Morgunblaðið - 23.05.2008, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 23.05.2008, Blaðsíða 20
20 FÖSTUDAGUR 23. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ VINSTRI grænir á Akureyri eru vonsviknir vegna þess að hvorki var tekin afstaða í bæjarstjórn né bæj- arráði í vikunni til tillögu þeirra þess efnis að bæjaryfirvöld skori á ríkis- stjórnina að fresta afgreiðslu frum- varps sem m.a. felur í sér að taka upp matvælalöggjöf Evrópusam- bandsins. Formaður bæjarráðs segir að í bókuninni og greinargerð með henni hafi verið villur og fullyrðingar sem orkuðu tvímælis og því ekki hægt að samþykkja hana óbreytta. Ekki ágreiningur Bæjarfulltrúar VG lögðu fram bókun sína í bæjarstjórn á þriðjudag en þar var henni vísað til bæjarráðs. Hún var ekki tekin fyrir á fundi ráðs- ins í gær og lýsti fulltrúi VG von- brigðum með það. Formaður bæjar- ráðs og oddviti Samfylkingarinnar, Hermann Jón Tómasson, segir að fundurinn hafi verið boðaður með dagskrá áður en málinu var vísað þangað og verði til umfjöllunar að viku liðinni. Sigrún Björk Jakobsdóttir, odd- viti sjálfstæðismanna og bæjarstjóri, hvatti á dögunum til þess að af- greiðslu frumvarps um matvælalög- gjöfina yrði frestað en aðspurður segir Hermann Jón engan ágreining í meirihluta bæjarstjórnar um málið. „Við erum öll sammála um að gæta þurfi hagsmuna atvinnufyrir- tækja og íbúa bæjarins í þessu máli eins og öllum öðrum. Í þessu máli er það Alþingis að sjá til þess að þessir hagsmunir verði ekki fyrir borð bornir og ég treysti þinginu ágæt- lega til þess,“ segir Hermann Jón. Hann segir bæjarstjórn að sjálf- sögðu geta haft skoðun á málum eins og þessu og öðru hvoru hafi verið tekin upp mál sem eru á valdsviði Al- þingis og ályktað um þau. Í slíkum málum hafi það verið stefnan að tala einum rómi; ná samstöðu um bók- anir og ályktanir sem sendar eru frá bæjaryfirvöldum. „Bæjarfulltrúar VG virðast ekki tilbúnir til þess að vinna að hagsmunamálum bæjarbúa með þessum hætti og gerðu enga til- raun til þess að skapa samstöðu um þessa bókun. Í bókuninni og grein- argerð með henni voru villur og full- yrðingar sem orkuðu tvímælis þann- ig að ekki var hægt að samþykkja hana óbreytta. Þess vegna tók meiri- hluti bæjarstjórnar þá afstöðu að vísa málinu til bæjarráðs þar sem það verður á dagskrá næstkomandi fimmtudag.“ Vandræðagangur Stjórn VG á Akureyri lýsti í gær miklum vonbrigðum í yfirlýsingu. Þeir segja frestunina lýsa „stórkost- legum vandræðagangi meirihlutans í þessu máli og ber vott um pólitískt kjarkleysi“. VG segir að tillagan hafi kveðið á um að það væri algjört lág- mark að fresta málinu um sinn til að gefa hagsmunaaðilum í greininni og ríkisstjórninni meiri tími til að gera ráðstafanir svo að hægt væri að standa vörð um íslenska matvæla- framleiðslu og landbúnað. „Vart verður því trúað að ástæðan sé að bæjarfulltrúar Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks telji sig hafa frekari skyldum að gegna við sam- flokksmenn sína í ríkisstjórn frekar en íbúa Akureyrar og Eyjafjarðar- svæðisins, hagsmuni landbúnaðar- og matvælavinnslu í landinu og mat- væla- og fæðuöryggi þjóðarinnar. Fullyrðingar orkuðu tvímælis ÞESSI unga dama