Morgunblaðið - 23.05.2008, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 23.05.2008, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 139. TBL. 96. ÁRG. FÖSTUDAGUR 23. MAÍ 2008 LANDSPRENT EHF. mbl.is ÉG ER GERSEMI SEGIR DUSTIN, SÁ ÍRSKI Á EVRÓVISJÓN FÓLK >> 45 SÉRBLAÐ UM TÍSK- UNA FYLGIR MORG- UNBLAÐINU Í DAG TÍSKA OG FÖRÐUN FRÉTTASKÝRING Eftir Andra Karl andri@mbl.is NEYSLUMUNSTUR íslenskra fíkla er breytt frá því sem var. Meira er um blandaða neyslu og örvandi vímuefni eru enn í sókn. Afleiðingin er sú að fíklarnir verða fyrr veik- ir og mun veikari. Félagslegum vandamálum fjölgar og sífellt fleiri verða óhæfir til þátt- töku í samfélaginu. Á meðan fást ekki fjár- veitingar til að sinna málaflokknum með við- unandi hætti. „Neyslan endurspeglar fram- boðið og frá 1995 hefur verið stanslaus aukn- ing í neyslu amfetamíns,“ segir Valgerður Rúnarsdóttir, læknir hjá SÁÁ. Vandinn sé stór og afleiðingarnar hrikalegar. Erfitt er að henda reiður á því hver er ástæðan fyrir þessari miklu neysluaukningu örvandi vímuefna. Fíknin fer ekki í mann- greinarálit en af samtölum við fólk sem lifir og hrærist í meðferðarstarfi er ljóst að hún gengur í erfðir. Ef ekki eiginlegar erfðir, þá félagslegar. „Við erum að fá krakka, afkom- endur fíkla, sem félagsmálakerfið hefur gjör- samlega brugðist, jafnvel frá fæðingu,“ segir Guðmundur Týr Þórarinsson, forstöðumað- ur Götusmiðjunnar. „Börn búa inni á heim- ilum þar sem er svoleiðis subbuskapur og viðbjóður, þau eru með ónýtar tennur og eiga engin almennileg föt.“ Sýn á málaflokkinn horfin Í Morgunblaðinu í gær kom fram að til- kynningum til barnaverndarnefnda hefur fjölgað mikið á umliðnum árum en fjöldi starfsmanna stendur því sem næst í stað. Þar af hefur tilkynningum vegna vanrækslu barna fjölgað gríðarlega. Guðmundur segir ástandið hafa orðið til þess að ungum fíklum sé ekki sinnt. „Börnin eru því úti að skaða sjálf sig og samfélagið; látin hrærast um á einhverjum borðum fram yfir 18 ára aldur og þá eru nefndirnar lausar við þau.“ Hann full- yrðir að fíkniefnaneysla hafi aukist í yngri aldurshópunum. „Við erum gjörsamlega bú- in að missa sýn í þessum málaflokki.“ Ungt fólk á milli 20 og 25 ára er í miklum meirihluta þeirra sem lagðir eru inn á Vog og segir Valgerður marga eiga börn. Þegar það á við er afar mikilvægt að vernda börnin og hjálpa foreldrunum. Valgerður lofar starf barnaverndarnefnda og Félagsþjónustunnar sem hún segir sýna þessu fólki mikinn stuðn- ing og skilning. „En þetta er stór vandi, af- leiðingarnar hrikalegar og fjölskyldurnar og börnin, þ.e. allir þeir sem standa að virkum fíklum, oft í miklum erfiðleikum.“ | 9 Fyrr veikir og veikari BERGUR G. Gíslason, framkvæmdastjóri og einn af forystumönnum íslenskra flugmála og Árvakurs hf., útgáfu- félags Morgunblaðsins, í nær hálfa öld, lést á Landspítalanum að- faranótt fimmtudagsins 22. maí, 100 ára að aldri. Bergur G. Gíslason fæddist í Leith í Skot- landi 6. nóvember 1907. Foreldrar hans voru Garðar Gíslason, stór- kaupmaður í Reykjavík og einn af stofnendum Árvakurs 1919, og Þóra Vigfúsdóttir. Eiginkona hans er Ingi- björg J. Gíslason. Þau eignuðust fimm dætur og eru fjórar þeirra á lífi. Að loknu stúdents- prófi frá Menntaskólan- um í Reykjavík stundaði Bergur verslunar- og iðnnám í Bretlandi. Hann gerðist fastur starfsmaður við fyrir- tæki föður síns 1928 og vann fyrstu tvö árin í Hull, en tók við fram- kvæmdastjórn fyrirtæk- isins 1940. Hann átti auk þess sæti í viðskipta- sendinefndum fyrir hönd Íslands um árabil. Í Bretlandi kynntist Bergur flugi og eftir heimkomuna varð hann einn af helstu frumherjum íslenskra flug- mála og átti mikinn þátt í uppbygg- ingu Flugfélags Íslands. Hann tók þátt í stofnun og starfi Flugmála- félags Íslands, var stjórnarformaður Flugfélags Íslands 1940 til 1945 og síðan varaformaður fram að stofnun Flugleiða hf. 1973, en stjórnarmaður Flugleiða til 1981. Þá sat Bergur í flugráði í 12 ár. Bergur sat alla aðalfundi