Morgunblaðið - 23.05.2008, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 23.05.2008, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. MAÍ 2008 15 ÚR VERINU Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is „ÞETTA er lokaspretturinn hjá okkur. Það styttist í að við förum heim og reynum að veiða ýsu fyrir norðan,“ sagði Arnþór Hermanns- son, skipstjóri á Sæþóri EA 101 frá Árskógssandi. Hann hefur róið frá Grundarfirði á vetrarvertíðinni ásamt bræðrum sínum, Guðmundi og Heimi. Bræðurnir hafa í mörg ár róið frá Grundarfirði á veturna. Í ár komu þeir þangað 15. febrúar. Þeir hafa átt góðan vetur. „Þetta er lélegasti dagurinn, hálft fjórða eða fjögur tonn í fimm trossur,“ sagði Arnþór í gær en þeir voru þá í brúnunum úti af Arnarstapa, höfðu fært sig úr Breiðafirðinum. „Það er að dofna yfir þessu. Fisk- urinn virðist vera genginn út. Þetta er þó betra en í fyrra á þessum tíma.“ Hann sagði að í maí hefðu þeir fengið mest tólf tonn í róðri og oft á bilinu 7 til 9 tonn. Hörkuvinna Vel hefur gengið hjá bræðr- unum á Sæþóri í vetur. Þeir hafa verið með fáar trossur í sjó, lengstum þrjár, enda sagði Arnþór að þeir hefðu ekki annað meiru. Þeir fengu oftast 15 til 16 tonn af þorski í róðri. Sæþór er meðal aflahæstu smá- báta á netum á vertíðinni, að því er fram kemur á vefnum aflafrett- ir.com, og aflar meira en margir stórir vertíðarbátar. Arnþór sagði að ekki væri hægt að bera þeirra afla saman við þá sem leggja áherslu á að bera sem mest að landi. „Við gerum ýmis- legt annað, slægjum allt og göng- um síðan frá aflanum í landi. Það fer mikill tími í það og fyrir bragðið komumst við ekki yfir öllu meira og komum með miklu færri tonn en þeir aflahæstu.“ Það er hörkuvinna að slægja all- an aflann um borð í smábát og vinnuaðstaðan ekki upp á marga fiska. Þannig sagði Arnþór að þeg- ar mikið væri í netunum þyrftu menn mikið að beygja sig niður á dekk eftir fiskinum. Tíminn sem fer í að draga netin tvöfaldast við slæginguna. Slægt er í ískrapa og svo bætast oft tveir til þrír tímar við í landi þegar fiskinum er raðað í ker og ísað. „Þetta er hörkuvinna og erfið. Maður hefði svo sem getað lagt meira á sig, með því að hafa fleiri net í sjó, en mér fannst þetta al- veg nóg,“ sagði Arnþór. – Af hverju leggið þið þetta á ykkur? „Það er gert til þess að reyna að nýta kvótann betur. Svo fæst svo- lítill peningur fyrir gotuna og lifr- ina sem annars fengist ekki. Þá er erfitt að fá kvóta leigðan og hann er allt of dýr. Verðið sem fæst fyrir fiskinn er ekki nógu hátt til þess að gera út með leigu- kvóta.“ – Borgar þetta sig? „Já, ég held að það sé allt í lagi. En það er svo sem ekki mikið eft- ir. Ef við þurfum að greiða 250 kall fyrir kílóið er lítið eftir. Kvótaverðið er alltaf að hækka. Við leigðum kvóta í fyrra á 170 krónur. En þetta byggist auðvitað á því að það séu einhverjir vitleys- ingar, eins og við, sem eru tilbúnir að leigja á þessu verði.