Morgunblaðið - 21.05.2008, Side 41

Morgunblaðið - 21.05.2008, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. MAÍ 2008 41 SÝND Í ÁLFABAKKA,KRINGLUNNI, KEFLAVÍK, AKUREYRI OG SELFOSSI eeee - V.J.V., Topp5.is/FBL eee ROLLING STONE SÝND Í KRINGLUNNI OG AKUREYRISÝND Í ÁLFABAKKA OG KRINGLUNNI SÝND Í KEFLAVÍK „ATH SÉRSTAKT LEYNIATRIÐI ER AÐ MYND LOKINNI (EFTIR LEIKARA/CREDIT LISTANUM)“ SÝND Á SELFOSSI NIM'S ISLAND kl. 8 LEYFÐ MADE OF HONOUR kl. 8 LEYFÐ IRON MAN kl. 10:10 B.i. 12 ára RUINS kl. 10:10 B.i. 16 ára NIM'S ISLAND kl. 8 LEYFÐ IRON MAN kl. 10 B.i. 12 ára OVER HER DEAD BODY kl. 8 B.i. 7 ára STREET KINGS kl. 10 B.i. 16 ára SÝND Í KEFLAVÍKSÝND Í ÁLFABAKKA SÝND Í KRINGLUNNI / SELFOSSI/ KEFLAVÍK/ AKUREYRI NEVER BACK DOWN kl. 8 B.i. 14 ára IRON MAN kl. 8 B.i. 12 ára Evróvisjón er að sjálfsögðufrábært menningarfyr-irbæri. Við fyrstu sýn kann það að virðast innantóm og yf- irborðskennd skemmtun þar sem „hressið“ hefur yfirhöndina en þegar kafað er aðeins dýpra ofan í froðuna kemur í ljós að keppnin hefur á sinn hógværa hátt verið vettvangur sameiningar Evrópu- landa allt frá því að vopnin voru kvödd eftir tvær heimsstyrjaldir. Nú, eftir að múrinn féll og vopna- skaki lauk hér á Balkanskaganum, er keppnin sniðug leið fyrir okkur í Vestrinu til að kynnast Austur- Evrópu og bjóða henni upp í gleði- dans til að gleyma hörmungum í smástund og ekki sakar að hafa ör- litla keppni í léttum ungmenna- félagsanda með í dæminu.    Hér er ástandið viðkvæmt,keppendur jafnt sem skipu- leggjendur í Belgrad einbeita sér að sjálfsögðu að sýningunni og glamúrnum en undir niðri kraum- ar einhver spenna sem hefur ekk- ert með popptónlist að gera. Það minnir örlítið á þátt í hinni sígildu bresku gamanþáttaröð Hótel Tindastóli þar sem John Cleese lék taugaveiklaðan hótelstjóra að nafni Basil Fawlty. Í þættinum sem nefnist Þjóðverjarnir þarf hann stöðugt að minna sjálfan sig á að nefna ekki stríðið og í taugaveikl- uninni gerir hann ekki annað en að blaðra um stríðið og afleiðingar þess. Þátttakendur í Evróvisjón í Bel- grad sem og allir fjölmiðlamenn fengu afhent sérlegt dreifirit þar sem fjallað var um öryggismál af nokkurri alvöru og fyrir utan að minna fólk á að fara yfir á gang- braut og passa sig á vasaþjófum og nota öryggisbelti í leigubílum (af þeim skrilljón leigubílum sem ég hef tekið var einungis einn með nothæft belti) þá eru gestir hér minntir á að kosningar eru nýaf- staðnar og að Evróvisjón sé ekki heppilegur vettvangur fyrir stjórn- málaumræðu. Fólk er varað við því að ræða stríðið og stjórnmál yfir höfuð og tekið fram að það gæti verið hættulegt að sýna fólki af sama kyni atlot á almannafæri eða yfir höfuð að sýna af sér augljósa samkynhneigða hegðun á meðal al- mennings.    