beið róleg í innkaupakörfunni á meðan móðir hennar valdi sér ávexti í Nettó á Gler- ártorgi í gærmorgun, en verslunin var þá opnuð á ný eftir miklar endurbætur og breytingar. Þetta er stærsta verslun Samkaupa, sem rekur rúmlega 40 verslanir víða um land. Miklar framkvæmdir hafa stað- ið yfir við stækkun Glerártorgs í vetur en þeim lýkur á næstu dögum. Í Nettó eru nú nýir grænmetis- og ávaxtakælar sem sprauta gufu yfir vöruna með reglu- legu millibili til þess að bæta útlit, gæði og ending- artíma vörunnar, að sögn Atla Ragnarssonar, versl- unstjóra. Hann segir Nettó á Akureyri fyrstu verslunina hér á landi sem tekur þennan búnað í notk- un en svona nokkuð sé t.d. orðið algengt í Danmörku. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Nammi, nammi, namm... Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson SKÓLANEFND Akureyrar sam- þykkti samhljóða í vikunni að breyta reglum um niðurgreiðslu bæjarins vegna daggæslu í heimahúsum. Upp- hæð niðurgreiðslunnar verður sú sama og áður en breytingin felur í sér að gjald vegna fæðiskostnaðar er ekki lengur niðurgreitt af Akureyr- arbæ. Að öllu óbreyttu hefur þetta engin áhrif á þann kostnað sem for- eldrar bera, skv. upplýsingum frá bænum. Foreldrar í hjónabandi eða sam- búð greiða eftir breytinguna 18.320 kr. fyrir átta stunda vistun á mánuði og dagforeldrar innheimta 11.000 kr. fyrir fæði. Samtals gera það 29.320 sem er sama upphæð og foreldrar greiddu áður. Fæði eða nesti? Dagforeldrar hafa hingað til miðað við að fæðisgjald á mánuði sé 11.000 kr. fyrir hvert barn miðað við átta klukkustunda dvöl á dag. Sambæri- leg upphæð er 5.127 kr. á mánuði ef barn er í leikskóla. Skólanefnd lítur þannig á að foreldrar eigi að greiða raunverð fyrir fæði á hverjum tíma hvort sem það er hjá dagforeldri, í leikskóla eða í grunnskóla og verður verðlagning að taka mið af því. Þá er það álit skólanefndar að það hljóti ávallt að vera samningsatriði milli foreldra og dagforeldra hvot keypt er fæði handa barninu eða það nestað. Reglum um niðurgreiðslu breytt AKUREYRI SAMATJALD á Ægisíðunni þar sem iðkuð var dulræn speki var meðal viðburða á íþrótta- og leikjadegi Hagaskóla í gær í tilefni 50 ára af- mælis skólans. Meðal annarra atriða voru jógaiðkun, pönnuköku- baksturskeppni, pílukast, fótbolti, körfubolti, ljósmyndamaraþon, flug- drekagerð og fleira. Afmælishátíð verður síðan haldin á morgun, laug- ardag, í skólanum og vonast að- standendur afmælisbarnsins til þess að sem flestir láti sjá sig þá. 564 nemendur eru í Hagaskóla sem stofnsettur var 1. október 1958. Morgunblaðið/Frikki Dulræn speki á Ægisíðu GENGIÐ hefur verið frá samkomu- lagi um kaup borgarinnar á húseign- inni Lækjargötu 2 sem er húsið á horni Lækjargötu og Austurstrætis sem brann fyrir rúmu ári síðan. Kaupverðið er 321 milljón króna og fylgja tryggingabætur með í kaup- unum, en ekki hefur verið gengið frá samkomulagi við tryggingafélagið um bætur vegna brunans. Voru kaupin samþykkt með fjórum sam- hljóða atkvæðum. Síðastliðið haust eignaðist Reykja- víkurborg einnig fasteignina Austur- stræti 22, sem líka varð eldinum að bráð í brunanum í fyrravor. Í grein- argerð framkvæmda- og eignaráðs Reykjavíkur