Morgunblaðið - 23.05.2008, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 23.05.2008, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 23. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson orsi@mbl.is DÓMSMÁLARÁÐUNEYTIÐ telur ósannað að fullyrðingar lögreglu- stjóra LRH þess efnis, að nektar- dansmeyjar séu oftast þolendur mis- neytingar, mansals og glæpa, eigi við um starfsemi Goldfinger. Hefur ráðu- neytið því fellt úr gildi ákvörðun sýslumannsins í Kópavogi um að synja Baltik ehf. um heimild í rekstr- arleyfi til þess að fram fari nektar- dans í atvinnuskyni á Goldfinger. Lögreglustjóri LRH var umsagnar- aðili vegna leyfisumsóknar Goldfing- ers og telur dómsmálaráðuneytið að hún sé háð verulegum annmörkum og leiði það til ógildingar á ákvörðun sýslumanns. Þegar sýslumaður neitaði að gefa Goldfinger leyfi fyrir nektardansi, var ákvörðunin kærð til dómsmálaráðu- neytisins af hálfu Goldfingers sem taldi lögreglustjóra hafa farið út fyrir lögbundið hlutverk sitt. Honum bæri að gefa út hlutlausa umsögn en hvergi væri þess getið í lögum að umsagn- araðilar gætu látið gildisdóm um starfsemina ráða för við afgreiðslu umsagna. Brynjar Níelsson lögmaður Goldfingers bendir í kærunni á að ekki hafi verið ætlun löggjafans að leggja í hendur einstakra umsagnar- aðila að meta hvort nektardans sé „góður eða vondur“ eða hvar mann- úðin eða almannahagsmunir liggi í málum sem þessum. Neitað um rökstuðning og gögn Lögmaðurinn bendir á að í umsögn lögreglustjóra sé ýjað alvarlega að því að stúlkur á Goldfingar séu þvingaðar til þess og að skipulögð glæpasamtök útvegi staðnum stúlkur. Hafi staður- inn óskað eftir rökstuðningi og gögn- um til stuðnings þessu en verið neit- að. Segir lögmaðurinn að það sé fáheyrt og sennilega einsdæmi að stjórnvöld fari eftir sögusögnum og slúðri við ákvarðanatöku um mikil- væg réttindi eins og hér reyni á. Það sé brot á Mannréttindasáttmála Evr- ópu að stjórnvald væni aðila um refsi- verða háttsemi án þess að hann hafi verið ákærður og hvað þá dæmdur. Í umsögn lögreglustjóra segir m.a. að reynsla undanfarinna ára af eftir- liti með nektarstöðum sé miður góð. Þar er átt við afskipti lögreglu vegna opnunartíma, atvinnuréttinda starfs- manna og ákvæða um bann við einka- sýningum á nektardansi í lokuðu rými. Nokkur reynsla sé af því hér á landi að starfsemi sem býður upp á nekt- ardans byggi nær eingöngu á ungum, erlendum stúlkum og reynst hafi nær ómögulegt að kanna stöðu þeirra og aðstæður og ástæður þess að þær stunda þessa iðju og hvort þær séu þvingaðar til þess. Rannsóknir yfir- valda víða í Evrópu hafi sýnt að þær stúlkur sem taka þátt í starfsemi sem fela m.a. í sér nektardans eru oftast mjög ungar, þó yfir lögaldri, og þol- endur misneytingar af ýmsu tagi svo sem vegna fátæktar, áfengis- og/eða eiturlyfjafíknar og í mörgum tilvikum fórnarlömb mansals og/eða annarra glæpa. Lögreglustjórinn lagðist því gegn nektardansi á Goldfinger. Í tengslum við umsögn lögreglu- stjóra um að neita alfarið um leyfi til þess að heimila veitingastöðum að bjóða upp á nektardans vegna ríkra mannúðarsjónarmiða, almannahags- muna og löggæslusjónarmiða, bendir