, handverksstofa op- in, námskeið í myndlist kl. 13, kaffiveit- ingar. Hárgreiðslustofa sími 552-2488 og fótaaðgerðastofa fími 552-7522. Norðurbrún 1 | Smíðastofan og vinnu- stofa í handmennt kl. 9-16, Halldóra leiðbeinir kl. 9-12, félagsvist kl. 14. Vesturgata 7 | Hárgreiðsla, fótaað- gerðir og handavinna kl. 9-16, aðstoð við böðun kl. 9-14, sund kl. 10-12, hádeg- isverður, verslunarferð í Bónus kl. 12.10- 14, tréskurður kl. 13-16, kaffiveitingar. Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja, handavinnustofan opin allan daginn, morgunstund kl. 10, bókband, versl- unarferð kl. 12.15, framhaldssaga kl. 12.30. Dans við undirleik hljómsveitar. Uppl. í síma 411-9450. Þórðarsveigur 3 | Handavinna kl. 9, sal- urinn opinn kl. 13, boccia kl. 14, kaffi. Stafgöngunámskeið, ókeypis 6 tíma námskeið í stafgöngu hefst í dag kl. 13, farið verður frá Þórðarsveig 3, skráning í síma 411-2730. Kirkjustarf Áskirkja | Hreyfing og bæn í neðri safn- aðarsal kl. 11. Breiðholtskirkja | Kyrrðarstund kl. 12. Tónlist, hugvekja, fyrirbænir. Léttur málsverður í safnaðarheimili á eftir. Bústaðakirkja | Lagt verður af stað í vorferð eldri borgara kl. 12.30 í dag, frá Bústaðakirkju. Áætluð heimkoma er um kl. 17. Verð 2.000 kr. Skráning hjá kirkju- vörðum í sím 553-8500. Dómkirkjan | Hádegisbænir, bæna- stundir kl. 12.10-12.30. Léttur hádeg- isverður á kirkjuloftinu á eftir. Bæn- arefnum má koma á framfæri í síma 520-9700 eða með tölvupósti til dom- kirkjan@domkirkjan.is. Fríkirkjan Kefas | Unglingasamkoma kl. 20. Prédikun, tónlist og samvera. Grafarvogskirkja | Kyrrðarstund kl. 12. Altarisganga, fyrirbænir. Boðið upp á léttan hádegisverð á vægu verði að stundu lokinni. Hallgrímskirkja | Árdegismessa kl. 8. Hugleiðing, altarisganga. Morgunverður í safnaðarsal eftir messuna. Fyrirbæna- guðsþjónusta kl. 10.30. Beðið fyrir sjúk- um. Háteigskirkja | Kvöldbænir og fyr- irbænir kl. 18. Prestar og kirkjuverðir taka við bænarefnum. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía | Hádeg- isbænastund í kaffisalnum kl. 12. Hægt er að senda inn fyrirbænarefni inná fila- delfia@gospel.is Kristniboðssalurinn | Samkoma í kvöld kl. 20. Frjálsir vitnisburðir. Ræðumaður er Haraldur Jóhannsson. Kaffi eftir samkomu. Laugarneskirkja | Morgunbæn kl. 8, foreldramorgunn kl. 10, gönguhópurinn Sólarmegin kl. 10.30. Öllum velkomið að slást í för. Neskirkja | Vorferð opna húsins verður farin í dag að Reykholti í Borgarfirði. Staðarskoðun og veitingar. Farastjóri verður Hjörtur Pálsson, skáld og guð- fræðingur. Lagt verður af stað frá Nes- kirkju kl. 13 og er áætluð heimkoma milli kl. 18 og 19. Skráning í síma 511-1560. 75ára afmæli. Í dag 21.maí er Elín Magn- úsdóttir Flétturima 35, sjötíu og fimm ára. Elín tekur á móti gestum á Hallveigarstöðum, Túngötu 14, sunnudaginn 25. maí frá kl. 14 til 18. 90ára afmæli. Í dag, 21.maí, er níræð Nanna Kaaber Þórufelli 8, Reykjavík. Hún tekur á móti ættingjum og vinum í dag kl. 17-20 á heimili sonar síns og tengdadóttur, Skólabraut 7, Seltjarnarnesi. dagbók Í dag er miðvikudagur 21. maí, 142. dagur ársins 2008 Orð dagsins: Og ég veit að boðorð hans er eilíft líf. Það sem ég tala, það tala ég því eins og faðirinn hefur sagt mér. (Jh. 12, 50.) Rannsóknastofa í kvenna- ogkynjafræðum efnir til fyr-irlestrar á morgun kl. 12 ístofu 101 í Odda. Þar mun Alda Björk Valdimarsdóttir, doktorsnemi í bókmenntafræði, flytja erindið Jane Austen og kvennamenning. Alda Björk skoðar sérstaklega hina svokölluðu Jane-ista, sem eru hópur fólks – einkum kvenna – sem hafa brennandi áhuga á Jane Austen og öllu sem henni við kemur: „Þetta eru konur á öllum aldri sem hafa lítinn áhuga á fræðilegu hliðinni á bókmenntaverkum Austen, en hafa þeim mun