Morgunblaðið - 21.05.2008, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 21.05.2008, Qupperneq 36
… bæði Indiana Jones og John Fogerty verða að vona að leikurinn fari ekki í framlengingu … 37 » reykjavíkreykjavík FYRSTA forkeppni Evróvisjón var haldin í gærkvöldi og á morgun fáum við svo úr því skorið hvort Evrópu hugnast framlag okkar Ís- lendinga til keppninnar í ár. Evróvisjón-hópurinn tók það ró- lega í gærdag enda gekk mikið á í veislu sem hópurinn hélt á mánu- dag í Magacin Club en þangað voru mættir meðal annarra konsúll Ís- lands, Slobodan Micic, og Guð- mundur Árni Stefánsson sendi- herra auk söngvara Kýpur og Danmerkur. Að sögn Dags Gunn- arssonar blaðamanns, sem staddur er í Belgrad, mun veislan hafa reynt töluvert á íslensku keppend- urna en tekist vel enda troðið út úr dyrum á klúbbnum og ekki annað að sjá en að Eurobandið, með þau Friðrik Ómar og Regínu Ósk í broddi fylkingar, standi sig vel í kynningarherferðinni sem öllum keppendum er uppálagt að sinna. Hvort sú kynning nær til fólksins heima í stofu er hins vegar erfitt að segja og kemur væntanlega í ljós annað kvöld. Íslenska atriðið mun vera orðið tilbúið og þaulæft. Síðustu breyt- ingarnar sem hópurinn gerði var að bæta bleikum eyrnalokkum við búning Regínu Óskar en litirnir í búningum Eurobandsins eru svart- ur og bleikur. Ekki beint íslensku fánalitirnir, en nógu töff samt. Íslenskir vindar í Belgrad Morgunblaðið/Dagur Rokk on! Spurning hvort Friðriki Ómari, söngvara Eurobandsins, sé yfirleitt heimilt að sýna rokkmerkið á opinberum vettvangi.  Iðnasti kvik- myndagerð- armaður landsins, Ólafur (de Fleur) Jóhannesson birtir á vefsíðu sinni brot úr nýrri mynd sem hann vinnur að og kall- ast Hringfarar. Myndin fjallar um samnefnda engla sem eru stétt- lægri en við mannfólkið í alheims- skipulaginu en Ólafur lýsir engl- unum sem getulausum karlmönnum (í bókstaflegri merk- ingu orðsins) sem er stjórnað af konum. Söguþráðinn „bullaði“ Ólafur upp með félaga sínum Stef- an Schafer sem einnig kom að myndunum Queen Raquela og Stóra planinu. Myndin gerist bæði á Íslandi og í New York og segir Ólafur að hann muni ráðast í ís- lenska hlutann á næstu vikum með hjálp þeirra Hilmis Snæs Guðna- sonar, Benedikts Erlingssonar og Jóhanns Jóhannssonar. Hljómar spennandi og myndbrotið lofar góðu. Ólafur gerir mynd um engla alheimsins  Írski kalkún- ninn Dustin gerði sér lítið fyrir og kallaði Jónatan Garð- arsson, far- arstjóra íslenska Evróvisjónhópsins, leiðinlegan, á blaðamannafundi á mánudag. Til- efnið var spurning frá íslenskum blaðamanni sem gat þó ekki lokið við spurninguna áður en Dustin hafði lýst þessu yfir við mikla kát- ínu viðstaddra. Sagðist hann hafa hitt Jónatan í lyftu á hótelinu í Belgrad og lyftu- ferðin hefði liðið eins og heill dag- ur, svo leiðinlegur væri hann. Engum sögum fer af viðbrögðum Jónatans við þessum dómi Dustins en líklegt þykir að um einka- húmor hafi verið að ræða enda Jónatan mikill vinur írska hópsins. Dustin segir farar- stjórann leiðinlegan Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is „ÞETTA kom mér rosalega á óvart,“ segir Þorsteinn Einarsson, betur þekktur sem Steini, en hljómsveit hans bar sigur úr býtum í Þorskastríði Cod Music í síðustu viku. Alls barst tónlist frá 