segir að með kaupunum sé Reykjavíkurborg orðin eigandi að tveimur lykilbyggingum á reitnum sem ætti að auðvelda uppbyggingu. Kaupin afar mikilvæg Í bókun borgarstjóra og borgar- ráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins er því fagnað að niðurstaða sé loks fengin í þessum efnum. Kaupin séu afar mikilvæg og í raun nauðsynleg til þess að tryggja uppbyggingu á þessum reit. Lækjargata 2 sé lykil- hús á svæðinu og nú sé tryggt að hægt sé að hefja endurbætur á hús- inu fljótt og örugglega. „Markmið deiliskipulagsins er að sýna bygging- ararfinum þann sóma sem honum ber en aðlaga húsin jafnframt að nú- tímaþörfum eins og hægt er. Miðað er við að gömlu húsin verði færð til eldra horfs eða lagfærð. Miklar kröf- ur eru gerðar til hönnunar og um frá- gang. Einnig er gert ráð fyrir því að Nýja Bíó verði endurreist á svipuð- um stað og það áður stóð,“ segir síð- an. Í bókun minnihlutans í borgarráði, fulltrúa Samfylkingar, VG og Fram- sóknar, segir að það verð sem nú sé greitt fyrir byggingarrétt á Lækjar- götu 2 sé hærra en verðið sem greitt hafi verið fyrir Austurstræti 22 sem keypt hafi verið fyrir örfáum mán- uðum. „Miðað við það verð sem greitt er fyrir byggingarétt nú á Lækjargötu 2 og við Austurstræti 22 er ljóst að fyrir Laugaveg 4–6 var greitt mjög hátt verð. Kaupin þá voru ein for- senda myndunar meirihluta Sjálf- stæðisflokks og Ólafs F. Magnús- sonar. Eindregnar yfirlýsingar um að húsin skyldi kaupa áður en sam- komulag náðist við seljendur höfðu án efa áhrif á verðið. Leiða má að því líkur að þessi framganga hafi veru- lega skert samningsstöðu borgarinn- ar sem kristallast í því háa verði sem þá var greitt. Nú virðist jafnframt orðið ljóst að framgangan í Lauga- vegsmálinu hafi haft víðtækari áhrif til hækkunar ef marka má það verð sem nú er greitt fyrir Lækjargötu 2,“ segir síðan. 321 milljón króna fyrir Lækjargötu 2 Kaupverðið á Laugavegi 4–6 hafði áhrif Morgunblaðið/Júlíus Bruni Byggingareiturinn séður of- an frá eftir brunann í fyrravor. FERÐAKOASTNAÐUR borgar- fulltrúa á undanförnum fjórum árum nemur samtals tæpum 27 milljónum króna. Mestur var kostnaðurinn á árinu 2007, tæpar 12,2 milljónir kr. sem er um það bil tvöfalt hærra en tvö árin þar á undan. Þetta kemur fram í samantekt sem Ólafur F. Magnússon borgar- stjóri óskaði eftir. Eingöngu er um að ræða ferðakostnað á vegum borg- arinnar sjálfrar en ekki fyrirtækja í eigu borgarinnar. Dagur hæstur Ferðakostnaður Dags B. Eggerts- sonar er hæstur á umræddu tímabili eða samanlagt tæpar 3,3 milljónir króna. Næstur þar á eftir er Gísli Marteinn Baldursson og síðan Vil- hjálmur Þ. Vilhjálmsson með tæpar tvær milljónir. Aðrir borgarfulltrúar sem ferðast hafa fyrir meira en eina milljón króna á ofangreindu tímabili eru Kjartan Magnússon og Björk Vilhelmsdóttir með tæplega 1,2 millj., Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir með rúmar 1,4 millj. og Jórunn Frí- mannsdóttir og Marsibil Sæmunds- dóttir með rúma eina milljón króna í ferðakostnað. Ólafur F. Magnússon borgarstjóri hefur hins vegar ekkert ferðast á ofangreindu tímabili. 27 millj. í ferðir borgarfulltrúa

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.