meira gaman af að sækja Jane Austen-hátíðir eins og þá sem haldin er í Bath ár hvert. Þar klæða þær sig í „regency“-stíl, drekka te á Jane Austen-böllum og lifa sig inn í þennan heim sem birtist í bókunum,“ segir Alda Björk. „Jane-istarnir eru áskrifendur að tímaritinu Jane Austen Regency World, og kaupa framhalds- sögur sem skrifaðar hafa verið út frá sagnaheimi Jane Austen. Þar má nefna bækur eins og Dagbækur Bridget Jon- es, sem sækir mikið í Austen, eða glæpa- sögur sem fjalla um spæjarann Jane Austen sem leysir glæpi á 19. aldar Englandi enda glöggskyggn og með fín- stillta eðlishvöt. Jafnvel hafa verið skrif- aðar glæpasögur um rannsóknarparið Darcy og Elisabeth, sögupersónur úr Hroka og hleypidómum, sem í framhaldi af atburðum bókar Austen taka til við að leysa ýmsar ráðgátur.“ Að sögn Öldu Bjarkar vilja oft verða átök milli fræðimanna og þessara stærstu aðdáenda höfundarins: „Gaman er að skoða þennan hóp, sem les bækur Austen fyrst og fremst sér til afþrey- ingar. Þetta eru jú ástarsögur í kjarn- ann, tengjast öllu því sem breskt er og sýna samskipti kynjanna í mjög fág- uðum en afmörkuðum heimi efri milli- stéttar og hástéttar,“ segir Alda Björk. „En verk Austen sýna ekki nein stétta- átök, heldur aðeins lokaðan kvenna- heim. Bækurnar eru skrifaðar út frá sjónarhorni kvenna, sem á þessum tíma höfðu þá einu leið til að komast áfram í samfélaginu að finna sér sem bestan eiginmann.“ Sumir halda því fram að ólmustu aðdáendur Austen séu í raun orðnir hættulegir verkum hennar: „Vin- sældir hennar, og þeirra bóka og kvik- mynda sem verða til í kringum hin upp- runalegu verk, eru kannski að verða til þess að rithöfundurinn Jane Austen fer að fá minni akademíska vigt,“ segir Alda Björk. Bókmenntir | Fyrirlestur á morgun um merkilegt bókmenntafyrirbæri Ákafir aðdáendur Austen  Alda Björk Valdimarsdóttir fæddist í Reykja- vík 1973. Hún lauk stúdentsprófi frá VÍ 1994, BA-gráðu í bókmenntafræði frá HÍ 1999, meist- araprófi 2004 frá sama skóla og leggur nú stund á doktorsnám. Alda Björk hefur starfað við rannsóknir, þýðingar og skrif, og hefur verið stundakennari við HÍ um nokkurt skeið. Hún er gift Guðna Elíssyni dós- ent við HÍ og eiga þau eina dóttur. Tónlist Fjölbrautaskóli Suðurlands | 25 ára af- mælistónleikar Kórs Fjölbrautaskóla Suður- lands. Magni syngur lög Queen og einnig syngur sópransöngkonan Gyða Björgvins- dóttir. Stjórnandi er Stefán Þorleifsson. Iða, íþróttahús | Magni vs. Queen. Öll bestu og vinsælustu lög Queen verða flutt á tón- leikum á Suðurlandi. Flutt verða lög eins og Killer Queen, Don’t stop me now, I want it all og Bohemian Rhapsody. Næsti bar | Lady D and the Softtones verða með tónleika frá kl 21 í kvöld. Á dag- skrá er þekkt popp, rokk, funk, soul, blues lög og einnig frumflytja þeir eitthvað af eig- in lögum. 500 kr. innkv. The Softtones Myndlist Sjónarhóll | Myndlistasýning Hafsteins Reykjalíns stendur yfir fram til mán- aðamóta. Þar sýnir hann hluta verka sinna. Söfn Grasagarður Reykjavíkur | Leiðsögn um lyngrósasafn Grasagarðsins í Laugardal verður í kvöld. Lyngrósir eru blómfagrar og eru af lyngætt og blómgast snemma vors. Skógarlyngrós hefur verið í ræktun í Grasa- garðinum frá 1977. Mæting við Laugatungu kl. 20. Fyrirlestrar og fundir Umhverfisráðuneytið | Umhverfisráðu- neytið og Landgræðslan efna til morg- unverðarfundar á Grand Hótel í Reykjavík, fimmtudaginn 22. maí, kl. 8-10. Fjallað verð- ur um mikilvægi líffræðilegrar fjölbreytni fyrir landbúnað, næringu og matvælaöryggi. Einnig verður ný stefnumörkun Íslands um líffræðilega fjölbreytni kynnt. Félag einstæðra foreldra | Aðalfundur Fé- lags einstæðra foreldra verður haldinn laug- ardaginn 31. maí n.k. á skrifstofu félagsins í Aðalstræti 