Morgunblaðið - 23.05.2008, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 23.05.2008, Blaðsíða 26
26 FÖSTUDAGUR 23. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ Einar Sigurðsson. Styrmir Gunnarsson. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. EFTIRSPURN OG FRAMBOÐ Í samtali við Morgunblaðið í gærsagði Þorsteinn Hilmarsson,upplýsingafulltrúi Landsvirkj- unar, m.a.: „Það er meiri eftirspurn eftir raf- orku en framboð nú um stundir.“ Þessi fáu orð segja mikla sögu um þá stöðu, sem við erum í nú með orku- lindir okkar. Og það sem meira er: það er engin ástæða til að ætla að um- talsverð breyting verði á þessari stöðu á orkumörkuðum heimsins á næstu árum nema þá okkur í hag. Þess vegna erum við ekki að missa af neinu með því að selja orkuna ekki til þess fyrsta, sem kemur og vill kaupa. Eftirspurnin mun frekar vaxa en minnka. Verðið sem í boði verður mun hækka en ekki lækka. Þessi vígstaða á orkumarkaðnum gerir okkur kleift að huga vel að næstu skrefum. En til þess að svo verði gert þarf ríkisstjórnin að taka ákveðnar lykilákvarðanir. Fyrst og fremst verður hún að setja af stað markvissa vinnu við framtíðarstefnu- mörkun í auðlindamálum okkar al- mennt og orkumálum sérstaklega. Slíkri vinnu ætti að ljúka með útgáfu hvítbókar, sem dreift yrði um allt land og inn á hvert heimili til þess að þjóðin öll geti orðið þátttakandi í stefnu- mörkun til framtíðar. Jafnframt þurfa ríkisstjórn og Al- þingi að svara þeirri spurningu fyrir sig, hvort sú valddreifing, sem orðin er í orkumálum og nýtingu orkuauð- linda, sé skynsamleg. Er það í raun og veru rétt pólitík að hægt sé að ráð- stafa stórum hluta af orkulindum okk- ar með samningum á sveitarstjórnar- stigi? Er það skynsamleg pólitík fyrir þessa fámennu þjóð að bjóða upp á að stórir orkukaupendur efni til kapp- hlaups á milli nokkurra orkufyrir- tækja á Íslandi um hvert þeirra bjóði lægsta verð? Í stað þess að Ísland sem orkuforðabúr efni til kapphlaups á milli stórra orkukaupenda úti í heimi um það hvert þeirra sé tilbúið til að borga okkur hæsta verð fyrir orkuna? Það getur varla verið að það sé skynsamlegt fyrir okkur að láta nota okkur til þess að knýja fram lægsta verð í stað þess að við knýjum aðra til þess að bjóða fram hæsta verð. Nefnd eða starfshópur, sem ríkis- stjórnin setti á stofn til þess að vinna þetta verk, ætti að gera það með þeim lýðræðislega hætti að kalla eftir til- lögum og athugasemdum úr öllum áttum og senda síðan drög að stefnu- mörkun til umsagnar út um allt áður en gengið yrði frá endanlegri skýrslu í hvítbók. Lýðræðisleg vinnubrögð af þessu tagi eru sjálfsögð nú á tímum og auð- velt að beita þeim með því að notast við hina öflugu samskiptatækni sam- tímans. Það er aðkallandi að vinna þetta verk. Orkan er lykill að velgengni í framtíðinni og lífskjörum komandi kynslóða. Við eigum ekki að bjóða öðrum afnot af henni fyrr en við höf- um gert okkur skýrari grein fyrir því hvaða verðmæti við höfum í höndun- um. STERKUR LEIKUR Skákakademía Reykjavíkur varstofnuð í Höfða í fyrradag. Veg- lega er staðið að stofnun akademí- unnar. Stofnfé hennar er 20 milljónir króna, sem Landsbankinn, Mjólkur- samsalan og Orkuveitan leggja til. Akademíunni er ætlað að hlúa að skákinni í höfuðborginni með áherslu á skólana. Einnig er stefnt að því að Skákakademían standi árlega að Skákhátíð Reykjavíkur og Alþjóð- lega Reykjavíkurskákmótið verði há- punktur hennar. Reykjavíkurskák- mótið hefur verið haldið á tveggja ára fresti frá árinu 1964, en það er gamall draumur skákunnenda að halda það á hverju ári. Júlíus Vífill Ingvarsson, formaður menntaráðs Reykjavíkurborgar, er formaður í stjórn Skákakademíu Reykjavíkur. „Nú liggur það fyrir í félaginu að vinna ötullega að því að efla skáklistina í skólum borgarinnar og efla skáklíf í Reykjavík í góðri samvinnu við skákfélögin og standa með Skáksambandi Íslands í þeim verkum sem framundan eru,“ sagði Júlíus Vífill í fyrradag. „Við sjáum í þessu mikil margfeldisáhrif. Það er ljóst að skákiðkun hefur mjög jákvæð áhrif á námsárangur, vellíðan og námsgetu. Við viljum nýta það sem best.