Morgunblaðið - 23.05.2008, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 23.05.2008, Blaðsíða 24
matur 24 FÖSTUDAGUR 23. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ Fyrir rúmlega einu og hálfu ári ákváðuvinkonurnar Inga Lóa Birgisdóttirog Gréta Kristjánsdóttir að opnaveitingahúsið Staðurinn – nátt- úrulega. „Við vorum búnar að fara á námskeið og viða að okkur alls konar fróðleik um græn- metisfæði og það var bara að stökkva út í djúpu laugina og prófa,“ segir Inga Lóa sem nú rekur staðinn ein. Hún hafði ekki komið nálægt veitingahúsa- rekstri áður en hafði rekið hársnyrtistofu og sólbaðsstofu. Hún hafði hins vegar áhugann og var sjálf farin að borða mikið til grænmetisfæði. „Það var í kjölfar þess að ég varð lasin. Þá þurfti ég að taka út eitthvað sem ég var að borða svo mér liði betur. Til að finna út hvað það væri sem var slæmt og gott þá fikraði ég mig áfram, hélt matardagbók og fylgdist með líðan minni. Nið- urstaðan var að ég þoldi illa mjólkurvörur og kjöt var of þungt fyrir mig svo ég fór að prófa mig áfram með grænmetisréttina.“ Hún nennti ekki að elda alltaf fyrir sig eina slíkt fæði því sambýlismaðurinn og sonurinn sem enn býr heima eru miklir kjötkarlar. „Þess vegna lét ég mig dreyma um að það væri hérna á Akureyri staður sem seldi grænmetisrétti á hagstæðu verði. Það er auðvelt að nálgast alls konar óhollan skyndibita en ekkert val fyrir svona sérvitringa eins og mig til að panta eitt- hvað heilsusamlegt og taka með heim eða fara út að borða. Þegar við vorum orðnar úrkula vonar um að einhver góður ætlaði að taka af skarið í þessum málum þá drifum við í þessu.“ Brjálað að gera Inga Lóa segir að fyrstu dagana hafi verið brjálað að gera, reyndar fyrstu mánuðina. Síðan hafi þetta færst í eðlilegt horf. „Reyndar er það svo skrítið að ég get aldrei reiknað út hversu margir koma yfir daginn. Stundum er brjálað að gera eins og allir hafi ákveðið að borða á staðnum þann daginn en stundum er rólegt. Ég finn fyrir miklum með- byr og ekki síst hjá ungu fólki. Unga kynslóðin er farin að hugsa mikið um hvað hún setur ofan í sig og þá ekki síður strákar en stelpur.“ Hún bendir á að á sumrin sé alltaf hægt að sitja úti í porti bakvið veitingastaðinn og borða og það sé mjög vinsælt af því þar er logn þegar annars staðar á Akureyri er vindur. Inga Lóa segir að vinsælasti rétturinn á mat- seðlinum sé lasagna og þá alls konar lasagna, en að sjálfsögðu kjötlaust. Reyndar hefur tan- doori-tófú líka verið mjög vinsælt og það er ein- mitt rétturinn sem var í boði á opnunardaginn. Vikulega er svo skipt um matseðla. En hún selur meira en heita grænmetisrétti. „Já við erum alla daga með heita súpu og ný- bakað brauð, hveitigrasskot, „boost“ í öllum regnbogans litum, nýkreistan safa og svo alls konar eftirrétti eins og hnetuköku, eplaköku, kókosköku og súkkulaðiköku. Allar kökurnar eru auðvitað, eins og maturinn, búnar til á staðnum og glútenlausar. Það á reyndar líka við um brauðbaksturinn minn.“ Hollt morgunverðarhlaðborð Í sumar ætlar Inga Lóa svo að brydda upp á þeirri nýbreytni að bjóða morgunverðarhlað- borð með hollu ívafi þar sem glútenlaust brauð og speltbrauð verður á borðum og hummus svo dæmi séu tekin í bland við sígildan hafragraut- inn. Hún er þegar farin að leggja grunn að þess- ari nýbreytni, enda hafa gistiheimili í nágrenn- inu ákveðið að vera með sína gesti í áskrift. En er ekki mál að ákveða einn daginn að skipta yfir í grænmetisfæði? „Nei fyrir mig var það ekkert mál. Ég hef alltaf verið hrifin af grænmetisfæði og hef gam- an af því að elda það. Það er líka svo mikil fjöl- breytni í svona fæðu. Úrvalið af fersku græn- meti er orðið mjög gott hér á landi og svo er ekkert mál að skipta út kjöti og fiski fyrir tófú, baunir og fleira sem er tilvalið í matargerðina.