Maður skyldi ætla að hin stoltaserbneska þjóð hefði aðeins mildað viðhorf sitt til kynhneigðar fólks með tilliti til þess að konan sem færði þeim evróvisjónsigurinn heim frá Helsinki í fyrra er sam- kynhneigð. Marija Serifovic mun reyndar aldrei hafa komið op- inberlega út úr skápnum en þegar hún var spurð í fjölmiðlum sagði hún heldur aldrei að hún væri það ekki. Trúlegast má kenna bæði óöruggri sjálfsímynd þjóðarinnar að loknu stríði og íhaldssamri þjóð- erniskennd í sambland við sterk ítök rétttrúnaðarkirkjunnar um þessa spennu. Því kom mér á óvart að rekast á hið frábæra skilti sem augljóslega er að benda fólki á að þarna sé að finna sérstakt almenn- ingssalerni fyrir samkynhneigða.    Hvað sem því líður þá hefurmér að mestu tekist að sneiða hjá öllu stríðstali og ég held að ég hvíli það vel í gagnkynhneigðri karlmennsku minni að ég hafi ekki sært fólk á götum úti með tilgerð- arlegu valhoppi eða klisjukenndum linleika í úlnliðnum. Auðvitað vita allir að það tekur tíma fyrir þjóðfé- lagið hér að tileinka sér frjálslegri hætti eftir fall kommúnisma og enginn ætlast til þess að hér blómstri allt í einu ofurfrjálslynt og umburðarlynt samfélag sem væri á einhvern hátt slitið úr sam- hengi við fortíð sína. Hlýlegt við- mót fólks af báðum kynjum er það sem fyrst og fremst hefur mætt mér hér í Belgrad og góður matur. Ég hef reyndar ekki haft tíma til að skoða mig mikið um en ég datt niður á hefðbundinn serbneskan stað sem heitir ?. Nei, ég er ekki búinn að gleyma nafninu, það er spurningarmerkið.    Ég sat úti og fylgdist með kaót-ískri umferðinni sem er hröð og snurðulaus að hætti Miðjarð- arhafsbúa. Ég fylgdist með af að- dáun þegar hver bílstjórinn á fæt- ur öðrum iðkaði þá listgrein sem er mér kærust, að bakka í stæði. Bílstjórarnir smurðu bílunum sín- um af öllum stærðum og gerðum afturábak í stæði í miklum halla, í báðar akstursstefnur hratt og örugglega og tel ég að landar mín- ir sem klessa jeppunum sínum þversum uppi á gangstéttunum í Þingholtunum líkt og þeir væru að tjóðra hross fyrir utan kaupfélagið gætu lært ýmislegt af serbneskum lagningakúnstnerum. Að lokum er rétt að geta þess að Friðrik Ómar og Regína Ósk hafa það gott og standa sig vel í kynn- ingarherferðinni. Hommapæling og -bæling í Belgrad »Enginn ætlast til þess að hér blómstri allt íeinu ofurfrjálslynt og umburðarlynt sam- félag sem væri á einhvern hátt slitið úr sam- hengi við fortíð sína. Hommar í Belgrad Boban Stojanovic og Predrag Azdejkovic fara fyrir samtökum samkynhneigðra í Serbíu. Í Balkanlöndunum er enn víða litið svo á að samkynhneigð sé sálsýki sem hægt sé að lækna fólk af. dagur@mbl.is DAGUR Í EVRÓVISJÓN Dagur Gunnarsson Englakroppar Azerar kepptu í Evróvisjón í fyrsta sinn í gærkvöldi. Karla- og karlasnyrting Blaðamað- ur rakst á sérstakt almenningssal- erni fyrir samkynhneigða í Belgrad. Reuters Charlotte Perrelli Evróvisjónspekingar spá sænsku þokkadísinni sigrinum í ár.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.