dómsmálaráðuneytið á að umsögn skv. lögum hljóti ávallt að vera bundin við þann stað sem er til meðferðar hverju sinni. Þannig geti lögreglu- stjóri ekki lagst gegn því að allir veit- ingastaðir fái heimild til að bjóða upp á nektardans í umsögn sem hann veit- ir vegna meðferðar tiltekins máls. Sýslumaður þarf því að taka um- sókn Goldfingers til meðferðar á ný og fá nýja umsögn lögreglustjóra LRH. Verður að taka málið upp aftur Umsögn lögreglu- stjóra LRH háð miklum annmörkum að mati ráðuneytis Í HNOTSKURN »Yfirstjórn lögreglunnar munfara yfir forsendur úrskurð- ar dómsmálaráðuneytisins enda annast embættið eftirlit með veitingastöðum samkvæmt lög- um. »Úrskurðurinn sem kveðinnvar upp 15. maí hefur hins vegar ekki borist embættinu enn. Morgunblaðið/Ómar Ósannað Fullyrðingar lögreglustjóra um mansal áttu ekki við um starfsemi Goldfingers að mati dómsmálaráðuneytisins og þarf að gefa nýja umsögn. Sýslumanni ekki stætt á að synja nektarumsókn Goldfingers VERÐ á vörukörfu ASÍ hækkaði mest í klukkubúðunum milli 2. og 3. vikunnar í maí. Mest hækkaði verð körfunnar um 2,2% í Samkaupum- Strax, í 11-11 nam hækkunin tæp- lega 1% og í 10-11 hækkaði vörukarf- an um 0,8%. Í lágverðsverslunum hækkaði verðið á vörukörfu ASÍ um 0,8% í Nettó og 0,7% í Krónunni milli vikna en var nánast óbreytt í versl- unum Bónuss og Kaskó. Í öðrum stórmörkuðum lækkaði verð vöru- körfunnar um 1,5% í Samkaupum- Úrvali og um 0,6% í Hagkaupum en í Nóatúni hækkaði verð körfunnar um 0,3% á milli vikna. Á vef ASÍ kemur fram að frá því verðlagseftirlit ASÍ hóf átak í eftirliti með verðbreyting- um í matvöruverslunum í fyrri hluta aprílmánaðar hefur verð vörukörf- unnar hækkað langmest í lágverðs- verslunum. Hækkunin á tímabilinu frá 2. vik- unni í apríl til 3. vikunnar í maí er mest í Bónus þar sem verð körfunn- ar hefur hækkað um 7%. Í Kaskó nemur hækkunin 5,9%, í Krónunni 5,8% og í Nettó hefur vörukarfan hækkað um 4,5%. Í öðrum stórmörk- uðum hafa breytingar á verðinu ver- ið minni. Í Nóatúni hefur verð körf- unnar hækkað um 2,6% frá því í byrjun apríl, í Hagkaupum um 1,1% og í Samkaupum-Úrvali um 0,6%. Morgunblaðið/Árni Sæberg Verðbreytingar Enn er vöruverð að hækka samkvæmt könnun ASÍ. Mest verðhækkun í klukkubúðunum nú É g var búinn að einsetja mér að fara á Via Appia í dag, sunnudag, og skoða kirkjuna Domine Quo Vadis? Á bak við heitið er sagan af því þegar Pétur postuli kom til Rómar að boða fagnaðarerindið heið- ingjunum. Hann var umsvifalaust hnepptur í fangelsi og barinn, en slapp við illan leik úr prísundinni og ætlaði að forða sér sem skjótast burt úr borginni. En þegar hann er kominn út á Via Appia – sem mun vera fyrsta hraðbraut sögunnar, þráðbeinn vegur sem lá frá suðurenda Rómar beinustu leið til Brindisi syðst á Ítalíu – mætir hann Kristi. Og spyr þá þessarar spurn- ingar: Domine, quo vadis? Hvert ertu að fara, herra? Og Jesús svarar: „Ég er að fara til Rómar að láta krossfesta mig aftur.