Morgunblaðið - 23.05.2008, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 23.05.2008, Blaðsíða 46
46 FÖSTUDAGUR 23. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ Þú færð 5 % endurgreitt í Borgarbíó Sími 551 9000 Þú færð 5 % e n d u r g r e i t t í Regnboganum Þú færð 5 % endurgreitt í SmárabíóSími 564 0000Sími 462 3500 * Gildir á allar sýningar merktar með rauðu TILBOÐ Í BÍÓ Made of Honour kl. 8 - 10:15 Superhero Movie kl. 4 - 6 B.i. 7 ára Bubbi Byggir m/ísl. tali kl. 4 Horton m/ísl. tali kl. 4 SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI, SMÁRABÍÓI SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI OG SMÁRABÍÓI Kickin it old school kl. 5:40 - 8 - 10:20 B.i. 7 ára Harold og Kumar kl. 5:45 - 8 - 10:15 B.i. 12 ára Made of Honour kl. 5:50 - 8 - 10:10 21 kl. 8 - 10:30 B.i. 12 ára Brúðguminn enskur texti kl. 6 B.i. 7 ára ÖSKUR BERA ENGAN ÁRANGUR !! ÞAÐ ÞARF ALVÖRU KARLMANN TIL AÐ VERA BRÚÐARMEYJA BREIKIÐ ER EKKI DAUTT... ÞAÐ HEFUR BARA LEGIÐ Í DVALA! SÝND Í REGNBOGANUM Hinn frábæri grínari Jamie Kennedy fer á kostum semeilífðarbreikari sem vaknar efir 20 ára dásvefn, Frábær gamanmynd sem kemur öllum í gott skap. FÓR BEINT Á TOPPINN Í BANDARÍKJUNUM SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI, SMÁRABÍÓI OG BORGARBÍÓI Indiana Jones 4 kl. 5:20D - 8D - 10:40D B.i. 12 ára Indiana Jones 4 kl. 5:20 - 8 - 10:40 LÚXUS Prom Night kl.6 - 8 - 10 B.i. 14 ára What happens in Vegas kl. 5:45 - 8 - 10:15 OG REGNBOGANUM eee ,,Hugljúf og skemmtileg" - V.J.V., Topp5.is/FBL Indiana Jones 4 kl. 5 - 7:20 - 9:40 - 12 B.i. 12 ára Indiana Jones 4 kl. 12 - MIÐNÆTURPOWERSÝNING B.i. 12 ára Harold og Kumar kl. 6 - 8 B.i. 12 ára What happens in Vegas kl. 10 Í SMÁRABÍÓI 50 kr. afsláttur ef þú kaupir bíómiðann á Þú færð 5% endurgreitt í Borgarbíói, Smárabíói og Regnboganum og Háskólabíói ef þú borgar bíómiðann með Kreditkorti tengdu Aukakrónum! ÞAÐ er óhætt að segja að fólk hafi fengið ríflega fyrir peninginn á tónleikum Johns Fogertys. Hátt í 30 lög voru leikin, viðvera á sviði rúmir tveir tímar – og engin pása eins og sönnum rokkurum sæmir. Það var at- hyglisvert að líta yfir salinn og spá aðeins í lýðfræðina. Á tónleikum Joes Cockers fyrir u.þ.b. þremur árum var meirihluti gesta fé- bústið, jeppakeyrandi fólk úr Garðabænum en þetta kvöld einkenndist af verkalýðslegri anda. Þarna voru gamalgrónir rokkarar, reynsluhoknir menn á miðjum aldri með bjórdósir í hendi. Þeir voru ekki komnir til að eiga „dásamlega“ kvöldstund, heldur villta og sveitta. Ungmennafjöld var þá nokkur, og kunni hún lög og texta upp á hár. Nokkuð merkilegt. Og þó … Fogerty var eitt sinn leiðtogi einnar merkustu rokksveitar allra tíma, Creedence Clearwater Revival. Að mati þess sem ritar hefur engin sveit náð að dýrka upp jafn áreynslulaust og rokkandi grúv og mörg laga hennar eru greypt í huga ungra sem aldinna, hvort sem þeim líkar það eða ekki. Eftir upplausn sveitarinnar hefur Fogerty keyrt æði