Morgunblaðið - 23.05.2008, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 23.05.2008, Blaðsíða 44
44 FÖSTUDAGUR 23. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ Talsvert ber á myndum semtengjast á einn eða annanhátt Suður-Ameríku. Fjórir þeirra leikstjóra sem eiga mynd í keppninni eru frá Brasilíu og einn frá Argentínu. Miklu púðri var eytt í að kynna mynd Emirs Kusturica um argentínska knatt- spyrnumanninn Maradonna og svo var í fyrrakvöld frumsýnd óralöng mynd um argentínska baráttu- manninn og stuttermabolaímynd- ina Ernesto „Che“ Guevara. Og óralöng var sú síðastnefnda, alls 4 klukkutímar og 28 mínútur. Hún verður reyndar sýnd sem tvær kvikmyndir í bíóhúsum, sem reyndar er synd því þrátt fyrir lengdina var myndin afar mögnuð og eiginlega alveg stórgóð. Mynd- in segir frá annars vegar frá ferðalagi áttatíu uppreisnar- manna, undir stjórn Fidels Castro, til Kúbu í þeim tilgangi að velta Batista af valdastóli. Þar fær mað- ur að fylgjast með ferli Che fyrst sem læknir, svo hæstráðandi í hernum og loks sem uppreisn- arhetja. Í síðari hlutanum er fjallað um baráttu uppreisnar- manna, undir stjórn Che, í Bólivíu sem á endanum mistekst og dreg- ur hann til dauða.    Leikstjórinn Steven Soderberghsagði það mikilvægt að segja frá báðum þessum tímabilum í lífi Che og að myndin hefði hæglega getað orðið helmingi lengri. Þó svo að myndirnar verði tvær sagð- ist hann þó eiga þá ósk heitasta að hvert sýningarland myndi sýna hana fyrst um sinn í heild sinni áð- ur en henni yrði deilt upp. Það er svo spurning hvort kvikmyndahús geta orðið við þeirri ósk hans en mín skoðun er sú að myndirnar eigi að sjá saman. Það væri lítið varið í myndina ef ekki kæmi til stórleikur Benicio Del Toro í hlutverki Che, það væri undarlegt ef hann færi ekki heim með leikaraverðlaun hátíðarinnar. Einnig var Demián Bichir sem lif- andi eftirmynd af Fidel Castro á yngri árum. Sjálfur sagðist Bichir ekki hafa skilið hvers vegna leik- stjórinn Soderbergh hefði viljað fá hann í hlutverkið … fyrr en hann leit fyrst í spegil með álímda skeggið og gleraugun. Che hefur hlotið nokkuð mis- jafnar móttökur hjá gagnrýn- endum hér. Margir telja það helsta kost myndarinnar hversu lítið sé verið að velta sér upp úr drama- tíkinni en öðrum finnst það galli. Soderbergh sagðist sjálfur hafa ætlað myndinni að leyfa fólki að upplifa „hvernig það hefði verið að hanga með Che Guevara“. Myndin er öll á spænsku og Soder- bergh sagðist vona að slíkt væri framtíðin; að „myndir yrðu í fram- tíðinni gerðar á því tungumáli sem hentar hverju sinni, sama hvers lensk framleiðslufyrirtækin og leikstjórarnir væru. Hann líkti til- hneigingu margra til að klína enskri tungu á allra þjóða karakt- era við heimsvaldastefnu sem hon- um hugnaðist hreint ekki. „Það er misskilningur að almenningur setji það fyrir sig að sjá myndir með texta. Það sem fólk vill ekki sjá eru talsettar kvikmyndir.“ Myndin gerist að mestu leyti úti í skógi þar sem uppreisn- arhermennirnir hafast við í hvoru stríðinu fyrir sig. Loðnir og skít- ugir karlmenn eru því ósjaldan í mynd og Benicio Del Toro sagðist á blaðamannafundunum ekki enn vera búinn að ná öllum skít af höndunum á sér. „Það eina sem við náðum því miður ekki að koma til skila í tök- unum var lyktin,“ sagði Soder- bergh og gaf til kynna að sá fnyk- ur yrði trúlega seint seldur í ilmvatnsflöskum. Og leikararnir þurftu að und- irbúa sig líkamlega sem andlega fyrir myndina. Allir í hlutverki uppreisnarmanna þurftu að létta sig um talsvert mörg kíló til að hungrið í útlegðinni yrði trúverð- ugra. Þá mátti enginn skera hár sitt eða skegg svo mánuðum skipti fyrir tökur. Og þegar út í skóg var komið var lítið um aðstoðarfólk, hjólhýsi og annan munað sem leik- arar eru trúlega vanir í vinnunni. Karlar og konur pissuðu bak við runna og settust í moldina ef þreyta sótti að, enda skipti litlu máli þótt búningarnir óhreink- uðust.    