“ Pétur skildi sneiðina og sneri við inn í borgina til að deyja píslarvættisdauða. Þar er nú Vatíkanið. En á staðnum þar sem hann mætti Jesú hefur verið reist kirkja samnefnd spurningunni og að sögn má enn sjá fótspor Frelsarans í steininum þar sem þeir mættust. Þenn- an stað langaði mig til að skoða og eftir ánægjulega göngu um hin fornu stræti hoppaði ég upp í strætó sem hafði „Appia“ meðal viðkomustaða. Og stóð heima að gata með þessu nafni gekk út frá einu miklu torgi, að vísu með við- skeytinu „nuova“, sem ég hefði átt að gefa gaum, en nuova þýðir „nýr“ á ítölsku. Eftir þessari götu gekk ég og alltaf varð borgin ljótari og ljótari, ég var sýnilega kominn út í þessi úthverfi sem hafa ekki af neinu að státa nema þvotti á svölum, veggjakroti og upp- klístruðum auglýsingum hvar sem færi gefst. Fáir voru á ferli, ein og ein kven- snift í plastikpilsi í dyragætt. En þegar voru farin að birtast skilti sem sýndu flugvöllinn var mér hætt að lítast á blikuna og skömmu síðar endaði gang- stéttin og hraðbrautin tók við. Mér komu í hug orðin úr Kvöldsálmi Hallgríms Péturssonar: „dimmt er í heimi hér/hættur er vegurinn“. Ég var með lítinn leiðarvísi um Róm og út frá honum fór smátt og smátt að renna upp fyrir mér í hverju villan lá: ég var ekki staddur á Via Appia Antika – og gekk sömu leið til baka. Þá hafði ég verið sex klukkustundir samfellt á röltinu. Á heimleið gekk ég yfir Torg Heil- agrar Maríu í Trastavere hér steinkast frá þar sem ég bý. Þar stendur sam- nefnd kirkja sem var hér líka þegar Sturla Sighvatsson var leiddur hingað í böndum: „… en flest fólk stóð úti og undraðist, barði á brjóstið og harmaði er svo fríður maður var svo hörmulega leikinn og máttu eigi vatni halda bæði konur og karlar“, segir í Sturlungu, að mig minnir við árið 1232 (þið skulið samt fletta því upp til öryggis). En nú stóð á torginu trúður sem var að leika listir sínar í síðdegisblíðunni. Mikil kátína og mikið um lítil börn sem iðulega í miðju númeri hlupu inn á svæðið til hans og brást ekki að hann gerði þá hlé á atriðinu og fór að leika á móti barninu, en leysti það því næst út með gjöf sem hann var eldsnöggur að búa til með því að blása út blöðrupylsu sem hann breytti í geislabaug ýmist eða sverð. En aðaltöfrabrögðin gerði hann með uppþvottalegi annarsvegar og gúmmíhanska hinsvegar. Bjó til voldugar sápukúlur sem hann síðan gat leikið sér með, látið tvær verða að einni eða búið til heilu loftbelgina sem hon- um tókst að láta ferðast um loftið með því að blaka höndunum. PISTILL »En það sem ég vildisagt hafa er þetta: fer maður nokkurn tímann erindisleysu? Pétur Gunnarsson QUO VADIS? Og svo var það gúmmíhanskinn: hann brá honum yfir höfuðið og breytti þar með fingrunum fimm í hanakamb, dró hanskann því næst niður fyrir vitin og hóf að blása út uns hann var orðinn að vatnshöfði sem stækkaði og stækk- aði uns það þeyttist út í loftið. Hugsa sér að geta haldið svo stórum hópi föngnum með jafn einföldum með- ölum: uppþvottalegi og gúmmíhanska! Þið getið kannski prófað það í uppvask- inu á eftir? En það sem ég vildi sagt hafa er þetta: fer maður nokkurn tíma erind- isleysu? Ég er að minnsta kosti fróðari um það hvernig Rómverjar úthverf- anna búa. Hljóðpistlar Morgunblaðsins, Pétur Gunnarsson les pistilinn HLJÓÐVARP mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.