102 flytj- endum í keppnina, en í verðlaun var plötusamningur við útgáfuna. „Ég er ennþá að átta mig á þessu. Ég var líka að útskrifast úr Kvikmyndaskólanum hinn 17. maí, og daginn áður fékk ég að vita að ég hefði fengið þennan plötusamn- ing. Þannig að þetta voru ansi stór- ir dagar,“ segir Steini sem sendi frá sér sína fyrstu plötu, Behold, í fyrra. Aðspurður segir hann það kannski svolítið sjálfhverft að nefna hljómsveit í höfuðið á sjálf- um sér, en það eigi þó sína skýr- ingu. „Ég gaf nefnilega fyrst út demó árið 2006 og þar var ég bara einn, ég gerði sem sagt allt sjálfur. En svo fékk ég bróður minn með mér í þetta, og líka hann Erik Qvick sem er einn færasti djass- trommari Svía. Svo fékk ég líka Kristin Árnason gítarleikara, þannig að þetta er orðið að hljóm- sveit.“ Pabbi ánægður með lýsið Hvað tónlistina varðar segir Steini að um ljóðrænt popp sé að ræða. „Við erum samt svolítið í anda Kiss og Alice Cooper. Ég og bróðir minn málum okkur og ég fer í búning, set á mig grifflur og mála mig í kringum augun eins og pandabjörn. Þannig að ég er ákveðin persóna uppi á sviði, og ég gerði einmitt heimildarmynd um þessa persónu sem lokaverkefni í skólanum. Þessi hljómsveit er ann- ars með mjög bókmenntalegar til- vísanir, þetta er svolítið í anda Sturm und Drang-tímabilsins.“ Steini er með nýja plötu í und- irbúningi, en hann á um það bil 40 lög á lager. Stefnt er að því að sveitin fari í hljóðver í júní, og platan komi svo út í haust. Skrifað verður undir útgáfu- samning milli Steina og Cod Music í vikunni, en þar mun sveitin einnig fá kassa af þorskalýsi og 10 kíló af þorski. „Ég hef lengi ætlað mér að byrja að taka lýsi, og var meira að segja að hugsa um það í síðustu viku. Ég held að pabbi minn hafi verið ánægðari með að ég hafi unnið lýsi heldur en að ég hafi fengið útgáfu- samning,“ segir Steini og hlær. „En ætli ég gefi svo ekki bara ömmu og afa þorskinn...“ Í anda Kiss og Cooper Hljómsveitin Steini bar sigur úr býtum í Þorskastríði Cod Music í síðustu viku Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Steini „Ég og bróðir minn málum okkur og ég fer í búning, set á mig grifflur og mála mig í kringum augun eins og pandabjörn,“ segir Steini sem sést hér með bróður sínum sem kallar sig Golden Boy. www.steinientertainment.com www.cod.is ■ Á morgun kl. 19.30 Tveir básúnuguðir Þegar tveir virtúósar eins og Christian Lindberg og Charlie Vernon leiða saman hesta sína verður útkoman göldrum líkust. Fluttur verður básúnukonsert sem Lindberg samdi fyrir Vernon og gerði allt vitlaust við frumflutninginn á heimavelli þess síðarnefnda í Chicago. Fyrsta sinfónía Tsjajkovsíj verður líka flutt. Ómissandi fyrir áhuga- menn um flugeldasýningar. Hljómsveitarstjóri: Christian Lindberg. Einleikari: Charlie Vernon ■ Fim. 5. júní kl. 19.30 Lady and Bird – tónleikar á Listahátíð í Reykjavík Þegar Barði Jóhansson er ekki einhamur maður í tónsköpun sinni. Hér verður samstarf hans við Keren Ann Zeidel í forgrunni. ■ Fös. 20. júní kl. 19.30 20 horn - og einn sólisti Sinfóníuhljómsveitin lýkur starfsárinu með stæl og flytur hina risavöxnu Alpasinfóníu Richard Stauss, og fleiri verk þessa meistara litbrigðanna. Miðasala S. 545 2500 www.sinfonia.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.