Morgunblaðið - 21.05.2008, Side 43
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. MAÍ 2008 43
Leikstjórinn Clint Eastwoodbyggir nýjustu mynd sína ásannsögulegum atburðum
sem gerðust í Los Angeles árið
1928. Þá varð ung kona fyrir þeirri
hræðilegu reynslu að barninu henn-
ar var rænt. Vegna spillingar innan
lögreglunnar í Los Angeles og ótta
þeirra við neikvæða fjölmiðlaum-
fjöllun koma yfirvöld í hendur
hennar barni sem hún er sannfærð
um að sé ekki sonur sinn. Barátta
konunnar við að fá réttlætinu fram-
gengt og leit hennar að sannleik-
anum er svo rauði þráðurinn í
myndinni en þar koma við sögu við-
bjóðslegur fjöldamorðingi, gjör-
spilltar löggur og prestur sem sker
upp herör gegn spillingunni. Sá síð-
astnefndi er leikinn af John Malko-
vich.
Títtnefnd kona er í myndinnileikin af Angelinu Jolie sem er
einhver sú indælasta á blaðamanna-
fundum. Hún þakkar oft fyrir
spurningar, þýðir óskiljanlegar
spurningar fyrir sessunauta sína og
er öll hin kurteisasta.
Hún sagði hlutverkið hafa haft
sérstaka merkingu fyrir sig.
„Mamma mín var nýlátin þegar
við gerðum myndina og hlutverkið
minnti mig á hana á margan hátt.
Þetta var hógvær og prúð kona sem
er þó óhrædd við að sýna klærnar
ef vegið er að afkvæmunum, alveg
eins og mamma mín var. Þetta var
eins konar tækifæri fyrir mig að
eyða smá aukatíma með móður
minni.“
Og hvað heitir svo myndin? Þaðvirðist ekki vera alveg frá-
gengið hvaða titil hún muni bera á
alheimsmarkaði en hún er nú köll-
uð L’ Echange. Hún var stórgóð,
fallega útlítandi og á örugglega eft-
ir að sópa að sér einhverjum verð-
launum á komandi misserum. Hver
veit nema hún byrji á Gullpálm-
anum.
Eastwood mætti að sjálfsögðueinnig til blaðamannafund-
arins í gær og var mikið spurður út
í meinta vantrú hans á yfirvöldum,
eins og í myndinni, sem og í Dirty
Harry á sínum tíma. „Það koma
alltaf reglulega upp spillingarmál
innan lögreglunnar, sem og annars
staðar og það var raunin einmitt á
þessum tíma þegar sagan gerist,“
sagði Eastwood.
Ofbeldi gegn börnum er eitt við-
fangsefna myndarinnar sem og í
Mystic River. „Það er einfaldlega til
að auka á dramatíkina. Það er ekki
til neitt hræðilegra í heiminum en
hvers konar ofbeldi gegn börnum
og það viðgengst því miður allt of
víða. Það er því nauðsynlegt að
fjalla um það.“
Aðspurður hvers vegna hann hafi
ekki sjálfur tekið sér hlutverk í
myndinni svaraði hann einfaldlega:
„Ég er of ungur til að taka að mér
hlutverk barnanna í myndinni.“
Og aldurinn er einnig ástæða
þess að hann ætlar ekki að munda
byssuna sem Dirty Harry á nýjan
leik. „Maður verður að vera raun-
sær. Maður á mínum aldri væri
kominn á eftirlaun hjá lögregl-
unni.“
Bandaríski leikstjórinn JamesGray er þess heiðurs aðnjót-
andi að eiga mynd í aðalkeppni há-
tíðarinnar í ár, annað árið í röð. Og
þakklátur er hann að eigin sögn.
Það var meðal þess sem hann tjáði
sig um í geysilega löngum orðræð-
um á blaðamannafundi til kynn-
ingar á nýjustu mynd hans, Two
Lovers. Gray lét vaða á súðum í
margar mínútur þegar hann svar-
aði hverri spurningu, svo mikill var
orðaflaumurinn að stjórnandi fund-
arins varð að minna hann á að anda.
Með honum á fundinum voruGwyneth Paltrow og Vinessa
Shaw (3:10 To Yuma) sem leika að-
alhlutverkin í myndinni ásamt Joa-
quin Phoenix, sem komst ekki til
Cannes í ár vegna heiftarlegrar
magapestar. Í upphafi fundar var
þó lesin frá honum kveðja þar sem
hann harmaði fjarveru sína. Það
gerði ég nú líka. Auk leikaranna
þriggja leikur Isabella Rossellini í
myndinni en Gray grínaðist með
það að það hefði í raun verið afar
truflandi að hafa hana á tökustað
þar sem Gray langaði sífellt að vera
að heyra frá henni sögur af föður
hennar, Roberto Rossellini.
Það er svo ekki bara Tyson semfær um sig heimildarmynd. Í
kvöld verður frumsýnd mynd um
knattspyrnugoðið Maradona eftir
leikstjórann Emir Kusturica.
Barnsrán og blaðamannafundir
» „Það er ekki til neitthræðilegra í heim-
inum en hvers konar
ofbeldi gegn börnum
og það viðgengst því
miður allt of víða.
Það er því nauðsynlegt
að fjalla um það.“
Ljósmynd/ Halldór Kolbeins
Eastwood Clint Eastwood með eiginkonu sinni Dinu, leikkonunni Angelinu Jolie og eiginmanni hennar, leik-
aranum Brad Pitt, fyrir frumsýningu á nýjustu kvikmynd hans í Cannes, The Exchange eða Skiptunum.
birta@mbl.is
FRÁ CANNES
Birta Björnsdóttir
F
ít
o
n
/S
ÍA
Eftir Inu Christel Johannessen
AÐEINS 3 SÝNINGAR Á
LISTAHÁTÍÐ Í REYKJAVÍK
23.05.08 / 24.05.08 / 25.05.08
MIÐAR 568 8000 / www.id.is
SÝNINGAR Á LISTAHÁTÍÐINNI Í BERGEN
01.06.08 / 02.06.08
HEIMSFRUMSÝNING
ÍSLENSKI DANSFLOKKURINN
OG CARTE BLANCHE, BERGEN
KYNNA
BREYTTUR SÝNINGARTÍMI
LAUGARDAGSKVÖLDIÐ 24.MAÍ
SÝNING NÚ KL 17.00
Styrkur til framhaldsnáms
Blikastaðasjóður
Blikastaðasjóður auglýsir lausa til umsókna styrki til
framhaldsnáms á skólaárinu 2008-2009. Hlutverk
Blikastaðasjóðsins er að styrkja nemendur sem lokið
hafa háskólanámi frá Landbúnaðarháskóla Íslands til
framhaldsnáms eða til rannsókna í landbúnaðarvísindum
eftir því sem stjórn sjóðsins ákveður.
Umsóknarfrestur er til 2. júní n.k. Umsóknaeyðublað er að
finna inn á heimasíðu Landbúnaðarháskóla Íslands www.
lbhi.is og skal umsókn, ásamt ferilskrá, upplýsingum um
námsárangur og fyrirhugað framhaldsnám send til:
Blikastaðasjóður
b/t Þorbjargar V. Kristjánsdóttur,
Landbúnaðarháskóla Íslands, Hvanneyri,
311 Borgarnes.
Reiknað er með að styrkveitingar fari fram um miðjan júní.
Frekari upplýsingar gefur Þorbjörg Valdís Kristjánsdóttir,
tvk@lbhi.is, og í síma 433 5019.