Það var minna um skít og drulluen meira um fótbolta og kók- aín í heimildarmynd Emirs Kustu- rica um Maradonna. Strax á frum- sýningunni fékk maður smá tilfinningu fyrir hversu ótrúlega dáður Maradonna er af löndum sínum, og fleirum, því þegar kapp- inn gekk í salinn ætlaði fagn- aðarlátunum aldrei að linna. Margir voru íklæddir treyjum arg- entínska landsliðsins innanundir smókingnum og fagnaðarlætin voru líkari þeim sem heyra má á fótbotavöllum en í bíóhúsum. Í myndinni fékkst svo endanleg staðfesting á vinsældum Mara- donna en það er í alvörunni hægt að láta gifta sig í kirkju heilags Maradonna! Athöfnin fer fram á fótboltavelli og eftir staðfesting- arkoss brúðhjónanna mega þau bregða á leik með knöttinn. Það þyrfti talsverða sannfæringu til að láta mig ganga út á þennan hátt. Maradonna talar á einlægan hátt um kókaínneysluna, sem var yfir og allt um kring í áraraðir hjá honum og sýndar eru myndir af honum þegar hann var ekki upp á sitt besta líkamlega og andlega, svo ekki sé meira sagt. Enn mest var þó gaman að sjá rifjaða upp færni hans á fótboltavellinum, guðshöndina góðu og önnur stór- glæsileg mörk sem hann skoraði íklæddur ískyggilega stuttum stuttbuxum.    Nú er heldur betur farið aðsíga á seinni hluta hátíð- arinnar og það fer að styttast í af- hendingu Gullna pálmans, sem fram fer á sunnudagskvöldið. Í fyrra var það rúmenska myndin 4 mánuðir, 3 vikur og 2 dagar sem var valin besta myndin og kom það fáum á óvart. Það voru kannski bara Coen bræðurnir, með No Country For Old Men, sem virtust hafa möguleika á að skáka þeirri rúmensku ef marka mátti umtal og dóma gagnrýnenda. Í ár virðist sigurvegarinn ekki liggja eins í augum uppi. Það eru nokkrar myndir sem hafa fengið afar góða dóma, meðal annarra franska myndin Un Conte De Noel (Jólasaga), teiknimyndin Waltz With Bashir frá Ísrael og Uc Ma- ymun (Þrír apar) frá Tyrklandi. Bestu myndirnar að mínu mati eru L’Echange hans Clints Eastwood, argentínska myndin Leonera og fyrrnefnd Che. Þá myndi ég held- ur ekki syrgja það ef Walter Salles og kollega hans, Danielu Thomas, yrði veittur pálminn fyrir bræðra- söguna Linha De Passe. Það kem- ur hins vegar allt saman í ljós á sunnudaginn kemur og enn er eft- ir að sýna nokkrar myndir sem jafnvel eiga eftir að koma á óvart. Svo er ómögulegt að geta sér til um hvernig smekkur Sean Penn og félaga í dómnefndinni er og hvaða mynd þau telja besta.    Og það er svo ekki bara í Evr-óvisíon sem Íslendingar geta beðið spenntir eftir gengi landa sinna. Eins og áður hefur komið fram var mynd leikstjórans Rún- ars Rúnarssonar tilnefnd í flokki stuttmynda í keppninni og keppir við átta aðrar myndir um verð- launin. Í gær var haldin sýning á öllum stuttmyndunum níu og eftir það leyfi ég mér að vera bjartsýn fyrir hönd Rúnars. Áfram Ísland! birta@mbl.is Knattspyrna og kókaín Kátir Kusturica og Maradonna hlógu hvor að öðrum. Morgunblaðið/ Halldór Kolbeins Flinkur Maradonna nýtur mikillar aðdáunar í heimalandinu og víðar fyrir knattfimi sína. Í nýrri mynd talar hann opinskátt um þá óreglu sem hann lifði í. Che Benicio Del Toro fer með aðalhlutverk í mynd Steve Soderbergh. » Það er í alvörunnihægt að láta gifta sig í kirkju heilags Maradonna! Birta Björnsdóttir FRÁ CANNES

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.