“ Hún segist lesa töluvert af matreiðslubókum og uppskriftum á netinu en á erfitt með að fara alveg eftir uppskriftum. „Þetta er karakter- einkenni að þurfa alltaf að gera uppskriftirnar að mínum eigin með því að prófa annað hráefni. Ég nota oft uppskriftir sem upphaflega inni- héldu kjöt eða fisk og set þá tófú eða baunir í staðinn. Þá nota ég nær eingöngu krydd frá Pottagöldrum því ég er alfarið á móti msg, asp- artam eða öðrum aukaefnum í mat. Enda inni- heldur maturinn frá mér ekkert svoleiðis ógeð.“ Inga Lóa gefur lesendum uppskrift að spí- natklöttum með gulrótarrifrildi og graslauks- sósu og súkkulaði-lárperueftirrétti sem og ómótstæðilegri kókostertu. „Kakan er hollari utgáfa af gamalli uppskrift frá mömmu sem hef- ur verið mjög vinsæl í öllum fjölskylduboðum og núna á Staðnum.“ Spínatklattar með gulrótarrifrildi og graslaukssósu 200 g soðin hýðishrísgrjón 100 g soðnar kartöflur með hýðinu 50 g jurtaostur eða rifinn annar ostur 300 g (1 poki) ferskt spínat, gufusoðið 2 tsk. múskat 1-2 tsk. karrí 1 tsk. kóríander 1 tsk. grænmetiskraftur salt og pipar Hakkið hýðishrísgrjónin, kartöflurnar og spí- natið. Blandið öllu vel saman. Smakkið til með kryddinu. Búið til klatta með ísskeið og fletjið þá aðeins út með fingrunum. Raðið á bökunar- plötu og bakið í ofni við 180° í 15-20 mín eða steikið á pönnu. Gulrótarrifrildi 500 g gulrætur 1 grænt epli, skorið í tvennt og steinhreinsað ½ sítróna (safinn) ½ dl hlynsýróp eða agave-síróp Rífið gulræturnar og eplið fínt niður með rif- járni og blandið saman. Blandið saman sí- trónusafa og sírópi, hellið yfir og hrærið í. Graslaukssósa 1 dós sýrður rjómi 10% (það má líka nota mjúkt tófú) ½ búnt ferskur graslaukur, saxaður ½ tsk herbamare (fæst t.d. í heilsubúðum) Öllu blandað saman og látið standa í ísskáp í 2-4 tíma Súkkulaði-lárperudesert 2 lárperur (avocado) 500 g „silken“-tófú eða rjómaostur sem hafður var við stofuhita 2 tsk. vanilludropar 2 msk. hlynsíróp 2 msk. raspað 70% súkkulaði (má líka nota kakó) 2 bollar muldar súkkulaðihafrakökur Helmingið lárperuna og flysjið. Setjið í blandara ásamt tófúinu/rjómaostinum, van- illudropunum og sírópinu. Blandið muldu hafra- kexinu og súkkulaðinu saman við með sleif. Setjið í lítil form eða skálar og toppið með rjóma/jurtarjóma og jarðarberi/kirsuberi. Kókoskakan 4 eggjahvítur 150 g hrásykur 150 g kókos Stífþeytið saman eggjahvítur og hrásykur. Blandið kókosinum saman við með sleikju. Setj- ið í hringlaga form og bakið við 180°C í 25-30 mín. Krem 3 eggjarauður 45 g hráflórsykur (ég geri hann með því að mala hrásykur í matvinnsluvél þar til hann er orðinn mjög fínn) 35 g brædd kókosolía 75 g 70% súkkulaði, brætt í vatnsbaði Eggjarauður og hráflórsykur þeytt saman. Súkkulaðinu bætt út í kókosolíuna og svo hrært saman við eggjahræruna. Smyrjið á kökuna og skreytið með kókos. Inga Lóa mælir með að nota helst lífrænt hráefni, því það sé ekki bara hollara heldur líka bragðbetra. gudbjorg@mbl.is Fjölbreytt fæða Inga Lóa segir lítið mál að skipta yfir í grænmetisfæði. F.v. spínatklattar með gulrótarrifrildi, súkkulaði-lárperudesert og kókoskakan. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Grænt og gott Inga Lóa Birgisdóttir segir unga fólkið kunna að meta grænmetisfæðið. Hollari útgáfa af klassísku kókoskökunni hennar mömmu Hún hafði lengi vonast til að einn daginn myndi einhver opna veitingastað á Akureyri sem seldi bara grænmetis- fæði. Svo kom að því að Inga Lóa Birgisdóttir ákvað að drífa bara sjálf í að opna slík- an stað. Guðbjörg R. Guð- mundsdóttir bragðaði him- neska kókosköku og ræddi við Ingu Lóu um eldamennskuna. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Staðurinn – náttúrulega Skipagötu 2 sími: 464 1420 stadurinn@stadurinn.is www.stadurinn.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.