skrykkjóttan sólóferil en er á feiknaflugi nú um stundir og gaf þannig út prýðilega plötu í fyrrahaust, Revival. Efnisskrá kvöldsins samanstóð að meg- inhluta af CCR-efni en einnig fengu lög af þessari sólóplötu að fljóta með. Tónleikarnir fóru frábærlega af stað með nokkurs konar yfirlýsingu. Myrki fenjarokk- arinn „Born on the Bayou“ silaðist glæsilega áfram og Fogerty var innblásinn; líkt og hann væri að leggja út hver hann væri og hvaðan hann kæmi (andlega fremur en land- fræðilega). Stemningin léttist ögn við „Bad Moon Rising“ eitt af fjölmörgum lögum CCR sem eru hreint ógurlega grípandi en ná því samt aldrei að verða útjöskuð, þótt maður sé að heyra þau í milljónasta sinn. Þarna liggur styrkur CCR, og um leið allra sígildra sveita. Fogerty hélt sig við CCR-efni um sinn, bæði vel þekkt („Who’ll stop the Rain“, „Suzy Q“) og ekki eins þekkt („Commotion“, „Bootleg“). „Cotton Fields“ og „My Toot Toot“ drógu framvinduna niður, illa þokkuð línudansstemning var allt í einu farin að taka sér bólfestu. Sem betur fer var það snögglega brotið upp með frábærri útgáfu af „Ramble Tamble“. Hápunktur kvöldins og bandið var virkilega að grúva í millikafl- anum. Fogerty skaut svo að nýjum lögum sem eiga ekki séns í CCR-efnið en eru þó fínasta stöff. Engu að síður fann maður að fólk beið (merkilega) þolinmótt eftir að þeim lyki. Slögurunum var þannig alltaf vel tekið. „Midnight Special“ og hið magnaða „I heard it through the Grapevine“ gengu vel en „Fortunate Son“, eitt allra besta lag CCR og stingandi áhrifamikill andstríðsáróður, var hins vegar hespað af á túrbóhraða líkt og um skyldurækni væri að ræða. Þarna hefði verið gott færi að kynna lagið af andríki og flytja það svo almennilega, fjandakornið! Eftir uppklapp var það svo „Rockin’ All Over The World“ og „Proud Mary“. Fogerty stóð sína plikt vel. Ég efast ekki um að hann flytur þetta efni af ástríðu frek- ar en hreinni gróðavon. Bandið hans stóð sig sömuleiðis vel, þó að stíf fagmennska væri fremur í forgrunni en losaralegt rokk og ról. Það var kannski helsti gallinn við kvöldið, það var einhver ameríkaníseruð yfirborðs- mennska sem lá lúmskt undir, t.a.m. var spjall Fogertys á milli laga einhvern veginn klaufskt og ófyndið. Honum fer auðheyran- lega best að tjá sig með tónlistinni. Þyngra efni, eins og „Ramble Tamble“ og „Born on the Bayou“, gekk þá betur upp en léttmetið, sem var á köflum á nokkurs konar Vegas- sýningarplani. Allt í allt var kvöldið þó ljúft, og að sjá höfund nokkurra af ódauðlegum lagasmíðum rokksögunnar flytja þær í eigin persónu var eðlilega upplifun. Fæddur í fenjunum Morgunblaðið/Golli Ástríðufullur „Fogerty stóð sína plikt vel. Ég efast ekki um að hann er að flytja þetta efni af ástríðu, þá frekar en hreinni gróðavon.“ Arnar Eggert Thoroddsen TÓNLIST Laugardalshöll John Fogerty ásamt hljómsveit. KK hitaði upp. Miðvikudaginn 21. maí. John Fogerty bbbmn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.