“ Þetta er rétt hjá Júlíusi Vífli. Efl- ing skákarinnar snýst ekki bara um að búa til nýja stórmeistara. Skákin getur nýst á mörgum sviðum. Hún ýt- ir undir rökfimi, skipulag og frum- leika og kennir að hugsa fram í tím- ann. Í upphafi þessa mánaðar skrifuðu Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra og Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, þáverandi forseti Skáksambands Íslands, undir samn- ing um eflingu skákarinnar í grunn- skólum. Verður 1,5 milljónum króna varið í tilraunaverkefni í sex til átta grunnskólum til eins árs. Þetta verk- efni er mun smærra í sniðum en Reykjavíkurakademían, en verður vonandi upphafið að stærra átaki. Íslendingar eru ekki einir um að horfa til skákar í menntunarskyni. Í ríkinu Idaho í Bandaríkjunum var til dæmis sett á laggirnar áætlun í vetur um að kenna börnum að tefla. Idaho er fyrsta ríkið í Bandaríkjunum, sem setur skák á námskrá. Með þessu er verið að bregðast við gagnrýni um of mikla áherslu á utanbókarlærdóm í skólum og er ætlunin að ýta undir sjálfstæða hugsun. Stórkostlegt hefur verið að fylgjast með eflingu skákarinnar á Íslandi á undanförnum árum. Upphaf þeirrar vakningar, sem hefur átt sér stað, má rekja til stofnunar Hróksins, sem Hrafn Jökulsson dreif áfram af mikl- um krafti. Hann á því ekki lítinn hlut í því, sem nú er að gerast. Skákin á sér sterkar rætur og merkilega sögu á Íslandi og framtíð hennar er björt. Stofnun Skák- akademíu Reykjavíkur er sterkur leikur. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ MÁ VERA til umhugsunar hve fyrsti áratugursíðustu aldar skilaði íslensku þjóðinni mörg-um brautryðjendum í málaralist. Fyrstanskal nefna Snorra Arinbjarnar (1901-1958), næstan Gunnlaug Scheving (1904-1972) síðan þá Þorvald Skúlason (1906-1984), Jóhann Briem (1907-1991), Jón Engilberts (1908-1972), og loks Svavar Guðnason 1909- 1988). Til viðbótar er auðvitað óhjákvæmilegt að nefna einnig hinn frækna myndhöggvara Sigurjón Ólafsson (1908-82). Hvernig sem litið er á hlutina var áratugurinn mikill vorboði og bjarmaði sterkt af nýjum tímum, öllu meiri stórhugur í fólki almennt en á síðasta áratug nítjándu ald- ar, sem sjaldnar er vitnað til, jafn frumstæðir og langt á eftir og Íslendingar voru þá enn. Í stað þeirra ótrúlegu framfara sem handverks- og iðnsýningin mikla í Kaup- mannahöfn 1888 lagði grunn að í Danmörku, stóðu Íslend- ingar að segja má í stað. Voru jafnvel svo frumstæðir að útlendingur sem rakst hingað sagði að helst mætti ætla að þetta fólk sem landið byggði hefði numið land fyrir 10-15 árum, og þótti með ólíkindum að saga landsins væri meira en þúsund ára gömul. Milljónasýningin svonefnda olli miklum ýfingum í hér á landi, ráðamenn kærðu sig lítt um að nýta það pláss sem Íslendingum hafði verið úthlutað eins og öðrum Norðurlandaþjóðum. Fussuðu og fúlsuðu hinir íhaldsömu landfeður við þessari tiltektarsemi herra- þjóðarinnar og vildu hvergi nálægt koma. Landið varð því af þeirri miklu inngjöf vítamína sem sýningin reyndist og kom hjólunum í gang svo um munaði, einkum hvað upp- byggingu Kaupmannahafnar snerti. Engin launung, að mér hefur lengi þótt býsn að ekki skuli hafa verið farið í sauma