Árvakurs frá 1941 til 1998, en hann tók sæti í varastjórn 1943 og var í aðalstjórn 1963 til 1998. Bergur G. Gíslason sýndi útgáfu Morgunblaðsins alla tíð mikinn áhuga. Í áratugi kom hann í reglu- legar heimsóknir í höfuðstöðvar blaðsins og miðlaði hugmyndum um efni þess til starfsmanna. Morgun- blaðið flytur eftirlifandi eiginkonu hans Ingibjörgu og fjölskyldu þeirra innilegar samúðarkveðjur. Bergur G. Gíslason látinn Komdu í leikhús Dagbók Önnu Frank >> 43 Leikhúsin í landinu Engin sætuefni 25% minni sykur ÍS L E N S K A S IA .I S M S A 4 12 68 03 .2 0 0 8 ÞAU Regína Ósk og Friðrik Ómar sungu sig inn í úrslitin með laginu „This is my life“ í seinni undankeppni Evróvisjón, sem fram fór í gærkvöldi. „Þetta er hægt, Íslendingar geta náð árangri,“ sagði Friðrik Ómar í gærkvöldi. „Ísland getur alveg unnið Evróvisjón. Við stefnum á ekkert annað en sigur á laugardaginn. Það er ekkert annað sem kemur til greina,“ Úrslitin fara fram næstkom- andi laugardagskvöld. Alls keppa 25 þjóðir til úrslita, en auk Íslands komust Svíþjóð, Danmörk, Króatía, Úkraína, Albanía, Georgía, Lettland, Tyrkland og Portúgal upp úr seinni undankeppninni. Íslensku keppendurnir eru bjartsýnir á framhaldið eftir að hafa náð þessum árangri í und- ankepninni. Eurobandið komst í úrslit Reuters Tilþrif Eurobandið tók sig vel út á sviðinu í gærkvöldi og skilaði frammistaða þeirra Íslandi upp úr undankeppni í fyrsta skipti. „Íslendingar geta náð árangri“  Húrra fyrir Eurobandinu | 51 UMBOÐSMAÐUR barna og tals- maður neytenda hafa lagt fram leið- beinandi tillögur í sambandi við neytendavernd barna og leggja með- al annars til að hvorki gos né sælgæti verði við afgreiðslukassa verslana. Talsmaður neytenda og umboðs- maður barna hafa unnið saman að aukinni neytendavernd barna und- anfarin rúm tvö ár. Hluti vinnunnar hefur snúið að því hvernig ýta megi undir heilbrigðari lífsstíl og jákvæð- ari líkamsímynd barna og unglinga. Meðal annars hefur verið haft sam- ráð við almannasamtök, fræðimenn, hagsmunasamtök fyrirtækja á markaði, sjónvarpsstöðvar og full- trúa auglýsingastöðva. Samkvæmt tillögunum á öll mark- aðssókn sem beinist að börnum að leitast við að miðla heilbrigðri lík- amsmynd og mannvirðingu og forð- ast óheilbrigðar staðalmyndir. Sælgæti, flögur, gos eða þvíumlíkt á ekki að vera nærri kassa í dag- vöruverslunum. Ennfremur er mælst til þess að auðvelt verði fyrir fólk með börn að fara um dagvöru- verslun án þess að þurfa að fara framhjá matvælum sem höfða sér- staklega til barna og hafa hátt inni- hald salts, sykurs eða fitu, einkum ef þau eru í sjónhæð ungmennanna. Lagt er til að markaðssókn á mat- vöru með hátt innihald salts, sykurs og fitu miðað við opinberar lýð- heilsuviðmiðanir sé ekki beint að börnum. Þegar opinbert norrænt hollustu- merki verði að veruleika er lagt til að aðeins matvæli sem uppfylli kröfur merkisins séu nálægt verslunar- kassa og auglýstar í sjónvarpi á tím- um þegar ung börn séu líkleg til þess að horfa. Sama eigi við um auglýs- ingar í kvikmyndahúsum, á DVD- diskum fyrir börn og auglýsingar á áberandi stöðum í sundlaugum og íþróttamannvirkjum. Margrét María Sigurðardóttir, umboðsmaður barna, segir að tillög- urnar verði ræddar með hagsmuna- aðilum í hringborðsumræðum á þriðjudag. Hún segir að allir vilji veg barna sinna sem mestan og því trúi hún því og treysti að tillögunum verði vel tekið. Vilja gos og sælgæti frá kössum Umboðsmaður barna og talsmaður neyt- enda leggja fram leiðbeinandi tillögur Í HNOTSKURN » Umboðsmaður barna og tals-maður neytenda leggja til að sælgæti, flögur, gos eða þvíum- líkt verði ekki nærri kassa í dag- vöruverslunum. » Einnig er lagt til að ekkiþurfi að fara framhjá sæl- gæti í búðum. » Hagsmunaaðilum er boðið íumræður um tillögurnar á þriðjudag og sérstaklega er lögð áhersla á mætingu fulltrúa hags- munasamtaka fyrirtækja á markaði og sjónvarpsstöðva. Morgunblaðið/Golli

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.