“ Sæþór hefur mest lagt netin út af Brúnunum í Grundarfirði í vet- ur. Þar hefur verið mikill fiskur, eins og út um allan sjó. „Það vita allir sem fylgjast eitthvað með að það er nóg af fiski í sjónum, það er alveg sama hvar borið er nið- ur,“ sagði Arnþór. Hann sagði verst að fiskifræðingarnir fyndu hann ekki. Arnþór telur að ef þær aðferðir sem notaðar hafa verið til að byggja upp þorskstofninn skili ekki árangri ættu menn að snúa sér að einhverju öðru. Nefnir að sífellt fjölgi öflugum trollurum sem megi fara upp undir þrjár til fjórar sjómílur. Það gæti verið ráð að koma þeim utar, þar sem þeir skemmdu minna. Góð reynsla á samstarfið Hermann Guðmundsson, faðir þeirra bræðra, er útgerðarmaður Sæþórs. Bræðurnir hafa lengi róið saman eða í yfir tuttugu ár. Sam- starfið hefur gengið vel. „Þetta hentar okkur vel, það er komin mikil reynsla á það. Við förum ekki að taka upp á því núna að vera með ósamkomulag,“ sagði skipstjórinn. Stutt í að við förum að reyna við ýsuna fyrir norðan Bræðurnir á Sæþóri EA hafa gert góða vertíð í Grundarfirði Ljósmynd/Grétar Þór Sæþórsson Löndun Strákarnir á Sæþóri EA 101 hafa verið að fiska vel í vetur og gera enn þó heldur hafi dregið úr mokinu upp á síðkastið. Stórlúða Alltaf er gaman að fá stórlúðu. Lúðan sem Arnþór Her- mannsson skipstjóri mælir sig við reyndist liðlega hálfur annar metri á lengd og fór beint á markaðinn. Í HNOTSKURN »Sæþór EA-101 er rúmlegaársgamall plastbátur, 30 tonn að stærð. Hann er af gerðinni Víking 1500, smíðaður af Sam- taki ehf. í Hafnarfirði fyrir út- gerðina, G. Ben ehf. Hann er á netaveiðum. »Báturinn er gerður út fráÁrskógssandi, róið frá Grundarfirði á vetrarvertíð en aflinn fluttur norður í land og lagður upp á GPG-fiskverkun ehf. á Húsavík. GÓÐ aflabrögð eru hjá bátum sem gera út frá Grundarfirði, í öllum veiðiskap. „Það er mok hjá troll- urunum og góð rækjuveiði. Þá er mjög gott á handfærum,“ segir Haf- steinn Garðarsson hafnarvörður og á hann þá ótalinn árangurinn á net- unum hjá bræðrunum á Sæþóri. „Það er þorskur alls staðar, fyrir öllu Vesturlandi,“ segir Hafsteinn og segir að svo virðist sem mun meira sé af þorski en verið hefur. „Nú þarf þorskurinn að fara að sjást uppi í Skúlagötunni svo að fiski- fræðingarnir vakni,“ segir hann. Þarf að sjást á Skúlagötunni Umsóknarfrestur er til 30. maí Kynntu þér námið á www.hr.is HJÁ ATVINNULÍFINU KEMUR ÞÉR Á KORTIÐ Tölvunarfræði er afar fjölbreytt fagsvið sem býður upp á marga valkosti fyrir nám og störf, allt frá hagnýtum verkefnum til fræðilegra, frá umsjón tölvukerfa til smíði flókinna hugbúnaðar- kerfa, frá forritun til stjórnunar. Tölvunarfræðinám er góður grunnur fyrir starfsferil á fjölmörgum sviðum. Tölvunarfræðinám við Háskólann í Reykjavík einkennist af fjölbreytileika og skapandi umhverfi þar sem nemendum gefst kostur á að vinna verkefni í nánum tengslum við fræðimenn og fyrirtæki. Við bjóðum nýja nemendur velkomna til náms og starfa við öflugustu tölvunarfræðideild landsins. • BSc í tölvunarfræði (90 einingar) • BSc í hugbúnaðarverkfræði (90 einingar) • BSc í stærðfræði (90 einingar) • MSc í tölvunarfræði • MSc í hugbúnaðarverkfræði • MSc í máltækni • PhD í tölvunarfræði • Kerfisfræðigráða (60 eininga nám í fjarnámi og með vinnu) TÖLVUNARFRÆÐI Tölvunarfræðideild HR býður upp á nám í

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.