áratug síðustu aldar fyrir sig, til gagngerr þróun íslenskrar myndlistar. Hef talið það verkefni fyrir lærða og áhugasama með h lýsinga- og fræðslugildi fyrir landslýð alla rétt og eðlilega orðið grunnur að gagnsær sögu. Einnig nokkuð til þess að líta, að á tímu mikilvæg umræða og deilur sem réðu úrsl stæði landsins komu allir fyrrnefndir áhri sem seinna tengdu þjóðina við meginstrau inna evrópskra viðhorfa í myndlist með al Ásgrími Jónssyni, Jóni Stefánssyni og Jóh Þeir voru fæddir tveim áratugum fyrr og bundnari leið sem skilgreind er sem klass ismi. Hér kemur Júlíana Sveinsdóttir fæd arins sterkt inn, einnig Kristín Jónsdóttir árum yngri, róðurnar fyrstu gagnmenntu úr röðum kvenna. Nokkra aðra ber að nef unda áratugnum svo sem Guðmund Thors (Mugg), Jón Þorleifsson, Gunnlaug Blönd ursson, Guðmund Einarsson frá Miðdal og Rétt að fram komi sérstaklega að málarin son (1892-1993) komst í snertingu við listh Sturm í Dresden og var á tímabili í röð fr manna í Þýskalandi, en söðlaði yfir í klass ismann við heimkomuna. Hins vegar var Á Sveinsson myndhöggvari (1893-1982) upp undir hið hlutlæga en söðlaði seinna yfir í „Maðurinn í gula frakkanum É g stóð við trönurnar mínar í teikniskólanum nið- ursokkin í að draga upp mynd með svartkrít þegar krítin hrökk í sundur og rúllaði eftir gólfinu yfir í hinn enda skóla- stofunnar. Ég þurfti að fara á fjóra fætur til að nálgast krítarmolann sem lent hafði undir borði. Þegar ég stóð upp horfði ég inn í bláustu augu sem ég hafði nokkru sinni séð. Þetta var ungur maður með ljóst hár og ég man að fyrsta hugsun mín var að hann hefði ótrúlega löng og dökk augnhár. Hann svaraði afsakandi brosi mínu með alvörugefnu áhugaleysi en í augum hans sá ég endurspeglast mín eig- in viðbrögð – eitt andartak var eins og tíminn stöðvaðist og hugurinn hætti að starfa. Ég hraðaði mér aftur á minn stað og var nokkuð brugðið. „Guð hvað þetta er fallegur maður,“ sagði ég andstutt við Karen vinkonu mína. „Þennan mann vil ég.“ Hún leit í áttina til Jóns og hristi höf- uðið. „Það þýðir ekkert fyrir þig að hugsa um hann, ég hef fylgst með honum“, sagði hún. „Hann tekur vinnuna greini- lega mjög alvarlega, talar ekki við neinn og lítur ekki á stelpurnar hérna. „Ég skal veðja við þig Napóleonsköku að hann verður farinn að tala við mig áð- ur en vikan verður liðin,“ sagði ég. Karen tók veðmálinu. Ekkert gerðist fyrst í stað en ég fann að þessi bláu augu fylgdust með mér. Nokkrum dögum eftir veðmálið vorum við vinkonurnar ásamt fleirum með ærsl og læti í skólanum. Jón sem hafði ætlað að vinna í matartímanum varð æfur. Hann henti frá sér krítinni og flutti yfir okkur mergjaða ræðu á ein- hverju samblandi af dönsku og íslensku út af þessari truflun á vinnufriði í stof- unni. Eftir reiðilesturinn rauk hann út og skellti á eftir sér. Það var ekki fyrr en þarna sem ég vissi að draumaprinsinn var útlendingur. „Þú getur greinilega keypt Napóleons- kökuna strax,“ sagði Karen. „Vikan er nú ekki liðin,“ sagði ég drýgindalega en var hreint ekki rótt. Skömmu síðar var ákveðið að hópurinn í teikniskólanum færi að skoða söfn. Þegar við erum að tygja okkur af stað, stendur Íslending- urinn allt í einu hjá mér. „Eigum við að vera samferða,“ spurði hann. Þar með vann ég veðmálið – og Jón.