9, 2. hæð, kl. 16. Á dagskrá verða aðalfundarstörf. Nánar á www.fef.is Friðarhúsið | Eygló Bjarnardóttir talar um Malaví og sýnir myndir frá ferð sinni um landið. Húsið opnar kl. 18.30 en léttur kvöldverður verður seldur í upphafi fundar kl. 19. Fréttir og tilkynningar Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur | Matar- og fataúthlutun kl. 14-17 í Hátúni 12b. Tekið við hreinum fatnaði og öðrum varningi á þriðjudögum kl. 10-15. Sími 551-4349, net- fang maedur@simnet.is 70ára afmæli. Í dag 21.maí er Lóa Guðjóns- dóttir sjötug. Hún er með opið hús á Kaffi Reykjavík milli kl. 17 og 20. SAMTÖK ferðaþjónustunnar mótmæla harðlega fyrirhuguð- um hrefnuveiðum sem sjávarút- vegsráðherra hefur nú heimilað. Í ályktun frá samtökunum segir m.a.: „Ljóst er að hvalveiðar skaða ímynd Íslands í flestum við- skiptalöndum okkar víða um heim auk þess sem veiðarnar hafa fram að þessu verið við ströndina, samkvæmt veiðikort- um Hafrannsóknastofnunar, og hafa haft mjög slæm áhrif á hvalaskoðun sem er orðin mjög mikilvæg afþreying í íslenskri ferðaþjónustu. Á síðastliðnu ári fóru 104 þús- und ferðamenn í hvalaskoðun með hinum ýmsu fyrirtækjum sem bjóða upp á slíkar ferðir og hefur eftirspurnin farið hratt vaxandi á undanförnum árum. Það hafa hins vegar komið fram miklar áhyggjur hjá erlendum ferðasöluaðilum með fyrirhugað- ar hvalveiðar í atvinnuskyni, auk þess sem einstök hvalaskoðunar- fyrirtæki hafa fundið fyrir mikl- um breytingum í skoðun á hrefnu en þær sjást nú mun sjaldnar en áður. Hér er því um ákaflega viðkvæma atvinnugrein að ræða sem byggir algjörlega á því að hvalir geti óáreittir komið að ströndum landsins. Þar sem ekki hefur tekist að selja hvalkjöt til annarra landa og eftirspurn takmörkuð við ís- lenska markaðinn er ljóst að með veiðunum er verið að fórna meiri hagsmunum fyrir minni eins og samtökin hafa bent á í áraraðir. Samtök ferðaþjónustunnar hvetja ríkisstjórnina til að stöðva þessar tilgangslausu hvalveiðar áður en þær skaða aðrar at- vinnugreinar.“ Ferðaþjónustan mót- mælir hrefnuveiðum OPIÐ hús verður hjá Flug- stoðum á Reykjavíkurflugvelli í dag kl. 17-19. Boðið verður upp á leiðsögn í Flugstjórn- armiðstöðinni og turnhermi sem notaður er við þjálfun flug- umferðarstjóra. Auk þess verð- ur verkstæði og slökkvilið opið gestum og gangandi. Klukkan 20 hefjast fyr- irlestrar um þróunar- og rann- sóknarstarf Íslendinga á sviði flugsins, í skýli 25 í Fluggörðum hjá Flugfélaginu Geirfugli á Reykjavíkurflugvelli. Fyrirles- arar koma frá flugskólum, há- skólum og fleiri aðilum. M.a. verður fjallað um nýlega keypt- an flughermi, micro-flugvélar og eldflaugasmíði. Kennsluflug- vélar frá flugskólunum verða til sýnis og flugkennarar svara fyr- irspurnum. Fundarstjóri verður Matthías Sveinbjörnsson. Opið hús hjá Flugstoðum Morgunblaðið/ÞÖK BRESKA landsdeild Al- þjóðaþingmannasambandsins (IPU) heimsækir Alþingi dag- ana 20. - 22. maí. Í sendi- nefndinni eru fimm þingmenn auk starfsmanns landsdeild- arinnar. Tilgangur heimsóknar þingmannanna er að styrkja samskipti þinganna, eiga við- ræður við íslenska þingmenn um margvísleg mál og kynna sér starfsemi Alþingis. Þingmennirnir munu m.a. kynna sér utanríkismál, orku- mál, auðlindanýtingu, sjáv- arútvegsmál og efnahagsmál. Meðan á heimsókninni stend- ur eiga þeir fundi með for- seta Alþingis, Íslandsdeild IPU og fulltrúum utanrík- ismálanefndar, umhverf- isnefndar, efnahags- og skattanefndar og viðskipta- nefndar. Þeir hitta einnig iðn- aðarráðherra og sjávar- útvegs- og landbúnaðar- ráðherra, auk þess sem þeir eiga fund með fulltrúum ASÍ, Samtökum atvinnulífsins og Viðskiptaráðs Íslands. Breskir þingmenn í heimsókn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.