“ Jón Engilberts fæddist í Reykjavík 23. maí 1908, sonur Sigurjóns Grímssonar múrarameistara og Birgittu Jónsdóttur, næstyngstur fjögurra bræðra. Hann ólst upp í Reykjavík og stóð æskuheimili hans við Njálsgötu. Áhugi hans á myndlist vaknaði snemma þótt hvorki hafi verið fyrir að fara beinni hvatningu né mynd- list hafi verið í sérstökum hávegum höfð á æskuheimili hans. Hann var nemandi í einkaskóla Guðmundar Thorsteinssonar (Muggs) í Reykjavík 1921-22 sem hélt listaskóla í Galtafelli við Laufásveg, og var þar m.a. skólabróðir Gunnlaugs Scheving. Seinna sagði hann svo frá: skyldu sína til Í ástandsins. Var uð til skemmri t Danmerkur var búin sökum póli skipta en hann h ingu til styrktar 1937. Á árunum 19 þátt í dönsku lis félagi í sýningar 1936 og í Grafis ár. Árið 1934 er J anum að sýna í mannahöfn ásam syni, Þorvaldi S Magnum og Re um hélt hann ei Reykjavík m.a. Árið 1939 er h ferðastyrkurinn Kaupmannahöf list í Hollandi. Á fjórða árat sér völl í dönsku um til þátttaka eraterne 1936-1 þeim sýningum kvæðar umsagn hann sýndi í fyr eraterne 1936, s inn Sigurd Schu arinnar sé verk sýningu árið eft Nationaltidend arinnar eru án e ilberts, hann er fullu áræði knýr hann hefur að g Á þessum ára kastamikill við g „Muggur var prýðiskennari og einhver hugljúfasta sál sem ég hef kynnst. Þann- ig var viðmót hans og fræðsla, að ég minnist þess ekki að hafa nokkru sinni á ævinni hlakkað eins mikið til nokkurs eins og tímanna hjá Muggi – nema ef vera skyldu páskasýningar Ásgríms Jónssonar. Muggur var okkur bæði kennari og félagi. Kennslugjalds krafðist hann aldrei“.1) Ásgrímur var honum jafnkær. Hann sýndi ætíð á páskum og svo sterkt heill- uðu þessar myndir hann: „Að væri maður í vafa um gildi listarinnar, þá frelsaðist maður af öllum vafa í litla salnum í Gúttó- uppi“. Leið Jóns til myndlistarnáms var hvorki bein né greið því foreldrar hans höfðu hug á að hann færi í Mennta- skólann og jafnvel síðar í lögfræði. Til undirbúnings þessa var Jón settur í tíma hjá Finnboga Rúti Valdimarssyni, sem var tveimur árum eldri en hann, las utan skóla við Menntaskólann og fékkst við kennslu. Kynni Jóns af Rúti báru þó ekki þann ávöxt sem foreldrar hans höfðu vænst heldur styrktu hann enn frekar í þeim ásetningi að leggja fyrir sig mynd- list. Því jafnskjótt og Rútur heyrði fram- tíðardrauma hans um að verða málari og sá myndirnar, skellti hann bókunum, sóp- aði þeim til hans og sagði stutt og laggott: „Málaðu þá, málverkið er alþjóðamál, lögfræðinga er hægt að framleiða eftir þörfum eins og brauðsnúða“.2) Jón stundaði nám við Samvinnuskól- ann veturinn 1925-26 en sá sem gerði honum kleift að hefja myndlistarnám í Kaupmannahöfn haustið 1927 var frændi hans, Jón Helgason, kaupmaður frá Hjalla í Ölfusi, sem arfleiddi hann að ell- efu þúsund krónum. Jón hóf nám í Teknisk Selskabs Skole sem var eins konar undirbúningsskóli fyrir þá er hugðust þreyta inntökupróf í Listaskólann. Samhliða náminu vann hann við málun leiktjalda hjá Bang Sörensen sem starfaði við Dagmar leik- húsið. Í árslok 1927 hóf Jón teikninám hjá Victor Isbrand sem rak einkaskóla í Danska ríkislistasafninu, var aðallega teiknað eftir grískum og rómverskum höggmyndum og síðan nam hann við Listaháskólann í Kaupmannahöfn 1928- 31 og voru aðalkennarar hans Einar Niel- sen og Aksel Jörgensen. Í skólanum var hann virkur í hópi róttækra námsmanna sem ötullega studdu baráttu verkalýðsins m.a. með því að mála kröfuspjöld sem seinna koma fram í myndum hans. Á ár- unum 1931-33 stundaði hann nám við Listaháskólann í Ósló og var aðalkennari hans þar Axel Revold. Jón kvæntist árið 1932 Tove, dóttur Fredriks Fugmanns og konu hans Henri- ette Caroline Amalie Jörgensen, en þau höfðu kynnst, þegar þau stunduðu nám samtímis við Teknisk Selskabs Skole í Kaupmannahöfn, nokkrum árum áður. Þau eignuðust tvær dætur, Amy og Birg- ittu. Þau voru búsett í Kaupmannahöfn 1933-40 en það ár flutti Jón með fjöl- Jón Engilberts – Alda Haust í garðin

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.